Morgunblaðið - 23.04.1985, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 23.04.1985, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1985 67 VELVAKANDI SVARARÍSÍMA 10100 KL 14—15 Þjóðaratkvæða- greiðsla um bjórmálið Pálína Magnúsdóttir, Hjalta- bakka 30, Rvk. skrifar: „Hvernig stendur á því að ekki er enn hugað að þjóðaratkvæða- greiðslu um bjórmálið? Ætla rúm- lega 30 manns að ákveða hvort selja eigi sterkan bjór hér á landi? Hafa stjórnmálamenn ekki opin eyru fyrir því hvernig komið er fyrir Grænlendingum í áfengismál- um? Drykkja þar var með ólíkind- um á sl. ári. Drukkið var sem svar- ar þremur staupum af vínanda dag hvern, þar af var öldrykkja tveir þriðju hlutar. Þá er reiknað með hverju einasta mannsbarni á Grænlandi, frá kornabörnum til gamalmenna. Þó er ölflaskan á tvö- falt hærra verði þar en í Dan- mörku. Nú stendur til að flytja fólk þaðan til (slands í meðferð. Mikið er bölið. Morðum fjölgaði þar i fyrra — við vitum hvers vegna. Greinina „Staðan í ávana- og fíkniefnamálum" eftir Þorkel Jó- hannsson, prófessor, las ég f Mbl. 28. mars sl. Bent er á að allt að 10% þeirra er nota alkóhól á félagslegu stigi, en það er mikill meirihluti fullorðinna einstaklinga, verði alkó- hólistar í áranna rás og að dómi höfundar falla þess vegna önnur vímuefnavandamál algjörlega i skugga áfengisvandamála. í Mbl. 28. mars sl. er önnur grein, „Opið bréf til forsætisráðherra" eftir Pál V. Danfelsson, viðskipta- fræðing. Þar segir m.a.: „Eitthvað eruð þið f stjórnmálaforystunni hættir að sjá það sem aflaga fer i þjóðfélaginu." Gæti það verð að stjórnmálamenn okkar loki augun- um fyrir því hvað er að gerast í landi okkar? Þeir vita þó að nú er ár æskunnar og við ætlum að gera eitthvað merkilegt fyrir æskuna sem minnisstætt er og verður henni til góðs. Ekki megum við skrúfa frá flóð- bylgju bjórsins, eða hvað? í Mbl. 7. nóv. 1984 er lftil grein, sem endar á þessum orðum: „Hverjum þeim sem vinnur gegn vímuflóðinu ber að veita það lið sem frekast er unnt.“ Ætla stjórn- málamenn okkar að veita það lið? Ef þið stjórnmálamenn samþykkið frumvarpið, er það vegna hags- muna ríkisins eða í þágu æskunn- ar? Það eru margir sem bfða eftir bjórnum, þó aðallega unga fólkið. Það kemur eflaust með þær rök- semdir að við ættum að feta f fót- Bankarnir Heimskur spyr: Ef bankar eru þjónustumið- stöðvar, af hverju eru ekki ein- hverjir þeirra opnir suma daga til dæmis frá 18.00 til 20.00? Þakklæti Tveir strandaglópar á Háa- leitisbrautinni vildu koma fram kæru þakklæti til mannsins á Datsun R-66126, en hann stopp- aði og bauðst til að skipta um dekk hjá þeim i miðri umferð á Háaleitisbrautinni sl. föstudag. Armbandsúr Inga hringdi: Ég vildi spyrjast fyrir um fyrirtæki sem heitir „Póstval" og finnst ekki í símaskránni. Fyrir- tækið auglýsti armbandsúr með Duran Duran f febrúar. í auglýs- ingunni stóð að úrin yrðu til af- greiðslu i mars. Ég og fleiri pöntuðum úrin, en enn hefur ekkert af þeim sést þó aprfl sé meira en hálfnaður. Eg spyr því: Var auglýsingin bara gabb? Þessir hringdu. . . Stór dúkka Dúkkufinnandi hringdi: Hér úti á plani hjá mér lá stór og falleg brúða um daginn. Ég vildi gjarnan að eigandi hennar fyndi hana aftur. Hún er í Dvergabakka 8, sími 76848. Tryggingamál Heimsk hringdi: Ég lenti í deilum við kven- mann einn út af tryggingamál- um um daginn. Hún sagði að ef ég væri öryrki og maðurinn minn hefði háar