Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 3 Ekki alls staðar dauft „Þetta var eitthvert mesta ævintýri sem við höfum lent í, mínir veiðifélagar og ég. Við vor- um fyrsta dag júní í Litluá i Kelduhverfí, fimm saman, og fengum allir tæplega 20 fiska kvótann áður en kvöldaði, allt á flugu. Þetta var þó ekki lax, heldur sjóbirtingur og þó hann væri ívið smærri að þessu sinni en við þekkjum þarna, þá voru samt 10—12 fiskar um 4 pund hver og meðalþunginn líklega rétt innan við 3 pund. Þarna veiðist oft fiskur allt að 9 pund,“ sagði Pétur Brynjólfsson í sam- tali frá Akureyri í gær. Pétur lét þess getið, að veður hafí verið slæmt og þeir félagar hefðu að auki verið rólegir í tíð- inni, ekki hafið veiðar fyrr en um klukkan níu um morguninn og varla byrjað eftir hléið fyrr en um klukkan fimm. „Takan var botnlaus, hann var bókstaf- lega alltaf í flugunni hjá okkur,“ sagði Pétur. Hann vildi þakka leigusölum fyrir sanngjarna leigu og góða aðstöðu þó ekki sé um veiðihús að ræða, leyfð er veiði á 5 stangir dag hvern og eru veiðileyfi seld í Laufási. Við það sama í Norðurá Mbl. fékk þau tíðindi í veiði- húsinu í Norðurá í gærmorgun, að það væri sama aflatregðan á þeim slóðum. Stjórn SVFR land- aði 4 löxum á 10 stangir á tveim- ur og hálfum degi og þeir sem við þeim tóku fengu 3 til viðbót- ar fyrsta eftirmiðdaginn. Við- mælandi Mbl. í veiðihúsinu á Rjúpnahæð sagði veiðimenn heldur daufa í dálkinn. Blanda byrjar Laxveiðiárnar verða opnaðar hver af annarri úr þessu, í dag hefst stangaveiði í Blöndu og voru menn hóflega bjartsýnir. Bentu þeir á, að talsvert hefur verið af sel í ós árinnar, í Húna- vatni og svo hafi hann verið að sniglast eitthvað upp ána. Eru menn að vona að það sé laxinn sem freisti selsins og þó hann sé enginn aufúsugestur innan um stangaveiðimenn þá þykir tilvist hans benda til þess að einhver fiskför sé hafin upp ána. Svolítið líf í Þverá í fyrrakvöld voru veiddir laxar í Þverá í Borgarfirði orðnir 17 talsins, flestir þeirra vel vænir og gjörvilegir. Stærstur 18 pund. Nokkuð af laxi er gengið í Þverá og sést hann víða. Veiði hefst í Kjarrá, efri hluta Þverár, í dag og eru menn hóflega bjartsýnir á að eitthvað verði vart við lax, enda er Þveráin fyrirstöðulaus laxinum allt fram í Starir á Tví- dægru. Húsavík: Hjón sett inn í tvö prestaköll Héaavík, 3. jóní. í ÞINGEYJARPRÓFASTSDÆMI gerðist sá merki atburður, sem ekki hefur átt sér stað áöur hér á landi, innsetning hjóna hvors í sitt prestakallið. Á sunnudaginn setti vígslubisk- up, séra Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað, inn í embætti séra Hönnu Maríu Pétursdóttur, skipað- an prest í Hálsprestakalli, og séra Sigurð Árna Þórðarson, skipaðan prest í Staðarfellsprestakalli. Fyrri athöfnin hófst kl. 11.00 í Hálskirkju og þjónaði séra Sigurð- ur vígslubiskup fyrir altari fyrir predikun og flutti innsetningar- ræðu en hinn nýskipaði prestur, séra Hanna María, predikaði og þjónaði fyrir altari eftir predikun, ásamt manni sínum, séra Sigurði Árna. Kirkjukór Hálssóknar ann- aðist söng undir stjórn organistans, Ingu Hauksdóttur, Kambsstöðum. Síðari innsetningin hófst kl. 14.00 að Ljósavatni og fór hún eins fram og sú fyrri, nema þar predikaöi séra Sigurður Árni og kirkjukór Ljósa- vatnssóknar söng undir stjórn Frið- riks Jónssonar frá Halldórsstöðum. Ungu prestshjónin hafa valið sér dvalarstað að Hálsi og mun þar mestu hafa ráðið að á því prestsetri er kirkja en ekki við pretssetrið að Staðarfelli. Áthafnir þessar voru hátíðlegar og eftirminnilegar þeim sem við- staddir voru. Bæði prestaköllin fögnuðu komu ungu hjónanna, sem þjóna sitt hvoru prestakallinum og engin