Morgunblaðið - 06.06.1985, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985
Smeykur er ég um aó þeim Kairbanks og Flynn þætti lítið til skylm-
inganna koma í Ólgandi blóð ...
Sjóræningjasprell
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Regnboginn: Ólgandi blóð (Savage
Island) ★
Leikstjóri: Ferdinand Fairfax.
Handrit: John Highes, gert eftir
sögu David Oddell.
Kvikmyndun: Tony Imi, BN.C.
Eastman litir, widescreen.
Tónlist: Trevor Jones. Dolby
Bandarísk (?), gerð 1983.
Framleiðandi: Philips-Whitehouse
Productions.
Dreifing: Paramount.
Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones,
Michael O’Keefe, Jenny Seagrove,
Max Phipps.
Með tilkomu myndbandaleiga
og þess mikla fjölda sýningar-
sala sem bæst hafa við að und-
anförnu, þá rekur nú á fjörur
okkar uppfyllingar-myndir sem
oft eru hinir kynlegustu kvistir
af kvikmyndameiðnum. Ein slik
er Savage Island, sem hlotið hef-
ur dramatíska og ástríðu-
þrungna skírn á vorri tungu!
Myndin gerist á fögrum og
framandi slóðum, Suðurhafseyj-
um og segir af, haldið ykkur nú,
sjóræningjum, þó svo að kvik-
myndahúsagestir séu fjarri því
að vera ginnkeyptir þeim ribb-
öldum í dag, (Hafa reyndar ekki
verið síðan Erroll Flynn var og
hét.)
Það er talsverður hasar í
myndinni, en megingalli hennar
er hinsvegar sá, fyrir utan að
vera aðsóknarleg tímaskekkja,
að framleiðendur hennar hafa
bersýnilega ekki komist að
niðurstöðu um hvort þeir væru
að gera mynd fyrir börn eða full-
orðna. Unggæðisieg fyndni
hennar og teiknimyndkenndur
söguþráður ætti að geta hlotið
náð í augum ungdómsins, sem
oft leggur mest upp úr hinum
sjónræna texta, en hinsvegar er
hann á köflum alltof blóðugur og
ofbeldishneigður til að flokkast
undir barnagaman.
Ólgandi blóð hlýtur því að telj-
ast ærið mislukkuð: Barnamynd
ekki við hæfi barna.
Myndlistarskólinn á Akureyri
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
,... Tilgangurinn var að skoða
vorsýningu Myndlistarskólans á
Akureyri og forvitnast um á
hvaða stigi myndlistarkennslan
væri þar.
Veður hafði verið frekar svalt
fyrir sunnan en heitt fyrir norðan
og við skólastjóri MHÍ höfðum
hlakkað til að koma í hitabeltið
norðan heiða.
Hitinn var þó á bak og burt og
veður hryssingslegt þann rúma
sólarhring er við dvöldum á staðn-
um. Og þó var ylurinn ekki með
öllu horfinn því að hann leyndist í
gömlu íþróttaskemmunni, —
menningarlegur hiti því að list-
mennt er í uppsveiflu.
Eitt þúsund verk eða þar um bil
voru á sýningunni og mátti þar
berja augum aðskiljanlega við-
leitni nemenda dag- og kvöld-
deilda á listasviði. Fyrir utan það,
að skólinn annast almenna
fræðslu á síðdegis- og kvöldnám-
skeiðum fyrir börn og fullorðna er
hann einnig fullgildur dagskóli
með fornámsdeild, sem er fyrsta
ár reglulegs listnáms, og málunar-
deild, sem er þriggja ára sérnám.
Þá annast skólinn einnig faglegan
þátt myndlistarbrautar Mennta-
skólans á Akureyri. Þá ber og
einnig að upplýsa, að nemendur
voru 200 á hvorri Önn í vetur og
kennarar fylltu tuginn. Það er
ekki svo lítið i ekki stærri bæ en
Akureyri með sína 13—14.000
íbúa.
Allt þetta hefur skotið rótum á
fáum árum og meiðurinn er nú
sem óðast að rétta úr sér og frjó-
angarnir að blómstra. í vor út-
skrifuðust þannig fyrstu þrír nem-
endurnir úr málaradeild og það
eru víst tákn tímanna, að það voru
allt konur. Hér má og gjarnan
skjóta því að til að leiðrétta al-
gengan misskilning, að listaskólar
útskrifa ekki listamenn, það er
hlutverk lífsins. Hins vegar veita
þeir möguleika á mikilvægri
tæknilegri þjálfun, þekkingaröfl-
un og eru einnig prýðis vinnustað-
ur fyrir alla þá er vilja reyna fyrir
sér á sjónmenntavettvangi. Sú
menntun verður svo stöðugt mik-
ilvægari í tæknivæddum heimi.
