Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 6
6 MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1984 UTVARP / S JON VARP Nefndakakan Þingsjá Páls Magnússonar nú á þriðjudagskveldið olli þeim er hér stýrir penna hörðum draumförum. Ég þóttist staddur í risastórum kastala, gullbúr var í kastaianum miðjum og þar geymt lítið egg. Undarleg hljóð endur- köstuðust af veggjum kastalans og reyndist þar á ferð fremur tötra- legt fólk að reyna að ná í eggið en í hvert skipti sem fólkið snerti gullbúrið kastaðist það frá hljóð- andi eins og undan rafstraumi. Þannig leið draumurinn. Ég hug- leiddi merkingu hans í andvök- unni og komst að þeirri niðurstöðu að þar færu um sáiartötrið straumar frá þingsjárrabbi Páls Magnússonar við Sverri Her- mannsson iðnaðarráðherra en það rabb snérist um greiðslur úr Rík- issjóði íslands til samninganefnd- armanna í álviðræðunefndinni margfrægu. f sjálfu sér kom mér ekkert á óvart hversu háar greiðslurnar til nefndarmanna voru því þegar menn eru einu sinni komnir inn í guilbúrið og teknir að kasta þar fjöreggi þjóð- arinnar milli sín, þá verða 8000 króna laun per dagstund smáræði miðað við mikiivægi boitaleiksins. Hitt þótti mér öllu verra að jafn- vel þótt einu núlli hefði verið bætt aftan við fyrrgreinda upphæð þá hefði þaö ekki skipt neinu máli. Rafstraumur valdsins ieikur um gullbúrið og þeir sem þar gista eru friðhelgir, jafnvel þótt þeir kasti fjöregginu í rimlana. Þannig hefir engu máli skipt þótt alþýða þessa lands hafi hópast á fundi að mót- mæla kastalabyggingunni við Arnarhól, hún rís samt og hýsir ekki bara peninga heldur og dýr- indis handrit og bækur, og enn veiða kastalaherrarnir lax á kostnað skattborgaranna og aka í þá veiði í torfærujeppum með borðalögðum bílstjórum og víst hangir enn á ónefndum vegg mál- verkið er bankastjórarnir létu lýð- inn gefa kastalaherranum og kost- aði árslaun verkamanns. Er nema von að draumfarir séu slæmar. Hið þjóðhagslega mikilvægi Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra gaf í skyn í fyrrgreindu spjalli að 8000 krónu dagvinnu- laun fyrir setur í álviðræðunefnd væru smáaur miðað við „þjóð- hagslegt" mikilvægi starfans. Hér er sum sé ákveðið gildismat lagt til grundvallar greiðslunni til nefndarmanna. Skoðum þetta mál frá öðrum sjónarhól. Fáir neita því að börn þessa lands séu þjóð- hagslega mikilvæg og ráðamenn tala fjálglega um að dýrmætasti auður vor sé fólginn í menntun hinnar uppvaxandi kynslóðar. Samt tók það fyrrgreinda nefnd- armenn innan við tvær og hálfa dagstund að vinna fyrir mánaðar- kaupi umsjónarfóstru á fimmtíu barna leikskóla, fóstru er hefir 18 ára starfsferil að baki. Hér ber þess auðvitað að geta að einn nefndarmanna stýrði þjóðbanka samhliða nefndarstörfum og ann- ar sat á hinu háa Alþingi og hinn þriðji rak verkfræðistofu. Fram- sæknustu þjóðir heims, V-Þjóð- verjar, Japanir og Bandaríkja- menn, leggja nú á það þunga áherslu aö vísir að skipulegu námsstarfi hefjist þegar í leik- skóla, annars eigi hin uppvaxandi kynslóð litla möguleika á að taka við forystuhlutverkinu í sífellt flóknari hátækniheimi. Hér er þveröfugt staðið að málum, þeir sem leggja grunninn að menntun uppvaxandi kynslóða hljóta smán- arlaun á sama tíma og „kremlar- herrum" er umbunað með æ feit- ari bitum af nefndakökunni. En auðvitað er þetta allt saman spurning um „þjóðhagslegt mik- ilvægi" ekki satt. Ólafur M. Jóhannesson u „Djass í Djúpinu — Mezzoforte í beinni útsendingu ^■■■1 „Djass í Djúp- OA 05 inu“ er á dagskrá út- varpsins klukkan 24.05 og er þetta síðasta beina út- sendingin frá Djúpinu við Hafnarstræti að sinni, en eins