togstreita hefur orðið út af því hvar þau hafa valið sér bústað og er það sóknunum til sóma. Fréttaritari Verkfall leiðsögumanna boðað á sunnudagskvöld Verkfallið gæti truflað ferðir hundruða erlendra ferðamanna um landið VERKFÁLL leiðsögumanna kemur til framkvæmda a miðnætti a sunnu- dagskvöldið hafí samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Sáttafundur í deiÞ unni hefur verið boðaður kl. 13:30 í dag. Síðast var haldinn fundur á fímmtudag í fyrri viku en þar gekk ekkert saman með deiluaðilum, Félagi leiðsögumanna og ferðaskrifstofunum. Komi til verkfallsins má búast við að verulegar truflanir verði á ferðamannaþjónustu innanlands, að minnsta kosti ferðalögum út- lendinga, sem farið hafa í lengri og skemmri ferðir með íslenskum leiðsögumönnum Þannig gæti orðið t.vísýrt um dagsferðir ferða- manna. serr htnga<‘ koma með út- lendun skemmtiterðaskipum en þru stík sk<t en væntanleg til iandsins uæsu viku. Ferða- skrifstofa ríkisins ráðgerir að leggja í ferðir með þrjá hópa er- lendra ferðamanna á mánudaginn. „Við aflýsum ekki ferðum fyrr en í fulla hnefana — nú bíðum við átekta og vonumst til að ekki komi til verkfallsins," sagði talsmaður Ferðaskrifstofu ríkisins í gær. Ekki er ljóst hver áhrif verkfallið kann að hafa á störf íslenskra leiðsögumanna \ útlöndum. f deilu Sjómannafélags Reykja- víkur við utvegsmenn situr allt við það sama; sáttatundur sl. mánu- dap stóð skentur en í hálftima Ákvörðun om nýjan fund verður væntanlega tekin í dag, skv. upp- lýsingum embættis ríkissátta- semjara. Grasmaðkafaraldurinn: Besta ráöið að halda túnunum í góðri ræktun ÁSTÆÐUR þess að grasmaðksfar- aldur, eins og nú er undir Eyjafjöll- um í Rangárvallasýslu, kemur má rekja til verðurfarsins, að sögn Sig- urgeirs Ólafssonar, plöntusjúkdóma- fræðings hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Grasmaðkurinn nagar grösin neðan við vaxtarbrodd- ana og getur tekið langan tíma fyrir túnin að jafna sig á ný. Sigurgeir sagði að svo virtist sem nokkurra ára aðdragandi væri að svona faraldri. Þyrfti nokkra kalda vetur og köld og þurr vor í röð til að grasmaðkur- inn næði að byggja sig upp. Grasmaðkurinn er afkvæmi gras- fiðrildisins. Fiðrildið verpir eggj- um á haustin, grasmaðkurinn skríður út á vorin, púpar sig um sumarið og kemur siðan út úr púp- unni sem fiðrildi. Virðist svo sem undanfarin ár hafi verið fiðrildinu hagstæð og mikið verpt í fyrra- haust sem komi svo fram sem far- aldur nú. Sigurgeir sagði að slíkir far- aldrar kæmu upp annað slagið. Hér áður fyrr hefði það verið reynsla manna að grasmaðkur ylli síður skemmdum á túnum í góðri rækt, en frekar á mosatúnum og utan túna. Grasmaðkurinn nagar grasið í rótarhálsinum, rétt undir yfirbórði túnanna, og klippir plöntuna þannig í sundur fyrir neðan vaxtarbroddinn. Túnin verða hvít að sjá í slæmum far- aldri eins og nú er undir Eyjafjöll- um. Sagði Sigurgeir að þegar svo færi gæti tekið langan tíma fyrir þau að jafna sig á ný. Hann taldi ekki ráðlegt fyrir bændur að eitra fyrir maðkinum, notuð hefðu verið þau ráð að grafa skurði í jaðri skemmdanna og einnig að brenna sinu, en besta ráðið væri þó að hafa túnin í góðri ræktun. Morgunblaðid/H&Udór Gunnarsson Túnin, sem grasmaðkurinn berjar á, verða hvít á að líta og langan tíma getur tekió fyrir þau að jafna sig. Myndin var tekin af túni undir Eyjafjöllum. Seljalandskóli er nær á myndinni og félagsheimilið Heimaland fjær. Verumletto, v'H1** *kkert strggg sumarfatnaður nýkominn og sv®na rétt ti! upplýsinga þá voru fötin á tízkusýningu feg- uröarsamkeppninnar frá okkur. / V ,1.’ s -/ . / - ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.