Morgunblaðið - 15.03.1985, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
Brúin yfír
Eyrarsund
eftir Pétur Pétursson
í áratugi hefur verið rætt um
að æskilegt væri að brúa Eyrar-
sund og mikið hefur verið reikn-
að út og skrifað um þetta.
Fyrir 10 árum höfðu endar
næstum því náð saman í umræð-
unum milli danskra og sænskra
stjórnvalda — en allt fór út um
þúfur. Þá var það danska þingið
sem bakkaði á síðustu stundu.
Nú virðist líf vera að færast
aftur í þessar umræður eins og
kom m.a. fram á Norðurlanda-
þingunum í Reykjavík um dag-
inn. Brúaráformunum hefur
aukist fylgi í danska þinginu þar
sem Vinstri flokkurinn hefur
breytt um skoðun og styður nú
brúarmenn.
Brúin sem sameina mundi
Skán og Sjáland, ef í það færi,
mundi þá væntanlega tengja
Malmö og Kaupmannahöfn.
Þetta hefði mikla þýðingu fyrir
atvinnulffið á þessu svæði, ekki
síst fyrir það fólk sem ýmist býr
í Malmö eða Kaupmannahöfn en
þarf að sækja á hinn staðinn í
vinnu. Töluverður hópur fólks
fer þannig á milli daglega og er
það aðallega fólk sem býr í
Malmö, þar sem húsnæði er
ódýrara, en vinnur í
Kaupmannahöfn. Ferðin yfir
tekur rúman hálftíma, en nú í
vetur hefur verið miklum erfið-
leikum bundið að halda uppi reg-
lulegum ferðum og þessi hópur
farþega þrýstir nú fast á að brú-
in verði að veruleika.
Brúin yfir Eyrarsund mundi
einnig hafa víðtækari hagræð-
ingu í för með sér fyrir verslun
og viðskipti í Skandinavíu, ekki
síst fyrir sænsk og norsk fyrir-
tæki sem vilja koma vörum sín-
um á markaði á meginlandi Evr-
ópu með sem minnstri fyrirhöfn
og kostnaði. Brú yfir Stóra-Belti,
milli Sjálands og Fjóns, kemur
hér einnig inn í myndina. Það er
t.d. tréiðnaðurinn í Svíþjóð og
Noregi svo og Volvo-fyrirtækið
sem hafa sýnt fram á að allir
flutningar þeirra yrðu miklum
mun ódýrari. í Svíþjóð heyrast
jafnvel þær raddir er halda því
fram að brú myndi gefa sænsk-
um iðnaði þann vind í seglin sem
þyrfti til að fleyta þjóðarskút-
unni yfir í gósenland hagvaxtar
og velmegunar.
KveÖur kuldaljóð ...
Það var eins og náttúruöflin
hefðu mátað tæknina í sam-
göngumálum er fulltrúar
danskra og sænskra hagsmuna
komu til fundar í Malmö til að
ræða brúarmálið í byrjun febrú-
ar sl. Frosthörkurnar undan-
farnar vikur höfðu hindrað sam-
göngur yfir sundið og suðurhluti
þess var alveg ísilagður — Kári
hafði í sínum jötunmóð tekið af
skarið og byggt sína eigin brú.
Hraðbátar og svifnökkvar sátu
kyrfilega fastir í ísnum og ís-
brjótar höfðu ekki við að brjóta
rennur i gegnum ísinn því þær
frusu jafnóðum saman aftur.
Svíar vilja brú
Það kom í ljós á ráðstefnunni í
Malmö að samgöngumálaráð-
herrar beggja landanna eru því
fylgjandi að brú verði byggð sem
fyrst. Flestir danskir ráðamenn
eru þó ekki til viðtals um Eyr-
arsund fyrr en ákveðið hefur
verið hvort og hvenær brú yfir
Stóra-Belti verður lögð. Stóra-
Beltisbrúin hefur forgöngu af
þeirra hálfu, en ekki er víst að
Svíar hafi þolinmæði til þess að
bíða eftir þvi að danska þingið
ákveði sig. Sænsku járnbraut-
irnar (SJ) hafa hótað að beina
umferð sinni og flutningum
beint til Þýskalands með sér-
byggðum stórum járnbrautar-
ferjum ef Danir þrjóskast lengur
við að taka ákvörðun. Ef svo færi
mundu Danir missa af miklu af
þeim tekjum sem þeir hafa af
þeirri umferð og flutningum sem
er frá Skandinaviu til megin-
lands Evrópu.