og hlustendur vita efiaust, hefur djasstón- leikum, sem þar hafa ver- ið, verið útvarpað hálfs- mánaðarlega undanfarna mánuði á fimmtudags- kvöldum á miðnætti. Að þessu sinni verða okkar frægustu músíkant- ar mættir með sín hljóð- færi nýkomnir frá útlönd- um, hljómsveitin Mezzo- forte. Að þessu sinni leika þeir ýmis gömul og ný lög, sem ekki eru í ætt við þá tónlist sem hljómsveitin leikur að jafnaði, en þó má búast við að hlustend- ur fái að heyra einhver laga þeirra félaga. Gestur Mezzoforte-pilt- anna verður hinn bráð- skemmtilegi saxófónleik- ari Rúnar Georgsson, sem margir þekkja frá fyrri tíð. Tónleikarnir standa í um 50 mínútur. Fyrirhugað er að taka upp þessar útsendingar aftur þegar líða tekur á haustið. Kynnir á tónleik- unum er Vernharður Linnet og umsjónarmaður er Ólafur Þórðarson. „Frá Umsvölum“, síðari lestur §■■ Síðari þáttur 00 35 »Érá Umsvöl- LáL* — um“ er á dagskrá hljóðvarps, rásar 1, klukkan 22.35 í kvöld. Karl Guðmundsson les úr ljóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson. Umsjónar- maður er Gísli Helgason. í ljóðabókinni „Frá Umsvölum" segir frá þeim Regínu og Ella, hundinum Loka og fjölda annarra. Vettvangur bókarinnar er Kópasker, Seyðisfjörður, ísafjörður, Alsír, Ástr- alía, Bandaríkin og fleiri staðir á jarðkringlunni. Um leið og skáldið segir sögu þeirra hjóna og lýsir ævintýralegu lífi þeirra, hermir hann einnig frá lífi skálds sem verður fyrir því að veruleikinn byrjar að yrkja það svo úr verður mjög raunsæileg skrásetning á köflum. Tónverk eftir norska tónskáldið Sigmund Grov- en er fellt inn í lesturinn. Jóhann Hjálmarsson skáld „Hæsti vinningurinn“ — fimmtudagsleikritið ■■■■■ Leikritið 9000 „Hæsti vinn- — ingurinn" eftir Barbro Mýrberg verður flutt í hljóðvarpi, rás 1, klukkan 20.00 í kvöld. Höfundurinn er sænskur en þýðinguna gerði Jakob S. Jónsson. Hlustendur verða vitni að símtali milli manns og konu, sem þekkjast ekki en hafa óvart fengið sam- band hvort við annað vegna ruglings í símakerf- inu. f ljós kemur að þetta óvænta samband er eins og himnasending fyrir þau bæði. Leikendur eru: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Kjartan Bjargmundsson. Leikstjóri er Andrés Sig- urvinsson. Tæknimenn eru Áslaug Sturlaugsdótt- ir og Vigfús Ingvarsson. „Síðdegis í garðinum“ með Hafsteini Hafliðasyni ■■■■ „Síðdegis í 1 H 50 garðinum" með A I — Hafsteini Haf- liðasyni hóf göngu sína nú með hækkandi sól. Þætt- irnir verða á dagskrá rás- ar 1 klukkan 17.50 á hverjum fimmtudegi, og er hver þáttur tíu mínút- ur. Þátturinn er garðyrkju- þáttur fyrir allt áhugafólk um gróður og ræktun. Hafsteinn mun ræða um eitt og annað sem við kemur görðum og gróðri. Einnig er þátturinn opinn hlustendum sem vilja leita ráða með ræktunar- vandamál ellegar gefa öðru garðáhugafólki góð ráð og vísbendingar. Þáttur þessi hefur verið á sumardagskrá rásar 1 undanfarin þrjú sumur og nýtur mikilla vinsælda ef marka má bréfafjölda sem berst. Þættinum hef- ur borist á fjórða hundrað bréf frá fólki víðsvegar af landinu. Hafsteinn Hafliðason /k UTVARP FIMMTUDAGUR 6. júnl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunþáttur. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. þáttur Olafs Oddssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð: — Emil Hjart- arson, Flateyri, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Börn eru besta fólk'' eftir Stefán Jónsson Þórunn Hjartardóttir les (12). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr ). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraöra Þáttur í umsjá Þóris S. Guö- bergssonar. 11.00 .