Morgunblaðið - 15.03.1985, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
Ragnhildur Helgadqttir um fjarvistir kennaræ
Hafa hvorki áhrif á
starfshraða né niður-
stöður Kjaradóms
— en bitna á nemendum
— Vona að stefnumarkandi yfirlýsing
ríkisstjórnarinnar verki til góðs
Ég vona að framhaldsskólakennarar hefji sem flestir störf
þessa dagana, sagði Ragnhildur Helgadóttir menntmálaráð-
herra í Sameinuðu þingi í gær, og virði landslög og námsrétt-
indi nemenda sinna. Fjarvistir þeirra breyta engu um hraða
né niðurstöður Kjaradóms, sem kjaramálum þeirra hefur
verið vísað til. Ríkisstjórnin hefur samþykkt stefnumarkandi
viljayfirlýsingu, sem gengur í þá veru að mismunur í kjörum
innan og utan ríkisgeirans verði jafnaður.
Hjörleifur Steingrímur Ragnhildur
Guttormsson Hermannsson Helgadóttir
Guðmundur Jón Baldvin Guðrún
Kinarsson Hannibalsson Agnarsdóttir
Alvarlegt ástand í
framhaldsskólum
Hjörleifur Guttormsson (Abl.)
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár i
Sameinuðu þingi í gær og gerði að
umtalsefni alvarlegt ástand í
framhaldsskólum landsins, sem
varað hafi í tvær vikur og geti
staðið nokkrar vikur í viðbót.
Hann kvað forsætisráðherra og
menntamálaráðherra hafa lofað
að svara fyrirspurnum frá sér um
þetta efni, en hinsvegar hafi fjár-
málaráðherra neitað hinu sama.
Hjörleifur taldi sofandahátt ríkis-
stjórnarinnar meginástæðu þess,
hvern veg væri komið í fram-
haldsskólum, þrátt fyrir það að
endurmat menntamálaráðuneytis
á störfum kennara hafi fært heim
sanninn um, að kennarar hafi
lengi haft rétt fyrir sér um versn-
andi kjaralega stöðu, miðað við
hinn almenna markað. Þá sagði
Hjörleifur mál kennaranna hluta
af striði rikisstjórnarinnar við
launastéttir landsins, sem kæmi
m.a. fram í hávaxtastefnu og fjár-
munatilfærslu frá fólki til fyrir-
tækja. Fjöldauppsagnir kennara
væru nauðvarnaraðgerðir.
Hjörleifur spurði síðan forsæt-
isráðherra, hvað ríkisstjórnin
hygðist gera til lausnar á þessari
deilu. Þá spurði hann mennta-
málaráðherra, hvaða áhrif deilan
hefði þegar haft í framhaldsskól-
um og hver væru líkleg áhrif
hennar áframhaldandi. Hann
minnti ennfremur á að fjármála-
ráðherra hefði lykilhlutverk í mál-
inu; undir hann heyrðu launamál
ríkisstarfsmanna.
AÖdragandinn og afleiðingin
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, kvað eðlilegt að
truflun sú, sem orðin væri á skóla-
starfi, kæmi til umræðu á Alþingi.
Kjaraþróun í landinu ætti rætur í
forsögu, sem spannaði jafnvægis-
leysi í efnahagsmálum fyrr á ár-
um og allt að 130% verðbólgu.
Meginmál væri að koma hér á
jafnvægi í atvinnu- og efnahags-
málum.
Forsætisráðherra kvað kennara
hafa gengið úr störfum 1. marz,
þrátt fyrir að lög hafi staðið til
annars. Launanefnd ríkisins stæði
nú í viðræðum við þá, sem væru á
viðkvæmu stigi, og því eðlilegt, að
fjármálaráðherra, sem færi með
þessi mál í ríkisstjórninni, kjósi
að taka ekki þátt í kappræðum um
þau.
Meginatriði deilunnar væri, hve
mikla hækkun kennarar þurfi að
fá til að leiðrétta þann mun, sem
talinn væri á kjörum manna með
sambærilega menntun og í sam-
bærilegum störfum innan og utan
ríkisgeirans. Ríkisstjórnin hafi
gert hvort tveggja að gefa út
stefnumarkandi viljayfirlýsingu,
þess efnis, að þessi munur yrði
jafnaður, og vísað deilunni til
kjaradóms, lögum samkvæmt,
enda sýnt, að önnur lausn á henni
verði ekki fljótvirkari. Jafnframt
væri þeirri eindregnu ósk beint til
kennara að þeir hverfi aftur að
störfum og virði lög, kennslu-
skyldur og námsréttindi nemenda
sinna, sem fyrst og fremst og að
ósekju sættu tjóni af því, sem
gerzt hafi.
Samanburðarkönnun fer nú
fram, sagði forsætisráðherra, en
er ekki lokið, þó fram sé komin
áfangaskýrsla.
Bitnar þyngst á nemendum
Ragnhildur Helgadóttir, mennta-
málaráðherra, kvað 440 kennara
hafa sagt upp störfum frá 1. marz.
