Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUPAGUR 6. JÚNÍ 1985 Bretar fylgjandi Eureka-áætluninni BRKTAR hafa tilkynnt Frökkum að þeir hyggist styðja hugmyndir þeirra um eflingu evrópskrar Uekni til að koma í veg fyrir að evrópskir vísindamenn fari vestur um haf og taki þátt í geimvarnarannsóknum þar. Sir Geoffrey Howe utanríkis- ráðherra hefur í bréfi til utanrík- isráðherra Frakka, Roland Dum- as, lýst yfir stuðningi við svokall- aða „Rannsóknarsamstarfsstofn- un Evrópu“, Eureka. Francois Mitterrand forseti hleypti Eureka af stokkunum þeg- ar Bandaríkjamenn höfðu boðið vina- og bandalagsþjóðum að taka þátt í geimvarnarannsóknum samkvæmt svokallaðri stjörnu- striðsáætlun, sem opinberlega gengur undir nafninu SDI (Strat- egic Defense Initiative). Mitterrand fullyrti að nauðsyn- legt væri að Evrópuþjóðirnar „varðveittu þann sjóð þekkingar og tæknikunnáttu, sem þær ættu“. Mjög fáar vina- og bandalags- þjóðir Bandaríkjanna hafa sýnt áhuga á boði Bandaríkjastjórnar um þátttöku í geimvarnaáætlun. Endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir, en aðeins Bretar og fsra- elsmenn hafa þekkzt boðið. Frakkar, Norðmenn, Danir og Ástralíumenn hafa afþakkað boð- ið. Vestur-Þjóðverjar og aðrar vinaþjóðir Bandaríkjamanna hafa sýnt mismunandi mikinn áhuga. Bretar telja að aðild að Eureka geti samrýmzt þátttöku í geim- varnarannsóknunum. í bréfinu til Dumas lagði Howe Réttarhöldin í Póllandi: „Pólitískur skrípaleikur“ - segir einn verjendanna Gdanslt, 5. júní. AP. EINN verjenda SamstöðuleiAtog- nokkrum ættingjum og vinum anna þriggja, sem nú eru fyrir rétti í sakborninganna hefur hins vegar Gdansk, sagði í dag, að réttarhöldin verið hleypt inn í réttarsalinn. yfir þeim væru „pólitískur skrípa- _ leikur". áherzlu á að undirstöðurannsókn- ir væru ekki vandinn. Vandinn væri sá að beita þeirri getu og kunnáttu, sem væru fyrir hendi. Hann kvaðst vera sammála þeirri skilgreiningu Frakka að svokallað „tæknibil" Evrópu og Bandaríkjanna væri alvarlegasti vandinn, sem Eureka ætti að leysa. Howe lagði til að Evrópuráðið skipaði nefnd embættismanna á fundi sínum 28.-29. júní til að at- huga starfstilhögun Eureka. Vikublaðið Observer segir að þeirri spurningu sé enn ósvarð hvort Bandaríkjamenn ætlist til þess að þau ríki, sem taki þátt í geimvarnaáætluninni, leggi fé til hennar. Blaðið telur að þetta geti haft úrslitaáhrif á áhuga Breta og Vestur-Þjóðverja á áætluninni. Það telur að e.t.v. hafi þetta atriði orðið til þess að brezka stjórnin hafi komizt að þeirri niðurstöðu að Eureka byði upp á betri fram- faramöguleika. TiIIagan um Eureka var aðal- umræðuefni á fundi leiðtoga jafn- aðarmannaflokka Noregs, Dan- merkur, Belgíu, Hollands og Lúx- emborgar fyrir nokkrum dögum og þar kom fram eindreginn stuðningur við hana að sögn Aftenposten í Ósló. Kínverska utanríkisráðuneytið lýsti í gær yfir stuðningi við Eur- eka sem mótvægi gegn geimvarna- áætlun Reagans. í dag var einn sakborninganna, Bogdan Lis, fluttur úr réttarsaln- um fyrir að trufla störf dómsins. Þá var ákveðið að refsa Adam Michnik fyrir óviðurkvæmileg ummæli um dómsforsetann. Verð- ur hann m.a. settur í