tekjur þá fengi ég alls engar örorkubætur. Er þetta rétt? Hver metur örorku- bætur? Þjóðin vill fi að ráða sjálf upp á hvað hún býður börnum sínum. Þess vegna þarf að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um bjórmálið, segir bréfritari. spor nágrannalandanna. Hvílfkar röksemdir! Mér sýnist sumt fólk ekki hlusta nógu vel á þá sem hafa reynslu og vit á málunum. Bæði læknar og annað menntafólk og alkóhólistar eru á einu máli um að ungt fólk sé f hættu ef það einu sinni byrjar á drykkju vínanda um fermingarald- ur. Ég ráðlegg öllum að lesa blað SÁA 2. árg. mars/aprfl ’85. í blað- inu er eintal móður um dóttur sina, sem fjórtán ára breyttist úr náms- fúsri og glaðlyndri frfðleiksstúlku f forstokkaðan dópista og drykkju- mann. Síðan eru liðin fjögur ár. Stúlkan er enn ung og ástandið er eins. I blaðinu eru einnig frásagnir fólks um hvernig sé að vera barn, eiginkona eða eiginmaður alkóhól- ista. Grein er eftir Jóhann örn Héðinsson, „Afneitun", og einnig margt fleira. Einnig vil ég benda fólki á að lesa umsögn til alþingis um bjórinn. Þar segir að framkvæmdastjórn sam- takanna vilji vekja athygli á að þó Ifklegt sé að dragi úr neyslu sterkra drykkja með tilkomu bjórs, bendir allt til þes að heildarneysla hreins vínanda muni aukast hér á landi eins og reynslan hefur sýnt annars staöar. Ég minntist á þjóðaratkvæða- greiðslu f upphafi bréfsins. Það er svo oft búið að minnast á þetta og Ijóst er að þjóðin vill fá að ráða hvað hún býður börnum sínum upp á, en það er eins og skellt sé skoila- eyrunum við. Reyndar var gerð könnun með aðeins fárra manna úr- taki, en hún er alls ekki raunhæf að mínu mati. Nú, vonandi muna stjórnmála- menn okkar hvaöa ár er og hverjum það er helgað." Unaðsstund í Eden Við lögðum leið okkar i hkien í Hveragerði og litum þar augum fagra sýningu málverka hjá Magnúsi Guðnasyni, listamanni f Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Við kviðum því helzt að tíminn milli rútuferða yrði of lengi að líða er ekki var annað erinda en að skoða eina málverkasýningu, en svo reyndist ekki. Hér getur að lfta fagrar lands- lagsmynir og fantasíur er lýsa mikilli sköpunargáfu og hug- myndaflugi mikils drengskapar- manns. Má þar skynja mikla trú og lífsspeki leitandi manns. Éin myndanna er mjög sérstað að upp- byggingu og listútfærslu og spái ég, að þar sé á ferðinni myndgerð, er Magnús gæti náð langt með og skapað sér verðugan sess meðal listamanna. Ég ráðlegg öllum að koma og skoða og láta í ljós ef þeir eru mér ósammála. Nú ekki siður ef þeir eru mér sammála. Ellert Guðmundsson, Selfossi. Eldtraustir tölvugagnaskápar @ Rosengrens Tölvugagnaskápar eru sérstaklega framleiddir til að vemda allar gerðir tölvugagna, svo sem diskettur, segulbönd og seguldiska. Geymið viðkvæmustu og verðmætustu upplýsingar fyrirtækisins í öruggum skáp. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRDI — SIMI 51888 / Vi^.L Vfn it Sjáiö frönsku barnafötin þau eru æðisleg © Vörumarkaðurinn hl. J Ármúla 1a, sími 686113. ALLT í RÖÐ OG REGLU! Ef þú ert þreytt(ur) á óreiöunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. Duni er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins 3.550.- krónur! (Innifalið í verði: Málmstandur, 2000 mál, tíu höldur og 1000 teskeiðar.) STANDBERG HF. - kaffistofa í hverjum krók! Sogavegi 108 símar 35240 og 35242
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.