Morgunblaðið - 24.04.1985, Side 42

Morgunblaðið - 24.04.1985, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985 Kveöjuorö: Kristín Þorvalds- dóttir Arason Kædd 12. marz 1888 Dáin 10. aprfl 1985 Látin er í hárri elli, sú kona, sem ég leyfi mér að kalla ein- hverja hina síðustu „old grand lady“ íslands. Var það Kristín Þorvaldsdóttir, kennari, frá Flugumýri/Víðimýri í Skagafirði. Af kunningjum kölluð Stína Ara. Andaðist hún í svefni i hjúkrun- arheimilinu í Hafnarbúðum. Þar hafði hún dvalið við og við í boði yfirlæknisins þar, en að mestu frá sl. hausti. Hún fékk jafnan þaðan heimfararleyfi, þegar hún óskaði. Starfsfólk Hafnarbúða dáði hana fyrir elskulega framkomu og gerði allt fyrir hana, sem í valdi þess stóð og var hún jafnan uppáhald allra þar. Til síðasta dags var hún ern, stálminnug og vel á sig kom- in, jafnt hress líkamlega sem and- lega. Ókunnugir hefðu getað talið hana aðeins á sjötugsaldri. Þegar ég sá hana síðast, 8. apríl sl., hlakkaði ég til að eiga von á að taka þátt í aldarafmæli hennar. Hún átti glæsilegt heimili, á Seljavegi 27, og naut sín þar. Ann- aðist sig að mestu sjálf, las mikið ævisögur og þjóðlegan fróðleik. Var mikið fyrir ættfræðirit. Frá slíku hvíldi hún sig, inn á milli, með lestri skáldsagna og skemmtibóka. Hafði mikið af blómum hjá sér, sem hún af natni hugsaði vel um. Eftir að heilsa hennar leyfði ekki útivinnu í garði hússins, sem hún áður hafði rækt- að af alúð, þá kom órækt í garðinn og hafði hún viss leiðindi af því, að blóm í garðinum voru orðin nær engin, hrörnun komin í trjágróð- urinn, allt með vaxandi villigróðri. í heimvistarleyfum frá Hafnar- búðum var jafnan gestkvæmt hjá henni. Voru það ýmist gamlir nemendur hennar, börn og barna- börn fyrri vina hennar, sem síðar verður vikið að, svo og ættingjar og vandamenn. Kristín fæddist á Flugumýri og fluttist síðan að Víðimýri og varð þriðja elzta barn hjónanna, Þor- valds Ara Arasonar, bónda og póstafgreiðslumanns og konu hans Onnu Vigdísar Steingríms- dóttur. Af sjö börnum þeirra eru nú öll látin, nema yngsti bróðir- inn, sem nálgast nírætt. í föður- karllegg var Kristín alskagfirsk, afkomandi Ásbirninga með for- föðurnum, Höfða-Þórði, land- námsmanni. Móðurætt hennar má kenna við Hraun í Öxnadal. Krist- ín sótti jákvæð einkenni sín mun meira í föðurætt og blöndunar góðra stofna í henni, eins og í Þorvalds- og Bólstaðarhlíðarætt- ina. Indriði Einarsson, rithöfund- ur, og Sigurður Nordal, prófessor, hafa báðir látið það frá sér fara, að hafi verið uppi á tslandi sannur enskur „gentleman", hafi það ver- ið faðir Kristínar. Ari yngri, læknir á Flugumýri, afi Kristínar, var kvæntur Helgu Þorvaldsdótt- ur Böðvarssonar. Helga var dóttir Þorvalds af þriðja hjónabandi hans með Kristínu Björnsdóttur Jónssonar prests í Bólstaðarhlíð. Kristín bar nafn þessarar formóð- ur sinnar og var stolt af. Vel þykir mér á því fara, til minningar um hina látnu, að minnast á elzta sálm, sem talinn er ortur á íslandi, af Ásbirningn- um Kolbeini Tumasyni, Víðimýri. Sálmurinn virðist hafa verið til gæfu fyrir hina látnu, jafnvel mótað hana, veitt henni mjúka miskunn himnasmiðsins, skapað henni mildi, gætt hennar hverja stund, hjálpað henni og jafnan verið hjarta hennar nær. Þó kvæði Hannesar Hafstein, ráðherra, til Guðlaugar föðursystur Kristínar, myndi nægja sem tæmandi eftir- mæli um hana, þá hefi ég svo mik- ið um hana að segja til viðbótar, að ég get ekki stöðvað penna minn, en kvæðið leyfi ég mér þó að taka upp: „Nei, smáfrið er hún ekki og engin skýjadís, en enga samt ég þekki, sem ég mér heldur kýs. Þótt hún sé holdug nokkuð, er höndin ofursmá. Hún er svo íturlokkuð með æskulétta brá. Við eldblik augna kátra skín andlit glatt og Ijóst. Við hljóðfall léttra hlátra sem hrannir lyftast brjóst. Hún er svo frjáls og ítur, svo æskusterk og hraust, að hver sem hana lítur, til hennar festir traust. Og ef ég er með henni ég eld í hjarta finn. Það er sem blóðið brenni og bálist hugur minn.