Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 64
 Átta hvalir komnir á land HVALVERTÍÐIN fór vel af stad að þessu sinni. f gær voru komnir i land í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði átta hvaiir, allt langreyðar. Magnús Ólafsson verkstjóri i hvalstöðinni sagði að þetta þætti þeim ágæt byrjun, þó erfitt væri að draga ályktanir eftir tveggja daga veiði. Veður hefur ekki haml- að veiðunum. Hvalirnir fengust suðvestur af Reykjanesi, á hinni hefðbundnu hvalveiðislóð. Misstu framan af tám í garð- sláttuvélum AÐ UNDANFÖRNU hefur borið við að fólk hafi slasast við meðferð vélknúinna garðsláttuvéla. Á mánudag urðu tvö slík slys í Reykjavík. Piltur missti framan af tám á mánudagskvöldið þegar hann lenti í garðsláttuvél og nokkru áður hafði fullorðinn mað- ur misst framan af tám þegar ’ hann var að slá blett sinn. Búseti afsal- ar sér rað- húsalóðum BÚSETI hefur afsalað sér 12 rað- húsalóðum, sem félagið fékk úthlut- að í Grafarvogi. Búseti fékk, auk raðhúsalóð- anna, úthlutað 2 stigagöngum í 8 hæða fjölbýlishúsi við Frostafold ^ 14—16 í Grafarvogi. Félagið hefur staðið skil á gatnagerðargjöldum fyrir lóðirnar að upphæð liðlega 2,5 milljón krónur. 27 erlend börn ættleidd í ár ÞAÐ SEM af er þessu iri hefur dómsmilariðuneytið gefið leyfi fyrir sttleiðingu 27 útlendra barna. Hluti þessa hóps er kominn til landsins og koma þau flest fri Sri Lanka. Allt síðasta ir voru gefin 19 leyfi til slíkra ættleiðinga. Að sögn Skúla Guðmundssonar í dómsmálaráðuneytinu gilda eng- ar sérstakar reglur eða takmark- anir um fjölda þeirra barna sem ættleidd eru. Hann sagði að leyfi ráðuneytisins fæli í sér vilyrði ís- lenzkra stjórnvalda fyrir því að börnin öðlist íslenzkan ríkisborg- ararétt og áður en leyfi væri gefið hefði barnaverndarnefnd kannað hvort væntanlegir foreldrar væru vandanum vaxnir. Hópur fólks starfar að þessum málum og nefnist hann „íslenzk ættleiðing". Tilgangur félagsins er að greiða braut þeirra, sem óska eftir að ættleiða barn. Á árunum 1982—83 voru 60 börn ættleidd frá Indónesíu, en í fyrra og það sem af er þessu ári koma börnin flest frá Sri Lanka, eins og áður sagði. Frá upphafi hafa á annað hundrað út- lend börn verið ættleidd hér á landi. FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Morgunblaöiö/RAX Neisti litli, sem fæddist 10. maí og fótbrotnaði þremur dögum síðar, hélt sig nærri Blesu móður sinni þegar Magnús bóndi Leópoldsson í Sogni í Kjós sýndi Morgunblaðsmönnum gipsið á Neista í gær. Faðir Neista, Valur Sörlason, var á beit í haga skammt frá og sýndi afkvæminu skammarlega litla umhyggju. Fótbrotið folald sett í gips þriggja daga gamalt „DÝRALÆKNIRINN er hæfilega bjartsýnn á að þetta fari allt vel — nú er það spurningin hvort Neisti verður einhverntíma reiðhestur eða hvort hann verður alltaf haltur," sögðu hjónin Björk Valsdóttir og Magnús Leópoldsson, bændur að Sogni í Kjós, í samtali við Morgunblaðsmenn, sem voru í ferð um Kjós í gær. Dætur þeirra, Valdís og María, eiga þriggja vikna gamalt folald, sem fótbrotnaði á hægri afturfæti þriggja daga gamalt og var sett í gips. Brotið virðist gróa vel og er gert ráð fyrir að folaldið unga, sem heitir Neisti og er sonarsonur gæðingsins Sörla frá Sauðárkróki, verði laust við gipsið eftir 3—4 vikur. „Brynjólfur Sandholt dýralæknir vildi fá það til sín til röntgenmyndatöku á hestaspít- alanum í Víðidal og setti það síðan í gips. Síðan höfum við tvisvar farið með folaldið til Reykjavíkur til að láta styrkja gipsið," sögðu