Morgunblaðið - 17.03.1985, Page 29

Morgunblaðið - 17.03.1985, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1985 29 meistara stofutónlistar. Með þessari starfsemi hefur klúbb- urinn gegnt mikilvægu hlut- verki í tónleikahaldi í borginni, en hann hefur að jafnaði boðið áskrifendum ferna til fimm tónleika á hverju starfsári og svo er einnig nú. Að því er aðstandendur Kammermúsíkklúbbsins tjáðu Mbl. er von á hinum þekkta Sinnhofer-kvartett frá Miinch- en til landsins í lok aprílmán- aðar og mun hann halda hér tvenna tónleika á vegum Kammermúsíkklúbbsins. Sinn- Kammermúsíkklúbburinn i efingu. Kammerklúbburinn kynnir meistara stofutónlistarinnar Guðný Guömundsdóttir, fíðluleikari og konsert- meistari, og Einar Jóhann- esson, klarínettuleikari, eru meðal tónlistarmanna, sem leika á þriðju tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju í dag klukk- an 20.30. Aðrir flytjendur á tónleikunum eru þau Szym- on Kuran, fíðla, Robert Gibbons, lágfíðla, og Carm- en Russel, knéfíðla. Á efnisskránni eru þrjú verk. Það fyrsta er Strengjakvartett í c-dúr, K. 465, eftir Mozart, saminn árið 1784 og einn af sex strengjakvartettum, sem Moz- art tileinkaði Haydn. Þykir upphaf þessa strengjakvartetts mjög ólíkt öðru, sem Mozart lét frá sér fara og hefur hann því orðið mönnum tilefni talsverðr- ar umræðu og jafnvel deilna. Þá verður leikinn Strengja- kvartett nr. 7 í fis-moll, op. 108, eftir Dimitri Shostakovitch. Þriðja verkið er síðan Kvintett fyrir klarínettu, tvær fiðlur, lágfiðlu og knéfiðlu í H-moll, op. 115, eftir Johannes Brahms. Það var ekki fyrr en á efri ár- um, að Brahms fór að semja fyrir klarínett, en ekki tókst honum það síður upp en arinað og þessi kvintett er afar viða- mikið verk. Kammermúsíkklúbburinn hefur starfað óslitið í tæpa þrjá áratugi og alla tíð lagt áherslu á að útvega færa listamenn, bæði innlenda og erlenda, til túlkunar á verkum hinna miklu Einar Jóhannesson Guðný Guðmundsdóttir hofer-kvartettinn hefur oft sótt Kammermúsíkklúbbinn heim áður, m.a. á 25 ára afmæli klúbbsins 1982 og síðast í fyrra- vor. Fyrri tónleikar Sinnhofer- kvartettsins verða helgaðir verkinu Kunst der Fuge eftir Bach í tilefni af því að þrjár aldir eru liðnar frá því að tónskáldið fæddist. Hefur þetta verk Bachs aldrei verið flutt hér á landi áður og ætti flutn- ingur þess nú því að verða unn- endum kammertónlistar mikill glaðningur. FJÖISKYLDA ÓSKAST Á BÁT Flug & bátur er einn skemmtilegasti feröamáti sem Flugleiðir bjóða fjölskyldunni í y/' -ÉÉÍj|| É ár. Með samvinnu Flugleiða og Blakes-bátaleigunnar hefur íslensku ferða- fólki opnast leiðir að nýstárlegu og þægilegu sumarleyfi. Flugleiðir og Blakes geta útvegað báta í Englandi, Skotlandi, írlandi, Hollandi,Frakk- landi,Grikklandi og Júgóslavíu. Leitið frekari upplýsinga á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum félagsins eða á ferðaskrifstofunum. sem vilia vem latir o llö lá tflsérliöave O) d) co u. *♦— CD O ^ «0 <D t /> (0 ■O O) tn cd c 3 > LL cn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.