Morgunblaðið - 24.04.1985, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 24.04.1985, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985 t SIGRÍÐUR FRIORIKSDÓTTIR, fri Gröt (Vestmannaeyjum, Vitastlg 11, Reykjavík, lést i Borgarspitalanum aö kvöldi 21. april. Útförin fer fram þriöjudaginn 29. 4. kl. 13.30. frá Fossvogskirkju. Fyrir hönd systkinanna, Kolbeinn Sigurjónsson. t Sonur minn, bróöir, mágur og frændi, SIGURÐUR ATLI GUNNARSSON, Hjaröarhaga 28, andaöist I Borgarspitalanum mánudaginn 22. april. Gunnar Sigurösson, Jón Gunnar Sævarsson, Marfa Gunnarsdóttir, Ásmundur Sævarsson, Sævar Jónsson, Atli Sævarsson. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNA KRISTÓFERSDÓTTIR, Skipholti 49, veröur jarösungin frá Bústaöakirkju föstudaginn 26. apríl kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á liknarstofnanir. Andrós Indriðason, Valgeröur Ingimarsdóttir, Gunnar Þór Indriöason, Elin Sjöfn Sverrisdóttir, og barnabörn. Móöir min. t STEINUNN GUOMUNDSDÓTTIR tri Noröfiröi, Hverfisgötu 35, Raykjavík, veröur jarösungin frá Hallgrimskirkju miövikudaginn 24. april kl. 13.30. Erla Stolsenwald, Rudolf Stolsenwald og barnabörn. t Útför sonar okkar, unnusta og bróöur, BJARNA SIGUROSSONAR, fri Kastalabrekku, fer fram föstudaginn 26. april i Fossvogskapellu kl. 10.30. Jarösett veröur i Lágafellskirkju, Garöi. Siguröur Jónsson, Steinunn G. Sveinsdóttir, Hulda R. Hansen, og systkini hins látna. t Innilegar þakkir til allra þeirra er auösýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför ANDRÉSAR GUOMUNDSSONAR, Borgarbraut 70, Borgarnesi. Lilja Finnsdóttir, bðrn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innllega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför KRISTJÖNU SIGURDARDÓTTUR, Skúlagötu 60. Fyrir hönd vandamanna, Jóhanna Siguróardóttir. .J- t Okkar innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og hiýhug viö and- lát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, fósturfööur, tengdafööur og afa SIGFÚSAR DAVÍÐSSONAR, Margrét Eyjólfsdóttir, börn, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn. Pálína Daniels- dóttir Kveðjuorð Fædd 1. desember 1884 Dáin 19. febrúar 1985 Þegar ég heyrði á öldum ljós- vakans, að þessi vinkona min hefði nú kvatt þessa jarðnesku tilveru eftir 100 ára dvöl, hópuðust upp í huga minn ótal minningar tengd- ar henni, þegar ég var henni sam- tíða á Rauðabergi á Mýrum. Þar var þá tví- og þríbýli. Hún Pálína mín á Hólnum, eins og það var kallað, vissi vel af baráttu lífsins. Hún bjó ekki í þeim salarkynnum sem fólkið þekkir í dag. Eg veit ekki hve margir fermetrar bað- stofan hennar var en hitt veit ég að hjartarúmið var margir fer- metrar. Maður hennar, Páll Bergsson, var talsvert eldri og þau voru þarna með lítinn bústofn og lítil húsakynni að koma upp 3 börnum, myndar- og dugnaðar- börnum sem síðar áttu þess kost að launa uppeldi sitt af myndar- skap. Drengirnir voru tveir. Sigur- bergur, sem snemma setti sér það mark a láta ekkert aftra sér frá að komast til manns, verða að liði. Daníel, sem var stoð og stytta for- eldra sinna í búskapnum, og ekki má gleyma henni Þóru og brosinu hennar sem bætti svo mjög upp erfiði foreldranna. Þetta urðu fé- lagar mínir á þeirri tíð og tengslin hafa haldist í gegnum öil árin. Pálína átti stóran systkinahóp. Dugnaðarfólk allt það sem kom sér alls