Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.04.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. APRlL 1985 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS m i/jíjunrai-Lihj'u lf Bréfritari saknar myndaflokksins Dýrasta djásnið en hér gefur að Ifta leikkonuna Geraldine James, sem fór með eitt aðalhlutverkanna í myndaflokknum. Mættum við fá meira að heyra Mér fannst dapurlegt sunnu- dagskvöldið þegar Dýrasta djásnið og Jón Stefánsson hurfu af skjánum. Dýrasta djásnið er stórgóð mynd, en reyndar langar mig ekki til að sjá hana aftur, að minnsta kosti ekki á næstunni. En það horfir öðruvísi við með Jón Stefánsson og hans prúða lið. Ég hélt að þama væri kom- inn nokkurs konar þjóðkór, sem ekki hefur verið til siðan á dög- um okkar ágæta Páls ísólfsson- ar, og sem við fengjum að heyra og sjá af og til undir stjórn hins frábæra tónlistarmanns og stjórnanda, Jóns Stefánssonar. Margir eru mér sammála um þetta. Því segjum við: „Mættum við fá meira að heyra." Ég skora á forráðamenn sjón- varpsins að kippa þessu í lag. Jú, svolítið meira. Margt er ágætt í sjónvarpinu og nefni ég til dæmis dýralífsmyndir, Nýj- asta tækni og visindi, Lifið á jörðinni, Stiklurnar hans ómars og Derrik fær sannarlega að fljóta með. En ég hef tekið eftir því að fjöldi fólks hefur beðið um Dallas, en án árangurs. Það er nauðsynlegt að hafa eina fram- haldsmynd i gangi, þótt það sé della eins og Dallas, en svo er líka til Dynasty og fleira. Endi- lega eitthvað spennandi. — „Við feðginin“ er ágæt mynd. Og loks kom góð innheimtu- auglýsing í sjónvarpinu. Fyrir mína hönd og „margra“. Ragnh. S. Bryn. Af eigin reynslu og annarra Ég veit að það á eftir að koma mörgum sem mig þekkja „spánskt” fyrir sjónir að ég skuli mótfallinn bjór. Hvað er þessi aumingi að þvæla? Já, aumingi hef ég verið og má kannski dæma mig enn, en einmitt þess vegna er ég ekki að bulla, því að ég hefi reynsluna að baki og hún er dýr- mæt, þó ég hafi þurft að gjalda hana háu verði. Of hár meðal- aldur nefndar? Fyrir níu árum var skipuð nefnd til þess að útbúa tillögur um verð- tryggðan lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Ef ég man rétt, þá var til þess ætlast að verkinu yrði hraðað. Nú heyrast fréttir frá nefndinni. Að vísu engar tillögur um verðtryggðan lífeyrissjóð allra landsmanna, ennþá, heldur tillög- ur um niðurskurð réttinda og hækkun iðgjalda um sjötíu pró- sent í núverandi lífeyrissjóðakerfi. Þessum niðurstöðum hefur nefnd- in komist að vegna þess að meðal- aldur hefur hækkað svo gífurlega á síðustu fimmtán árum!!! Mér er nær að halda að heilla- drýgra fyrir lífeyrismál í landinu hefði verið að stytta í meðalaldri þessarar nefndar og drífa áfram frumvarp um verðtryggðan lífeyr- issjóð allra landsmanna sem legið hefur fyrir Alþingi mestallan starfstíma nefndarinnar. Reykjavík, 26. mars 1985. Haraldur S. Blöndal Við íslendingar eigum við mikið áfengisböl að búa og að bæta bjórnum við er ekki til að minnka vandann heldur bæta á hann. Við þurfum ekki að fara lengra en til næstu nágrannalanda okkar. Bjórinn er þar margra ára böl sem þeir vilja losna við, en þó ætlum við að fara að innleiða hann. Und- antekningarlaust ætti að loka öll- um bjórlíkisstöðunum því að obbinn af þeim sem þá óhollu staði sækir er ungt fólk. Það má ekki lengur vera okkar aðalsmerki, íslendinga, að byrgja ekki brunninn fyrr en barnið er dottið ofanf hann. Ég hef víða horft uppá eymdina; i Þýskalandi og Englandi, svo eitthvað sé nefnt. Og hana hefi ég heyrt nefnda hér heima: drykkju- menningu. Nei, hún getur aldrei orðið nema ómenning. Við erum að fá yfir okkur mikla „dópskriðu". Dópistar hafa sagt mér, að væru þeir í vímu, þá yrðu þeir að fá eitthvað sem áfengi væri í, þó ekki væri nema kardi- mommudropa, því annars misstu þeir fæturna. Gullið tækifæri fyrir þá, betra bragð af bjórnum. Sama hvar borið er niður, aukin vandræði. Ég ætla að vona, að Guð gefi þingmönnunum okkar gæfu til að varpa þessu fyrir róða. Það er trúa mín að þeim væri fyrir bestu að láta þjóðaratkvæða- greiðslu fara fram um þetta mál, því að ég trúi á fólkið f landinu og það viti enn hvað til síns friðar heyrir og barnanna. Og að endingu: Niður með bjór- inn. Ásgeir H.P. Hraundal Þessir hringdu .. „Löður“ verði endursýnt 3642-7558 og 8323-4938 hringdu: Okkur langar til að koma með fyrirspurn til sjónvarpsins um það hvort ekki væri hægt að endursýna hina frábæru þætti Löður. Einnig langar okkur til að spyrjast fyrir um hvort eitthvert kvikmyndahúsa bæjarins hafi Rkhard Mulligan, einn aðalleikar- anna úr gamanrayndaflokknum Löðri. keypt sýningarréttinn á kvik- myndunum Ragtime og Mommie Dearest? ÖSKJUHLÍÐ OPIÐ ALLA PÁSKANA Keilusalurinn í Öskjuhlíð er op- inn alla páskana. Morgunstund gefur gull í mund, því þeir keilarar sem hefja leik fyrir kl. 1200 á hádegi greiða aðeins 100 kr. fyrir hvern leik (annars 120 kr.). Starfsfólk keilusalarins óskar keilurum, sem öðrum, gleðilegra páska og þakkar góða sam- vinnu. Verið velkomin. og KEILUSALURINN *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.