Morgunblaðið - 23.04.1985, Page 34

Morgunblaðið - 23.04.1985, Page 34
34 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 Eitraðir ávextir í Kaupmanna- höfn? Kaupminiuhörn, 21. aprfl. AP. LÖGREGLUMENN fóru í hópum um gervalia Kaupmannahöfn í dag til þess að vara verslunareigendur við því að innfluttir ávextir frá Suður- Afríku kynnu að vera eitraðir. Rit- zau-fréttastofan fékk nefnilega bréf frá samtökum sem titluðu sig „stuðn- ingshópinn" þar sem látið var að því liggja að meðlimir samtakanna hefðu komið eitri fyrir í ávaxtaformum sem voru á leið til Danmerkur. Sagði í bréfinu, að eitraðir ávextir væru á boðstólum í þremur verslunum í Kaupmannahöfn. Leitað var í verslunum vítt og breitt um höfuðborgina allt fram að lokunartíma á laugardaginn, en enginn eitraður ávöxtur fannst. Ekki þótti rétt annað en að skikka alla verslunareigendur sem hafa ávexti á boðstólum, að þvo vöru sína vandlega og athuga hvern ávöxt ef vera skyldi að nálargöt leyndust á berki eða hýði þeirra. „Stuðningshópurinn" segist berjast gegn aðskilnaðarstefnunni í Suð- ur-Afríku og í bréfinu fyrrgreinda var þess getið að hópurinn myndi eitra ávexti öðru hvoru þar til Dan- ir hættu öllum viðskiptum við min- nihlutastjórn hvítra manna í land- inu. 15 hjartaað- gerðir á fyrsta ári London, 22. nprfl. AP. ELLEFU mánaða gamall drengur fékk að fara heim af sjúkrahúsi í dag í fyrsta sinn frá fæðingu. Það er í frásögur færandi þar sem pilt- urinn, sem beitir Edwin Borwick, befur gengist undir 15 hjartaað- gerðir frá því hann fæddist. Nauðsynlegt reyndist að „endursmíða" hjarta litla drengsins þar sem hann fæddist með lokaðar hjartalokur og tvö stór göt á hjartanu að sögn tals- manna Brompton-sjúkrahússins. Edwin heldur upp á eins árs afmæli síðar í þessari viku á heimili sínu í Kensington-hverf- inu I London. Hann verður senn lagður að nýju á sjúkrahús, þar sem fjarlægt verður úr hálsi hans sérstakt tæki, sem auðveld- ar honum öndun eftir að barkinn féll saman. ÆFT AF KAPPI Víetnamskir hermenn æfa sig fyrir mikla hersýningu og skrúðgöngu sem fer fram í Ho Chi Min-borg, sem fyrnim hét Saigon og var höfuðborg Suður-Víetnam. Æfingin var haldin í tilefni af því að 30. aprfl lauk Víetnamstríðinu fyrir 10 árum sfðan með fullum sigri kommúnista. Mikil hátíðahöld eru í vændum í borgum og bæjum Víetnama í tilefni dagsins. í baksýn er höll fyrrum forseta, Nguyen Van Thieu, sem stjórnaði Suður-Vfetnam meðan stríðið stóð yfir. Höllin er nú kölluð „sameiningarhöllin“. Treholt-réttarhöldin: Skjölin hættuleg öryggi Noregs Orió, 22. april. AP. í DAG, MÁNUDAG, hófst níunda vika réttarhaldanna yflr Arne Treholt en að undanförnu hafa þau farið fram fyrir lokuðum dyrum. Þeir sem borið hafa vitni síðustu dagana, hafa einkum verið sérfróðir menn um norsk öryggismál og er almennt talið að vitnisburður þeirra hafl veikt mjög vörn sakbornings- Arne Treholt fyrir rétti Norðmenn á Everest Odió, 22. aprfl. Frá frétUriUra MorgunblaösinH. NORÐMENNIRNIR Björn Myrer- lund og Odd Eliassen urðu fyrstir Norðmanna til að klífa hæsta fjall heims, Everest, en þeir náðu á tind fjallsins í gærmorgun. Reistu þeir norska fánann á tindi fjallsins. Myrerlund og Eliassen klifu fjallið ásamt Bretanum Chris Bonnington og þremur Nepal- búum, sem voru þeim til aðstoðar. Klifu þeir upp suðurhlíðar fjalls- ins og höfðu 15 mínútna viðdvöl á fjallstindinum áður en haldið var niður á ný. í síðustu viku þegar réttarhöld- in voru opin, greindi sex sérfræð- inga réttarins á um þá fullyrðingu Treholts, að skjölin sem hann hefði afhent Sovétmönnum, gætu ekki hafa skaðað hagsmuni norsku þjóðarinnar. Meirihluti þeirra komst að þeirri niðurstöðu, að í höndum Sovétmanna væru um- rædd skjöl hættuleg öryggi Norð- manna og þykir það álit þeirra geta skipt sköpum fyrir framhald málsins. I fréttaskýringu NTB-fréttastofunnar sagði, að ef rétturinn teldi sannað, að Treholt hefði afhent Sovétmönnum þessi skjöl, væri ekkert í vegi fyrir að hann yrði dæmdur fyrir njósnir. Réttarhöldin voru aðeins opin