staðar vel og frá þeim er nú stór ættbogi. Man ég móður hennar, Sigríði Skarphéðinsdótt- ur. Hún var ekki há í loftinu, en þeim mun knárri og ég sagði oft að það væri lífsfjörið sem fleytti henni yfir alla erfiðleika og það var satt. Pálína var dugleg til allrar vinnu og dró ekki af sér. Ég var með henni óþurrkasumarið 1930 og þá varð maður nú oft að vera fljótur að taka til hendi ef sólin sást. Ég gleymi ekki eldhúsinu hennar Pálínu. Hurðin var bundin aftur með snæri og gengið að utan beint inn í eldhúsið. Þar voru nú lítil eða engin þægindi, ekki einu sinni þiljað innan, og ég held að skáparnir hennar hafi verið inni í veggnum sem hlaðinn var úr mold og grjóti. Þessu tók ég lítið eftir því andrúmsloftið var svo gott. Hún hafði alltaf tíma til að brosa framan í gesti og gangandi og það var ótrúlegt hversu hún gat alltaf miðlað þeim sem komu. Krafan var alltaf til hennar sjálfrar. Og þannig voru kröfurnar hjá hetjum hversdagslífsins sem voru svo margar á landinu í uppvexti mín- um. Á heimilinu var gömul kona. Hún bjó á hluta jarðarinnar en fékk húsaskjól í litlu baðstofunni hennar Pálínu og þar undi hún sér vel og fjölskyldan var henni góð. Brá oft á gaman við hana sem hún tók vel og hafði ég oft gaman af að heyra hennar viðhorf til lífsins. Nútíminn ætti varla pláss fyrir hana í dag. Hvað sem fátæktinni leið þá gat Pálína alltaf veitt sín- Kveðjuorð: Oliver Steinn Jóhannesson Fæddur 23. maí 1920 Dáinn 15. apríl 1985 Milli ofannefndra dagsetninga eru tæplega 65 ár. Þann tíma spannaði æviskeið hins þekkta bókaútgefanda, Olivers Steins í Hafnarfirði. Þar átti hann heima lengi og setti drjúgan svip á bæj- arfélagið. Hann sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um skeið og var virkur í félagsmálum þar. Á yngri árum var Oliver kunnur fyrir íþróttaafrek sín. Oliver fæddist í Ólafsvík á Snæfellsnesi og taldi sig ólsara alla tíð. Um ætterni Olivers munu aðrir mér færari skrifa á því sviði. Ég mun hér fyrst og fremst rekja kynni mín af manninum, sem urðu allnokkur á síðari árum, vegna samvinnu um bókaútgáfu er við áttum. Fyrst mun ég hafa veitt þessum hávaxna og spengilega manni at- hygli, er hann vann í bókaverslun ísafoldar í Austurstræti í Reykja- vík. Þar var hann bæði handfljót- ur og sporléttur. Áhugamaður, eins og hann var alla ævi. Það gekk undan Oliver það, sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar ég var skólastjóri í Þykkvabæ sá ég þar um árabil um bókasafn hreppsins, annaðist inn- kaup á bókum meira að segja. Keypti þær beint af útgáfufélög- um. Brást þá ekki að ég legði leið mína suður í Fjörð, þó að það væri nokkuð úrleiðis og ég bíllaus. Þetta var jafnan rétt fyrir jólin og mikið annríki hjá forlögum. Oliver Steinn tók mér jafnan alúðlega og röbbuðum við saman nokkuð í skrifstofu hans, sem var undirlögð bókum þeim er fara áttu á mark- aðinn. Þá er hver stundin dýrmæt fyrir þann sem stendur í kaup- mennsku hvers konar. Oliver Steinn var þeirrar gerð- ar, að vilja starfa sjálfstætt. Gerðist sjáifstæður atvinnurek- andi, gaf út bækur í stórum stíl. Mikið af stórverkum. Má þar nefna Myndir eftir Einar Jónsson, Æviskrár samtíðarmanna, marg- ar minningabækur barna um for- eldra sína. Væri of langt mál að telja öll þau rit upp, er hann gaf út á löngu árabili, eða frá 1958, að hann stofnaði bókaútgáfuna Skuggsjá, er hann rak til