Morgunblaðið - 03.04.1985, Page 20

Morgunblaðið - 03.04.1985, Page 20
20 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 3. APRlL 1985 Sjávarafurðasýning ’85 í Boston: Aukin fiskneysla fyrir- sjáanleg í Bandaríkjunum — eftir ívar Guðmundsson Á fjórða hundrað sjávarafurða- fyrirtækja sýndu framleiðslu sína á þriggja daga alþjóðasamkomu í Boston á dögunum. Talið er, að á fimmta þúsund lysthafendur hafi sótt sýninguna. í sambandi við sýninguna gekkst Framfarasjóður sjávarútvegs Nýja Englands fyrir námskeiðum og fyrirlestrum um fiskiðnað í heild, markaðsmál, meðferð fiskjar, nýjungar og framtíðarhorfur. Námskeiðin voru vel sótt og vöktu athygli. Þátttakendur voru frá helstu fiskveiðiþjóöum heims, sem leita markaða í öðrum löndum. Það fór ekki framhjá mönnum, að Suður- Ameríkumenn leita nú í sífellt stærri mæli til Bandaríkjanna í markaðsleit fyrir framleiðslu sína, enda er talið, að eftir því sem gengur á fiskstofna margra þjóða á norðurhveli jarðar, verði sótt til suðurs til fanga í framtíðinni. Nú þegar er farið að bera á rækju og hörpudisk frá Perú á amerískum fiskmörkuðum. Það er og heldur ekki leyndarmál, að fiskiðnaðar- fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa um hríð sótt hráefni til fram- leiðslu sinnar til Suður-Ameríku. Fyrirtæki frá Argentínu, Brazilíu, Chile og Perú höfðu myndarlegar sýningar á fiski og fiskafurðum í Boston. Erlend fyrirtæki vinna úr hráefni sínu í USA Rúmlega 200 fyrirtæki voru skráð í sýningarskránni sem bandarisk fyrirtæki. Það er að nokkru leyti villandi, þar sem mörg þessara fyrirtækja eru eign útlendinga, sem hafa komið sér upp verksmiðjum til að vinna úr hráefni, sem framleitt er í heima- landi þeirra. T.d. voru þrjú fyrir- tæki í eigu íslendinga skráð sem bandarísk: Coldwater, Iceland Seafood (Sambandið) og Ocean Harvest. Nokkur íslensk fyrirtæki tóku óbeinan þátt i sýningunni, þar sem minnst var á þau í sýn- ingarbásum amerískra fyrirtækja, sem hafa umboð fyrir islenska fiskútflytjendur, eða versla við ís- land. Nokkrum islenskum útgerðar- mönnum og starfsmönnum ís- lenskra útgerðarfyrirtækja sást bregða fyrir á sýningarsvæðinu. Vafalaust munu íslenskir út- vegsmenn sem hafa áhuga fyrir viðskiptum við Bandarikin gefa sýningum sem þessari meiri gaum í framtíðinni en gert hefir verið hingað til. Meðal fyrirtækja, sem skráð voru heimilisföst í Banda- ríkjunum, mátti greina dönsk, hollensk og fleiri þjóða. Eins og vænta mátti voru Kan- adamenn fjölmennastir á sýning- unni, alls rúmlega 50 fyrirtæki. Boston er miðdepill fiskiðnaðar og fiskveiða á norðausturströnd Bandaríkjanna og eðlileg miðstöð fyrir fiskútflutning Kanada- manna. Frá Noregi voru skráð 10 fyrir- tæki, auk nokkurra með amerísku heimilisfangi. Frá Frakklandi 9, 2 frá Belgíu og 1 frá hverju landi, írlandi, Brasilíu og Shetlandseyj- um. Sýningarbás Shetlandseyja- skeggja vakti athygli íslendinga, bæði fyrir smekklega sýningu og auglýsingaefni og ekki síst fyrir nafn eins af fyrirtækjunum, sem nefnist „Althing", sem minnti á Alþingi. Við þann sýningarbás mátti mæla á íslensku þar sem einn starfsmanna var íslendingur- inn Ágúst Aifreðsson, forstjóri. Dried Salted Codfish'Fibred 5 o/ 142 KftPRf IKK.IRATII) PROIHJC I Ol ( ANADA Ein hlið umbúða um saltfisks-mél. Norskur bú-lax í miðdepH f heildarsvip sýningarinnar bar hvað mest á Norðmönnum. Norsku fyrirtækin höfðu hópað sig saman í hnapp eða eyju í miðj- um