Morgunblaðið - 23.04.1985, Síða 49

Morgunblaðið - 23.04.1985, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 „Aldrei hef ég ásælst frægð yndi mitt er bókagnægð." megi fylgja öllu því er honum var kærast og hann hafði lagt sig fram um að mætti sem best tak- ast. Hafsteinn Guðmundsson Oliver Steinn, vinur minn og að öðrum þræði húsbóndi í 27 ár, er nú látinn. Það er aðeins rúmur mánuður síðan við sátum saman á heimili hans, hann var þá orðinn helsjúk- ur og dró ekki dul á að hverju stefndi, en það var ekki víl eða vol í orðum hans, heldur ræddum við dægurmálin og skiptumst á skoð- unum eins og oft áður er við gáf- um okkur stund á skrifstofu hans. Að þessu sinni ræddum við eink- um æskuár okkar í Hafnarfirði, hvar við störfuðum og með hverj- um, en þeir eru nú flestir gengnir. Oliver Steinn Jóhannesson fæddist í Ólafsvík á Snæfellsnesi 23. maí 1920. Hann fluttist með foreldrum sinum til Hafnarfjarð- ar árið 1933, en varð fyrir þeirri miklu raun að missa föður sinn og bróður árið 1936 er síldveiðiskipið Örninn fórst með allri áhöfn. Eins og vænta mátti mundi hann alla ævi þann missi „fyrstan og sárast- an“. Ekki ætla ég að rekja hér ævi- feril Olivers og hans mikla ævi- starf, nema að litlu leyti. Þegar hann kom til Hafnar- fjarðar, 13 ára gamall, gerðist hann sendisveinn hjá Pöntunarfé- lagi verkamannafélagsins Hlífar, sem var upphafið að KRON og nú Kaupfélagi Hafnfirðinga. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá erfiðu tíma atvinnuleysis og fá- tæktar sem ríktu um þessar mundir, en þannig vegnaði þessum sendisveini eftir að hafa gegnt mörgum ábyrgðarstörfum við verslun og fleira, stofnaði hann sina eigin bókaverslun árið 1957 og árið 1968 byggði hann stærsta og glæsilegasta verslunar- og skrifstofuhús í Hafnarfirði, þar sem hann rak síðan bókaverslun og bókaforlag og skaut um leið skjólshúsi yfir bæjarfógetaemb- ættið og fleiri. Slíkt sem þetta gerist að sjálf- sögðu ekki nema fyrir fjölþætta hæfileika, líkamlegt og andlegt þrek og kappsfullan huga. Fyrir kom að á stundum átti maður fullt í fangi með að fylgja honum eftir, en hann var manna þakklátastur að loknu vel unnu verki. Við hlið Olivers Steins stóð eig- inkona hans, Sigríður Þórdís Bergsdóttir, hinn góði og trausti förunautur í lífi og starfi. Þau hjónin eignuðust 3 börn, sem öll eru gædd hinum mestu mannkost- um. Það er erfitt fyrir okkur öll er áttum Oliver að vini að sjá á bak honum. Nýtt og óbætanlegt skarð er komið í vinahópinn. Þegar aldurinn færist yfir styrkist gjarnan trúin á annað líf. Það er trú mín að við eigum eftir að hittast aftur, en verða þeir endurfundir eins og segir í Dav- íðssálmum? Á grænum grundum lætur hann mig hvilast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Varla þætti okkur þetta nóg, því báðir gátum við tekið undir með skáldinu sem sagði: Að lokum sendi ég eiginkonu hans, börnum og öðrum ættingj- um mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ó1.V. „Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hiustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi lífið sér dyra, og nú er það farið." (J.H.) Þetta ljóð Jóns Helgasonar kom í huga minn þegar ég frétti lát vinar míns Olivers Steins sl. mánudag. Það er svo örstutt síðan við byrjuðum að vinna saman í ísa- fold í byrjun fimmta áratugarins, þá ungir og óreyndir menn. Oliver var fæddur á Snæfells- nesi, nánar í Ólafsvík, hinn 23. maí 1920, en taldi sig ávallt Hafn- firðing. Ættir hans lágu víða eins og annarra íslendinga, vítt og breitt um landið og ef nánar var rýnt, allar götur aftur til nor- rænna kappa og herkonunga. Eins og áður sagði kynntumst við Oliver mjög náið á fimmta og sjötta áratugnum. Reyndar vorum við þar nokkrir saman, sem mynd- uðum hóp góðra vina á þessum vinnustað og heimilum hver ann- arra, og þessar línur eru ritaðar fyrir hönd þessara félaga. Oliver varð fljótt gagntekinn af starfi sínu og bókin og útgáfa á bókum urðu hans ævistarf. Bóka- verslun ísafoldar var stærsta bókaverslun landsins undir stjórn Olivers og þegar hann stofnaði til sjálfstæðs reksturs var það á sama sviði — bóksölu og bókaút- gáfu. Fyrirtæki hans Skuggsjá varð fljótlega merkt forlag undir forustu Olivers, þar sem ekki ein- göngu markaðshyggjan réð ríkj- um heldur bókmenntasmekkur og fjölbreytni í efnisvali. Sá gamli hópur sem myndaðist þarna hjá ísafold gerði sér, eins og gengur, margt til gamans og dægrastyttingar, útivið sem inni- við, og komu þá margir þættir í fari Olivers vel fram — skopskyn, frásagnargáfa og rík skaphöfn. Við gamlir heimilisvinir og kunningjar Olivers og Sigríðar þökkum ánægjuleg kynni við þau og börn þeirra. Vottum við og kon- ur okkar Sigríði og börnunum samúð við fráfall þessa góða drengs, Olivers. Hann hvíli í friði. Blessuð sé minning hans. Sigurpáll Jónsson Með þessum fáu kveðjuorðum langar mig að minnast tengdaföð- ur míns, Olivers Steins Jóhannes- sonar. Hann var einn þeirra manna sem öllum þótti vænt um. Hann var stórbrotið karlmenni, hár vexti og fasmikill og hlýr í viðmóti. Hann var traustur vinur og drenglyndur, sem gott var að eiga að og nú að minnast. Fallegar og góðar minningar eiga barnabörnin um afa sinn, um glettni hans og hlýju. Æði oft var Oliver störfum hlaðinn eins og titt er um menn i hans stöðu. Alltaf átti hann smá HAPPTTC/FTTT Dvalarheimilis aldraöra sjómanna með Jjölda stórravinninga Vinningar strax í fyrsta flokki Mánaöarverö miða Kr.I30r Vinningur til ibúðarkaupa á 500þúsund krónur 10 vinningar til bílakaupa á 100 þúsund krónur hver 60 utanlandsferðir á 40 þúsund krónur hver 110 húsbúnaðarvinningar á 10 þúsund krónur hver og 419 húsbúnaðarvinningar á 3 þúsund krónurhver Sala á lausum miðum og endumýjun ársmiða og fíokksmiða stenduryfír. kGrill á MAZDA 323 ’81-’82 kostar 1.463 krónur. Hvað kostar gríll á bílínn þinn?j BÍLABORG HF.Smiðshöföa23. S.81265

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.