Morgunblaðið - 24.04.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1985
vald sem stendur næst fólkinu í
landinu og hlutur þeirra mun
áreiðanlega vaxa enn i framtíð-
inni. Og af vettvangi sveitar-
stjórnanna spretta ótal forystu-
menn á mörgum öðrum sviðum
þar sem nauðsynlegt er að mál-
stað sjálfstæðisstefnunnar sé
fylgt fast eftir.
Fræðslustarfið inn á við þarf
þess vegna að reka á öllum stigum
ef svo má segja.
æ
Utbreiðslustarf
Á ráðstefnunni um flokksstarf
sem ég vitnaði til hér áðan urðu
einnig miklar umræður um út-
gáfu- og útbreiðslumál flokksins.
Eg hef fyrr greint frá því að
ákveðið hefur verið að fylgja eftir
fyrra starfi á því sviði. Þar blasa
við mörg verkefni, eitt þeirra
tengist útgáfumálum. Eins og
kunngt er gefur Sjálfstæðisflokk-
urinn ekki út dagblað eða stendur
að slíkri útgáfu eins og flestir
hinna stjórnmálaflokkanna gera
með einum eða öðrum hætti.
Ég tel þetta heppilegt fyrir-
komulag. Hætt er við að flokks-
blað yrði, yrði við núverandi að-
stæður í blaðaheiminum flokknum
í sjálfum sér lítt til framdráttar,
en gæti orðið vettvangur deilna og
átaka fremur en sátta og sam-
lyndis ef illa tækist til. Sjálfstæð-
ismenn eiga líka, eftir því sem
best er vitað, fullan og óheftan að-
gang að tveimur langútbreiddustu
blöðum landsins og veltur þar
auðvitað fyrst og fremst á þeirra
eigin dugnaði og atorkusemi að
koma skoðunum sínum og viðhorf-
um á framfæri með greinaskrifum
eða öðrum hætti. Og þegar ríkis-
einokun á öldum ljósvakans verð-
ur afnumin breytast viðhorfin
enn.
Þau breyttu viðhorf sem orðið
hafa í fjölmiðlun á síðustu árum,
og meðal annars felast í miklu
opinskárri umfjöllun um stjórn-
mál og stjórnmálaþróun, geta að
mínum dómi aldrei orðið Sjálf-
stæðisflokknum nema til góðs.
Það er til dæmis tvímælalaust að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
stórkostlegan ávinning af því að
hafa tekið þá ákvörðun að heimila
blaða- og fréttamönnum setu á
landsfundum flokksins. Með þeim
hætti fá allir landsmenn beinan
og milliliðalausan fréttaflutning
frá þeim mikilvæga viðburði í
þjóðlífinu sem landsfundur
Sjálfstæðisflokksins er. Þar geta
andstæðingar okkar ekki lengur
slegið falskan tón vegna þess að
möguleikarnir til þess að komast
að hinu sanna eru allt of margir.
Þessi ákvörðun sem fyrst var tek-
in fyrir landsfundinn 1981 hefur
ríkulega sannað gildi sitt og sýnt
fram á að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur alla burði til þess að fylgjast
með tímanum á þessu sviði.
Það er aftur á móti allt annað
mál, hvort flokkurinn þurfi ekki
með einhverjum hætti að hafa
beinni og skýrari boðleið til
flokksmanna sjálfra eða til helstu
trúnaðarmanna hans eins og þess
hóps, sem saman er kominn hér á
þessum fundi. Þar kemur margt
annað til greina en útgáfa dag-
blaðs eða dagblaðsígildis. Margs-
konar útgáfa fréttabréfa hefur um
áratugaskeið verið tíðkuð af
Sjálfstæðisflokknum og sjálfsagt
er að hyggja mjög vandlega að því
hvort rétt sé að taka á ný upp
útgáfu fréttabréfs miðstjórnar.
Þar hefði forysta flokksins tæki-
færi til þess að koma skoðunum
sínum og viðhorfum á framfæri
við trúnaðarmenn flokksins með
öðrum hætti en e.t.v. er unnt eða
talið heppilegt að gera á almenn-
um vettvangi. Þá má ekki gleyma
því þegar rætt er um útgáfu og
útbreiðslumál flokksins að gefin
eru út ein fimmtán landsmála-
blöð. Þau koma að vísu mjög mis-
munandi reglulega út, en samt
sem áður eru þau mikilvægur
vettvangur og útgáfu þeirra mætti
gjarna reyna að efla.
Fundir — erindrekstur
Á ráðstefnunni um flokksstarf
var einnig rætt um nauðsyn er-
indrekstrar frá flokksskrifstof-
unni.
