Morgunblaðið - 06.06.1985, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 06.06.1985, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 Létt á tá TOPpJ| ---SKOR IilV VELTUSUNDI 1 21212 Barónsskór, S. 23566, Barónsstíg 18. Nýkomið Furuhornsófar Furusófasett Furusófaborö — Furuhornborö Falleg og sterk húsgögn á góöu verði. Góð greiðslukjör. Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirói, s. 54343. Hlutafélag um fram- leiðslu laxafóðurs NÝLEGA var stofnað á Akureyri hlutafélagið, ÍSTESS hf. Tilgangur félagsins er framleiðsla og sala á fóðri fyrir fiskeldi, loðdýrarækt og skyldan rekstur. Hlutafé félagsins verður 15 milljónir króna og verður 48% hlutafjárins í eigu T. Skretting Vs í Noregi, 26% í eigu Kaupfélags Eyfirðinga og 26% í eigu Síldar- verksmiðjunnar í Krossanesi. Jafn- hliða stofnun félagsins var gengið frá öllum samningum um rekstur fé- lagsins með fyrirvara um endanlegt samþykki viðkomandi stjórna. Und- irbúningur að félaginu hefur staðið yfir í rúmlega 1 'h. ár. Gert er ráð fyrir að fóðurverk- smiðjan sem staðsett verður á Dalvík: Krossanesi muni hefja rekstur á miðju næsta ári eða í ársbyrjun 1987. Auk fóðurframleiðslu mun ÍSTESS hf. hafa með höndum ráð- gjöf og leiðbeiningarstarf á sviði fiskeldis en veruleg þörf er þegar orðin fyrir slíka þjónustu hérlendis. Við laxafóðurframleiðsluna verð- ur notuð ný tækni, sem hefur verið þróuð á siðustu árum af T. Skretting Vs í samvinnu við Trouw Internat- ional í Hollandi sem eru stærstu fiskafóðurframleiðendur í Evrópu. Þessi nýja tækni gerir kleift að framleiða laxafóður sem er mun betra og hagkvæmara í notkun fyrir laxeldisstöðvarnar en það fóður sem mest hefur verið notað hingað til. Á síðustu 2 árum hefur sala á EDEL- fóðri í Noregi sem framleitt er með þessari tækni aukist frá því að vera innan við 10% af sölu tilbúins laxa- fóðurs hjá T. Skretting Vs í um 80%. U.þ.b. helmingur af hráefni í laxa- fóður er hágæða fiskimjöl en í heild mun um 75% af hráefninu verða af innlendum uppruna. Talið er að Krossanes sé enn sem komið er best búna verksmiðjan hér á landi til að framleiða fiskimjöl af þeim gæðum sem til þarf í laxafóður. Markaðssvæði ÍSTESS hf. mun verða ísland og Færeyjar. Félagið mun þegar á næstu mánuðum hefja umboðssölu á fóðri og tækjum til fiskiræktar frá T. Skretting Vs jafn- framt því að veita aðstoð og ráðgjöf við skipulagningu og uppbyggingu fiskeldisstöðva á íslandi. Stjórnarformaður ÍSTESS hf. er Pétur Antonsson, framkvæmda- stjóri Síldarverksmiðjunnar í Krossanesi. (Fréttatilkynning) Dalvíkurskóla sýndi Guðbjörg Ringsted 21 verk, teikningar og graf- ík, og einnig sýndi Kristinn G. Jó- hannsson 42 verk, málverk, teikn- ingar og dúkristur. Á söngskemmtuninni annan hvítasunnudag komu fram Kolbrún Arngrímsdóttir, söngnemi í Söng- skólanum í Reykjavík, og Jóhann Már Jóhannsson, bóndi og söngvari í Skagafirði. Fluttu þau íslensk og er- lend lög við undirleik Colin P. Virr og Guðjóns Pálssonar. Þá kom fram „kántrísöngvarinn" Hallbjörn Hjartarson frá Skagaströnd og söng eigin ljóð og lög. Fjölmenni var á söngskemmtuninni og undirtektir góðar en slæmt veðurfar hafði áhrif á aðsókn að Vorkomunni að þessu sinni. Fréttaritarar Lionsmenn héldu upp á vorkomuna Um hvítasunnuhelgina héldu Lionsmenn á Dalvík hina áriegu „Vorkomu" sína. Þetta er í átt- unda sinn sem boðið er upp á Vorkomu af þessu tagi og hefur hún ætíð verið haldin þessa helgi. Hafa Lionsmenn fengið lista- og hagleiksfólk ýmist úr heimabyggð eða annars staðar að af landinu til þátttöku á Vorkomu. Hefur fólki gefist kostur á að njóta framlags listafólksins og hefur aðgangur verið endurgjaldslaus en Lions- menn hafa staðið straum af kostn- aði af þessari árlegu „listahátíð" á Dalvík. Að þessu sinni var efnt til mynd- listarsýninga og söngskemmtunar og þá var börnum boðið á kvik- myndasýningar í Dalvíkurbíói. I Guðbjörg Ringsted við nokkrar mynda sinna. Kristinn G. Jóhannsson sýndi málverk á Vorkomunni á Dalvík. FLUGog BÍLAR frá LUXEMBOURG! SIMI 2 97 40 62 40 OG ATHUGIÐ! BROTTFÖR Á LAUGARDÖGUM IALLT SUMAR EN ATHUGIÐ EINNIG AÐ ÞAÐ ER EKKI SAMA FLUG OG BÍLL OG FLUG OG BÍLAR VIÐ HJÁ FERÐASKRIFSTOFUNNI TERRU ERUM UMBOÐSAÐILAR fyrir europcar @ eina stærstu BÍLALEIGU OG BÍLAÞJÓNUSTU MEGINLANDSINS STÓRIR OG RÚMGÓÐIR BÍLAR, OG MARGAR TEGUNDIR Á HAGSTÆÐU VERÐI AUK ÞESS 1. FLOKKS ÞJÓNUSTA ALLS STAÐAR í EVRÓPU OG ÞÁ MEINUM VIÐ ALLS STAÐAR DÆMI UM ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR eUrOpCðr © LUXEMBOURG TVÆR STÖÐVAR DANMÖRK 4 NOREGUR 42 SVÍÞJÓÐ 70 FINNLAND 33 ENGLAND 270 ÞÝSKALAND 75 FRAKKLAND 300 ÍTALÍA 87 HOLLAND 1 4 AUSTURRÍKI 6 ÍRLAND 8 SPÁNN 38 SVISS 17 PORTÚGAL 13 GRIKKLAND 12 JÚGÓSLAVÍA 14 MALTA 2 MAROCCO 6 KÝPUR 6 ÍSRAEL 9 ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFUNNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.