Morgunblaðið - 23.04.1985, Síða 39

Morgunblaðið - 23.04.1985, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 39 Stjömubíó: Kvikmyndin „Hið illa er menn gjöra“ frumsýnd STJÖRNUBÍÓ frumsýnir í dag myndina Hid illa er menn gjöra (The Evil That Men Do). Myndin er gerð eftir sögu R. Lance Hill og er hún byggð á sannsögulegum atburðum. Holland, sem Charles Bronson leikur, er fyrrum atvinnumorð- ingi. Hann lifir friðsælu lífi á fal- legri eyju þar til hann fréttir að í dag vinur hans er látinn. Þessi vinur hans, George að nafni, var blaða- maður og skrifaði greinar gegn dr. Clement Moloch, sem hefur pynd- ingar sem sérgrein. Það fylgir sög- unni að dr. Moloch hafi pyntað George til dauða. Leikstjóri myndarinnar er J. Lee Thompson, en með aðalhlut- verk fara auk Charles Bronson Theresa Daldana, Joseph Maher. Alþjóðaskákmót hefst í Hótel Borgarnesi í dag FJÓRÐA alþjóðaskákmótið, sem tímaritið Skák stendur fyrir, hefst í Hótel Borgarnesi í dag, þriðjudaginn 23. aprfl. Mótið er haldið í samvinnu við Borgarneshrepp. Keppendur eru tólf eins og á fyrri mótum, sem haldin voru í Grinda- vík, á Neskaupstað og í mars sl. á Húsavík, og verða tefldar ellefu um- ferðir. Fimm erlendir keppendur taka þátt í mótinu, en íslensku kepp- endurnir eru sjö. Þeir skiptast í 6 stórmeistara, 2 alþjóðlega meist- ara og 4 óbreytta. Keppendum er raðað í Elo- stigaröð: 1. Margeir Pétursson am. 2535. 2. William Lombardy sm. Bandar. 2500. 3. Curt Hansen sm. Danm. 2500. 4. Karel Mokry sm. Tékk. 2490. 5. Guðmundur Sigurjónsson sm. 2485. 6. Vlastimil Jansa sm. Tékk. 2465. 7. Anatoly Lein sm. Bandar. 2465. 8. Karl Þorsteins 2. áf. í am. 2400. 9. Sævar Bjarnason 2. áf. í am. 2355. 10. Haukur Angantýsson am. 2340. 11. Dan Hansson 2. áf. í am. 2330. 12. Magnús Sólmundarson 2270. Stigafjöldi keppenda er að með- altali 2427. Samkvæmt því er mót- ið í áttunda styrkleikaflokki FIDE. Til að ná áfanga stórmeist- ara þarf 8 vinninga, en 6 vinninga í áfanga alþjóðlegs meistara og 4'Æ vinning í áfanga FIDE- meistara. Fyrstu verðlaun eru 1000 bandaríkjadalir, 2. verðlaun 600$, 3. verðlaun 400$, 4. verðlaun 300$, 5. verðlaun 200$ og 6. verðlaun 100$. Sérstök aukaverðlaun eða fegurðarverðlaun að upphæð 500$ verða veitt ef ástæða er til. Um- hugsunartími er 2Vz klst. á 40 leiki og síðan 1 klst. á hverja 16 leiki. Mótsstjórar eru Jóhann Þórir Jónsson og Jón Björnsson og yfir- dómarar eru þeir Guðmundur Arnlaugsson og Jóhann Þórir Jónsson. Skákstjórar eru Guðjón Ingi Stefánsson, Rúnar Guðjóns- son og Sæmundur Bjarnason. (Úr rrétutilkynningu) Fræðslufundur hjá málfreyjum í kvöld ÍSLKNSKAR málfreyjur halda fræðslufund á Hótel Hofi við Rauð- arárstíg í kvöld, 23. aprfl. Tilefni fundarins er koma vara- forseta V. svæðis Alþjóðasamtaka málfreyja, ITC, hingað til lands á leið sinni frá Kaliforníu, þar sem haldinn var stjórnarfundur ITC, til heimalands hennar, Bretlands. Málfreyjur munu halda sitt fyrsta landsþing dagana 7.-9. júní nk. á Hótel Loftleiðum og í ágúst í sumar verður stofnað formlegt landssamband samtak- anna. (Úr frétutilkynniiigu) Forsætisráðherra um miðstjórnarfund Framsóknar: Herstöðvaandstæðingar höfðu sig ekki í frammi Kom á óvart, að enginn skyldi minnast á ratsjárstöðvar Herstöðvaandstæðingar í Framsóknarflokknum sáu ekki ástæðu til að hafa sig í frammi á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins um helgina að sögn forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, Steingríms Hermannssonar, á fréttamannafundi í gær. Þá sagði forsætisráðherra, að fram hefði komið á fundinum hugmynd um að álykta til stuðnings yfirlýsing- um utanríkisráðherra, en á það hefði þá verið bent, að ekki væri til siðs að álykta til stuðnings ráðherrum úr öðrum flokkum. Engin ályktun eða samþykkt gert er ráð fyrir ratsjárstöðvum á kom af miðstjórnarfundinum um utanríkismál og var Steingrímur spurður, hvort það þýddi að fram- sóknarmenn væru orðnir einhuga um utanríkismál. Hann svaraði því neitandi og bætti við, að her- stöðvaandstæðingar, sem væru margir í flokknum, hefðu ekki séð ástæðu til að hafa sig í frammi. Hann sagði ennfremur: „Af ein- hverjum ástæðum minntist eng- inn á ratsjárstöðvarnar. Það kom mér á óvart, en þess má geta að Norðurlandi og Vestfjörðum í varnarsamningnum." Steingrímur sagði að hugmynd- in um að álykta til stuðnings utan- ríkisráðherra hefði komið fram vegna yfirlýsinga hans um að hingað ættu ekki að koma skip og flugvélar með kjarnorkuvopn, þeirri hugmynd hefði verið svarað á þá leið sem að framan sagði. Halldór Ásgrímsson varafor- maður Framsóknarflokksins, sem einnig sat blaðamannafundinn, bætti við svör Steingríms og sagði, að aðalástæðan fyrir því að ekki hefði verið ályktað og rætt meira um utanríkismál hefði verið sú, að meirihluti fundartímans hefði farið í umræður um nýsköpun í atvinnulífi. Það hefði verið megin- umræðuefni fundarins. INNLEN-T jeji 'iTiiyK SÍMI 18936 Hið illa er menn gjöra TRI-STAR PICTIIRES PRESENTS FROMITC ENTERTAINMENT CHARLES BRONSON Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuö börnum innan 16 ára. Hækkað verð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.