Ótakmörkuö ending
Nefnd á vegum sænska þings-
ins hefur þegar gert ítarlegar
kostnaðaráætlanir og vinnu-
í frosthörkunum höfðu ísbrjótar
ekki undan við að brjóta rennur í
gegnum ísinn í Eyrarsundi.
áætlun vegna væntanlegrar brú-
ar. Bankakerfið er bjartsýnt og
reiðubúið að leggja fé í fyrirtæk-
ið — talið er að brúin borgi sig á
20 árum. í þessa brú þarf 23.000
tonn af stáli, sem gert er ráð
fyrir að verði ryðfrítt og hafi
ótakmarkað endingarþol. Á nú-
verandi verðlagi er reiknað með
að brúin muni kosta nálægt 2
milljörðum sænskra króna og
byggingin taki 10 ár.
fhaust verður lagt fram frum-
varp á sænska þinginu um brú-
arbygginguna sem margir áb-
yrgir aðilar hérna megin sunds-
ins reikna með að geti hafist
innan tveggja ára.
Brúarvinir benda á að hér sé
ekki aðeins um að ræða efna-
hagslegt atriði. Aukin og bætt
tengsl milli Kaupmannahafnar
annars vegar og Malmö og Lun-
dar hins vegar hafi í sér fólginn
menningarlegan og félagslegan
ávinning — brúi bilið milli þjóð-
anna í andlegum skilningi.
Pétur Pétursson er fréttaritari
MbL í Lundi í Sríþjóð.
Hvers vegna
kennaradeila?
eftir Þorvarö
Helgason
Framhaldsskólakennarar sem
aðrir BHM-starfsmenn ríkisins
hafa ekki verkfallsrétt. Störf
þeirra eru of mikilvæg fyrir heild-
ina til þess að þau þoli þá truflun
sem hlotist getur af vinnudeilum.
Það hlýtur að vera ástæðan fyrir
höfnun verkfallsréttar til handa
þessu fólki. Til þess að við slíkt
verði unað verður valdhafinn að
sjá svo um að þetta starfsfólk hafi
laun sem það getur sætt sig við.
Það hefur undirgengist að vinna
verkin án þess réttar sem aðrir
hafa en á móti hlýtur það að krefj-
ast viðunandi launa. Ef nú vald-
hafinn skeytir ekki um þessa
kröfu, verður alls ekki við henni,
lætur hana sig engu skipta, huns-
ar hana ár eftir ár, þá kemur að
þvi að þolinmæði embættismann-
anna þrýtur. Með góðu fá þeir eng-
in jákvæð svör. Þeir eiga engra
annarra kosta völ en fara út fyrir
þann ramma sem samningurinn
kveður á um þvi hinn aðilinn,
valdhafinn, hefur skellt skolleyr-
um við öllum boðum. í þessari
stöðu má lita svo á að það sé
skylda embættismannanna að
stíga eitt skref út fyrir rammann
til að vekja þann sem sefur — og
það hafa þeir nú gert með réttu —
því, ég endurtek, forsenda rétt-
indaskortsins hlýtur að vera við-
unandi kjör. Ef þvi er ekki til að
dreifa þá hefur hinn aðilinn ekki
staðið við sinn hluta og er í reynd
sá sem brýtur samkomulagið en
ekki starfsmenn heildarinnar sem
una þvi ekki lengur að niðst sé á
þeim vegna þess að þeir hafa ekki
verkfallsrétt.
Hinn brigðuli aðili þessa máls
er því fjármálaráðuneytið en ekki
HÍK.
