Morgunblaðið - 23.04.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.04.1985, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 23. APRÍL 1985 Islenzkir hárgreiðslumeistarar vekja athygli í Paris; Dauðaþögn sló á skvaidrið þegar íslenzki „skriðjök- ullinn“ skreið fram á sviðið Frá Elínu Pálmadóttur, bUAumanni Morgunblnósins í París, 22. nprfl. SÝNING ísiensku hárgreiðslu- meistaranna níu í hringleikahúsi vetrarsirkussins í París á sunnu- dag vakti gífurlega athygli. Var langbest af þeim 13 löndum sem sýndu á alþjóðlega hárgreiðslu- þinginu þann daginn. Sjónvarpið franska fylgdist með og fílmaði og dauðaþögn sló á skvaldrið í salnum þegar íslenski „skriðjök- ullinn" seig fram á sviðið og undan honum komu sýningarst- úlkurnar frönsku í klakabrynj- um og hárgreiðslumeistararnir níu tóku að skreyta á þeim frostgrátt hárið (sjá Mbl. sl. föstudag). Baksviðs þyrptust að ljós- myndarar. Gunnar Larsen, rit- stjóri eins glæsilegasta tísku- blaðsins hér um slóðir, sagði sýninguna afbragð, hug- myndaríka og myndræna og lét mikið mynda. Arild Mast- erson, forseti norsku samtak- anna, kvaðst stoltur af að Noregur hefði mælt með inn- göngu íslensku hárgreiðslu- meistaranna i Intercoiffure 1981. Með starfsgleði sinni og frumleik voru íslensku hár- greiðslumeistararnir til sóma. Og annar forseti sagði við blaðamann Mbl. að íslend- ingarnir hefðu með gærusýn- ingu sinni í Rio de Janeiro 1982 sett stílinn, sem nú væri ríkj- andi hjá ölium þjóðum, að kynna einhvern þátt frá landi sínu með þema í sýningunni. Þeir væru færir í fararbroddi. 1 dag mun Bára Kemp fara fyrir hönd hinna með sitt mód- el í sjónvarpsupptöku. Verður sýningarstúlkan hið þekkta ís- lenska módel Tania, eða Ág- ústa Daníelsdóttir, sem útveg- aði ásamt Helgu Björns frá- bærar franskar sýningarstúlk- ur og sýndi sjálf fyrir íslend- ingana. Elín Sveinsdóttir sem hér í París snyrtir m.a. hja Patous og Hermes sá um snyrtinguna. Svo þetta varð ís- lensk framleiðsla. Hönnuður sýningarinnar, Dóra Einarsdóttir, vakti ekki síst athygli. Kvikmynda- og sjónvarpsmyndahöfundur sem sá klakabrynjur hennar kom á sýninguna og biður hana um að vinna fyrir sig og belgískur myndbandaframleiðandi i Belgíu setti sig líka í samband við hana, hvað sem út úr því kemur. Nú á þriðjudag mun Dóra sýna ásamt nokkrum hönnuðum á sérsýningu fyrir 50 valda blaðamenn. Hefur unnið fyrir þá sýningu appels- ínugulan gærupels og kjól úr ull með gæruherðapúðum utan á. Hárgreiðslumeistararnir munu á miðvikudag halda með hjálparfólki sínu til Monaco, þar sem þingi Intercoiffure lýkur í veislu hjá Rainier prinsi og Carolinu prinsessu, sem er verndari Intercoiffure eins og móðir hennar var. Einn blaðamaður af íslandi var stoltur af löndum sínum hér í París. Merkilegt að sjá hve þeir af eigin framtaki stóðu á sporði hinum þjóðun- um, sem voru margar með stórt lið. Bandaríkjamennirnir sagðir hafa virkjað 150 manns í sína sýningu, sem að vísu var lengri. ... « / i/ / R t MwgMiliMéH/ Aml SWwg ESn af hárgreifaáinum nhi sem íslenski hópurinn sýndi á Hehnsþingi ICD. Myndin var tekin á æfíngu skömmu áður en hárgreiðsknneistaramir héldu utan. ilBI E\ja fyrir tvo í Ifyrraliafi Feröalög meö Faranda eru óvenjuleg. Fau eru ódýr og áfangastaðirnir eru um víöa veröld. Vegna ágætra samninga Faranda við erlendar ferðaskrifstofur, þarftu ekki að hreppa himinháan happdrættisvinning til að geta eytt sumarleyfinu á dásamlegri strönd í fjarlægu landi. Frumlegar ferðlr á elnstöku verði Langar þig til að dvelja á óspilltri smáeyju á Kyrrahafi? Sá möguleiki er fVrir hendi. Þú getur einnig kynnst leyndardómum Austurlanda, Nýja- Sjálandi eða andfætlingum okkar í Ástralíu. Hér eru nokkur dæmi um verð: Ferð til Manilla .........kr. 32.500,- Ferð til Tokyo............kr. 46.500,- Ferð til Ástralíu.........kr. 45.200,- Innifalið erflug meðviðkomu í London. Miðað er við gengisskráningu 20. mars. Ódýrar sólarlandaferðir Farandi útvegar einnig sæti í ódýrar sólarlanda- ferðir erlendra ferðaskrifstofa. Þar er um að ræða ferðir til vinsælla ferðamannastaða, með viðkomu í London, Amsterdam, Kaupmannahöfn eða Luxemborg. Aðeins er gist á góðum hótelum. Starfsfólk Faranda veitir allar nánari upplýsingar. ífarandi Vesturgötu 4, sími 17445 íslenzkur trjónukrabbi kynntur á sjávarafuróasýningu í Boston. íslenzkur trjónukrabbi kynntur í Bandaríkjunum ÍSLENZKUR trjónukrabbi var kynntur í fyrsta sinn á alþjóólegri sjávarafurðasýningu í marzmánuði síðastliðnum. Coldwater sá um kynninguna, en Stefán Hjartarson, kafari, veiddi krabbann, sem fíutt- ur var lifandi vestur. Stefán Hjartarson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að kynning- in hefði vakið talsverða athygli á stórri og glæsilegri sýningu i Boston, þar sem mest áherzla hefði verið lögð á skel- og krabba- dýr. Virtist sér markaður vera fyrir krabban vestra. Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater, telur vissa möguleika á sölu krabbans í Bandaríkjunum, en segir markaðs- og arðsemiskann- anir ekki nógu langt komnar til að hægt sé að tjá sig um það, hvort útflutningur sé raunhæfur eða ekki. Stefán hefur að undanförnu stundað krabbaveiðarnar í Faxa- flóa og hefur hann meðal annars farið í tilraunavinnslu í niður- suðuverksmiðjunni Ora. _/\uglýsinga- síminn er 2 24 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.