Hún hafi nýtt ótvíræðan lagaleg-
an rétt til að framlengja uppsagn-
arfrest þeirra um þrjá mánuði til
að afstýra fyrirsjáanlegri truflun
í skólastarfi, sem fyrst og fremst
væri til tjóns fyrir nemendur.
Þetta hafi verið tilkynnt með 17
daga fyrirvara, en beiting um-
ræddrar lagaheimildar hafi ekki
áður verið tilkynnt með jafnlöng-
um fyrirvara. Um 220 kennarar
hafi gengið úr starfi 1. marz, þrátt
fyrir lögstudda framlengingu upp-
sagnarfrests. Síðan gerði ráðherra
grein fyrir því, hvað þessi útganga
hafi þýtt í einstökum fram-
haldsskólum, en skólastarfið væri
víðast lamað, mismunandi mikið
þó.
Menntamálaráðherra kvað þá
ákvörðun viðkomandi kennara, og
þeirra einna, að beita uppsögnum
úr starfi og útgöngu 1. marz, þrátt
fyrir að lög standi til annars.
Ráðherrann lét í ljósi þá von, að
sem flestir kennarar kæmu til
starfs nú, þegar viljayfirlýsing
ríkisstjórnarinnar liggur fyrir og
málið væri komið til hlutlauss
dómstóls, Kjaradóms. Fjarvistir
kennara hefðu að sínu mati engin
áhrif á hraða né niðurstöðu
Kjaradóms en bitnuðu á þeim er
sízt skyldi, framhaldsskólanem-
endum. Þegar hafi nokkrir nem-
endur ákveðið að hverfa frá námi,
a.m.k. í vetur, og vandinn væri
vaxandi.
Málið er komið til Kjaradóms,
sagði ráðherra, og fagráðuneyti
menntamála hafi ekki með það að
gera þar, heldur fjármálaráðu-
neyti, sem fari með launamál allra
ríkisstarfsmanna.
Þróun kennaralauna
Menntamálaráðherra kvað
árásir Hjörleifs Guttormssonar á
núverandi ríkisstjórn koma úr
hörðustu átt. Neikvæð þróun
kennaralauna hafi ekki gerzt fyrst
og fremst eftir myndun núverandi
ríkisstjórnar, heldur ætti mun
lengri feril, sem spannaði tvær til
þrjár ríkisstjórnir Alþýðubanda-
lagsins. Þá hafi skort bæði orð og
athafnir hjá þeim, sem hæst hefðu
í dag.
Kennarar hafa í tvígang fengið
verulega leiðréttingu í launum. í
hið fyrra skiptið í lok viðreisnar-
tímabilsins og í hið síðara 1977.
Báðar þær ríkisstjórnir, sem hlut
áttu að máli, lutu forystu Sjálf-
stæðisflokksins. Aftur á móti hafi
kjörum kennara hrakað örast þeg-
ar Alþýðubandalagið hafi setið f
ríkisstjórn.
Ráðherrann lagði áherzlu á að
ráðuneyti hennar hefði, í góðu
samstarfi við kennara, unnið að
endurmati á störfum þeirra, sem
styrkti mjög stöðu þeirra til að ná
fram sambærilegum kjörum og
sambærilega menntað fólk á al-
mennum vinnumarkaði. Hún
kvaðst vona að kennarar mættu til
vinnu nú, enda hefðu fjarvistir
þeirra engin áhrif á gang mála
fyrir Kjaradómi, þó þær bitnuðu á
nemendum.
Sem svar við fyrirspurn Hjör-
leifs um viðbrögð, ef kennarar
mættu ekki til starfa, nefndi ráð-
herra nokkra möguleika, m.a.: 1)
Ráðningu forfallakennara, sem
skólastjórar hefðu þá frumkvæði
um i samvinnu við starfandi kenn-
ara, 2) hugsanlega lengingu
kennslutímabilsins, 3) og að dreg-
ið yrði úr umfangi prófa.
Ríkisstjórnin féll á prófinu
Guömundur Einarsson (BJ) kvað
rikisstjórnina hafa fallið á tveim-
ur prófum i röð: fyrst húsnæðis-
málaráðherrann, nú mennta-
málaráðherrann eða máske fjár-
málaráðherrann. Rangt væri að
kennarar hafi svikið skóla sina
eða nemendur; þvert á móti væri
það af tryggð við þessa aðila að
kennarar hafi ekki fyrir löngu
staðið upp úr störfum sínum. Hús-
næði8kerfið og skólakerfið eru nú
í rúst í höndum ríkisstjórnarinn-
ar.
Guðmundur sagði að ríkis-
stjórnir ættu að hafa stefnu i
launamálum; ekki skjóta sér á bak
við Kjaradóm.
Ráðherrar eiga ekki
að lýsa vandanum,
heldur leysa hann
Jón Baldvin Hannibalsson (A)
kvað ráðherra hafa talað rétt eins
þeir væru ekki í ríkisstjórn. Ráð-
herrar ættu ekki að láta við það
sitja að lýsa þeim vanda, sem við
væri að etja, heldur leysa hann.
