Morgunblaðið - 15.03.1985, Síða 31

Morgunblaðið - 15.03.1985, Síða 31
Ráðstefna um kirkju- byggingar Skrúfudagur Vélskólans á morgun Laugardaginn 16. marz verður haldin ráðstefna í Bústaðakirkju um nútímakirkjubyggingar hér á landi á vegum Kirkjuritsins og Kirkjulistar- nefndar. í frétt frá undirbúningsnefnd segir, að ráðstefna þessi sé opin öllum, sem áhuga hafa en dag- skráin hefst kl. 13 og lýkur um kl. 18. Ráðstefnuatriðin verða: 1. Hvernig er staðið að byggingu nýrrar kirkju? Sr. Ólafur Skúlason, dómpró- fastur mun gera grein fyrir ýmsum þáttum þess máls. Fjallað verður um kirkju og skipulag, fjármögnun kirkju- bygginga, val á teikningu, sam- skipti við arkitekt og lista- menn, samkeppnisform o.fl. 2. Hlutverk kirkjuhússins, kröfur prests og safnaðar. Hefðbundin og ný viðhorf til kirkjubygg- inga. Dr. Gunnar Kristjánsson. 3. Nokkrir arkitektar sýna lit- skyggnur af kirkjum, sem þeir hafa gert og útskýra. 4. Álit. Jens Einar Þorsteinsson, formaður AÍ. 5. Listbúnaður kirkna. Björn Th. Bjömsson, listfræðingur. 6. Umræður. Bústaðakirkja verður skoðuð í kaffihléi. Ráðstefnustjórar verða Halldór Reynisson, guðfræðingur, og Jó- hannes S. Kjarval, arkitekt. ÁRLEGUR kynningardagur Vél- skóla íslands, skrúfudagurinn, verð- ur laugardaginn 16. mars. Þann dag er starfsemi skólans kynnt, allir vélasalir opnir og kennarar og nem- Verðlagsstofnun hefur beðið Mbl. að birta eftirfarandi: í verðkönnun á bifreiðavara- hlutum sem birt var nýverið, var sagt að strokklokspakkning (head- pakkning) í Subaru bifreið fáist í tveimur verslunum, hjá viðkom- andi bifreiðaumboði á 462 kr. og hjá NP varahlutum á 65 kr. í ljós hefur komið að starfsmaður NP varahluta gaf upp verð á ventla- lokspakkningu í stað strokkloks- pakkningar. Jafnframt var sagt að vinstra endur reiðubúnir til að veita upplýs- ingar um starf það sem fram fer í skólanum. Á þessu ári eru liðin sjötíu ár frá stofnun Vélskólans. Er því frambretti í Lada 2105 (1300) hefði kostað hjá umboði 2822 kr. en 1654 kr. hjá Bílnum hf. Upplýs- ingar starfsmanns hjá Bílnum hf. reyndust hins vegar ekki réttar, þar sem frambrettið passar ekki á þessa gerð Lada bifreiðar, heldur á ódýrari gerð (Lada 1200). Verðlagsstofnun biðst velvirð- ingar á fyrirgreindum mistökum sem voru ófyrirsjáanleg sökum þess að viðkomandi fyrirtæki veittu rangar upplýsingar. vandað til skrúfudagsins venju fremur. M.a. er efnt til sýningar á verkum Gunnars Bjarnasonar, fyrrverandi skólastjóra, en hann er nú nú 84 ára gamall, búsettur í Mosfellssveit. Þá sýna um tuttugu og fimm fyrirtæki ýmsar vörur og vélar sem tengjst vélstjórastarfinu og öryggisbúnaði á skipum. Allir sal- ir skólans verða opnaðir kl. 14.00 á laugardag en hátíðafundur hefst í hátíðasal skólans kl. 13.15. Kven- félagið Keðjan verður að vanda með kaffisölu og um kvöldið verð- ur árshátíð Vélskólans og kvenfé- lagsins Keðjunnar í Þórskaffi. Gunnar Bjarnason byrjaði að mála er hann var 82ja ára gamall og hóf þá myndlistarnám hjá Myndlistarklúbbi Mosfellssveitar þar sem Jón Gunnarsson listmál- ari er leiðbeinandi. Þetta verður fyrsta sýning Gunnars í Reykjavík en hann hefur áður átt verk á sýn- ingu í Mosfellssveit. Gunnar Bjarnason er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, fæddur í Aðalstræti 2, 12. febrúar 1901. Hann lagði stund á verkfræðinám í Danmörku og Þýskalandi og kom heim að námi loknu 1930. Vann hann ýmis verkfræðistörf þar til árið 1945 að hann gerðist kennari við Vélskóla íslands. Árið 1955 varð hann skólastjóri er hann tók við af fyrsta skólastjóra skólans M.E. Jessen. Gunnar lét af störf- um haustið 1971 við 70 ára ald- urstakmarkið. Eftir það starfaði Gunnar sem formaður Svartolíunefndar sem vann að breytingu á vélum togara til þess að þeir gætu brennt ódýr- ari olíu. Árið 1978 flutti Gunnar í Mosfellssveit þar sem hann býr með dóttur sinni og tengdasyni. (Fréttatilkynning.) Leiðrétting við verðkönnun MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985 Gunnar Bjarnason, fyrrverandi skólastjóri Vélskólans. Myndir eftir hann eru sýndar á Skrúfudeginum. Úr vélasal Vélskólans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.