sýningarsalnum. Skreytt með norsku fánalitunum og smekklega fyrirkomnum sýningarborðum og hillum. Norski bú-laxinn hvar- vetna í fremstu röð svo að segja í hverjum bás. Sýningargestir fjöl- menntu hjá þeim norsku og þáðu góðgerðir, bragð af reyktum laxi og silungi, rækjum og öðru góð- meti. íslensku sýningarnar þrjár voru og smekklega úr garði gerðar og minntu á land og þjóð. Þær virtust vekja verðskuldaða athygli. „Hrað-tros“ í kvöldmatinn Þegar frá eru skildir surimi- réttirnir í öllum regnbogans litum og formi í næstum því öðrum hverjum bás, sem gengið var framhjá, framborið í stórum sem litlum skömmtum, er ekki hægt að segja að mikið hafi borið á nýj- ungum eða óvanalegum fiskrétt- um á sýningunni. Menn eru löngu hættir að furða sig á hraðgerðum mat og drykk. Samstundis-kaffi og undireins-súpur, svo ekki sé nú minnst á „sjónvarpsréttina" svonefndu, þar sem dýrindis steik- ur, gómsætt fiðurfé og aðrir góm- sætir réttir skreppa út úr ör- bylgjuofninum áður en maður get- ur snúið sér við. En skyldi það ekki koma mönnum á óvart, að nú er ekki lengur þörf að afvatna saltfiskinn. Engin suða né afbeinun. Það eina sem þarf að sjóða eru kartöflurn- ar. Fyrirtæki frá Nova Scotia býður nú upp á og sýndi í Boston „hrað- tros“-rétt. Hann kemur í 142 gramma plastpoka, í fallegri öskju með prentuðum uppskriftum á ensku og frönsku eins og vera ber á kanadískri framleiðslu. Kostirnir eru: Kvöldverður í hvelli eða fisk-klattar af pönnu. Uppskriftin fyrir kvöldverðinn: „Sjóðið tíu meðalstórar kartöflur. Meðan kartöflurnar eru heitar blandið þeim við 142 grömmin (5 únsur) af þurrkuðum og möluðum saltfiski („hrað-trosið“). Hrærið í graut. Hellið bræddu smjöri á grautinn og lauk, eða reykt og rif- ið svínaflesk. Pipar eftir smekk. Nægir svona um það bil sex manns.“ Það virðist nokkurn veginn jafn auðvelt að matreiða hrað-salt- fisk-klattana, hvort sem farið er eftir ensku eða frönsku uppskrift- inni. Þó þarf að smella þeim á pönnu hvoru tungumálinu sem farið er eftir þar til þeir eru „á litinn eins og gull“. Þess er ekki getið hve marga má metta með klattauppskriftinni. Hefði nú ekki verið fróðlegt til samanburðar að hafa íslensku fiskstautana og skreiðarmélið, sem kirkjan gefur fátækum, til samanburðar við kanadíska hrað- trosið? En því láni var ekki að fagna á Boston-sýningunni í þetta sinn. Fyrirlestrar og námskeið Fyrirlestramir og námskeiðin, sem Framfarasjóður Nýja Eng- lands gekkst fyrir í sambandi við sýninguna fjölluðu um margvísleg efni og vandamál sjávarútvegsins. Fyrirlesarar voru allir kunnir og reyndir menn í fiskveiðum, iðnaði og viðskiptum. Þeir höfðu frá mörgu að segja og gáfu góð ráð til eftirbreytni. Kanadiskur forstjóri fyrir einu af stærri útgerðarfélögunum á austurströndinni, Don Short að nafni, ræddi um þörfina á að upp- lýsa almenning um hollustu fisk- metis og næringargildi. Sannleik- urinn væri sá, að þrátt fyrir allt tal um neyslu fiskmetis sem vörn gegn æðafitu og hjartasjúkdóm- um, hefði fiskneysla í heild lítið sem ekkert aukist í Bandaríkjun- um. Byrjað var að skrá í hag- skýrslur höfðatöluneyslu Banda- ríkjamanna af fiskmeti árið 1909, sem þá reyndist vera 11 ensk pund á mann, komst hæst upp í 13 pund á mann árið 1977, en minnkaði svo næstu ár á eftir og var t.d. 12,9 pund árið 1983, en féll svo niður í 12, 8 pund á mann á sl. ári. Bandaríkjamenn neyta fimm sinnum meira af nautaketi en fiskmeti og sex sinnum meira af hænsnakjöti