strangari gæslu en aðrir fangar og látinn sofa á hörðum bekk án dýnu. Um tíma í dag var gert rétt- arhlé til að leita að vopnum. Að sögn verjenda fundust engin vopn, en tvö segulbandstæki áheyrenda svo og minniskompa vinstúlku Michniks voru gerð upptæk. Erlendir fréttamenn fá ekki að fylgjast með réttarhöldunum, en GENGI GJALDMIÐLA Pundið fellur London, 5. júní. AP. GENGI dollarans hækkaði í dag gagnvart öllum helstu gjald- míðlum í Evrópu. Lækkun á verði hráolíu í Bretlandi réð tveggja centa hækkun dollarans gagn- vart sterlingspundi. Verð á gulli lækkaði. { lok viðskipta í dag fékkst 1,2565 dollari fyrir hvert pund, en gengið var 1,2762 í gær og 1,2932 á mánudag. I lok viðskipta í Tókýó feng- ust 248,95 yen fyrir dollara, sem er lækkun frá þeim 249,10 yenum sem fengust fyrir doll- arann í gær. í lok viðskipta í London fengust hins vegar 249,25 yen fyrir hvern dollara. Staða annarra helstu gjald- miðla gagnvart dollara var sem hér segir: 3,0700 vestur-þýsk mörk (í gær 3,0470); 2,5757 svissneskir frankar (2,5590); 9,3375 franskir frankar (9,2850); 3,4560 hollensk gyllini (3,4360); 1.955,50 ítalskar lírur (1.944,50) og 1,3700 kanadadoll- ari (1,3665). Fyrir gullúnsu fengust f dag 314,75 dollarar, en i gær 315,50. Heseltine, vamarmálaráðherra Breta, gagnrýnir Dani: Engin hefðbundin varnarvopn til gegn kiarnorkuvopnahótun 5. júní. Frá fréturitnn BREZKI varnarmálaráðherrann, Michael Heseltine, fór hörðum orðum um stefnu Dana í varnarmálum í eins dags beimsókn sinni til Kaupmanna- hafnar í gær og gagnrýndi harðlega framlag Danmerkur til NATO. Komst dagblaðið Politiken svo að orði, að hann hafi „húðskammað" Dani. Brezki varnarmálaráðherrann fór hins vegar lofsamlegum orðum um danska hermenn, sem hann hrósaði mjög fyrir samvinnu þeirra við brezka hermenn. Danskir stjórnmálamenn fengu það aftur á móti óþvegið, hvaða álit Heseltine hefði á þeim. Skirskotaði hann til þess, að aðeins 15-% af framlögum Dana til varnarmála gengju til nýrra tækja á móti 28-% af fram- lögum Breta. „Við höldum uppi og þjálfum herlið, sem á að koma Danmörku til hjálpar. Ef hið versta ætti eftir að gerast, þá standa 20.000 brezkir hermenn I viðbragðsstöðu tilbúnir til þess að fórna lífinu fyrir frelsi ykkar. Á móti reiknum við með því, að þið muni verja og tryggja öryggi þeirra hafna og flugvalla, sem nauðsynlegir eru fyrir sameiginleg- ar varnir okkar. Örlög okkar, hvort sem við erum danskir eða brezkir, eru samofin, ekki bara í stjórn- málalegri merkingu, heldur erum við á gagnkvæman hátt hvorir um sig háðir hinum í hernaðarlegu til- liti,“ sagði Michael Heseltine. Brezki varnarmálaráðherrann lét einnig í ljós álit sitt á afstöðu meiri hluta þingmanna á danska þjóð- þinginu til endurnýjunar NATO á meðaldrægum eldflaugum banda- lagsins. „Áfstaða ykkar hefur ekki verið I þágu sameiginlegra hags- muna NÁTO. Ég spyr; Hvaða hugs- anleg hefðbundin varnarvopn eru til gegn kjarnorkuvopnahótun. Þau eru engin til.