Samfélagið gerir kröfu til ein-
staklingsins, einstaklingurinn til
samfélagsins. Því hefur verið
haldið fram að grundvöllur þess-
ara krafna og þá raun samfélags-
ins sjálfs sé samningur — samfé-
lagssamningur — sem tryggi rétt
einstaklingsins sem og heildarinn-
ar. Ef ég man rétt þá liggur þessi
hugmynd til grundvallar Mann-
réttindayfirlýsingu Sameinuðu
„Samfélagiö þarf á öll-
um þáttum, stéttum,
hópum sínum að halda
til þess aö tilganginum,
mannsæmandi Iffi fyrir
sem flesta, veröi náö.
Lífinu sem við höfum
rétt til samkvæmt
Mannréttindayfirlýsing-
unni.“
þjóðanna — og hefur einnig haft
mikil áhrif í ýmsum vestrænum
lýðræðisríkjum. Það segir sig
sjálft að stöðugt er verið að brjóta
þennan samning um allan heim.
Vestrænar lýðræðisþjóðir margar
leggja samt metnað sinn i að haga
félagsmálum sínum þannig að
hann sé haldinn. Þær hafa líka
margar slæma reynslu af yfir-
gangi og ójafnaði. Með þeim veit
fólk að ójafnvægi hefnir sin. Sam-
félagið þarf á öllum þáttum, stétt-
um, hópum sínum að halda til þess
að tilganginum, mannsæmandi lífi
fyrir sem flesta, verði náð. Lífinu
sem við höfum rétt til samkvæmt
Mannréttindayfirlýsingunni.
Ef nú í allri þessari samvirkni
er þannig þrengt að einum hópi,
hópi sem þar að auki eru gerðar
miklar kröfur til um menntun,
ábyrgð, starfshæfni o.fl., og þær
samskiptareglur sem hann hefur
játast undir — að hann hélt I
gagnkvæmu trausti og virðingu
fyrir rétti sínum til sæmandi sam-
lífs innan heildarinnar — notaðar
til að níðast á honum, setja hann
skör lægra en aðra viðlíka þegna
— þá er traust brotið og óvirðing
auðsýnd. Svolitill kaldur gustur
framan i valdið þar sem það
blundar í tregðu sinni ætti að vera
vel þeginn. Fjármálaráðuneytið
ætti að þakka fyrir sparkið sem
það fær áður en komið er í verra.
Nú mætti spyrja, hvernig má
það vera að launin duga svona illa.
Framhaldsskólakennarar eru
langskólagengið fólk, flest með
námsskuldir á bakinu, það hefur
Morgunblaðið/Ingimar
Stúlkur frá Suftur-Afríku sögðu fri landi sínu og þjóð í fjölskyldumessu.
Fjölskyldumessa
og Lionshátíð
Djúpavogi, 3. marz.
ÝMISLEGT hefur verió á döfinni
í félagsmálum hér á Djúpavogi
undanfarið. Laugardaginn 2. marz
héldu Lionsmenn frá Breiðdal og
Djúpavogi sameiginlega árshátíð
á Djúpayogi.
Lionsklúbbar frá þessum
stöðum hafa áður haft með sér
gott samstarf um árshátíð Var
ýmislegt til skemmtunar og fór
hátíðin hið bezta fram.
Sunnudaginn 3. marz efndi
séra Ingólfur Guðmundsson,
farprestur þjóðkirkjunnar, til
fjölskyldumessu í Djúpavogs-
kirkju. Fermingardrengir léku
helgileik, hópur barna lék á
blokkflautu og tvær stúlkur frá
Suður-Afríku sögðu frá landi
sínu. Kirkjan var þéttsetin og
voru kirkjugestir ánægðir með
þessa nýbreytni.
Tveir vélbátar hafa stundað
rækjuvejðar í Berufirði og aflað
sæmilega. Fiskvinnslufólk hef-
ur unnið í saltfiski þessa sið-
ustu daga þar sem ekki hefur
borizt fiskur á land.
Ingimar