Ég man þá tlö“ Lög frá liönum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.30 Létt tónlist 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „Hákarlarnir" eftir Jens Björnebo Dagný Kristjánsdóttir þýddi. Kristján Jóhann Jónsson les (4). 14.30 Miödegistónleikar: a. Planókonsert nr. 2 I E-dúr op. 12 eftir Eugen D'Albert. Michael Ponti og Otvarps- hljómsveitin I Lúxemborg leika; Pierre Cao stjórnar. b. „Ruralia Hungarica”, hljómsveitarsvlta eftir Ernö Dohnányi; Ungverska rlkis- hljómsveitin leikur; György Lehel stjórnar. 15.15 Úr byggðum Vestfjarða Finnbogi Hermannsson sér um þátt frá Þingeyri. 15^40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 A frívaktinni Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi: Ragnheiður Gyöa Jónsdóttir. 17.50 Slödegis I garðinum með Hafsteini Hafliöasyni. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvðldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „ Hæsti vinningur- inn“ eftir Barbro Myrberg Þýöandi: Jakob S. Jónsson. Leikstjóri: Andrés Sigur- vinsson. Leikendur: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Kjartan Bjargmundsson. 20.35 Einsöngur I útvarpssal Hrönn Hafliöadóttir syngur „Fimm Ijóð Marlu Stuart'' eftir Robert Schumann og sönglög eftir Hugo Wolf og W.A. Mozart. Þóra Frlöa Sæmundsdóttir leikur á p(- anó. 21.00 „Kóngur vill sigla" Umsjón: Anna Ólafsdóttir Björnsson. Lesari með henni: Sigurður G. Tómasson. 21.30 Tónleikar I útvarpssal a. Gunnar Sjöström leikur Planósónötu nr. 2 eftir Hild- ing Rosenberg. b. Blásarakvintett Reykja- vlkur leikur „Kleine kamm- ermusik" op. 24 nr. 2 eftir Paul Hindemith. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Frá Umsvölum Karl Guðmundsson les úr Ijóöabók eftir Jóhann Hjálm- arsson. Slöari þáttur. Um- sjón: Glsli Helgason. 23.00 Kvöldstund I dúr og moll Umsjón: Knútur R. Magnús- son. 24.00 Fréttir. 24.05 „Djass I Djúpinu" — Bein útsending „Mezzoforte" leikur. Kynnir: Vernharöur Linnet. Umsjón: Ólafur Þórðarson. 00.50 Dagskrárlok. SJÓNVARP 19.15 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir I hverfinu Kanadlskur myndaflokkur um hversdagsleg atvik I llfi nokkurra borgarbarna. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Hættum að reykja Umsjónarmaöur Sigrún Stef- ánsdóttir. FÖSTUDAGUR 7. júnf 21.00 Skonrokk Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.30 Lögregluháskólinn Bresk heimildamynd um þjálfun nýliöa I bandarlsku alrlkislögreglunni, FBI. Þýö- andi Bogi Arnar Finnboga- son. 22.25 Handan Missourimóöu (Across the Wide Missouri) Bandarlskur vestri frá 1951. Leikstjóri William Wellman. Aðalhlutverk: Clark Gable, Ricardo Montalban, John Hodiak og Adolphe Menjou. Loödýraveiöimaður I Kletta- fjöllum vingast viö indlána- höföingja og gengur aö eiga indlánastúlku. Helst þá friöur meö veiðimönnum og rauö- skinnum um hrlö þar til herskár höfðingi tekur viö völdum. Þýöandi Kristmann Eiösson. 23.50 Fréttir I dagskrárlok FIMMTUDAGUR 6. júnf 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Sigurður Sverr- isson. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 Ótroðnar slóðir Kristileg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ing- ólfsson og Halldór Lárusson. 16.00—17.00 Jazzþáttur Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 17.00—18.00 Gullöldin Lög frá 7. áratugnum. Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Gunnlaugur Helgason. 21.00—22.00 Gestagangur Gestir koma I stúdló og velja lög ásamt léttu spjalli. Stjórnandi: Ragnheiður Dav- Iðsdóttir. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Orðaleikur Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.