Morgunblaðið - 15.03.1985, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1985
45
gert er enn að einhverju leyti, ef fé
er óverðtryggt. Það er því ljóst, að
ógerlegt er að hafa lága vexti, ef
ýmist er verið að lækka gengi eða
láta það siga. Til þess að hægt sé
að halda verðgildi gjaldmiðils án
mikilla breytinga, þarf að stjórna
peninga- og launamálum þjóðar-
innar af meiri festu og raunsæi en
verið hefur. Með öðrum orðum,
hretta að gera óraunhæfa samn-
inga og ómerkja þá svo með þvi að
lækka gengi, þannig að eftir
standi auknar skuldir og hærri
vextir. Sú þróun peningamála,
sem varð á árabilinu 1974—1983,
má eigi endurtaka sig. Flestir sáu,
að eigi var hægt að búa við 100%
verðbólgu og hliðstæða vexti. Eigi
skal fullyrt, hver mestu réð um
þessa þróun. Hitt er víst, að Seðla-
bankinn og viðkomandi rikis-
stjórnir réðu mestu um, hvaða
leiðir voru valdar til þess að leysa
vandamálin. Það er einnig ljóst, að
það fyrsta, sem núverandi stjórn
gerði, að ég ætla eftir tillögu
Seðlabankans og Fjárlaga- og
hagsýslustofnunar, var að hækka
erlendan gjaldeyri um 17,1% og
nýlega var gengið lækkað um
12,5% og 5% litlu áður. Það vant-
ar því aðeins að tengja kaup-
gjaldsvísitölu við verðþróunina til
þess að skriðan geti runnið af stað
af fullum þunga.
Eldri menn, sem muna þá tima
að lítið var um vegi og símalfnur,
vita, að þeir sem villtust af rétti
leið, áttu erfitt með að átta sig og
hætti til að villast aftur. Ljóst er
að alþingismennirnir bera ábyrgð
á stjórn efnahagsmála gagnvart
kjósendum. Þeir hafa falið Seðla-
bankanum að fara með þessi mál
að verulegu leyti. Tvisvar hafa
fulltrúar þjóðarinnar áður afsalað
sér hluta af því valdi, sem þeir
höfðu. Það var 1262 á Þingvöllum
og 1662 f Kópavogi. Fáir munu
álfta, að það valdaafsal hafi orðið
til hagsbóta fyrir þjóðina. Seðla-
bankinn og að einhverju leyti ráð-
herrarnir hafa stjórnað gengis- og
vaxtamálum f 24 ár. Þingmenn
hafa litlu ráðið, f mesta lagi fengið
aðgerðum frestað. Þessir aðilar
virðast eigi hafa komið auga á
aðrar leiðir til úrlausnar fjár-
hagslegum vandamálum en lækka
gengi og hækka vexti. Sé gengið
óbreytt getur 1—2% vaxtahækkun
dregið úr eftirspurn eftir lánsfé
án þess að verðbólga aukist og það
vita hagfræðingar að sjálfsögðu.
Séu vextir hins vegar 20—40% að
ekki sé minnst á 70—100% eru
vextir enn meiri verðbólguvaldur
en gengislækkun þvf að þeir dreif-
ast á lengri tíma. Það eru verð-
tryggðu vextirnir, sem eru nú að
sliga alla þá aðila, sem skulda.
Þetta gengur tölfræðingum bank-
anna illa að skilja.
Alþingismenn okkar ættu að
leggja þá spurningu fyrir sjálfa
sig, hvort gengis- og vaxtamálum
hefði verið stjórnað af meiri
óvisku, ef Alþingi hefði teki
ákvörðun um þau mál. Ég held það
hefði tœpast verið hægt, ef miðað
er við síðastliðin 10 ár. Á Alþingi
eru málin rædd og skoðuð frá
ýmsum hliðum. Þjóðin fylgist þá
með hlutunum, en stendur eigi
varnarlaus gegn ákvörðun fárra
manna. Að sjálfsögðu yrði leitað
álits banka og fulltrúa launþega
og atvinnurekenda. Það er einnig
jákvætt, að það tekur lengri tfma
að koma vafasömum ákvörðunum
í gegnum þingið en bankaráð
Seðlabankans. Eg álft þvf að þing-
menn ættu að breyta lögum um
Seðlabankann. Hætta að nota
bankastjórana fyrir syndahafra
og taka sjálfir ákvarðanir um þau
mál, sem þjóðin hefur falið þeim
og þeir bera siðferðilega og stjórn-
skipulega ábyrgð á. Ég veit, að
þeir, sem farið hafa villir vegar
eiga erfitt með að átta sig. Ég hefi
þvi litla trú á þvi að þeir sem þró-
að hafa ráðandi stefnu i pen-
ingamálum hjá okkur undanfarin
ár breyti þeirri stefnu allt i einu.
Ég efa eigi, að stjórnendur Seðla-
bankans séu greindir og velviljað-
ir menn. Hitt dreg ég í efa, að þeir
hafi það fjármálalega lyktnæmi,
sem fésýslumenn þurfa að hafa.
Björn Pílsson er íýrrrerandi jA
þingismadur Framsóknartlokksins
og bóndi aó Löngumýri.
Muniö
dansleikinn í kvöld
Ath..- OPIÐ Á MORGUN LAUGARDAG
20 ára aldurstakmark
☆ Stjörnukvöld ☆
föstudaginn 15. mars. Ódýr og frábær skemmt-
un. Hjördís Geirsdóttir flytur vinsæl lög frá
fyrri árum. Tvíréttuö veisla og skemmtiatriði
fyrir aðeins kr. 800.
Aðgangseyrir eftir kl. 22 kr. 200.
Borðapantanir í síma 99-1356.
Ath.: Opiö (immtudaga og sunnudaga frá
kl. 19.00.
Selfossi
ÁNÆípu
ST D N£.
vr,ir,íú