en fiski. Þrátt fyrir þetta taldi Don Short, að fiskiðnaöurinn ætti bjarta framtíð fyrir höndum, ef rétt væri á haldið, t.d. með jafn áhrifaríkri eða betri auglýsinga- starfsemi en kjötframleiðendur. „Létt og hollt“ í tísku Fyrirlesarinn benti á, að fisk- framleiðendur ættu að notfæra sér tiskufyrirbærið sem nú fer sem eldur í sinu um Bandaríkin, en það er „létt og hollt“ í mat og drykk: Nú eiga allir að drekka „létt öl“, „létt vín“ og létt þetta og létt hitt í mataræði. Hér fellur fiskmetið vel inn í myndina, en það þarf upplýs- ingastarfsemi til að koma því inn hjá almenningi, að fiskmeti er létt fæða og holl, léttari og hollari en flest annað matarkyns ... Minnkandi fiskstofnar — aukin ásókn Fyrirlesari, sem spáði í fisk- gengd og aflahorfur við norðaust- urströnd Bandaríkjanna á næst- unni dró upp dapurlega mynd af græðgi, sem eyddi helstu fisk- stofnum ört. T.d. gat hann þess, að á síðustu þremur mánuðum hefðu þorskstofnar á Georges-banka minnkað um 29—39%. Hann líkti rányrkjunni á miðunum við að menn tækju stofnfé út úr banka og ætlaðist ti! að fá sömu vexti af höfuðstólnum og áður. Það væri sömu sögu að segja um svo til alla helstu góðfiskstofna við norðausturströndina. Það er að segja þorsk, ýsu, kola og karfa. Menn hefðu áhyggjur af minnk- andi stofnum allra þessara teg- unda. Búist hafði verið við, að stofnarnir myndu fljótt ná sér, eftir að 200 milna lögsagan gekk í gildi, en því miður hefði sú von ekki ræst. Veiðiskipin hefðu stækkað jafnt og þétt og mokuðu upp afla, en afli minni skipa hefði minnkað að sama skapi. Ástandið væri þannig nú, að meira væri tek- ið af öllum tegundum fisks á mið- unum en á meðan erlend veiðiskip höfðu aðgang að þeim. Einasta ráðið gegn ofveiði væri strangar reglur um veiðar, sem væri fylgt eftir. Útvegsmenn yrðu að byggja á sérfræðingum í þessu efni og fara eftir ráðum þeirra, í stað þess að eyða fiskstofnunum hugsunarlaust. Væri núverandi stefnu haldið áfram yrði þess ekki langt að bíða, að voði væri vís fyrir sjávarútveginn á norðaust- urströndinni, sem hefði verið svo gjöful gegnum árin. Góðar horfur í Alaska Menn virðast bjartsýnni á afla og markaðshorfur við norðvest- urströnd Bandaríkjanna. Fisk- stofnar virðast ekki hafa minnkað þar eða jafnvel aukist eins og kónga-krabbinn, sem virtist nærri útdauður fyrir nokkrum árum. I fyrra veiddust um 7 milljón pund af kónga-krabba og horfur eru góðar í ár. Þorskstofninn virðist sterkur eins og er, einkum 3—5 ára stofninn. Togurum sem flaka og frysta aflann um borð hefir fjölgað í tíu á þessu ári og auk þess eru tvö móðurskip á miðun- um. Surimi-iðnaðurinn gengur vel og er búist við að hann aukist á næstu fimm árum. Verð á ufsa til surimi-vinnslu er nú 50 til 60 cent pundið komið til Japans og er það talið viðunanlegt verð til að hægt ívar Guðmundsson sé að reka surimi-framleiðslu með hagnaði fyrir japanska markað- inn. Lúðuveiðar ganga og vel. Mest af aflanum við Alaska fer til Jap- ans, Kóreu og Rússlands og sumt kemur aftur fullunnið til Banda- ríkjanna. Til hvers ætlast kaup- andinn af fiskalanum? Þrír forstjórar innkaupadeilda stórfyrirtækja ræddu um efnið: „Til hvers ætlumst við af þeim er selja okkur fisk?