Morgunblaðið - 24.04.1985, Síða 58

Morgunblaðið - 24.04.1985, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985 ttea/HArm <\'7\ ... að láta sér líða vel. Með morgunkaffinu TM R*g. U.S. P«t. Ott. —all nghts resorved • 1979 Lo> Anples Times Syndicato Seldur drengnum með klútinn í ÞetU er ekki á teikningunni, enda munninum, sem mamma hans ekkert með hana að gera. Þarna er sUkk upp í ’ann! bjórflaska! HÖGNI HREKKVISI d 1905 McNaught Synd . Inc npAf? ete ENPoesýNINö í KOÖLP ' Erum við konur að ganga of langt, spyr bréfriUri. Erum við konur að ganga of langt? Jafnréttissinni skrifar: Um nokkurt skeið hafa útivinn- andi konur notið þeirra réttinda að fá 3 mánaða barnsburðarleyfi á full- um launum. Þetta kostaði baráttu á sínum tíma og þótti mikil réttarbót til handa konum (og allri fjölskyld- unni). Nú eru uppi hugmyndir um að lengja barnsburðarleyfið í 6 mánuði á fullum launum og þykir mörgum sjálfsagt framhald. Öðrum þykir nóg um og enn öðrum að ekki sé nógu langt gengið. Þeir, sem telja að ef til vill sé nú of langt seilst, óttast að með þessu glatist tiltrú vinnuveitenda á konum sem traustu vinnuafli og þeir muni ekki hugsa sig tvisvar um, ef þeir eigi kost á karlmanni í starfið, og velji hann frekar. Til að koma í veg fyrir misskiln- ing strax í upphafi skal tekið fram að ekki er með þessum orðum verið að draga úr mikilvægi þess að mæð- ur (og feður) hafi tækifæri til að umgangast börn sín. En lítum að- eins á hvernig dæmið getur litið út frá sjónarhóli vinnuveitandans. Það getur einfaldlega leitt til þess að hann þurfi skv. lögum að hafa helm- ingi fleiri á launaskrá en hann hefur í vinnu hverju sinni. Allir þekkja það vandræðaástand sem kemur upp á sumrin þegar sumarleyfistíminn stendur yfir. íhlaupafólk þekkir ekki starfið, það gefur oft rangar upplýsingar, gerir mistök í starfi og veldur aukaálagi á samstarfsfólkið með sífelldum spurn- ingum. Sumarleyfi standa þó ekki nema nokkrar vikur en barnsburð- arleyfi í 3 mánuði og í sumum starfsgreinum geta konur fengið 6 mánaða barnsburðarleyfi á hálfum launum. En þó að launin séu aðeins hálf, er tíminn, sem konan er fjarver- andi frá vinnu sinni, hálft ár. Kona í barnsburðarleyfi getur því hugsan- lega og mjög sennilega verið frá vinnu í 4—4‘/i mánuð af árinu að meðtöldu sumarleyfi (jafnvel 7—714 mánuð). Auk þess kemur fyrir að barnshafandi kona getur, vegna meðgöngunnar, þurft að vera frá vinnu á meðgöngutímanum, áður en hið raunverulega barnsburðarleyfi hefst. Hér er átt við veikindafrí, sem bæði konur og karlar eiga rétt á, sem getur verið 3 mánuðir á fullum launum og 3 mánuðir á hálfum laun- um. Dæmi eru til um það að konur hafi ekki sést á vinnustað til vinnu, vegna meðgöngu, barnsburðar og sumarleyfis, nokkuð á annað ár, en ýmist á fullum eða hálfum launum. Þau rök hafa heyrst frá konum að fjarvistir kvenna frá vinnu vegna barnsburðar séu ekki meiri en margra karla t.d. vegna vínneyslu þeirra (þegar föstudagar og mánu- dagar falla út) eða vegna ýmissa óskýrðra orsaka. Þeir þurfi yfirleitt ekki að útskýra fjarvistir sínar og ekki um þær rætt eins og ef um konur er að ræða. En hvort sem um er að ræða karl eða konu, hljóta fjarvistir að bitna á fyrirtækjunum, afköstum og þjón- ustu. Er hægt að ætlast til þess af eigendum fyrirtækja að þeir þurfi ef til vill að hafa tvöfalt gengi af starfsfólki til að geta haldið fyrir- tækinu gangandi? Eitthvað hlýtur það að hafa áhrif á verð þjónust- unnar eða vörunnar. Einnig verður að taka tillit til þess að það kostar ekki fyrirtækið bara laun annars starfsmann í þann tíma sem annar er fjarverandi, því að ákveðinn tími fer í þjálfun nýja starfsmannsins