— Hér er ekki tilgangurinn, að
skrifa rýni um verk nemenda
heldur að vekja athygli á starf-
semi skólans og þýðingu hans
fyrir uppbyggingu staðarins. Hún
er óumdeilanleg og mætti hér vísa
til hliðstæðna um allan heim,
þróunin stefnir alls staðar til þess
að lyfta undir skapandi starfsemi
hugar og handar til mótvægis
tölvufárinu og yfirborðsmenning-
unni. Og það hefur skeð, að fólk
Myndllst
Bragi Ásgeirsson
Hugmyndafræðilega listin, eða
Konseptið eins og menn kölluðu
fyrirbærið almennt, á um margt í
vök að verjast um þessar mundir.
Málverkið er svo ríkjandi miðill á
listasýningum núorðið, að hin
hreina hugmyndafræðilega list
virkar hálfutangarna.
Ekki er það þó svo að liststefnan
hafi misst gildi sitt heldur er hún
ekki að sama marki í sviðsljósinu
og áður og um leið hefur fjöldinn
allur af iðkendum hennar afneitað
henni a.m.k. um stund. En minn-
umst þess um leið, að öll list er að
vissu marki hugmyndafræðilegs
eðlis, — það er hugmyndafræðin
ein sér, sem ekki gildir lengur.
í ljósi ofanritaðs kemur sýning
Hannesar Lárussonar í húsa-
kynnum Nýlistasafnsins manni
nokkuð spánskt fyrir sjónir og þó
á hún vafalaust fullan rétt á sér.
En hún virkar hvergi nærri eins
fersk og hún hefði gert fyrir u,þ.b.
áratug.
Á sýningu Hannesar eru um
tveir tugir verka, sem mörg sam-
hefur hvarvetna tekið við sér og
langt umfram allar spár. Það er
því ekki undarlegt að hið sama
hefur gerst á Akureyri og þá sér í
lagi vegna þess, að mikil þörf er
fyrir skapandi sjónmenntir á stað
þar sem fólkið byggir afkomu sína
í jafn ríkum mæli á hvers konar
iðnaði.
Þann tíma, sem ég dvaldi á Ak-
ureyri, varð ég var við mikinn og
almennan áhuga fólks á starfsemi
skólans enda var jafn og stöðugur
straumur forvitinna á sýninguna
öll þau skipti er okkur bar að
garði.
Og hvað skyldi eiginlega vera
mikilvægara á þessum stað en
deild skapandi iðnhönnunar?
anstanda af mörgum einingum og
eru gerð á ýmsan hátt, sum tvívíð
en önnur þrívíð. Svo eru einnig
verk sem aðlöguð eru gefnum
staðháttum á sýningunni og eru
nefnd *Innsetningar“, sem er
vafalítið útlagning á enska orðinu
„Installation".
— Það fer ekki á milli mála, að
Hannes lifir og hrærist i hinum
hugmyndafræðilega heimi og vill
vera honum trúr í gegnum þykkt
og þunnt. Það er staðfesta, sem
mjög ber að virða hjá ungum
listamanni á þessum síðustu tím-
um.
ÖIl sýningin ber vott um ein-
lægni gerandans og sannfæringu á
mikilvægi hlutverks síns sem
miðlanda hugmynda og hughrifa.
Hann lætur sér ekki nægja verkin
ein sér á sýningunni, heldur liggja
frammi blöðungar með vélrituðum
hugleiðingum um listina og til-
gang hennar. En eiginleg sýn-
ingarskrá er engin.
Sýningunni er vel fyrir komið
og vekur vissulega til umhugsun-
ar, — einkum þótti mér varið í
eina heimsókn, er sólargeislar
léku um veggi og mögnuðu „inn-
setninguna"...
Síðasti Móhíkaninn
Frá reiðgötum
til bílvega
Bókmenntlr
Erlendur Jónsson
LANDNÁM INGÓLFS II
170 bis. Félagið Ingólfur gaf ÚL
Reykjavík 1985.
Að ytra útliti ber rit þetta svip
bókar. Að efni og uppbyggingu
er það hins vegar með tímarita-
eða árbókasniði. Þarna eru birt-
ar nokkuð langar ritgerðir;
ennfremur stutt erindi sem flutt
voru á ráðstefnu; svo og ritdóm-
ur, og skýrsla félagsstjórnar.
Fyrst er samantekt eftir þá
Þorkel Jóhannesson og Óttar
Kjartansson, Riðið í Brenni-
steinsfjöll og Selvog. Þáttur þessi
er allt í senn: Ferðasaga, land-
lýsing og sagnfræði. Þeir félagar
lögðu af stað úr Reykjavík — á
hestbaki eins og heiti þáttarins
bendir til. Síðan er ferðasagan
rakin og leiðinni Iýst. En þar að
auki er rifjuð upp sagan af
brennisteinsvinnslu í Brenni-
steinsfjöllum fyrir síðustu alda-
mót og flutningi efnisins frá
námu til Hafnarfjarðar. Sögu-
fróðir menn gera sér óðara í
hugarlund hvernig þeir flutn-
ingar hafi farið fram. Þáttur
þeirra Óttars og Þorkels er
greinagóður í hvívetna. Og —
eftir á að hyggja — það eru ekki
aðeins hestamenn sem geta not-
að sér leiðarlýsinguna heldur
líka göngumenn því Selvogsgata
er einnig prýðileg gönguleið.
