Morgunblaðið - 23.04.1985, Page 61

Morgunblaðið - 23.04.1985, Page 61
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 61 Dynasty-tískan er í bullandi sókn Sumarhúsgögn í miklu úrvali Sannkölluð Dynasty-bylgja flæðir nú yfir Bandaríkin og verður þess væntanlega ekki langt að bíða uns hún leggur af stað austur yfir hafið til Vestur- landa svo og til annarra landa þar sem þessir vinsælu þættir eru sýndir. Það eru ekki einungis sjónvarpsþættirnir sem athygli vekja, nei, þeir eru óðum að verða minniháttar mál. Nú er það Dynasty-tískan sem allt og alla heltekur. Hverslags varningur er hér til umræðu? Það er langur listi og rétt að byrja strax: Sérstakt Crystle-ilmvatn, auðvitað í krist- alglasi, sérstök Ðynasty-sápa, húðkrem og sjampó, Dynasty- lök, teppi, sængurver og dýnur, handklæði, þvottapokar, fataefni af ýmsu tagi, veggklæðningar, gólfparket, karlmannsjakkaföt við hvert tækifæri, ótrúlegt úrval af glæsilegum kvenfatnaði, kvöld- og morgunfatnaður, pels- ar, slæður og bæði gervi- og ekta skartgripir svo eitthvað sé nefnt. Einnig innrömmuð hlutabréf í „Denver Carrington“-olíufélag- inu, árituð af sjálfum olíukóng- inum Blake Carrington. Það væri lengi hægt að halda fram, en lát- um þetta gott heita. Áður hefur verið greint frá glæsilegri glansbók þar sem er að finna æviágrip þeirra persóna sem mestu máli skipta í Dynasty. Allt styrkir þetta Dynasty-veldið til muna, eykur seðlastreymið og bætir ríkulega við ótaldar millj- ónirnar sem fara milli handa Dynasty-liðsins. En hver er á bak við þetta allt saman? Aaron Spelling auðvitað, en sá sem mest mæðir á er Nolan Miller, búningahönnuður Dyn- asty, sem er nú orðinn leiðandi tískuhönnuður í tengslum við starf sitt við Dynasty. Hann hannar allt saman, allt frá pels- unum og niður í sápustykkin og hlutabréfin innrömmuðu. Þess má geta, að fyrsta daginn sem Dynasty-vörurnar voru á útsölu í Bloomingdal í New York, varð að smala öllum viðskiptavinunum út úr húsinu og endurskipuleggja útsöluna, slík var örtröðin ... í ábyrgðar- stöðu Við rákumst á þessa mynd í tímaritinu Flight Internation- al og þeim þykir sýnilega í þeim bæ að við eigum föngu- legt fólk í ábyrgðarstöðum. Myndin er annars af Sig- rúnu Einarsdóttur, fyrstu at- vinnuflugkonu hjá Flugleiðum sem stjórnar Fokker F.27. Nolan að störfum... COSPER COSPER z) l caataaMiN — Pabbi, pabbi, fröken Jensen er ekki í símanum, hún situr hér í stólnum. m- Fúav, arið. Sjáið allt úrvalið Vörumarkaðurinnhl. I Ármúla 1A, sími 686112.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.