Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 Víóa er fallegt á Rhodos. Myndin er tekin yfir hhita Lindos sem er sögufrsgur staður á austurströnd eyjarinnar. RHODOS Nú gefst íslendingum kostur á að komast þangað í beinu leiguflugi RHODOS hefur lengi verið vinsæll staður hjá þeim sem njóta vilja sólar er þota frá Arnarflugi lenti þar með farþega frá ferðaskrifstofunni Sam- vinnuferðir-Landsýn. Rhodos er um 1400 ferkílómetr- ar að stærð og er stærst tólf eyja í gríska Eyjahafinu. Eyjan er 77 km að lengd og 38 km breið og hæsti tindur hennar er 1215 m. Hún er frjósöm og gróðursæl og þar eru ræktaðar appelsínur, sítrónur, fíkjur, ferskjur, plómur og að sjálfsögðu olífur, en olífutré eru algeng sjón á eyjunni. Rhodos hef- ur stundum gengið undir nafninu „eyja rósanna". Ekki dropi úr lofti allt sumarið Meðalhiti á eyjunni er um 30—32° á sumrin en um 10° á vet- urna. Frá því í apríl og fram í Frá Hotel Doreta Beach, þar sem fjöldi íslendinga gistir í sumar. október er loftslag mjög þurrt og er talið að sól skíni að meðaltali í og sumars. I>ann 14. maí sl. var í fyrsta skipti boðið upp á ferðir frá Islandi til Khodos í beinu leiguflugi 11 tíma á hverjum sólarhring. Vestlægir vindar blása og gera það að verkum að hitinn verður aldrei óbærilegur. Yfir vetrartím- ann er milt veður en frá nóvember til mars rignir mikið. íbúar eyjarinnar stunda aðal- lega landbúnað, enda einn þriðji hluti Rhodos graslendi. Eyjan er öll mjög gróðursæl, þó víða séu klettar og hæðir. íbúarnir eru tæplega 80.000 talsins. Rúmur helmingur þeirra býr í sjálfri Rhodosborg, sem er á nyrsta odda eyjarinnar, en aðrir búa í 44 þorp- um víðsvegar á eyjunni. Rhodos oft bitbein þjóða Rhodos á sér langa sögu. Homer minnist þriggja borga á Rhodos í Illionskviðu, en þær eru Lindos, Ialyssos og Camiros. Rhodos liggur svo að segja á milli þriggja heimsálfa og hefur því oft verið bitbein þjóða. En lengi var hún einnig miðstöð sigl- inga og hafði það mikil áhrif á listir og menningu eyjarinnar. ust Þjóðverjar á Rhodos. Árið 1945 frelsuðu Grikkir og Bretar Rhodosbúa og árið 1948 var ákveð- ið að Rhodos yrði hluti af gríska ríkinu. Á Rhodos hafa alltaf búið Grikkir, en fram að þessum tíma höfðu þeir þó aldrei tilheyrt Grikklandi. Vinsæll ferðamannastaður Ferðamannastraumur hefur aukist gífurlega á undanförnum árum til Rhodos. Þar dvelja ferða- menn samtals í fimm og hálfa milljón gistinætur á ári. Norður- landabúar, Bretar o.fl. flykkjast til Rhodos á hverju ári. Ferðamenn geta gert sér ýmis- legt fleira til dundurs en að stunda sól- og sjóböð. Á Rhodos er hægt að stunda siglingar, svif- skíði, seglbretti, tennis, blak o.m.fl. Einnig gefst fólki kostur á að fara í skoðunarferðir t.d. í gamla borgarhluta Rhodosborgar, til Lindos og fleiri staða. Svo er ekki lengi gert að skoða alla eynna ef áhugi er fyrir hendi. Þau verða fararstjórar á Rhodos í sumar. Frá vinstri Sóley Jóhannsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. Riddarar heilags Jóhannesar frá Jerúsalem settust að á eynni 1306 og voru síðar kallaðir Riddar- ar Rhodos. Þeir tóku eynna með valdi þremur árum síðar eftir að hafa farið fram á landsvæðið hjá rómverska keisaranum án árang- urs. Riddararnir réðu ríkjum á Rhodos til ársins 1522. Þá