“ Árið 1896 fluttist Kristín frá Víðimýri til föðursystra sinna þeirra, Kristínar íslenskukennara við Barnaskólann og Önnu Sigríð- ar. Bæði þá og síðar var hún mikið hjá frænku sinni og alnöfnu, sem setti hér upp fyrstu listmuna- verzlun með nafninu „Kúnst". Enn þann dag í dag er Kúnst talin hafa verið sú fullkomnasta, sem nokkru sinni hafi verið hér á landi, með fjölbreytt úrval allskonar list- muna eftir þáverandi frægustu listamenn. Telja ýmsir, að sú verzlun hafi átt þátt í eflingu inn- lendrar listsköpunar. Kristín lauk námi við Barna- skóla Reykjavíkur næstu fjögur árin, undir skólastjórn Mortens Hansens. Minnisstæð voru Kristínu alda- mótahátíðarhöldin, þegar allir Reykvíkingar sameinuðust um að fegra hús sín og gera allt sem há- tíðlegast. Kristín taldi unglingsár sín mjög skemmtileg, sem og bernskuár sín. Eftir, að hún flutti til Reykjavíkur þessi fyrstu ár, var hún þar aðeins að vetrunum, fór með vorinu með skipi til Sauð- árkróks, en suður að haustinu á hestum í ánægjulegri fylgd föður síns. Á vetrunum var þá all skemmtilegt í Reykjavík og marga ánægjustundina átti hún dansandi á tréskautum, þegar Tjörnin var ísi lögð. Þá voru oft til skemmtun- ar á Tjörninni listskautasýningar Sigurðar Thoroddsen, verkfræð- ings, sem þá var talinn snjallasti skautamaður Reykjavíkur. Hún lauk kvennaskólanámi árið 1905 undir skólastjórn frú Þóru Melsted og naut þar einnig kennslu Ingibjargar Bjarnason. Bekkjarsystir og vinkona Kristín- ar í Kvennaskólanum var Laufey Valdimarsdóttir, sem lagði sig fram um að fá Kristínu með sér í menntaskóla, en til þess var Krist- ín of hlédræg. Kristín hélt tvívegis smábarna- skóla í Reykjavík, fyrst skólaárið 1906—7 og síðan aftur skólaárið 1908—9. Kenndi hún þar ýmsum mönnum, sem síðan náðu miklum frama og urðu hinir mætustu ís- lendingar. Á einu skólaári lauk Kristín kennaraprófi, vorið 1906, frá Flensborgarskóla. I Flensborg voru með henni Jóhannes S. Kjarval og Oscar Clausen, ásamt ýmsum fleirum, en á þá tvo minntist hún oft og hélzt vinátta þar á milli. Til náms í tungumálum fór Kristín síðan í Verzlunarskólann og lauk honum á skólaárinu 1907—8 og lærði þar dönsku, ensku og þýsku. Hélt hún þessari málakunnáttu sinni við til síðustu stundar og las jafnt bækur á þess- um málum, s'em móðurmálinu. Aðalkennari Verslunarskólans var þá Ágúst Bjarnason, síðar pró- fessor, sem virðist hafa haft mikil áhrif á Kristínu til fræðiiðkana og víðsýni. Skólaárið 1908—9 kenndi Krist- ín við Barnaskóla Reykjavíkur. Haustið 1909 varð Kristín skóla- stjóri á Hesteyri og jafnframt far- kennari í Sléttuhreppi vestra. Að- alaðsetur hennar var á Hesteyri og bjó hún þar á meðal skyld- menna, sem þá voru þar og á ísa- firði mörg. Því starfi gegndi hún til vorsins 1914. í farkennslu- starfinu þurfti hún mikið að ferð- ast, því kennslustaðir voru margir og langt á milli þeirra. Þegar ald- ur fór að færast yfir hana, og hún að þrekna, þá sagði hún oft frá, með glettni í augum, að fáir mundu nú trúa, að áður fyrr hefði hún dansað á skautum á Tjörninni og farið á skíðum, alein, í hvaða veðri sem væri, frá Hesteyri til Staðar í Grunnavík og einnig Staðar í Aðalvík. Bæði á Hesteyri og í Sléttuhreppi var hún mjög vinsæl og eftir að Hesteyri var farin í eyði, þá heimsóttu hana ýmsir gamlir nemendur þaðan