áður en hann nær fullum afköstum. Þótt ég sé jafnréttissinni hefur það hvarflað að mér hvort hugsan- legt sé að við konur séum að ganga of langt í því að krefjast lengri lög- boðinna leyfa á fullum launum vegna þeirrar sérstöðu okkar að það erum við sem göngum meö og ölum börn. Getur hugsanlega komið upp sú staða að launagreiðendur fari að sniðganga konur á barneignaraldri við mannaráðningar og að á þær verði litið sem óæskilegt vinnuafl í framtíðinni? Það er annars svolítið hlægilegt að þær konur sem fyrir 1—2 áratug- um (þá kornungar og ógiftar) áttu ekki nógu sterk orð til að lítilsvirða húsmóðurstarfið, eru nú einmitt að benda á mikilvægi þess að mæður séu heima hjá börnum sínum. Nú hafa þær nefnilega sjálfar fengið að upplifa það að verða mæður og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Samt eru þær enn haldnar þeirri blindu að húsmóðurstarfið sé auka- starf. Hvenær kemur að því að litið verður á húsmóðurstarfið sem fullt, gilt og virðingarvert starf? Þessir hringdu. . . Vaxtarrækt Hrafnhildur Valbjörnsdóttir hringdi: Svar til Vigdísar Pálsdóttur vegna greinar sem hún hringdi inn og birtist í Mbl. 21. apríl sl. Ég hafði fyrir nokkru sam- band við allar þær stúlkur sem kepptu í fyrra á vaxtarræktar- mótinu og tjáðu þær mér að þær ætluðu ekki að keppa í ár. Þar af leiðandi dró ég þá ályktun að ef einhverjar stúlkur ætluðu að keppa núna, yrðu ný andlit. Mér fannst, fyrst allar væru óvanar, en ég hef keppt þrisvar sinnum, að keppnin yrði jafnari ef nú væru allt keppendur sem væru að keppa í fyrsta sinn. Þetta er mín skoðun og er ég hvorki að upphefja mig né niðurlægja aðra. Hvað gerðist eftir að ég talaði við þessar stúlkur, er mér ókunnugt um. Ég hef ekki spurt þær aftur og listi yfir keppendur hefur ekki verið birtur og ég sé ekki um framkvæmd þessa móts að neinu leyti. Ég var beðin að koma fram sem gestur mótsins og auk þess beðin að dæma. Hvað þér, Vigdís Pálsdóttir, finnst fáránlegt við að ég dæmi á mótinu í ar, get ég ómögulega skilið. Ég væri varla beðin ef ég hefði engan skilning á vaxtar- rækt. Hvað þá heldur að ég verði hlutdræg sem dómari á mótinu eða hafi eitthvað á móti ein- hverjum keppanda, þá er það al- rangt. Stoðar lítið að læsa reiðhjólum Kona í gamla miðbænum hringdi: Kæri Velvakandi. Ég ætla að biðja þig að koma dálitlu á framfæri fyrir mig. Að- faranótt þriðjudagsins 16. apríl gerðu einhverjir óþokkar sér lít- ið fyrir og tóku ófrjálsri hendi tvö ný reiðhjól barna minna sem stóðu við útidyr á heimili okkar, bæði tryggilega læst. Ekki þarf að Iýsa sorg barnanna eftir að við uppgötvuðum ódæðisverkið. Hjólin voru stolt þeirra og má með sanni segja að þau hafi ver- ið þeirra besti vinilr. Makalaust er það hvað mann- skepnan getur verið grimmlynd. Líklegast geta menn sparað sér það að kaupa rándýra lása á hjól sín og haft þau ólæst, því að lás- ar aftra slíkum óþokkum svo sannarlega ekki frá því að taka eignir annarra ófrjálsri hendi. Ég vil taka það fram að á báðum hjólunum voru svokallaðir áfast- ir lyklalásar svo að ekki hafa þeir verið „pikkaðir" upp. Hjólin sem um ræðir eru bæði karlhjól, annað silfurlitað af „Winter“-gerð og hitt fagur- grænt af DBS-gerð. Það sem ég reikna frekar með því að böm eða unglingar hafi verið þarna að verki vil ég biðja foreldra eða forráðamenn barna, sem virðast hafa hjól undir höndum sem ekki er í þeirra eign og samsvara lýsingunni hér að ofan, að ganga í málið. Sé grunur þeirra á rök- um reistur, vil ég vinsamlegast biðja viðkomandi fólk að gleðja tvö sorgmædd börn og koma boðum til Velvakanda. Með vinsemd og virðingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.