Morgunblaðið - 06.06.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.06.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNl 1985 '/ Ferðafélag íslands: Árbókin helguð ná- grenni Reykjavíkur ÁRBÓK Ferdafélags íslands 1985 er komin út. Er bókin sú 58. í röðinni, en FÍ hefur gefið út árbækur frá árinu 1928. Árbókin nýja fjallar um nokkur svæói í nágrenni Reykjavíkur og er hún framhald af Árbók 1984 sem fjallaði um Reykjanesið. Höfundar bókarinnar, sem er í átta köflum, eru sjö talsins. Páll Líndal, lögfræðingur skrifar um friðlandið í Heiðmörk; Tómas Ein- arsson, kennari lýsir Bláfjöllum og nágrenni þeirra; Jón Jónsson, jarðfræðingur rekur jarðsöguna þar sem frá var horfið í síðustu Árbók og allt norður undir Mos- fellsheiði og Þrengsli og austur i ölfus; Egill J. Stardal, sagnfræð- ingur skrifar tvo kafla, annan um Esju og hinn um Mosfellsheiði; Ingvar Birgir Friðleifsson, jarð- fræðingur fjallar um jarðsögu Esju og næsta nágrennis; séra Gunnar Kristjánsson skrifar um Kjósina og að síðustu fjallar Agnar Ingólfsson, prófessor um fjörulíf á Suðvestur- landi, en nú er einmitt alþjóðlegt ár fjörunnar. Fundur var haldinn með frétta- mönnum í gær, i tilefni útkomu Árbókarinnar. Þar sagði Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri og ný- kjörinn forseti Ferðafélags íslands, að nýja Árbókin væri hvatning fé- lagsins til þeirra er byggju í Reykjavík og nágrenni, til að gefa umhverfi sinu, landslagi, náttúru og sögu, gaum. í Árbókinni er að finna fjölda litmynda, svo og teikningar eftir Gunnar Hjaltason. 1 hverjum kafla er kort af viðkomandi landssvæði, sem Guðmundur Ó. Ingvarsson hef- ur teiknað og aftast í bókinni er að finna skrá yfir staðanöfn. Ritstjóri Árbókarinnar er Þorleifur Jónsson og á hann sæti i ritnefnd ásamt Baldri Sveinssyni, Eiríki Þor- móðssyni og Sveini Jakobssyni. Að sögn Höskuldar Jónssonar hefur nú verið ákveðið að gefa sérhvern kafla Árbókar út i sérriti sem handhægt verður að taka með f ferðalög. Þá er félagið að hefja út- gáfu fræðslurita og kemur það fyrsta út í júlímánuði. Nefnist það Gönguleiðir að fjallabaki og fjallar um gönguleiðina frá Landmanna- laugum í Þórsmörk. Næstu tvö rit munu fjalla um fjörulif og íslenska steina, en ráðgert er að eitt til tvö rit komi út á ári hverju. F.v. Tómas Einarsson, kennari og einn höfunda, Gunnar Hjaltason, gerði teikningar í bókinni, Þorleifur Jónsson, ritstjóri Árbókarinnar og Jón Jóns- son, jarðfræðingur, einn höfunda. Morgunbiaðið/Emiiia Sólveig Ásgeirsdóttir, biskupsfrú, skrifaði fyrst undir friðarávarpið. Jóhanna Sigurðardóttir, Salome Þorkelsdóttir og Gerður Steinþórsdóttir fylgjast með. Fríðarávarp ísienskra kvenna: Safna á 80 þúsund undirskriftum í júní í GÆR hófst undirskriftasöfnun með Friðarávarpi íslenskra kvenna. Það eru Friðarhreyfing íslenskra kvenna og ’85-nefndin, samstarfsnefnd um lok kvennaáratugarins, sem standa að undirskriftasöfnuninni. Fyrsta konan sem skrifaði undir var biskupsfrúin, Sólveig Ásgeirsdóttir, en íslenska kirkjan hefur lýst stuðningi við undirskriftasöfnun þessa. Einnig skrifuðu undir í gær ein kona frá hverjum þingflokki og formenn helstu kvennasamtaka. Stefnt er að því að safna fyrir lok þessa mánaðar undirskriftum allra íslenskra kvenna 18 ára og eldri, en þær munu vera um 80 þúsund. Und- irskriftirnar verða síðan afhentar á Kvennaráðstefnu SÞ, sem haldin verður í Nairobi dagana 15.—26. júlí í sumar. Texti ávarpsins er í sjö liðum. Þar er varað við ofbeldi í hvers- konar mynd og þjóðir heims hvatt- ar til að rækta jarðveg friðarins með vináttu og auknum samskipt- um þjóða milli og með því að verja fjármunum fremur til varnar hungri og sjúkdómum en til vopna- framleiðslu. íslendingar eru hvattir til að leggja lið sérhverri viðleitni til að draga úr vígbúnaði. Einnig er lýst andstöðu við það að ísland verði vettvangur aukins vígbúnaðar á norðurslóðum. Salome Þorkelsdóttir alþingis- maður var ein þeirra kvenna, sem undirrituðu ávarpið í gær. „Þetta ávarp er árangur af þverpólitísku samstarfi og ber ef til vill keim af því. Þetta var það sem allar þær, sem ávarpið sömdu, voru sammála um,“ sagði Salome í samtali við blaðamann. „í þessu ávarpi er ekk- ert sem allar friðelskandi konur geta ekki verið sammála um, hvar í flokki sem þær standa, og mörg þessara mála hafa verið baráttumál íslenskra kvenna um langt skeið," sagði hún ennfremur. „Varðandi þann lið, sem fjallar um vígbúnað á norðurslóðum, vil ég taka fram, að ég túlka hann svo, að þar sé átt við alhliða og gagnkvæma afvopnun i Evrópu allri. Einnig vil ég benda á að texti þessa ávarps er í megin- atriðum sama eðlis og þingsályktun sú um stefnu fslands í afvopnun- armálum, sem samþykkt var sam- hljóða á Alþingi fyrir skömmu," sagði Salome Þorkelsdóttir að lok- HEIMSMEISTARAKEPPNIN í KNATTSPYRNU Forsala aðgöngumiða hefst í dag, fímmtudaginn 6. júní, og verður í bifreið á Lækjartorgi, í versl uninni Óðni á Akranesi, Sportvík Keflavík og á Akureyri hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar. s A LAUGARDALSVELLI 1 12. JÚNÍKL.20 MiinnniiTTriiiinTTTTTiiiiiininTTTii MMnHniiMimmiMMnHniMMnnHnmiimimimmiMMiiiiinimiiMi ^jeitingahusi^ l---- HOTEL VB&f £ M>°+ FLUGLEIDIR LOFTLEIÐIR ™ ■ FLUCLEIDA HOTEL MYNDAMÓT HF. AOALSTRÆTI « — RÍYRJAVW PRENTMYNOAGTRO OFFSET-FILMUR OG PlOTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.