í síðustu viku þegar sérfræðingarn- ir skýrðu frá þessu áliti sínu en að öðru leyti hafa þau verið að mestu lokuð í átta vikur. Almenningur í Noregi hefur þvf ekki fengið nein- ar fréttir af mikilvægum vitnis- burði norsku leyniþjónustumann- anna, sem fylgdust með Treholt í nokkur ár, og ekki heldur af vitn- isburði tveggja sálfræðinga í síð- ustu viku, sem fengnir voru til að láta í ljós álit sitt á mótsagna- kenndum yfirlýsingum Treholts. Gert er ráð fyrir að sérfræð- ingarnir ljúki vitnisburði sinum í þessari viku en að því búnu verður gert réttarhlé til að ákæruvaldið og verjendur Treholts geti búið sig undir lokahríðina. Dóms í málinu er ekki að vænta fyrr en um miðj- an maí í fyrsta lagi. Fékk Nimeiri 56 milljónir fyrir aðstoð við falasha? LundÚDum, 22. april. AP. BRESKA dagblaðið „The Observ- er“ greindi frá því í dag og bar fyrir sig „trausta heimildarmenn“, að Gafaar Nimeiri fymim Súdan- forseti hefði þegið háar upphæðir f mútufé frá ísraelum fyrir að leggja blessun sína fyrir leynilega flutn- inga eþíópskra gyðinga, svokall- aðra falasha, frá flótta- mannabúðum í Súdan til ísrael. Fullyrðir blaðið að Nimeiri hafl fengið 56 milljónir dollara frá ísra- elum og hafl súdanska öryggis- lögreglan séð um flutning falash- ana undir eftirliti ísraelskra leyni- þjónustumanna. Breska blaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum, að Nimeiri hafi sent Faith Erhwa, háttsettan leyniþjónustumann Gaafar Nimeiry til New York að sækja síðustu mútugreiðsluna I banka þar f borg og hafi Erhwa verið vænt- anlegur heim til Khartoum ör- fáum dögum áður en stjórnar- byltingin var gerð. Fleiri þáðu mútugreiðslu að sögn breska blaðsins, meðal annars Omar E1 Tayeb, fyrrum varaforseti lands- ins og yfirmaður leyniþjónust- unnar, auk Baha Idris, sérlegs ráðunauts Nimeiris, sem er kall- aður „herra tíu prósent" í Súdan vegna meintrar þátttöku i spill- ingu í landinu. Alls er talið að 7.354 falashar hafi verið fluttir með leynd til ísraels, en margir þeirra voru nær dauða en lífi úr hungri. Til stóð að flytja fleiri, en hætt var að ferja þá eftir að aðgerðirnar voru dregnar fram i dagsljosið með tilheyrandi athygli. Enn munu vera milli 7.000 til 12.000 falashar i Súdan og Eþfópfu. Banamenn séra Jerzy Popieluszko: Hæstiréttur stað- festir fyrri dóma Varejá, 19. aprfl. AP. ** HÆSTIRE'ITUR Póllands staðfesti í kvöld úrskurð undirréttar, sem dæmdi fjóra lögreglumenn í fangelsi fyrir morðið á Jerzy Popieluszko. Sakborningarnir áfrýjuðu til hæstaréttar og hófust vitnaleiðslur á föstudag. Lögmenn lögreglumannanna fjögurra gerðu þá kröfu að hæstiréttur ógildi úrskurð undirréttar og fyrirskipi ný réttarhöld, en því hefur verið hafnað. Greindi lögmennina á um hver væri höfuðpaurinn i ráninu og morðinu á Popieluszko. Jan Olszewski, lögmaður fjöl- skyldu Popieluszko, sagði fyrir hæstarétti í dag að sakborn- ingarnir hefðu ekki sagt við rétt- arhöldin í Torun hverjir höfuð- paurar ódæðisins væru. Það mál væri enn á huldu og fjórmenn- ingarnir kysu að þegja sem gröfin. Fáránlegt væri að halda því fram að tilgangurinn með morðinu hefði verið að hleypa illu blóði f samskipti kirkjunnar og hins opinbera. Morðið hefði verið at- laga að rótum þjóðfélagsins. Hvatti lögmaðurinn réttinn til að synja náðunarbeiðni sakborn- inganna. Lögmaður Adams Pietruszka ofursta, sem hlaut 25 ára dóm fyrir að hvetja undirmenn sína til ódæðisins, sagði skjólstæðing sinn saklausan og hvatti réttinn til að fella niður refsingu hans. Lögmenn hinna lögreglumann- anna þriggja kröfðust nýrra rétt- arhalda á þeirri forsendu að skjólstæðingar þeirra hefðu veitt klerki náðarhöggið af slysni. Dómstóllinn í Torun dæmdi þá fyrir morð að yfirlögðu ráði. Samkvæmt pólskum lögum get- ur hæstiréttur aðeins staðfest niðurstöðu undirréttar, krafizt nýrra réttarhalda eða mildað refs- ingu lögreglumannanna fjögurra. Getur dómurinn ekki þyngt refs- inguna þar sem saksóknari áfrýj- aði ekki úrskurði undirréttar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.