Morgunblaðið - 06.06.1985, Síða 48

Morgunblaðið - 06.06.1985, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 Létt á tá TOPpJ| ---SKOR IilV VELTUSUNDI 1 21212 Barónsskór, S. 23566, Barónsstíg 18. Nýkomið Furuhornsófar Furusófasett Furusófaborö — Furuhornborö Falleg og sterk húsgögn á góöu verði. Góð greiðslukjör. Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirói, s. 54343. Hlutafélag um fram- leiðslu laxafóðurs NÝLEGA var stofnað á Akureyri hlutafélagið, ÍSTESS hf. Tilgangur félagsins er framleiðsla og sala á fóðri fyrir fiskeldi, loðdýrarækt og skyldan rekstur. Hlutafé félagsins verður 15 milljónir króna og verður 48% hlutafjárins í eigu T. Skretting Vs í Noregi, 26% í eigu Kaupfélags Eyfirðinga og 26% í eigu Síldar- verksmiðjunnar í Krossanesi. Jafn- hliða stofnun félagsins var gengið frá öllum samningum um rekstur fé- lagsins með fyrirvara um endanlegt samþykki viðkomandi stjórna. Und- irbúningur að félaginu hefur staðið yfir í rúmlega 1 'h. ár. Gert er ráð fyrir að fóðurverk- smiðjan sem staðsett verður á Dalvík: Krossanesi muni hefja rekstur á miðju næsta ári eða í ársbyrjun 1987. Auk fóðurframleiðslu mun ÍSTESS hf. hafa með höndum ráð- gjöf og leiðbeiningarstarf á sviði fiskeldis en veruleg þörf er þegar orðin fyrir slíka þjónustu hérlendis. Við laxafóðurframleiðsluna verð- ur notuð ný tækni, sem hefur verið þróuð á siðustu árum af T. Skretting Vs í samvinnu við Trouw Internat- ional í Hollandi sem eru stærstu fiskafóðurframleiðendur í Evrópu. Þessi nýja tækni gerir kleift að framleiða laxafóður sem er mun betra og hagkvæmara í notkun fyrir laxeldisstöðvarnar en það fóður sem mest hefur verið notað hingað til. Á síðustu 2 árum hefur sala á EDEL- fóðri í Noregi sem framleitt er með þessari tækni aukist frá því að vera innan við 10% af sölu tilbúins laxa- fóðurs hjá T. Skretting Vs í um 80%. U.þ.b. helmingur af hráefni í laxa- fóður er hágæða fiskimjöl en í heild mun um 75% af hráefninu verða af innlendum uppruna. Talið er að Krossanes sé enn sem komið er best búna verksmiðjan hér á landi til að framleiða fiskimjöl af þeim gæðum sem til þarf í laxafóður. Markaðssvæði ÍSTESS hf. mun verða ísland og Færeyjar. Félagið mun þegar á næstu mánuðum hefja umboðssölu á fóðri og tækjum til fiskiræktar frá T. Skretting Vs jafn- framt því að veita aðstoð og ráðgjöf við skipulagningu og uppbyggingu fiskeldisstöðva á íslandi. Stjórnarformaður ÍSTESS hf. er Pétur Antonsson, framkvæmda- stjóri Síldarverksmiðjunnar í Krossanesi. (Fréttatilkynning) Dalvíkurskóla sýndi Guðbjörg Ringsted 21 verk, teikningar og graf- ík, og einnig sýndi Kristinn G. Jó- hannsson 42 verk, málverk, teikn- ingar og dúkristur. Á söngskemmtuninni annan hvítasunnudag komu fram Kolbrún Arngrímsdóttir, söngnemi í Söng- skólanum í Reykjavík, og Jóhann Már Jóhannsson, bóndi og söngvari í Skagafirði. Fluttu þau íslensk og er- lend lög við undirleik Colin P. Virr og Guðjóns Pálssonar. Þá kom fram „kántrísöngvarinn" Hallbjörn Hjartarson frá Skagaströnd og söng eigin ljóð og lög. Fjölmenni var á söngskemmtuninni og undirtektir góðar en slæmt veðurfar hafði áhrif á aðsókn að Vorkomunni að þessu sinni. Fréttaritarar Lionsmenn héldu upp á vorkomuna Um hvítasunnuhelgina héldu Lionsmenn á Dalvík hina áriegu „Vorkomu" sína. Þetta er í átt- unda sinn sem boðið er upp á Vorkomu af þessu tagi og hefur hún ætíð verið haldin þessa helgi. Hafa Lionsmenn fengið lista- og hagleiksfólk ýmist úr heimabyggð eða annars staðar að af landinu til þátttöku á Vorkomu. Hefur fólki gefist kostur á að njóta framlags listafólksins og hefur aðgangur verið endurgjaldslaus en Lions- menn hafa staðið straum af kostn- aði af þessari árlegu „listahátíð" á Dalvík. Að þessu sinni var efnt til mynd- listarsýninga og söngskemmtunar og þá var börnum boðið á kvik- myndasýningar í Dalvíkurbíói. I Guðbjörg Ringsted við nokkrar mynda sinna. Kristinn G. Jóhannsson sýndi málverk á Vorkomunni á Dalvík. FLUGog BÍLAR frá LUXEMBOURG! SIMI 2 97 40 62 40 OG ATHUGIÐ! BROTTFÖR Á LAUGARDÖGUM IALLT SUMAR EN ATHUGIÐ EINNIG AÐ ÞAÐ ER EKKI SAMA FLUG OG BÍLL OG FLUG OG BÍLAR VIÐ HJÁ FERÐASKRIFSTOFUNNI TERRU ERUM UMBOÐSAÐILAR fyrir europcar @ eina stærstu BÍLALEIGU OG BÍLAÞJÓNUSTU MEGINLANDSINS STÓRIR OG RÚMGÓÐIR BÍLAR, OG MARGAR TEGUNDIR Á HAGSTÆÐU VERÐI AUK ÞESS 1. FLOKKS ÞJÓNUSTA ALLS STAÐAR í EVRÓPU OG ÞÁ MEINUM VIÐ ALLS STAÐAR DÆMI UM ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR eUrOpCðr © LUXEMBOURG TVÆR STÖÐVAR DANMÖRK 4 NOREGUR 42 SVÍÞJÓÐ 70 FINNLAND 33 ENGLAND 270 ÞÝSKALAND 75 FRAKKLAND 300 ÍTALÍA 87 HOLLAND 1 4 AUSTURRÍKI 6 ÍRLAND 8 SPÁNN 38 SVISS 17 PORTÚGAL 13 GRIKKLAND 12 JÚGÓSLAVÍA 14 MALTA 2 MAROCCO 6 KÝPUR 6 ÍSRAEL 9 ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.