þau. „Hentugast hefur reynst að leggja niður aftursætið í litla fólksvagninum okkar og leggja Neista þar við hliðina á yngri dóttur okkar." MorKunblaÖið/Júlíus Áfanga fagnað Hvítu kollarnir komnir upp. Menntaskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 189 stúd- enta. Nýstúdentarnir voru glaðir í bragði við og eftir út- skriftina eins og stöllurnar sem á myndinni fagna þessum áfanga i lifinu. Sjá nánar á bls. 2. * Viðræður VSI og landssambandanna: Samningslíkur minnka með hverjum fundinum VONIR til þess aö samkomulag atvinnurekenda og launþega takist í kjölfar þeirra viöræöna sem fyrir alvöru hófust í gær með fulltrúum VSÍ og hinna ýmsu landssambanda fara minnkandi með hverjum fundinum, eins og einn forystumaóur Vinnuveitendasambands íslands oröaöi þaö í samtali við Morgunblaöiö í gærkveldi. Fulltrúar VSÍ áttu í gær fundi með Málm- og skipasmiðasam- bandi íslands, Landssambandi verzlunarmanna, Rafiðnaðarsam- bandinu og Verkamannasambandi íslands. Það helsta sem gerðist á þessum fundum var að lands- samböndin kynntu sínar sérkröfur og var farið yfir þær. Verður í dag fram haldið samskonar viðræðum og þá við Landssamband iðn- verkafólks og Dagsbrún. Telja vinnuveitendur að kröfur launþega séu margar hverjar óað- gengilegar, auk þess sem ósam- ræmis gæti á milli landssambanda í kröfugerð. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands, sagði í gær að þetta hefðu verið ákaflega vinsamlegar við- ræður, en að öðru leyti sagðist hann ekki geta upplýst hvort ein- hver árangur hefði verið af fund- inum. Lýsti Guðmundur áhyggj- um sínum sérstaklega af kjörum fiskvinnslufólks, sem hann sagði að þyrfti að leggja mikla áherslu á að leiðrétta. Taldi Guðmundur að harka fiskvinnslufólksins hefði komið vinnuveitendum í opna skjöldu, þó að forstjórar frysti- húsanna hefðu verið undir hana búnir. Vinnuveitendur segja augljóst að erfitt sé að bæta kostnaðar- auka ofan á þá 24,3% launahækk- un sem þeir hafi boðið yfir samn- ingstímabilið. Segja þeir að flest- ar kröfur landssambandanna hafi í för með sér kostnaðarauka, og sumar þeirra talsvert mikinn kostnað. Tilboð vinnuveitenda gerði m.a. ráð fyrir því að þeir, sem væru í hópi þeirra lægst launuðu, fengju 5% kauphækkun umfram aðra, en sú hugmynd mun ekki hafa fengið góðan hljómgrunn hjá öllum landssamböndunum. Vinnuveitendur bentu á að svig- rúm til mikils kostnaðarauka gæti ekki verið mikið þar sem vaxta- gjöld umfram vaxtatekjur hafi 1980 verið innan við 10% af heild- arverðmæti útflutningsins hér á landi, en 1984 um 20% af heildar- verðmæti. Þess má vænta að fulltrúar VSÍ geri upp hug sinn eftir viðræðurn- ar í dag, hvort þeir telja ástæðu til þess að halda áfram viðræðum við launþega á þessum nótum, en ekki gætir mikillar bjartsýni í röðum þeirra, því þeir segja að líkurnar á samkomulagi minnki með hverj- um fundinum. Seyðisfjörður: í lífshættu eftir vinnuslys VINNUSLYS varð um kl. 21.00 í fyrrakvöld í vélsmiójunni Stáli á Seyóisfiröi. Veriö var aö flytja til smíöajárnsplötur meö krana og féllu þær á mann sem var þarna við vinnu. Maðurinn var uppi í stiga er með flugvél til Reykjavíkur. Hann slysið varð og tók stiginn nokkuð er mikið slasaður á fótum. af högginu, en plöturnar vógu 16 Samkvæmt upplýsingum sem tonn. Hann var þegar fluttur í Morgunblaðið fékk hjá lögregl- sjúkrahúsið á Seyðisfirði og á unni á Seyðisfirði í gær var mað- þriðjudagskvöld var hann fluttur urinn enn í lífshættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.