Morgunblaðið - 03.04.1985, Side 25

Morgunblaðið - 03.04.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1985 25 stjórn Grindavíkur og draga úr henni ef hætta sé talin á skaðleg- um áhrifum hennar. Hvað heitavatnsréttindin áhrærir eru þau svo takmörkuð að skv. áliti sérfræðinga geta þau engin áhrif haft. Hins vegar von- ast Íslandslax til að þar með sé komið fordæmi og leið fyrir önnur fiskeldisfyrirtæki til eigin heita- vatnsöflunar. Vegna umræðna um verð á þessum réttindum til ís- iandslax er rétt að geta þess að líklega er samningur íslandslax við landbúnaðarráðuneytið um heitavatnsréttindin óhagstæðasti samningur sem nokkurt fyrirtæki hefur þurft að gera um kaup á jarðhitaréttindum af ríkinu. Niðurlag Stjórn Islandsiax er reiðubúin að skýra fyrir hverjum sem er öll efnisatriði þessa merkilega máls sem nú hefur verið blásið upp í pólitísku moldviðri. í því mistri má greina hagsmunagæslu ákveð- inna einstaklinga og stjórnmála- manna fyrir einokunarfyrirtækið HS auk barnalegrar afbrýðisemi sömu aðila að enn einu sinni skuli fyrirtæki í meirihlutaeigu sam- vinnuhreyfingarinnar taka frum- kvæði í framkvæmdum sem aðrir óskuðu e.t.v. eftir að hafa orðið á undan með. I því moldviðri, þó það sé alls ekki gert í grein Ingólfs, er reynt að gera mál þetta flokks- pólitískt, talað um gjafir á gull- diski og reynt að gera Jón Helga- son dóms- og landbúnaðarráð- herra tortryggilegan, sbr. lág- kúrulegar umræður á Alþingi um málið. Þær árásir munu að sjálf- sögðu falla um sjálfar sig þegar moldviðrið líður hjá. Það er hins vegar ekki einleikið hvað skyn- sömustu menn virðast hreinlega missa alla glóru þegar málefni tengd samvinnuhreyfingunni ber á góma. Umræður á Alþingi um málefni fslandslax verða síðar meir merkileg heimild um þetta fyrirbæri sem sumir kalla „Deliri- um Sambandis" og er því miður komið á alvarlegt stig hjá mörg- um. Vonandi taka menn þó gleði sína á ný með hækkandi sól og vori í lofti. Mestu skiptir að þær verði ekki til að spilla fyrir áætlunum um uppbyggingu fyrirtækisins á Suð- urnesjum til hagsbóta fyrir Grindvíkinga og Reykjanessvæðið sem heild, því slíkt væri mjög mið- ur. Þorsteinn Ólaísson er stjórnaríor- maAur íslandslax hf. sem málamiðlun yrði gerð sérstök bókun um þetta atriði við undir- ritun samnings, í stað þess að það kæmi inn í samninginn sálfan. Af- staða ekki tekin til þeirrar beiðni. 13. febrúar: Starfsmaður HS gefur til kynna símleiðis að vegna ónákvæmni í korti megi búast við frekari hækk- un á tengigjaldi fS. 14. febrúar: Stjórnarformaður HS staðfestir i símtali að að öllum líkindum muni tengigjald hækka um rúmar 2,0 m.kr. 25. febrúar: Sjötta samningstilboð HS. Til- kynnt er um hækkun tengigjalds úr 13,0 m.kr: í 15,5 m.kr. 1. mars: Framkvæmdastjórn HS tilkynnt af fulltrúa fS að stjóm félagsins muni taka sér tíma til að endur- meta stöðuna í ljósi þessarar óvæntu hækkunar. Framangreind atburðarás skýr- ir sig sjálf og sýnir glöggt í hvað febrúarmánuður var notaður af hálfu HS sbr. ummæli Ingólfs hér að framan: „Leið nú febrúar ..." Jafnframt hlýtur atburðarásin að varpa ljósi á þá