Morgunblaðið - 23.04.1985, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 23.04.1985, Qupperneq 60
60 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL1986 fclk í fréttum Breskur unglingakór Tók 2 ár að safna fyrir íslandsferðinni ((I/ ingsmead Singers" heit- ■X ir unglingakórinn breski sem staddur var hérlendis fyrir nokkrum dögum. Kórinn, sem safnað hefur fyrir þessari ferð til íslands i tvö ár með tónleika- haldi og fleiri fjáröflunarleiðum, kom hingað á eigin vegum, en félagar úr kór Kársnesskóla í Kópavogi hýstu krakkana. Kórinn söng m.a. í Fríkirkj- unni hér í Reykjavík, en hélt síð- an til Þingvalla og í Skálholt þar sem dvalið var eina helgi og m.a. sungið. Að lokum var komið við í Hveragerðiskirkju á heimleið- inni og þar var söngurinn látinn óma. Þessi unglingakór sem þetta árið tekur 45 meðlimi var stofn- aður fyrir átján árum og hefur stjórnandi hans frá byrjun verið June Keath. Kórinn er orðinn vel þekktur i heimalandi sínu og hefur undan- farin ár verið á samningi hjá BBC og unnið við þáttagerð. Um þessar mundir eru þættirnir orðnir um 400 sem hann hefur komið nálægt. Unglingarnir hafa um árin sungið inn á fjölmargar hljóm- plötur og tekið þátt i flutningi ótal stórverka tónbókmenntanna svo sem Sköpuninni eftir Haydn, Messiasi Hándels og Elia eftir Mendelssohn svo eitthvað sé nefnt, komið oft fram í sjónvarpi og haldið auk þess tónleika í ýmsum löndum. Crosby er óskyld Crosby Leikkonan Cathy Lee Crosby, sem er talin í hópi hinna efnilegri og fallegri vestur í Hollywood, lendir næstum dag- lega í því að fólk tel- ur hana vera af sama ættartré og söngvar- inn og leikarinn ást- sæli Bing Crosby. Slíkt hlýtur að vera hvimleitt þótt ekki sé leiðum að líkjast, sérstaklega vegna þess að Cathy er alls óskyld Bing heitnum, en gefum henni orðið eitt augnablik. „Þetta er auðvitað skiljanlegur mis- skilningur hjá fólki og í fyrstu brosti ég bara að þessu og sagði kurteislega nei, ég væri ekki skyld honum, margir tðldu hann vera föður minn eða frænda, jafnvel afa minn. En nú er þetta byrjað að fara í taugarnar á mér þótt ég sýni stillingu enn sem komið er. Þetta er að verða hrein plága." Morgunbtadid/Árni Sæberg Kórinn Kingsmead Singers sem staddur var hér í landi nú fyrir nokkrum dögum. Karnívalhátíð Þessa dagana eru börn og ungl- ingar í grunnskólum borgar- innar að æfa margskonar skemmtiatriði fyrir karnivalhátíð sem á að fara fram í Laugardals- höllinni síðasta vetrardag og á sumardaginn fyrsta. Karnivalið er lokahátíð félags og tómstundastarfs i grunnskólum Reykjavíkur og haldið í tilefni af ári æskunnar. Á þessari hátíð verða tóm- stundastörf vetrarins i hávegum höfð s.s. leikrit, dans og tískusýn- ingar. Þá ganga krakkarnir á stultum, og verða í ýmisskonar gervum, t.d. púkar, álfar, tröll, skrímsli o.s.frv. Ef gestir geta ekki komið á hátíðina skreyttir að ein- hverju leyti þá verður á staðnum förðunardeild sem mun reyna að anna eftirspurn. Árni Sæberg ljósmyndari leit inn í ölduselsskóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.