“ Heseltine kallaði áformin um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norð- MorininbUAsiiis, Ib Björnbak. urlöndum „stefnu fyrirhyggjuleys- is“. „Kjarnorkuvopnalaust svæði verður að búa við ógnunina frá kjarnorkueldflaugum fyrir utan svæðið. Sovétmenn gætu freistast til að halda, að þeir gætu beitt yfir- burðum sínum á sviði hefðbundinna vopna sem hótun án þess að eiga stigmögnun á hættu. Fæling frá stríðsaðgerðum bæði gegn þessu svæði og nágannalöndum þess myndi minnka,“ sagði Heseltine. Danskir stjórnmálamenn fengu einnig ádrepu frá Heseltine, er hann sagði, að það hefðu ekki verið „fyrirvarar", sem fengu Sovétríkin til þess að setjast aftur að saminga- borðinu í Genf. Vísaði hann þar til þess, að á undanförnum misserum hafa Danir haft fyrirvara á afstöðu sinni, þegar rætt er um meðaldræg kjarnorkuvopn. Þrátt fyrir gagnrýni sína, lauk brezki varnarmálaráðherrann máli sínu með því að segja: „Þið megið samt aldrei efast um, að við komum Danmörku til hjálpar, ef Danmörku verður ógnað.“ Michael Heseltine, varnarmálaráð- herra Bretlands. Portúgal er í reynd ríkisstjórn- arlaust land, en sósíaldemó- kratar hafa eignazt leiðtoga á ný „FLOKKUR okkar hefur ekki trú á því að Sósíalistaflokkurinn hafi dug og einurð til að gera þær ráðstafanir, sem þarf til að koma Portúgal á rétt- an kjöl og stuðla að nauðsynlegum framförum og bættum hag,“ sagði Anibal Cavaco Silva, nýr leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins (PSD), að loknum fundi með Mario Soares, forsætisráðherra, þar sem Cavaco Silva greindi Soares frá þeirri ákvörðun PSD að draga flokkinn út úr stjórnarsamstarfinu. Hann hafði cinnig gengið á fund Ramalho Ean- es forseta að segja honum tíðindin. í sjálfu sér koma þessi tíðindi þó ekki á óvart, vegna þeirrar gremju sem hefur verið í ýmsum ráðamönnum Sósíaldemókrata með stjórnarstarfið og minnst var á í grein í Morgun- blaðinu fyrir nokkrum dögum. Kjör Cavaco Silva, sem gekk tiltölulega greiðlega fyrir sig, einnig í stað Mota Pinto sem lézt 7. maí, gaf einnig vísbendingu um að flokkur- inn myndi fara úr stjórninni. Cavaco Silva sem tók við af Rui Machete, en hann varð formaður fram að flokksþingi PSD sem boð- að var til fljótlega eftir dauða Mota Pinto, telst til hægri arms PSD. Hann tók á sínum tíma af- stöðu með Sousa Franco í innan- flokksdeilum, en Sousa Franco var af mörgum talinn vilja fara með PSD inn á íhaldssamari brautir en sú forysta sem flokkurinn hefur lotið. Cavaco Silva er 45 ára gamall og ættaður frá Algarve. Hann sagði á blaðamannafundi sem hann hélt eftir að hafa rætt við Soares að PSD myndi þó ekki draga ráð- herra sína sjö út úr ríkisstjórninni fyrr en eftir 13. júní, daginn eftir að ríkisstjórnin — sem í reynd er ekki lengur starfhæf — ætlar að skrifa undir samninginn við Evr- ópubandalagið. Cavaco Silva tilkynnti um ákvörðun PSD tveimur árum eftir að tveir stærstu flokkar landsins ákváðu að mynda stjórn, sem varð sú 15. síðan stjórnarbyltingin var gerð 1974. Þessi stjórn varð jafn- framt sú sem lengst hefur setið. Miklar vonir voru bundnar við störf hennar í upphafi ferils henn- ar og Portúgalir kváðust fúsir til að taka á sig þær byrðar, sem fylgdi því að koma rústuðum efna- hag landsins í horf á ný. Aftur á móti hefur árangurinn ekki orðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.