Erindrekstur sem rekinn er frá
skrifstofu miðstjórnar hlýtur
fyrst og fremst að felast í því að
aðstoða félög og flokkssamtök, að
ferðast sé um á milli félaganna og
trúnaðarmanna flokksins, þeim
veittar upplýsingar og leitað eftir
því hvar flokksskrifstofan getur
komið að gagni. Reynt hefur verið
eftir mætti að halda uppi slíkum
erindrekstri en vissulega má þar
bæta um betur.
Menn ræða oft um það með
hvaða hætti stjórnmálamenn nái
sem best til kjósenda sinna. Fund-
ir, útgáfa dreifirita, smáblöðung-
ar, ráðstefnur, blaðagreinar,
blaðaviðtöl, þættir í útvarpi og
sjónvarpi. Þetta eru líklega nú um
stundir helstu aðferðirnar sem
stjórnmálamenn geta notað til að
komast í samband við kjósendur
sína. Fyrir nokkrum árum ruddi
Sjálfstæðisflokkurinn brautina í
kosningum með því að efna til
svokallaðra vinnustaðafunda.
Fundir þessir gáfust mjög vel.
Frambjóðendur fóru á vinnustaði
í matartímum eða kaffitimum,
fluttu stuttar framsöguræður,
svöruðu fyrirspurnum og tóku
þátt í umræðum. Þetta er starfs-
þáttur sem halda þarf við árið um
kring en ekki einungis rétt fyrir
kosningar. Fundir kjörinna for-
ystumanna á vinnustöðum eða
með litlum hópum eru mjög heppi-
leg aðferð til þess að ná til kjós-
enda beint og milliliðalaust.
í ársbyrjun 1984 fóru t.d. for-
maður og varaformaður flokksins
í langa og mikla fundaferð um allt
land, héldu fjölmarga almenna
stjórnmálafundi í öllum kjördæm-
um, en auk þess aragrúa smærri
funda með trúnaðarmönnum
flokksins á mörgum stöðum og
hittu þannig persónulega að máli
nokkrar þúsundir flokksmanna.
Það er samdóma álit allra sem ég
hef talað við og tóku annaðhvort
þátt í þessum fundum eða hafa
tekið þátt í öðrum svipuðum trún-
aðarfundum með fyrri forystu-
mönnum flokksins, að þeir séu af-
ar mikilvægir. Hið beina og milli-
liðalausa samband sem verður á
slíkum fundum, möguleikinn til
tafarlausra skoðanaskipta, er
ómetanlegt.
Kosningar 1986
í lok þessarar umfjöllunar um
verkefnin framundan vil ég drepa
stuttlega á þær kosningar sem ör-
ugglega er vitað um að framundan
eru, sveitar- og bæjarstjórnar-
kosningarnar vorið 1986 eftir rétt
ríflega ár.
Sjálfstæðisflokknum vegnaði
vel í síðustu bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningum, ekki sist hér í
Reykjavík. Raunar virðist það svo
af siðustu skoðanakönnunum að
dæma að vart verði nokkrar kosn-
ingar í Reykjavík 1986, þar verði
allir aðrir flokkar en Sjálfstæðis-
flokkurinn horfnir ef flokkurinn
heldur áfram að bæta við sig at-
kvæðum í sama mæli og hann
virðist hafa gert síðan 1982. En
það er sýnd veiði en ekki gefin.
Það er nauðsynlegt að sjálf-
stæðismenn fari strax á þessu vori
að búa sig undir sveitarstjórnar-
kosningarnar 1986. Að mörgu þarf
að hyggja varðandi stefnumótun
og kosningaundirbúning og nauð-
synlegt er að sjálfstæðismenn
komi vel undirbúnir til þeirra
kosninga, hafi forystu f kosn-
ingabaráttunni, marki sér sjálfir
þann málefnagrundvöll sem þeir
vilja berjast á. í þessu efni er
nauðsynlegt að hyggja vandlega
að því sem ég hef nefnt hér áður,
hvernig flokkurinn getur sem
heild stuðlað að enn markvissara
og betra starfi í sambandi við
sveitarstjórnarmálin og sveitar-
stjórnarkosningarnar. I því efni
hlýtur m.a. mikið starf að leggjast
á herðar málefnanefndar flokks-
ins um sveitarstjórnarmál.
