Morgunblaðið - 23.04.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.04.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 29 Þeþþdán eggi þaudján Kvlkmyndir Árni Þórarinsson Laugarásbíó: Sextán ára — Six- teen Candles ★★ Bandarísk. Árgerd 1984. Handrit og leikstjórn: John Hughes. Aðal- hlutvcrk: Molly Ringwald, Paul Dooley, Anthony Michael Hall. Sixteen Candles er auðvitað okkar vikulegi skammtur af am- erískum unglingamyndum. En hún hefur það umfram obbann af þessari ofboðslegu fjölda- framleiðslu að hún er gerð af svolítilli væntumþykju og til- finningu fyrir því hvernig það var og er að vega salt milli þess að vera krakki og fullorðinn; höfundar hafa ekki aðeins hrist hana fram úr erminni til að græða á þeim aldurshópi bíó- gesta sem stærstur er um þessar mundir. John Hughes, sem er einn af upprunalegum skríbentum Nat- ional Lampoon-hópsins og sá síðasti og skásti sem reynir fyrir sér við leikstjórn, tvinnar i snaggaralegu handriti sínu sam- an viðburðaríkan sólarhring í lífi tveggja unglinga. Molly Ringwald leikur stúlku sein á sextán ára afmæli og heldur að þann dag muni hún hefja nýtt líf Sextán kerti — Molly Ringwald og Michael Schoeffler ná saman 1 unglingamynd Laugarásbíós. og draumarnir, nánar tiltekið draumaprinsinn, verða að raunveruleika. Því miður man rugluð fjölskylda hennar ekki eftir afmælinu og er upptekin af heldur ólánlegu brúðkaupi elstu dótturinnar. Anthony Michael Hall leikur svo (einkar vel) enn yngri draumóramann sem lætur mótlæti ekki á sig fá og leggur ódeigur til atlögu við það hlut- verk að þykjast töff án þess að vera það. Þessi tvö hjálpa hvort öðru áður en yfir líkur til að láta drauma sína rætast, og þegar það tekst fagna jafnaldrar þeirra á bíóbekkjunum sigri eins og á íþróttakappleik. Þá finnum við sem eru ríflega helmingi eldri að John Hughes hefur tek- ist að gera mynd um það að vera sextán ára. Sé næsta táninga- mynd Hughes, The Breakfast Club, jafn ánægjuleg fer maður að trúa því að Ameríkanar geti á ný gert marktækar myndir fyrir og um þennan aldurshóp. Sixteen Candles er þannig vinaleg unglingakómedía, hröð og bærilega fundvís á hnyttin samtöl, skemmtilegar uppákom- ur og aukapersónur, og hefur skilning á því hversu hvolpaást getur verið í senn sársaukafull, vemmileg og fyndin. HctfltibiœJí&aAjf Ég heiti ÓSKAR. Ég er sparibaukur Iðnaðarbankans og hjálpa ykkur að spara. Þið þekkið mig áfallegu minni og fína mínum. Ég er í Iðnaðarbankanum og kosta 290 krónur. Eg á heima í litlu, fallegu og þegar þið kaupið mig, fáið þið í kaupbæti plakat og skemmtilega til að líma & m í. Þegar þið hafið fyllt mig af komið með þá í Iðnaðarbankann, fáið þið einn límmiða fyrir hverjar 100 krónur sem þið leggið inn. Á þeim eru myndir af Spilamúsinni Hlunki Kláru og fleiri vinum mínum. Ég er því bæði leikfélagi og sparibaukur. t Spörum saman á skemmtilegan hatt. U Jri Sjáumst í Iðnaðarbankanum. Iðnaðarbankinn Góka/t/.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.