Morgunblaðið - 24.04.1985, Síða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985
fclk í
fréttum
Linley í
hjónabandið???
Er brúðkaup í vændum í bresku
konungsfjölskyldunni? Já,
segja sjálfskipaðir sérfræðingar í
málefnum kónga þar f landi. Það er
hann Viscount Linley sem er sagð-
ur kominn með annan fótinn í
hjónabandið og þá gildir það sama
auðvitað um hina útvöldu svo fremi
sem rök séu fyrir þessu, en við selj-
um það ekki dýrara en við keyptum
það. Á myndinni má sjá Linley
ásamt unnustu sinni, Susannah
Constantine, og þarf vart annað en
að rýna í nafnið til að sannfærast
um að hún sé af nógu góðum ættum
til að vera gjaldgeng í kóngafjöl-
skylduna ...
Ljósmynd: Arni Johnsen
Liðsforingjar í björgunarmálum
ALLAR björgunarsveitir Slysavarnafélags íslands I
Arnessýslu héldu fyrir skömmu björgunaræfingu á
Eyrarbakka með þyrluáhöfn fri Landhelgisgæzlunni
og leiguþyrlunni sem gæzlan hefur þar til nýja vélin
kemur síðar á árinu. Nær hundrað manns sóttu æfing-
una sem var vel skipulögð og þótti takast með ágæt-
um. Á myndinni eru formenn slysavarnasveitanna í
Árnessýslu ásamt erindreka SVFf og áhöfn þyrlunnar.
Frá vinstri: Sigurður Óli Guðbjörnsson umdæmis-
stjóri SVFÍ I umdæmi I, Kristján Friðgeirsson Þor-
lákshöfn, Ámundi Kristjánsson Gnúpverjahreppi, Erl-
ingur Bjarnason Eyrarbakka, Ólafur íshólm Jónsson
Selfossi, Sveinn Sveinsson Hrunamannahreppi, Jón
Wium erindreki SVFÍ, Páll Halldórsson flugstjóri,
Benóný Ásgrímsson flugstjóri, Sigurður Steinar Ket-
ilsson stýrimaður og Kristján Þ. Jónsson stýrimaður.
'S> • •