Morgunblaðið - 24.04.1985, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985
Jóhann Már Manusson, aðstoðarforstjóri:
Kröfur um orkuvinnslu-
öryggið réttlætanlegar
í ERINDI Jóhanns Más Maríussonar, adstoóarforstjóra Landsvirkjunar, á
ársfundi Landsvirkjunar kom m.a. fram, að nú væri um ailverulega umfram-
orku að ræða í raforkukerfi landsmanna. Skýringuna væri m.a. að finna í því
hve stutt er síðan Hrauneyjafossvirkjun kom í gagnið án þess að nýr stórnot-
andi kæmi samtímis og vegna þess að Landsvirkjun hefði lagt í orkuaukandi
aðgerðir á Þjórsársvæðinu með Sultartangastíflu og Kvísiaveitu. Einnig hefði
aflaukning komið til í Kröflu á sama tíma.
Um þetta atriði segir Jóhann jr a$ Hrauneyjafossvirkjun var
gangsett.
Helstu ástæður fyrir því að í
þessar framkvæmdir var ráðist
voru eftirfarandi. Meginástæðan
var að sjálfsögðu sú að reiknað
var með orkuþörf sem gerði þessar
framkvæmdir nauðsynlegar, en
orkuspárnar hafa ekki gengið eftir
eins og áður hefur verið rakið. f
öðru lagi hafa ísamál við Búrfell
lengi valdið Landsvirkjun áhyggj-
um, þar sem möguleiki hefur verið
fyrir hendi að ísruðningur gæti
lokað fyrir vatnsrennsli til Búr-
fellsvirkjunar með mjög alvarleg-
um afleiðingum. Því var ráðist í
Már m.a.:
„Sú umframorkugeta sem nú er
í kerfinu og rekja má til Hraun-
eyjafossvirkjunar verður að telj-
ast mjög eðlileg þar sem allir ættu
að gera verið því sammála að sú
virkjun var rétt tímasett þar sem
hún kom í gagnið þegar orkuskort-
ur var orðinn tilfinnanlegur.
Nú eftir á séð má deila um það
hvort réttmætt hafi verið að auka
orkuframboðið með gerð Sultar-
tangastíflu, Kvíslaveitu og borun-
um og nýjum gufuveitum við
Kröflu eins og gert hefur verið eft-
gerð Sultartangastíflu en hún
þjónaði þeim tvíþætta tilgangi að
leysa ísavandamálin við Búrfell og
auka orkugetu kerfisins í sam-
ræmi við stórminnkaða vatnsþörf
til ísskolunar að vetrarlagi. Þá má
einnig minna á að ráðist var í gerð
stíflunnar í beinu framhaldi af
Hrauneyjarfossvirkjun sem m.a.
hafði það í för með sér að vinna
hélst stöðug á svæðinu og vélar
sem notaðar voru við Hrauneyja-
foss nýttust vel í verkinu. Var tal-
ið að í þessu væri fólgin hag-
kvæmni sem annars myndi ekki
nást ef verkinu yrði seinkað. í
þriðja lagi þótti rétt að dreifa
framkvæmdum við Kvíslaveitu á
allmörg ár til þess að gera þær
framkvæmdir sem jafnastar frá
ári til árs með tilheyrandi jafn-
vægi i atvinnumálum og sparnaði
vegna minnkaðra mannaflatoppa
og samfelldrar vinnu."
I framhaldi af þessu ræddi Jó-
hannes Már um öryggiskröfur
Landsvirkjunar og sagði m.a.:
„Landsvirkjun stendtír ábyrg fyrir
nær allri raforkuframleiðslu þjóð-
arinnar sem er slík grundvallar-
þjónusta að fyrirtækið verður að
hafa vaðið vel fyrir neðan sig í
öryggismálum, hvort heldur um er
að ræða mannvirkjagerð í virkj-
unum og orkuflutningi eða öryggi
í vinnslu orkunnar úr vatnsaflinu.
Landsvirkjun er ekki siður ljóst en
öðrum að í þessu sem öðru verður
að gæta hófs, en mat á því hvað
langt megi ganga í öryggiskröfum
verður þó seint einhlítt. Stjórn og
starfsmenn Landsvirkjunar hafa
metið það svo, að þær kröfur, sem
nú eru gerðar hvað varðar orku-
vinnsluöryggið, hafi verið réttlæt-
anlegar þegar þær voru teknar
upp og verður þeim ekki breytt
þar til menn hafa sannfært sig um
að aðrar kröfur séu skynsam-
legri.“
Fyrirliggjandi í birgðastöð
SKIRASIANGA
JARN
Flokkur (grade) A. DNV-skírteini.