með skemmtilegum nöfnum, Betú- elar, Tímóteusar og fleiri. Fyrst íslenskra kvenna hóf hún, árið 1915, matreiðslunám við „Statens Lærer Höjskole" í Kaup- mannahöfn og lauk þaðan prófi, árið 1916, með mjög góðum vitn- isburði, bæði fyrir stuttan náms- tíma og mjög háar einkunnir. Dvaldist síðan í Kaupmannahöfn til ársins 1917. Fékk þar vinnu og stundaði samhliða framhaldsnám í „Professor Jacobsens Clinik", þ.e.a.s. matreiðslu sjúkrafæðis svo og lúxusrétta. Sjúkrafæðisnámið kom henni síðar vel, þegar hún i sumarleyfum sínum leysti iðulega af ráðskonurnar, bæði á Kleppi og Vífilsstöðum. Kristín var fyrst íslenskra kvenna til að rita kennslubók í matreiðslu, sem fjölrituð var fyrir nemendur hennar. Sú bók hefir siðan verið aðaluppistaðan í síðar útgefnum matreiðslubókum hér á landi. Af látleysi sínu var henni sama um höfundarétt sinn. Eftir námsdvöl sína í Kaup- mannahöfn var hún fyrsti og eini kennari landsins, sem bæði hafði próf sem matreiðslukennari og fullkomin almenn önnur kennslu- réttindi. Á Kaupmannahafnarárum sín- um vann hún fyrir sér og varði afgangi tekna sinna til kaupa á vönduðu húsgagnasetti, sem hún sendi að gjöf heim til foreldra sinna á Víðimýri. Á allan hátt naut Kristín Kaupmannahafnar- áranna, stundaði leikhús og list- sýningar og ferðaðist nokkuð um Mið-Evrópu. Eftir heimkomuna frá Kaup- mannahöfn þráði hún átthagana, foreldra og systkini sín og kenndi þar almenna kennslu skólaárið 1917—18. Meðal nemenda hennar þá var Stefán Á. íslandi, sem þá var Guðmundsson, en Kristín tók fram, að hún hefði ekki kennt hon- um söng. Næstu fimm árin kenndi hún í Kvennaskólanum í Reykjavík og einnig í Miðbæjarbarnaskólanum. Þá aðstoðaði hún Guðjón Sam- úelsson, húsameistara, við skipu- lagningu skólaeldhúss Austurbæj- arbarnaskólans. Eftir að sá skóli tók til starfa starfaði hún þar langt fram yfir sjötugt. Með áðurnefndri kennslu, rak hún um tíma matsölu fyrir stúd- enta á efri hæð hússins á horni Lækjargötu og Austurstrætis undir nafninu Mensa. Mun það hafa verið ca. á árunum 1922—26. Var það mjög ánægjulegur tími fyrir Kristínu og minntist hún þess oft. Helztu gestir voru stúd- entar úr hinum alþekkta „skálda- árgangi" MR. Þeirra minntist hún jafnan með aðdáun. Oftast minnt- ist hún á Sigurð Einarsson, Tómas Guðmundsson, Thor Thors, Sigurð Grímsson og fleiri. Þar var einnig tíður gestur Halldór Laxness. Mensugestirnir héldu tryggð og vináttu við hana. Af stöðugum hlaupum milli kennslustaða, kvað hún síðar, að hún hafi ofboðið sér með þeim af- leiðingum, að á efri árum varð hún nokkuð stirð til gangs. Aðalprófdómari var hún í Hús- mæðraskóla íslands á meðan hann var rekinn í kjallara Háskólans og fékk orð fyrir að vilja gefa þar háar einkunnir. Við kennslu fékkst Kristín sam- fellt í nær 55 ár. Af félagsmálum hafði Kristin lítil afskipti og hafði oft orð á því, að hún væri engin „kvenréttinda- kona“. Eini félagsskapurinn, sem hún starfaði f var „Hringurinn", og það frá 1920 og aílt fram á átt- ræðisaldur. Þar var hún bæði virt og virk. Kristín var mikil ferðakona og fór á hestum um flesta fjallvegi landsins og öræfi þess, hér á árum áður. Þrátt fyrir marga göfuga biðla, gekk Kristín ekki í hjúskap fyrr en 28. maí 1938, að hún giftist Helga Guðmundssyni, málara- meistara, frá Brekkum í Mýrdal. Hann var ellefu árum eldri, ekkju- maður og fjögurra uppkominna barna faðir. Hann andaðist eftir farsælt hjónaband þeirra 5. maí 1942. Hann var dugandi málara- meistari, en sem margir aðrir, hafði hann farið fremur illa út úr rekstri sínum á kreppuárunum fyrir stríðið. Á sama tíma hafði hann kostað son sinn til lækna- náms og verðandi