Skipulagsreglur
í þessu yfirliti mínu hef ég ekki
fjallað sérstaklega um skipulags-
reglur flokksins, en sérstök nefnd
starfar að venju um skipulagsregl-
urnar á þessum fundi. Og mun
hún meðal annars taka til um-
ræðu þau atriði, sem nefnd, er
miðstjórn fól að endurskoða
skipulagsreglur og prófkjörsregl-
ur flokksins, hefur fjallað um.
Nefnd þessi hefur skilað tillögum
að nýjum prófkjörsreglum og hef-
ur miðstjórn afgreitt þær en hún
er enn að fjalla um skipulagsregl-
urnar.
Skipulagsreglurnar eru fast-
mótaðar og fátt í þeim, ef það er
þá nokkuð, sem á nokkurn hátt
heftir starfsemi flokksins, en auð-
vitað þurfum við ávallt að vera
vakandi fyrir því að skipulagið er
aðeins tæki, það er aðeins rammi
utan um hugsjónir, en ekki til-
gangur í sjálfu sér.
AUir sem einn
Við komum saman til þessa
fundar hér í Reykjavík á mildum
vordögum eftir einn veðursælasta
vetur sem menn minnast í langan
tíma. Formaður flokksins hvatti
okkur til þess í ræðu sinni í gær að
horfa bjartsýnum augum til fram-
tíðarinnar. Hann minnti okkur á
að ólund og vil færi okkur ekki
fram á við. „Sporin fram á við
stígum við aðeins með bjartsýnum
huga og áræði í sál og sinni," sagði
hann. Undir þetta vil ég af ein-
lægni taka. Það er ekki að ástæðu-
lausu að fundur þessi er haldinn
undir yfirskriftinni „Allir sem
einn“. Með því móti er ætlunin að
minna sjálfstæðismenn á, og
minna þjóðina á, að eigi okkur vel
að farnast, þá þurfum við öll að
sameinast i átökum okkar, að
sameinast í baráttu okkar fyrir
bættu þjóðfélagi réttlætis og
djarfhuga framfara.
Að lokum vil ég ekki láta hjá
líða að færa öllum þeim alúðar-
þakkir sem tekið hafa þátt i að
undirbúa þennan fund, bæði sam-
starfsfólki í Sjálfstæðisflokknum
og sjálfboðaliðum, einkum og sér í
lagi úr Heimdalli, samtökum
____________________________23_
ungra sjálfstæðismanna í Reykja-
vík og fjölmörgum öðrum sem til-
kvaddir og ótilkvaddir hafa lagt
okkur lið við að undirbúa þennan
fund og þó sérstaklega þennan
fundarstað.
Þessi landsfundur er langfjöl-
mennasti landsfundur sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur haldið. í
gær höfðu skrifstofu flokksins
borist tilkynningar um 1.189 kjör-
na og sjálfkjörna fulltrúa sem rétt
eiga til fundarsetu og sýnir það
eitt út af fyrir sig reginkraft
Sjálfstæðisflokksins og yfirburði
hans yfir alla aðra íslenska
stjórnmálaflokka. Virkjum þenn-
an kraft til farsældar þjóð vorri.
Höfundur er framkræmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins. Morgunblad-
ið birtir bér i heild ræðu þá sem
hann flutti um starfsemi flokksins
á landsfundi hans, 12. apríl síðast-
liðinn.
með Jjölda stórravinmnga
Umboð í Reykjavík
ognágrenni
Reykjavík
Aðalumboðið Vesturueri
Sparisjóður Heyhjavíkur og nágr. SKólavörðustíg 11
Sparisjóður Reykjavíkur og nágr. Austurströnd 17
Fieskjör, Hesvegi 33
Úlfarsfell, Hagamel 67
Sjóbúðin, Grandagarði
Passamyndir, Biðskýlinu tllemmi
Sparisjóður Reykjavíkur og nágr. Hátúni 2 A
Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58-60
Hreyfill, benzínafgr. Fellsmúla 24
Paul Heide, Glæsibæ
Rafvörur, Laugarnesvegi 52
Hrafnista við Laugarás
Verzl Réttarholt, Réttarholtsvegi I
Bókabúð Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7
Bókabúð Breiðsholts, Amarbakka 2
Verzl. Straumnes, Vesturbergi 76
Kópavogur
Blómaskálinn, v/Kársnesbraut
Bókavetzl. Veda, Hamraborg5
Borgarbúðin, Hófgerði 30
Garðabær
Bókaverzl. Gríma, Garðaflöt 16—18
Hafnarfjörður
Hrafnista, Hafnarfirði
Kári- og Sjómannafélagið, Strandgötu 11—13
HAPPDRÆTTI
Dvalarheimilis aldraðra sjómanna