náðu Tyrkir yfirráðum þar er Suleman I réðst á eyjuna með 100.000 manna her. Tyrkir höfðu lengi haft augastað á Rhodos og þeir héldu þar völdum alh til ársins 1912. Þá höfðu ítalir lengi leitað ný- lendna. Þeir komu til Rhodos og sigraði ítalski flotinn Tyrki. ítalir stjórnuðu á Rhodos til ársins 1943. Þeir byggðu upp vegakerfi eyjar- innar, söfn, skóla o.fl. í seinni heimsstyrjöldinni réð- Samvinnuferðir-Landsýn bjóða farþegum sínum upp á jeppasaf- ari, en það er tveggja daga ævin- týraferð um Rhodos á opnum jeppum. Fiðrildadalurinn er fræg- ur fyrir ógrynni litríkra fiðrilda- tegunda. Þá eru ónefndir þeir staðir sem hægt er að heimsækja þegar kvölda tekur og fram á nótt. Á Rhodos eru fjölmargir matsölu- staðir, barir, dansstaðir og næt- urklúbbar, svo eitthvað sé nefnt. Samvinnuferðir-Landsýn bjóða upp á gistingu á fjórum hótelum. Þau eru Hotel Blue Bay, Rhodos Palace Hotel, Cairo Palace Hotel og Hotel Doreta Beach. Alls verða farnar sex þriggja vikna ferðir til Rhodos í sumar á vegum Sam- vinnuferða-Landsýn. Fararstjórar eru þau Edda Björgvinsdóttir, Sól- ey Jóhannsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. íbúðaval hf.: Framleiðir glugga, hurðir og garð- hýsi úr plasti BYGGINGAFÉLAGIÐ íbúðaval hf. í Garðab* hefur hanð fram- leiðslu á plastgluggum og hurðum auk garðhýsa úr plasti. Til þcssar- ar framleiðslu eru notaðir prófflar frá framleiðanda í Evrópu, Kömm- erlingverksmiðjunum í Pirmasens í V-Þýskalandi, sem jafnframt hef- ur eftirlit með framleiðslunni hér á landi. „Undirbúningurinn hefur tek- ið um sextán mánuði en hann hófst eftir að við Símon ólafsson verksmiðjustjóri kynntum okkur þessa framleiðslu á vörusýningu í Munchen," sagði Sigurður Pálsson, framkvæmdastjóri fbúðavals hf. „Nú höfum við fengið og sett upp á eigin verk- stæði allar þær vélar, sem til þarf við framleiöslu á plast- gluggum og hurðum, sem styrkt er með galvanhúðuðum járnpró- fílum. Við munum smíða glugga og hurðir eftir máli samkvæmt óskum viðskiptavinarins, en við bjóðum upp á ýmsar nýjungar í þessari framleiðslu. Plastgluggar hafa á undan- förnum árum rutt sér til rúms í nágrannalöndum okkar en þeirra höfuðkostur er að á þeim er ekkert viðhald." Morgunblaðið/Júllus Eigendur íbúðavals hf. frá vinstri: Símon Ólafsson, verksmiðjustjóri, Sigurður Pálsson, framkvæmdastjóri, og Heimir Sigurðsson, verkstjóri. Auk venjulegra útihurða mun fyrirtækið framleiða lyftirenni- hurðir úr Kömmerling-prófílum, sem henta mjög vel í t.d. garð- hýsi eða stofur. Þessar hurðir eru með rennihurðarjárnum, sem lyfta þeim upp á hjól, um leið og hurðarhandfanginu er snúið. Fyrirtækið hefur einnig byrjað framleiðslu á garðhýsum úr plastprófílum, sem ekki þurfa viðhald frekar en hurðirnar því efnið í þeim tekur ekki í sig raka né breytist við mismunandi hita- stig. Starfsmenn Ibúðavals hafa hlotið sérstaka þjálfun í þessari framleiðslu hjá Wegoma og Kömmerling í V-Þýskalandi og mun fyrirtækið geta framleitt milli 20 og 25 glugga á dag með fjögurra mannna starfsliði í verksmiðjusal. Framleiðslu fyrirtækisins hef- ur verið komið fyrir í sýningar- sal í húsnæði fyrirtækisins auk þess sem sett hefur verið upp garðhýsi til sýnis utandyra að Smiðsbúð 8, Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.