afstöðu stjórn- ar fS að leita annarra kosta um upphitun til starfsemi sinnar, því að fyrir síðustu hækkun tengi- gjaldsins úr 13,0 í 15,5 m.kr. sýndu útreikningar að upphitun með raf- orku var fyllilega samkeppnisfær við heitt vatn frá HS. Eftir hækk- unina var Hitaveita Suðurnesja búin að dæma sig úr leik. Raf- magnið var orðið ódýrara en heita vatnið! Mikilvægi Sjóefna- vinnslunnar hf. - eftir Ingvar Jóhannsson Mikil umræða hefur verið und- anfarið um framtíð Sjóefnavinnsl- unnar hf. Þar sem rekstur hennar er enn á tilraunastigi er líklegt að ekki liggi fyrir allar upplýsingar sem skipta máli. Fyrir stuttu birt- ist grein eftir Njál Benediktsson fiskmatsmann í Garði, þar sem komu fram nýjar upplýsingar sem eru árangur af tilraunum hans við saltfiskverkun með Reykjanes- salti. Ef niðurstöður hans eru settar í tölulegt form virðist mér þær vera samkvæmt eftirfarandi: í fyrsta lagi: Minna salt, 700 gr í stað 900 gr/kg, 22% minnkun. Salt er 3,9% af fiskverði. Verðmæta- aukning því 0,87%. f öðru lagi: Roðgerlafrítt. Sparnaður í vinnu og minni van- hcld. Verðmætaaukning 2%. í þriðja lagi: Betri vigt. Heldur vökva betur í vöðvum fisksins. Verðmætaaukning 2,5%. Til viðbótar þessu sýna til- raunaniðurstöður Rannsóknar- stofnunar Fiskiðnaðarins að flokkatilfærsla samkvæmt fisk- í Hörsholm í Danmörku. Fyrirles- ararnir fjölluðu um ýmis atriði er snerta aðlögun plantna að veður- lagi, daglengd, jarðveg og fleira. Að undirbúningi námsstefnunn- ar unnu Þorsteinn Tómasson og dr. Áslaug Helgadóttir, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, og dr. Ríkharð Brynjólfsson, Bænda- skólanum á Hvanneyri. Norður- landaráð stóð straum af kostnaði við námsstefnuna. í fyrsta sinn á íslandi: Samnorræn náms- stefna um aðlögun og kynbætur nytjaplantna SAMNORRÆN námsstefna um að- lögun og kynbætur nytjaplantna á jarðsvæðum var haldin í Munaðar- nesi í Borgarfirði dagana 18.—23. mars sl. Námsstefna sem þessi er haldin árlega á einhverju Norður- landanna og að henni standa land- búnaðarháskólar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur átt aðild að henni af íslands hálfu. Námsstefnan sem nú er ný- lokið var sú ellefta í röðinni og sú fyrsta sem haldin hefur verið hér á landi. Þátttakendur voru um 60 tals- ins, ýmist doktorsnemendur í plöntukynbótum, prófessorar og kennarar í plöntukynbótum eða starfandi við ýmsar stofnanir sem fást við plöntukynbætur eða skyld fræði. Á námsstefnunni voru haldnir 26 fyrirlestrar og voru flestir þeirra fluttir af doktorsnemend- um. Auk þessa voru tveir gesta- fyrirlesarar, dr. Roy W. Snaydon frá Reading-háskóla í Englandi og dr. Soren 0dum frá trjágarðinum Færeyska sjómannaheimilið: Efnir til happdrættis FÆREYSKA Sjómannaheimilið hér í Reykjavík hefur nú hleypt af stokk- unutn happdrætti til þess að afla peninga til að fullgera sjómanna- heimilið, sem verið hefur í smíðum um árabil að Skipholti 29 hér í borg- innL Forstöðumaður þess, Johan Olsen, er kominn til þess að koma happdrættismiðasölunni í gang og var hann fyrir norðan fyrir skömmu i söluferð, og ætlar eftir páska vestur á