Sandblásið og grunnað
Fjölbreytni í stærð og þykkt.
Skipavinklar
Skipaflatjárn
SINDRA
STALHF
Borgartúni 31 sími 27222
Framkvæmda- og rannsóknaráætlun 1985:
Upphafleg áætlun
lækkuð vegna
breyttra aðstæðna
NÚGILDANDI framkvæmda- og rannsóknaáætlun Landsvirkjunar fyrir árið
1985 er að fjárhæð alls 954 milljónir króna, sem svarar til 1.118 milljóna
króna á verðlagsforsendum frumvarps til lánsfjárlaga fyrir árið 1985. Þessar
upplýsingar komu m.a. fram í skýrslu Halldórs Jónatanssonar forstjóra
Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins.
í skýrslunni kemur ennfremur
fram, að upphagleg áætlun, sem
var að fjárhæð 1.400 milljónir
króna miðað við verðlagsforsend-
ur haustið 1984, var lækkuð til
bráðabirgða í desember um 200
milljónir króna og síðan um 246
milljónir króna til viðbótar í janú-
ar sl. Var það gert m.a. með tilliti
til fyrirsjáanlegrar lækkunar á
orkuspá og óvissu um aukningu
orkufreks iðnaðar á þessum ára-
tug.
Hin nýja áætlun felur það í sér
að framkvæmdum þeim sem fyrir-
hugaðar voru á þessu ári við
fimmta áfanga Kvíslaveitu er
frestað um óákveðinn tíma svo og
framkvæmdum við stækkun Þór-
isvatnsmiðlunar. Hins vegar var
ákveðið að bíða með hugsanlega
breytingu á tímasetningu Blöndu-
virkjunar, þar til að vori, er nán-
ari upplýsinga væri að vænta
varðandi niðurstöður yfirstand-
andi endurskoðunar á gildandi
orkuspá svo og að því er snertir
það endurmat, sem unnið er að á
kröfum varðandi afhendingar-
öryggi orku í kerfi Landsvirkjun-
ar, auk þess sem horfur hefðu þá
væntanlega skýrst hvað varðar
möguleika á nýjum orkufrekum
iðnaði í náinni framtíð.
Hin nýja framkvæmda- og
rannsóknaáætlun fyrir árið 1985
sundurliðast sem hér segir (VB =
206, $1 = kr. 38,41):
Virkjana- Millj. Millj.
framkvæmdir kr. kr.
Blönduvirkjun 686,8
Kvíslaveita, 4. áfangi Sigöldu-, Hrauneyja- 176,7
og Sultartangalón 22,3 885,8
Framkvæmdir
í rekstri 83^
Rannsóknir
Virkjanuannaóknir 33,3
lláspennuiínur 7,3
Almcnnar rannsóknir 38,4
Vertir 70,0 149,0 1.118,0
siGUKMmirw
MAZDA 626 er margfaldur verðlaunabíll og metsölubíll á Islandi sem annars staðar.
Werð: 626 IX tlatchback 2.0L mA/ökvastýri. Kr. 462.017. Til öryrkja ca kr. 376.017.
Áætlun þessi verður enn á ný
tekin til endurskoðunar í vor, er
afstaða verður tekin til þess hvort
til greina komi vegna breyttra að-
stæðna að fresta Blönduvirkjun
um eitt ár eða jafnvel meir. Falli
það saman að orkuspá hækki ekki
frá því sem nú horfir og ekki verði
fyrirsjáanlega um nýjan orkufrek-
an iðnað að ræða fyrr en eftir 1989
er sjálfgefið að Blönduvirkjunar
verður ekki þörf fyrr en í fyrsta
lagi 1989, sem þýðir frestun henn-
ar um eitt ár a.m.k. og þó nokkra
lækkun á fjárþörf Landsvirkjunar
vegna framkvæmda í ár.
I því frumvarpi til lánsfjárlaga
sem nú liggur fyrir Alþingi er gert
ráð fyrir því að Landsvirkjun
verði heimilt að taka erlend lán á
árinu 1985 að fjárhæð allt að
1.118,0 milljónir króna í samræmi
við framkvæmda- og rannsókna-
áætlun Landsvirkjunar enda verði
Blönduvirkjunar þörf þegar á ár-
inu 1988 vegna aukins orkufreks
iðnaðar, en að öðrum kosti tak-
markist lántökuheimildin við
1.036,0 milljónir króna, þ.e. 82,0
milljónum króna lægri fjárhæð og
þá á kostnað framkvæmda við
Blönduvirkjun.
BILABORG HF
Srmðsfiötða 23 simi 812 99
Unhih
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
A JÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI