Morgunblaðið - 23.04.1985, Side 51
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL1985
51
Minning:
Haraldur ísleifs-
son fiskmatsmaður
Fæddur 27. september 1914
Dáinn 31. mars 1985
Sl. pálmasunnudag lést Harald-
ur hér í sjúkrahúsinu í Stykkis-
hólmi. Hann hafói um nokkurt
skeið kennt vanheilsu sem sfðan
ágerðist uns yfir lauk. Með Har-
aldi hverfur nú af sjónarsviði
mannlegs lífs einn af traustustu
Stykkishólmsbúum, sem hafði frá
æskuárum helgað Hólminum hug
sinn og lífskrafta. Ábyggilegur
maður sem ekki vildi vamm sitt
vita.
sem vildi hag bæjarins sem mest-
an. Þá lagöi hann öllu lið sem
hann vissi að betur mætti fara í
íslensku þjóðlífi og með breytni
sinni sýndi hann góða fyrirmynd.
Loforð hans þurfti enginn að efa.
Allt varð að standa eins og stafur
á bók. Ég lýk þessum minningar-
orðum með persónulegum þökkum
míns fólks til Haraldar fyrir far-
sæla samfylgd og bið honum
blessunar guðs á nýjum vegum.
Arni Helgason
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Haraldur fæddist í Dagverðar-
nesi í Dalasýslu, en þar bjuggu þá
foreldrar hans Kristborg og ísleif-
ur Jónsson, sem áður bjuggu á
Tindi í Steingrímsfirði. Haraldur
ólst upp í fjölmennum og glöðum
systkinahóp. Sem barn fluttist
hann með foreldrum sínum til
Stykkishólms og átti þar heima æ
síðan.
Snemma kynntist hann því
lögmáli að til þess að komast
áfram í lífinu þarf að vinna hörð-
um höndum og ekki draga af sér.
Þetta skildi hann vel og dró ekki
af. Stundaði sjó og landvinnu og
þegar frystihúsrekstur hófst hér,
kom hann þar fljótt við sögu bæði
sem starfsmaður og verkstjóri.
Haraldur var þannig gerur að
hann vildi láta verkin ganga og
vann manna ötulast. Húsbændum
sínum var hann hollur og trúr og
fylgdi það hverju verki hans til
leiðarloka.
Ef hann tók eitthvert verk að
sér þurfti ekki að ámálga neitt
frekar og aldrei heyrði ég talað
um nema vel unnin verk þau sem
Haraldur lagði hönd að. Trú-
mennskan var honum í blóð borin
og allri hans fjölskyldu. Snemma
kynntist Haraldur því böli sem
tóbaks- og áfengisneysla fólks
veldur. Hann vildi sýna hug sinn
til þessa máls og snemma vann
hann heit sem bindindismaður og
stóð það alla tfð. Þar var hann sem
í öðru hin trausta fyrirmynd. Á
þessum vettvangi kynntist ég
Haraldi einna best og hans ein-
lægu hugsun fyrir bættu mannlífi.
Á seinni árum tók hann verulegan
þátt í kirkjulífi staðarins, var þar
í sóknarnefnd og með sínum
áhuga kom hann hreyfingu á nýju
kirkjubygginguna. Áhugi hans þar
sem annars staðar kveikti út frá
sér. Eitt er mér minnisstætt.
Gamla kirkjan var orðin lítil bæj-
arprýði að utan, málningin máð og
hún stóð við Aðalgötuna.
Þetta átti Haraldur erfitt með
að horfa upp á og hvatti til sjálf-
boðamennsku til að hressa upp á
útlitið. Eitthvað dróst þetta, en þá
tók Haraldur til sinna ráða og
málaði einn alla kirkjuna utan.
Þessu fylgdist ég vel með og dáðist
að. Hann Haraldur taldi ekki hlut-
ina eftir. Eitt sinn var kirkjan
orðin fátæk af sálmabókum. Þetta
sá Haraldur og bætti strax úr og
gaf kirkjunni margar bækur og
kom þeim vel fyrir, fyrir framan
kirkjugesti í bekkjunum.
Um fjölda ára vorum við Har-
aldur nágrannar og það var gott
nágrenni og öll skipti milli heimil-
anna. Ég leit oft yfir til þeirra
hjóna og dáðist að þeirra snilldar-
verkum í garðrækt. Þar voru mörg
handtökin og skiluðu árangri.
Garðurinn þeirra byggður á klöpp
er einn af fegurstu blettum í
Hólminum.
Haraldur átti gott heimili. í
einkalífi farsæll. Hann kvæntist
Kristínu Cesilsdóttur frá Búðum í
Grundarfirði 14. mars 1942 og
eignuðust þau 3 börn sem öll eru
komin til manns og hafa stofnað
eigin heimili. Þau eru Cesil,
kvæntur Ólínu Torfadóttur. Hann
er prestur í Lundi í Svíþjóð, Gylfi,
læknir f Laugarási, kvæntur Höllu
Arnljótsdóttur, og Kristborg,
kennari í Stykkishólmi, gift
Trausta Tryggvasyni.
Eins og áður segir var Haraldur
fyrst og fremst Stykkishólmsbúi
er liðið eitt ár
síðan við tókum við söluumboði fyrir IBM PC-töIvuna. Á þessu eina ári höfum við selt fleiri PC-tölvur á
íslandi en nokkur annar, eða yfir 350 tölvur, meira en eina á dag hvorki meira né minna. Fyrir þessu eru
margar góðar ástæður sem við bjóðum þér að kynnast með heimsókn til okkar þar sem þú ert ávallt
velkominn.
IBM PC ásamt helstu sérfræöingum Císla J. Johnsen bjóöa þig telkominn til aö kynnast íslensku hugriti og alþjóölegri tækni.
Afmælistilboð
í tilefni ársafmælisins höfum við ákveðið að bjóða nú IBM PC með ótrúlega hagstæðum kjörum næstu 10
daga þannig að sem flestir geti eignast þetta undratæki sem hentar smærri og stærri fyrirtækjum jafnt sem
einstaklingum. Má þar nefna olíufélög, skipafélög, bókasöfn, læknastofur, rithöfunda, endurskoðendur
o.s.frv., o.s.frv.
IBM PC frá kr. 85.900.-
Innifalið í verði: ★ Námskeið í skóla okkar i allt að 12 klst. * Skákforrit Leikjaforrit * Hugleit,
tilvalið fyrir bókasafnið, plötusafnið, tímaritasafnið, kökuuppskriftirnar o.s.frv.
GÍSLI J. JOHNSEN
n i
TÖLVUBUNAÐUR SF - SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF
SMIÐJUVEGI 8 P OBOX 397 202 KÓPAVOGI SÍMI 73111
SUNNUHLÍÐ, AKUREYRI, SÍMI 96 25004