“ Ræðumenn voru frá Howard Johnson-gisti- og veit- ingahúsahringnum, Marriot- matvælafyrirtækinu og kjörbúða- hringnum Grand Union. Þeim bar öllum saman um eftir- farandi höfuðatriði: 1) Að varan væri fersk og óskemmd, 2) að stað- ið væri við það sem samið hefði verið um í upphafi, 3) að hægt væri að reiða sig á afgreiðslu- loforð, 4) heiðarleiki í öllum við- skiptum, þar á meðal að rétt og skýrt væri sagt frá ástandi vör- unnar og ekki lofað upp í ermina. Einn ræðumanna taldi mikils- vert að rétt væri sagt frá fiskteg- und, því hann hefði rekið sig á, að ekki væri alltaf rétt sagt frá í þeim efnum. Hins vegar væri oft erfitt að segja til um rétta fiskteg- und þegar búið væri að flaka og roðfletta fiskinn. Heiðarleiki í fiskkaupum væri þýðingarmikill sökum þess hve varan er viðkvæm fyrir skemmdum. Aðalatriðið væ- ri, að það sem samið hefði verið um stæði heima refjalaust. Surimi — stærsti við- burður síðan fiskstautar komu til sögunnar Fjórir sérfræðingar í fiskiðnað- armálum tóku þátt í samræðum um surimi, sem er að nokkru getið í sambandi við þessa grein hér f blaðinu f dag. Aðalræðumaöur var frú Sharon Gwynn frá Þróunar- sjóði Alaska-sjávarútvegsins. Inn- kaupastjóri Kroger-kjörbúða- hringsins, sem rekur 1100 verslan- ir f Suðurrfkjunum. Frúin fór fögrum orðum um og var bjartsýn á framtíð surimi fyrir sjávarútveg Alaska. Russ Byerily frá Kroger tók í sama streng og taldi að surimi ætti glæsilega framtíð fyrir sér og Woodman Harris var á sama máli. En þar með lauk samstöðunni um surimi því dr. Joe Regenstein frá Cornell-háskóla taldi, að surimi væri tfskufyrirbæri, sem hefði lít- ið til síns ágætis. Það myndi fara fyrir þessari matvöru eins og fór fyrir soyabauninni, að menn hafa séð að þetta er ekki heppileg nær- ing fyrir mannveruna. Surimi væri verra en hraðafgreiðslumat- ur eins og hamborgarar og þess háttar. Þrátt fyrir misklíð, sem raunar fór fram í mestu vinsemd, er því spáð að um aldamótin verði fram- leiðsla og neysla surimi-matvæla komin í 1000 milljón pund að verð- mæti 3 milljarðar dollara. Árið sem leið voru framleidd 75 milljón pund af surimi-matvælum í Bandaríkjunum og voru 90 pró- sent þeirra með krabbabragði. Hráefnið til surimi-framleiðslu Hvað eru surimi og kamaboko? SURIMI og Kamaboko eru aldagamlar japanskar aðferðir til að matbúa gómsæta og holla rétti úr ódýrum fiski, sem ekki er eftirsóttur til átu í sinni upprunalegu mynd. Hriefnið í surimi er venjulega ufsi, en geti verið hvaða botnfiskteg- und af þorskættinni. Fiskurinn er flakaður, þveginn og pressaður í blokk. Kældur, eða frystur til geymslu og flutnings. Úr þessu hráefni gera Japanir margskonar rétti, sem að bragði og útliti líkjast t.d. sveppum, reyktu svínakjöti, pylsum, rækjum, humar, krabba, eða horpudisk, o„s.frv. Við Alaskastrendur eru víðáttumikil og gjöful ufsamið. Verð á ufsa þar er 5—7 sent enskt pund (eða kr. 4,30—3,00 kflóið). Bæta má við 2 dollurum á kfló fyrir mjöl, sykur og önnur bætiefni, framleiðslu og flutningskostnað. Markaðsverð innan Bandaríkjanna er nú $2,00—2,50. Surimi-krabba-leggjalfki kostar í kjörbúð $2,90. En pundið af krabbaleggjum, sem gerðir eru af náttúrunnar hendi, kosta $12,90 pundið. Ef bragðið er það sama af surimi-krabbalegg og frá krabbanum sjálfum borgar sig að láta sig dreyma með lokuð augu! Þótt talsvert tapist af hitaeiningum og vítamínum við þvott og aðra meðferð á surimi er það samt talinn hollur matur og framleiðendur gera sér vonir um að almenningur taki eftir ummælum lækna og heilsurita, að surimi-neysla, líkt og með annað fiskmeti, geti dregið úr hættunni á hjartasjúkdómum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.