Kjör kennara hafi að visu verið að
rýrna á ferli fleiri ríkisstjórna, en
keyrt hafi um þverbak i tið þess-
arar. Jón Baldvin fjallaði siðan
um kjör og stöðu kennara og vitn-
aði m.a. til greinar ólafs Oddsson-
ar, menntaskólakennara, í Morg-
unblaðinu um þau efni. Hann tók
og dæmi af frábærum eðlisfræði-
kennara, sem haft hefði frum-
kvæði um ólympiukeppni eðlis-
fræðinema hér á landi, og hefði
meira en tvöfaldað laun sin með
því að hverfa að öðrum störfum.
Það sem á vantaði væri að ríkis-
stjórnina skorti stefnu í þessum
málum og öðrum, sem og framtið-
arsýn. Rikisvaldið ætti ekki að
vera nánasarlegasti vinnuveitand-
inn i landinu. Peningar væru til,
sem flytja mætti til innan rikis-
geirans. Það á að gera strangar
kröfur til skóla og strangar kröfur
til kennara, en það á líka að borga
þeim markaðslaun.
Menntun er máttur
Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) vitn-
aði og til Morgunblaðsgreinar
Ólafs Oddssonar, menntaskóla-
kennara. Hún sagði ófremdar-
ástandið, sem rikti i skólamálum,
áhyggjuefni og óviðunandi. Siðan
fór hún nokkrum orðum um gildi
góðra skóla og almennrar mennt-
unar og þekkingar, sem allt væri
hyggileg fjárfesting til framtíðar.
Ríkisstjórnin hafi ekki dugað
sem skyldi til að leysa úr þessu
mikla vandamáli.
Stuttar þingfréttir
Fyrirspurnir
• Sigriður Þorvaldsdóttir
(Kvl.) spyr félagsmálaráðherra,
hvað líði framkvæmd úttektar
á opinberu húsnæði til að auð-
velda hreyfihömluðum aðgang,
skv. þingsályktun frá 22. maí
1980. Ennfremur, hvað líði
frumvarpi því, sem ríkisstjórn-
inni var falið að semja og
leggja fyrir Alþingi, skv. sömu
þingsályktun um fastan tekju-
stofn i þvi skyni að tryggja
nægilegt fjármagn til breyt-
inga á húsnæði vegna hreyfi-
hamlaðra.
• Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir (Kvl.) og fleiri þingmenn
spyrja sama ráðherra, hvað líði
störfum nefndar sem skipuð
var í júní sl. til að vinna að
frumvarpi um Búsetaíbúðir og
kaupleiguibúðir og hvort ráð-
herra hyggist beita sér fyrir
setningu laga um húsnæðis-
samvinnufélag og búseturéttar-
íbúðir á þessu þingi?
• HjÖrleifur Guttormsson
(Abl.) spyr iðnaðarráðherra,
hvaða athugunum á stofnunum
og fyrirtækjum, sem heyra
undir iðnaðarráðuneytið, hafi
verið unnið að frá miðju ári
1983, hverjir hafi verið þar að
verki, hvað hafi verið greitt í
þessu sambandi o.fl.
• Steingrímur J. Sigfússon
(Abl.) spyr utanríkisráðherra,
hvort yfirlýsingar hans um að
kjamorkuvopn séu ekki geymd
hér á landi taki til herskipa,
sem koma í hafnir hérlendis
eða sigla um íslenzka lögsögu
og hvort hann muni beita sér
fyrir því að banna siglingar
herskipa um lögsöguna og kom-
ur þeirra í hafnir nema fullvíst
sé að þau beri ekki kjamavopn?
Virk þátttaka ríkis-
fyrirtækja í atvinnu-
uppbyggingu
Fjórir þingmenn, Davíð
Aðalsteinsson (F), Valdimar
Indriðason (S), Skúli Alexand-
ersson (Abl.) og Eiður Guðna-
son (A), flytja tillögu til þings-
ályktunar, þess efnis, „að sú
stefna skuli vera ríkjandi í
stjórn og rekstri atvinnufyrir-
tækja sem ríkið á að hluta eða
öllu leyti að þau skuli ein sér
eða í samvinnu við önnur vera
virkir aðilar að hvers kyns nýj-
ungum í uppbyggingu atvinnu-
rekstrar. Því felur Alþingi
ráðherrum þeim, sem fara með
málefni slíkra fyrirtækja, að
hlutast til um að stjómir þeirra
hrindi þessari stefnu í fram-
kvæmd hvarvetna sem færi
gefst".
Þjóðgarður við Gull-
foss og Geysi
Þrír þingmenn Alþýðuflokks,
Eiður Guðnason, Jóhanna Sig-
urðardóttir og Sighvatur
Björgvinsson, flytja tillögu til
þingsályktunar, þess efnis, að
þegar verði hafinn undirbún-
ingur að stofnun þjóðgarÖ3 um-
hverfis Gullfoss og Geysi. Jafn-
framt verði hafin vinna við
heildarskipulag svæðisins og
undirbúin kaup á þeim land-
spildum þar, sem ekki eru þeg-
ar í eigu ríkisins. Frumvarp til
laga um þjóðgarð á þessu svæðf
verði lagt fyrir næsta reglulegt
þing.