tengdason til tannlæknanáms í Þýskalandi, sem reyndar lauk ekki námi. Af þeim sökum voru miklar skuldir í búi Minning: Steinunn Guðmunds dóttir frá Norðfirði Fædd 14. janúar 1906 Dáin 14. aprfl 1985 Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta barnið sitt, hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit hve bjartur bjarminn var þótt brosin glöðu sofi þar. Með þessu Ijóði góðskáldsins okkar vil ég kveðja Steinunni Guð- mundsdóttur frá Norðfirði. Hún var um margt sérstæð kona og sjálfstæð, hennar vilja varð vart haggað um menn og málefni, en öllum vildi hún vel. Tónlist og fögur ljóð voru hennar yndi, enda var henni listhneigð mjög í blóð borin. Söngrödd hafði hún góða og mun á yngri árum hafa starfað með kórum á Norð- firði og víðar. Lög samdi hún einn- ig og frumsamda stöku gat hún sent kunningjum við góð tækifæri. Steinunn var bæði góð og skemmtileg heim að sækja, og margar góðar stundir áttum við saman á Hverfisgötu 35 er við ræddum um lífið og breytileik þess. Hún fæddist 14. janúar 1906 á Norðfirði. Ung að árum giftist hún Ólafi Ingvarssyni verslunarmanni frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, sem látinn er fyrir allmörgum ár- um, en einkadóttir þeirra, Erla, býr á Hellu, hún er gift Rudolf Stolzenwald. Barnabörn eru þrjú, Sólveig, Gústaf og Ólafur EgiII. Síðustu mánuðirnir urðu henni mjög erfiðir en nú mun „fóstran góða faðma þreytta barnið sitt“. Guð blessi minningu Steinunnar Guðmundsdóttur. Erlu dóttur hennar og öðrum vandamönnum sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Jakobína Erlendsdóttir Steinunn Guðmundsdóttir frá Neskaupstað verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, mið- vikudaginn 24. apríl, eftir erfiða sjúkdómslegu. Steinunn var fædd á Ýmastöðum í Vaðlavík, Helgu- staðahreppi, Suður-Múlasýslu, hinn 14. janúar 1906. Foreldrar Steinunnar voru hjónin Guð- mundur Magnússon, bóndi og trésmiður á Ýmastöðum og Sól- veig Benjamínsdóttir. Þau hjón brugðu búi á Ýmastöðum og fluttu til Neskaupstaðar árið 1911 með börn sín sex að tölu. Steinunn var næst yngst þeirra systkina, en ólöf elst og er ein á lífi af þeim systkinum og dvelur nú á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Hér fara á eftir nöfn þeirra systk- ina í aldursröð: Ólöf, Ölver, Benj- amín, Marteinn, Steinunn og Stef- anía. Steinunn ólst upp í Neskaup- stað. Hún fór til Vestmannaeyja ung stúlka, innan við tvítugsaldur og réðst þar í vist. í Vestmanna- eyjum kynntist hún Ólafi Ingva- syni, ungum verslunarmanni sem ættaður var frá Minna-Hofi á Rangárvöllum. ólafur starfaði þá við verslun Georgs Gíslasonar í Eyjum. Steinunn giftist ólafi árið 1926. Ólafur stofnaði sitt eigið verslunarfyrirtæki í Vestmanna- eyjum, sem hann rak um stund en þar sem heimskreppan óx ört á þessum árum gekk verslunin ekki sem skyldi. Þau hjónin Ólafur og Steinunn eignuðust eitt barn, Erlu sem fædd er í Vestmannaeyjum 1932. Sama ár og Erla fæddist fluttu þau til Neskaupstaðar þar sem Ólafur vann fyrst verka- mannavinnu og síðan hóf hann störf hjá kaupfélaginu Fram í Neskaupstað. Árið 1944 fluttust þau suður á land að Hellu á Rang- árvöllum og þar vann Ólafur við kaupfélagið Þór þar á staðnum næstu fjögur árin. Síðan fluttu þau hjón að Selfossi, þar sem ólafur hóf störf hjá kaupfélagi Árnesinga. Erla dóttir þeirra fluttist ekki með þeim frá Hellu, þar sem hún var gift Rudolf Stols- enwald syni þeirra hjóna Stols- enwald klæðskera á Hellu og Ragnhildar Þórarinsdóttur, sem ættuð er frá Vestmannaeyjum. Erla og Rudolf búa á Hellu þar sem þau reka saumastofu. Þeirra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.