dauða- dags. Jóhannes sonur hans var nánasti samverkamaður hans, er heilsan tók að gefa sig á seinni árum. Bókaútgáfa er áhættusam- ur atvinnuvegur. Ræddum við Oliver nokkuð það mál. Hann sagði mér, að hann væri fjár- hættuspilari að vissu leyti, líkt og allflestir bókaútgefendur. Aldrei er fyrirfram vitað, hvort bók kann t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÁSGEIRS KRISTJÁNSSONAR. Þóra Ásgeirsdóttir, Hólmfríður Ásgeirsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir, Karl Ásgeirsson, Vilborg Ásgeirsdóttir, Steingrlmur Krístjánsson, Guðmundur Haraldsson, Friörik Leósson, Klara Árnadóttir, Hekla Geirdal, barnabörn og barnabarnabörn. um gott viðurværi og hlýjan klæðnað. Á vetrum var mikið spilað og var það aðalskemmtunin. Það var spilað í litlu baðstofunni. Páll hafði gaman af að spila og ekki létu drengirnir sitt eftir liggja. Þá þótti sjálfsagt að bregða sér bæj- arleið og það voru ævintýraferð- irnar og þær minningar eru nota- drjúgar þegar á daginn líður. Margan bitann og sopann fékk ég hjá henni Pálínu minni á þess- um tíma en þó voru samtölin og viðmótið það sem ég gleymi ekki. Ég gæti lengi haldið áfram. Ævintýrin hrönnuðust upp meðan á veru minni á Rauðabergi stóð. Allir vinirnir og samferðamenn- irnir sem ég eignaðist þar mótuðu mjög lífsgöngu mína og sönnuðu mér að menn draga dám af sínum sessunaut. Og samhjálpin í þess- ari sveit og alúðin voru aðals- merki sem hún hefir lengi borið. Eins og ég gat um í upphafi varð Pálína 100 ára. Hún var síðustu árin á Akureyri hjá Þóru dóttur sinni og manni hennar, Sæmundi Jóhannessyni, sem reyndust henni sérstök enda held ég að hún og Þóra dóttir hennar hafi verið svo samrýndar og sjaldan skilið. Pálína lést 19. febrúar sl. fagn- andi og lofandi guð sinn fyrir gæfubraut þá er hún fékk að ganga hér i heimi. Ég er ekki i vafa um að hún hefir gengið inn til fagnaðar herra síns. Máttur guðs og miskunn birtst henni svo oft í lífinu. Ég vil með þessum fáu minn- ingabrotum þakka Pálínu fyrir góða samleið og alla hlýjuna hennar. Góður guð blessi hana alla tíma. Árni Helgason, Stykkishólmi. að bera sig. Á sumum er gróði, á öðrum tap. í ársbyrjun 1981 tók ég að mér að sjá um útgáfu rits fyrir Skuggsjá, sem fjalla skyldi um látna kennara, er börn þeirra rit- uðu. Ég hafði samband við marga þessu viðkomandi. Og uppskeran varð tvö bindi, er komu út fyrir jólin 1982 og 1983, undir heitunum Faðir minn — skólastjórinn og Faðir minn — kennarinn. Er þar alls um 29 æviágrip að ræða. Mér var mikil ánægja að takast þetta starf á hendur, og samvinnan við Oliver og Jóhannes son hans var með ágætum. Oft hitti ég þá feðga að máli og ræddi enn oftar við þá í síma, því ég bjó úti á landi. Bóka- útgefandinn þarf að bera skyn á bókmenntir, og þar var Oliver vel heima. Hann þekkti mikinn fjölda fólks persónulega og kunni skil á enn fleiri. Vakandi maður. Það segir nokk- uð. Hann var menningarmaður að mínum dómi. Með bókaútgáfu sinni vann hann mikið og merkt ævistarf. Ég efa ekki að verki hans verði fram haldið. Bókaútgáfa má ekki ganga saman á Islandi. Þá er menning okkar í hættu. Ég held að myndbönd geti aldrei komið í stað lesmáls. Oliver Steinn var gegn maður, traustur og heiðarlegur. Þess vegna minnist ég hans. Með hluttekningarkveðjum til aðstandenda hans. Auðunn Bragi Sveinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.