Vestfirði. Færeysk- ar konur hér í Reykjavík og ná- grenni hafa lagt fram mikinn skerf til húsbyggingarinnar og ætla að hafa árlegan kaffisöludag í sjómannaheimilinu 5. mai næstkomandi. Johan Olsen bað Morgunblaðið að færa þakkir öllum þeim sem veitt hefðu Sjómannaheimilinu margháttaðan stuðning og kvaðst vona að einnig í þetta sinn yrði það reyndin. Það eru alls 10 vinn- ingar í happdrættinu að þessu sinni: Myndbandstæki, flugferðir og sólarlandaferð eru stærstu vinningarnir að þessu sinni. Verð- ur dregið í happdrættinu næsta haust, 13. september. Þá sagði Jo- han að hann myndi halda sam- komur í sjómannaheimilinu um bænadagana og páska. Verða þær allar á sama tíma, kl. 17 á skírdag, föstudaginn ianga og páskadag- mati vegna stinnara holds og ljós- ari fisks skapar verðmætaaukn- ingu um 2,61% af fiskverði. Samtals gera framangreindar tölur um 8% af saltfiskverði. Með- alverð saltfisks 1984 var um 65.000 kr/tonn. 8% af því verði gera 5.200 kr. per tonn af saltfiski. Útflutningur saltfisks 1984 nam 42.000 tonnum x 5.200 kr./tonn, eða alls 218.400.000. Ofangreindar tölur eru niður- stöður tilrauna aðila sem ekki eru tengdir Sjóefnavinnslunni hf. Iðnaðarráðherra sagði á fundi i Sjálfstæðisfélaginu Njarðvíkingi þann 21. mars sl. að ef nýr flötur fyndist á arðsemi Sjóefnavinnsl- unnar hf. myndi hann fyrstur manna láta skoða það nánar. Ég veit að Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra stendur við orð sín, því verkefnið er þjóðhagslega mikilvægt. Ingvar Jóhannsson, Njarðvík. Tarkovsky undirskrifta- söfnunin NÚ ER lokið undirskriftasöfn- un íslenskra mæðra sem þær beina til sovéskra yfirvalda með ósk um að 14 ára syni Tar- kovsky-hjónanna vecði leyft að komast úr landi til foreldra sinna. Verið er að safna listun- um saman. Þær sem hafa lista undir höndum eru vinsamleg- ast beðnar að koma þeim hið fyrsta til Kvennafylkingar Al- þýðubandalagsins, Hverfisgötu 105, 4. hæð, eða annarra þeirra staða þar sem undirskriftalist- ar hafa legið frammi. Innilegar þakkirfæri ég sveitungum mínum, ættingjum og öörum vinum sem glöddu mig með heimsóknum, góðum gjöfum og kveðjum á sjötugsafmæli mínu 18. mars síðastliðinn. Einnigfæri ég Búnaðarfélagi Stafholtstungna og Stafholtssókn alúðarþakkir afsama tilefni. SigurdurK. Þorbjarnarson, Neðra — Nesi. ER EINHVERJUM KALT? /Limiééhiihiii"--..... ... .... . , Sterkbyggðir rafmagnsofnar til notkunar í t.d. skipum, bilskúrum og útihúsum. Stærð 575-1150 W. Geislaofn til notkunar f iðnaðarhúsnæði samhliða almennri upphitun. Stærð 4.5 kw. Flytjanlegur hitablásari með rofab. — stillanlegu loftmagni. Stærð 9 kw. Hitablásari með innb. rofabúnaði fyrir fasta staðsetningu og einnig flytjanlegur. Stærð 3-5 og 9kw. Hitablásari fyrir alhliða notkun án rofabúnaðar, ekki flytjanlegur. Stærð 5-30 kw. „Thermozone" hitablásarar sem hindra kælingu, dragsúg og raka, fyrir ofan dyr eða afgreiðsluop. Vifta til notkunar í iðnað- arhúsnæði sem dreifir heitu lofti niður á við. Stórkostlegur sparnað- ur í upphitun. Orkunotk- un120W. .JTRÖNNING simi 84000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.