Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.04.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRlL 1985 „Arin þöglu í ævi Jesú“ Bókin um Cumran-handrit- in, sem ég var að basla við að þýða í hitteðfyrra vegna hvatningar vinkonu minnar og „reglusystur" vestur í bæ, virðist Guði sé lof vekja marga til hugsunar og rit- smíða. Hún hélt það líka, að svo mundi verða hér á íslandi. Þjóðin væri svo vakandi, frjálslynd og leitandi einkum í trúmálum, þótt hún léti lítt binda sig við bókstaf, fjar- stæður og fordóma. Einmitt vegna þess taldi hún víst, að bókinni um Essena og biblíu- handritin og í raun og veru fæðingu og fæðingarstað margra rita Gamla Testa- mentisins, bæði þeirra sem fræðimenn þeirra tíma, sem völdu bækur í þetta safn- eða testamenti og höfnuðu öðrum ekki síðri, mundi verða fagn- að af mörgum. Nú, ég fór því að reyna án þess að eignast svo mikið sem fjarstæða ósk, hvað þá vissu, að slíkt ritverk kennt mínu nafni yrði gefið út. En svo tók það, sem ég nefni „handleiðsluna" á mín- um ævivegi við. Og nú er bók- in komin og orðin meira að segja jólagjöf til þjóðarinnar á sjálfu ári Heilagrar Ritn- ingar. Minna mátti það verða. Mönnum þeim, sem um bókina hafa ritað, er ég mjög þakklátur, eins og ekki síður þótt henni sé hvergi hrósað, sízt að verðleikum miðað við sinn ágæta, frjálslynda og lærða höfund Dr. Potter. Það sem menn þessir segja, bæði vinur minn Þórir, sem finnst hún ekki samræmast erfi- kenningum kirkjunnar, sem kirkjufeður skipulögðu þegar hinn frjálslyndi Aríus varð að víkja fyrir heilögum Antoní- usi snemma á 4. öld. Og svo dr. Benjamín á Bárugötunni, sem einmitt bendir þó á hve Potter sé af göfugu fólki kirkjunnar kominn og nefnir hann samt trúvilling líkt og Halldór Laxness?!, sem fæst nú hér við lestur Passíusálma dr. Hallgríms á hverju kvöldi. Dr. Benjamín gerir að síðustu nafni þýðandans meiri heið- ur, en mér hefði nokkurn tíma til hugar komið, hvorki í óskum né draumum. Að nefna mig sem guðleysinga við hlið þessara mikilmenna, Dr. Potters og nóbelsskálds- ins íslenzka!! Samt voru það nú ekki rit- verk þessara ágætu manna, né heldur kaþólska prestsis í Stykkishólmi, en einmitt fyrsti prestur kaþólska spít- alans þar kenndi mér bæði latínu og frönsku í gamla daga, sem þrýstu mér „að glugganum" þessu sinni, til að litast um eftir því hvað segja skyldi um bók Dr. Pott- ers. Heldur var það ónafn- greindur, en ákaflega vin- gjarnlegur maður, sem hringdi til mín í gærkvöldi. En honum fannst það mest að bókinni, að Jesús væri ekki nefndur á nafn í sambandi við handritin eða starfsem- ina, fræðsluna og sannleiks- leitina við „Hafið dauða". Ég játa það fúslega, að mér finnst það líka slæmt. En eigum við hér á íslandi ekki um sárt að binda gagn- vart okkar merkasta fjársjóði mennta og minninga, „Sögun- um“ frægu, einmitt vegna þess að höfundur og hugsuðir eru þar yfirleitt ekki nefndir á nafn? Með efnið í bókinni og þann hóp menntamanna, hugspek- inga, fræðara og trúarbragða gegnir þetta samt öðru máli. Flokkur sá og foringjar, sem nefndir eru Essenar í þessu riti Ameríku-doktors- ins, var einn af þeim trú- flokkum á þessum tíma, sem settu mestan svip á trúarlíf ísraels. Þeir nefndust eða hafa ver- ið nefndir Farísear, sem þýðir hinir frágreindu eða heilögu, við gætum sagt „frelsaðir" og „rétttrúaðir" miðað við okkar aðstöðu hér. Svo voru það „Saddúkear", sem kenndir voru við nafn hins fræga Zadoks æðsta prests, sem flestum fremur mun hafa mótað helgisiði ísraels og háttu þeirra sem höfðingja og heldri manna. Og svo voru Essear eða Jessear. En það er nákvæm- lega samstofna nafninu Jesú. í sinni upphaflegu mynd Jessear. Hver einstakur gat því nefnzt Jesú, sem allt er af sömu rót og nöfnin Jósúa, Jeseja, Jósef (merking í stofni orðsins Guðsbörn). Þetta nafn hefur þá feg- urstu merkingu, sem hægt er að hugsa sér, ber í sér, þess- um örfáu stöfum, óskina, sem engillinn hvíslaði að móður Jesú í draumi, þegar hún var andvaka af ótta og skelfingu, vegna þess að unnusti henn- ar, Jósef, væri ekki faðir barnsins, sem hún mundi fæða og sagt er frá á fyrstu síðu Guðspjallanna. En hann reyndist henni göfugur ást- vinur og hugsaði sér að skilja við hana í „kyrrþey". Gerði það samt ekki. Og drengurinn hennar varð bezta Guðsbarn mannkynsins. Meira þarf ekki um þetta að segja. En nafnið Jesús og þá um leið Jessei eða Esseni þýðir sá sem Guð elskar og elskar Guð öllu öðru meira. Nafnið eitt nægir til að sýna kjarna þeirrar hugsjón- ar, sem æðst er í heimi manna, og gimstein þeirrar trúar, sem kölluð er kristinn dómur. Þar þarf ekki mörg orð. Hann vildi heldur hanga og deyja í kvölum kross- festingar, sem talin er ægi- legasta pynting í sögu og refsingum mannkyns, en hvika frá hinni dýrðlegu hug- sjón kærleikans í nafninu sínu og því uppeldi, sem hann naut í örmum móður og stjúpföður í Nazaret, ná- grenni menntasetursins mikla við Dauðahafið. Essear eða Jessear voru á fyrstu áratugum kristninnar myrtir hópum saman og út- rýmt loks alveg, að sögn ofsækjenda þeirra, einkum vegna þess, að þeir neituðu að bera vopn og beita þeim í stríði þjóðar sinnar. Hafa kristnar þjóðir lært það? Kristnin er arftaki Jessea! Samanber orð Jesú við sinn foringja og vin, líklega hin síðustu í lifanda lífi: „Slíðra þú sverð þitt, Sím- on.“ Væri þetta ekki sérstök áminning til kirkju Krists og foringja hennar. Ekki meira að sinni. En heyrið mig háskólakennarar, spekingar, doktorar og prest- ar! Bókin: „Árin þöglu" er um þennan hóp: Var Jesús ef til vill helgaður hugsjón þeirra, kærleika Guðs og manna, áð- ur en hann fæddist? Mundi nokkur boðskapur, helgirit og sakramenti standa kirkju Jesú frá Nazaret nær, en þessi áminning til aum- ingja Péturs? Væri kristinni kirkju nokkur skömm að nefnast nafninu Jessear? Elskendur Guðs. Flokkur manna, sem elskar Guð og hann elskar? Rvík, 12. marz. Árelíus Níelsson. [ raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar kennsla Læriö vélritun! Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Ný námskeiö hefjast fimmtudaginn 2. maí. Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í símum 36112 og 76728. I/élritunarskólinn, Suöurlandsbraut 20, s. 685580. húsnæöi óskast ........................ Atvinnuhúsnæöi Óska eftir 170 fm húsnæöi á leigu á góðum staö í miöbænum. Tilboö óskast send augld. Mbl. merkt: „J — 8510“ fyrir 27. apríl nk. íbúð óskast Höfum veriö beönir um aö útvega einum viö- skiptavina okkar íbúö til leigu. íbúðin má vera 3ja herb. eöa stærri, jafnvel lítiö einbýlishús, þó skilyrði aö íbúöin sé á 1. hæö eöa jaröhæö. Traustur leigjandi. í boöi eru góöar greiðslur. Upplýsingar gefur: Húsafell FASTEIGNASALA Langholtsvegi 115 ( Bæjarleióahusinu ) simr 8 10 66 Adalsteinn Pétursson Bergur Guónason hd> Ljósritunarvélar Höfum til sölu nokkrar notaðar nýyfirfarnar Ijósritunarvélar á hagstæðu veröi og kjörum. Magnús Kjaran hf., Ármúla 22, sími 83022. Fyrirtæki — Félög Til sölu afkastamikil, vel með farin Sharp SF 820 Ijósritunarvél. Upplýsingar í síma 33236 milli kl. 09.00 og 15.00 alla virka daga. Bóksala kennaranema. Matvöruverslun til sölu Vorum aö fá í sölu meöalstóra matvöruversl- un í austurbænum. Tæki og innréttingar eru mikiö endurnýjuö, svo og húsnæöi. Mánað- arvelta er ca. 1,5 millj. Mjög öruggt fyrirtæki fyrir þá sem vilja starfa sjálfstætt. Ffrttækjaþjómtan Austurstræti 17, 3. hæö. S: 26278, 26213. Þorsteinn Steingrímsson Ig. fs. Guöm. Kjartansson sölum. | húsnæöi í boöi íbúö viö Tjörnina í Reykjavík Til sölu 4ra herbergja íbúö á 2. hæö í miö- borginni. Getur hentaö hvort sem er til íbúöar eða sem skrifstofa. Upplýsingar í síma 29888 á skrifstofutíma. Skrifstofuhúsnæði til leigu Á Laugavegi 84,2. hæö. Húsnæöið er alls 120 fm og losnar í maí nk. Tilboö merkt „2480“ sendist augl.deild Mbl. fyrir 1. maí nk. Vernduð þjónustuíbúö Til leigu eöa sölu er ein hinna vernduöu þjónustuíbúöa í hverfi D.A.S. í Hafnarfiröi. Einungis aldraöir eöa öryrkjar koma til greina sem íbúar. Einnig kemur til greina aö selja eignina hverjum sem er. Uppl. gefnar á skrif- stofu Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í síma 35485 frá kl. 9-12 alla virka daga. Innflytjendur—peningar Tek aö mér aö leysa út vörur úr banka og tolli. Aöeins traustir aöilar koma til greina. Þeir sem hafa áhuga á þjónustu minni leggi nöfn sín inn á augld. Mbl. merkt:„L - 11 01 85 00“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.