Uppdrættir fylgja þættinum; og
Ijósmyndir sem eru sumar nokk-
uð góðar en aðrar rétt sæmi-
legar.
Mjólkursaga á mölinni nefnist
svo ritgerð eftir ungan sagn-
fræðing, Þórunni Valdimars-
dóttur. Sú var tíð að mjólkur-
sölumál þéttbýlisins við Faxa-
flóa töldust til stórpólitískra
hitamála. Þá var Reykjavík orð-
in þó nokkur borg og farin að
gera kröfur. Forsaga þess er
hins vegar öllu furðulegri. Svo
mætti ætla að auðvelt hefði ver-
ið að fá keyptar hvers kyns bú-
vörur meðan flestir Islendingar
lifðu af landbúnaði en aðeins fá
prósent þjóðarinnar áttu heima í
þéttbýli og töldust neytendur t.d.
um og fyrir aldamótin síðustu.
Því fór fjarri. Meðan Reykjavík
var að vaxa úr grasi töldu bæj-
arbúar sig knúða til að framleiða
sína mjólk sjálfir, það er að
segja þeir sem svo voru stöndug-
ir að þeir höfðu efni á því.
Mjólkurneysla hins snauðasta
hluta bæjarbúa var framan af
sáralítil, nánast engin. Um alda-
mótin síðustu kom fyrir að
mjólk væri seld á götum bæjar-
ins. Mátti þá »sjá mann á gangi
með mjólkurbrúsa og mjólkur-
málið hangandi á stútnum; hann
gengur þangað til hann mætir
einhverjum, sem vill fá sjer
mjólk að drekka; þá tekur hann
málið og hellir í það handa
Tryggvi Gunnarsson
manninum, sem drekkur úr því
og borgar mjólkina, og síðan
fara báðir leiðar sinnar; svo
mætir hann öðrum manni, sem
líka vill fá sjer mjólk að drekka;
hann tekur sama málið óþvegið
og ef til vill með hordrefjum frá
þeim, sem drakk úr því á undan
honum, og brynnir honum líka.
Svo fer þessi sami náungi inn í
eitthvert húsið og spyr, hvort
enginn vilji kaupa mjólk; það
stendur þá oft svo á, að þörf er
fyrir hana, svo enn er málið tek-
ið og mælt í því, ef til vill
óþvegnu.«
Þessi orð tekur Þórunn upp úr
blaðagrein sem rituð var 1908 af
konu sem vel þekkti til mjólk-
urmála. Má af orðunum ráða að
þeir hafi ekki verið klígjugjarn-
ir, Reykvíkingar aldamótaár-
anna — fremur en líkast til aðrir
íslendingar um þær mundir. Rit-
gerð Þórunnar er bæði fróðleg og
skilmerkileg.
Og enn skýrist ástand þessara
mála með næstu þáttum, Ölfus-
árbrúin og Tryggvi Gunnarsson
eftir Bergstein Jónsson og Um
vegagerð og hestavagnaferðir á
Suðvesturlandi eftir Magnús
Grímsson. Svo telja vísir menn
að um aldamótin hafi Islend-
ingar verið lengra á eftir öðrum
menningarþjóðum en nokkru
sinni fyrr og síðar. »Enn var
fullkominn miðaldasvipur á ís-
lenzkum samgöngum á landi ár-
ið 1890,« segir Bergsteinn Jóns-
son. Þegar Ölfusárbrúin var gerð
átti landið ekki einu sinni verk-
fræðing. Erfiðasta tækniafrekið
var að koma þyngstu einingun-
um — á sleðum — frá Eyrar-
bakka upp að Selfossi: »Hæfilegt
frost, mannfjöldi, sköruleg verk-
stjórn, saltkjöt og baunir að
ógleymdu brennivíni og kaffi
dugði loks til, að síðasta færis á
heldur mildum vetri var neytt,
og mátti ekki tæpara standa.*
Með smíði ölfusárbrúarinnar
hófst samfellt framfaraskeið í
samgöngum á landi. Hestvagna-
tímabil hófst eftir að vegur hafði
verið lagður austur yfir Fjall
eins og fram kemur í þætti
Magnúsar Grímssonar. En það
stóð stutt; í rauninni ekki nema
tvo áratugi þar til bílaöld hófst.
í síðari hluta þessarar bókar
eru svo prentuð sextán stutt er-
indi sem flutt voru á ráðstefnu
um byggðasögurannsóknir sem
Félagið Ingólfur gekkst fyrir í
fyrra. Ekki miðast þau, öðru
fremur, við landnám Ingólfs.
Fróðlegust þykja mér erindi
Gísla Gunnarssonar, Frá úthöfn-
um til borgar. Þáttur um íslenska
þéttbýlismyndun, og Björns
Þorsteinssonar, Hvers vegna var
ekkert atvinnuskipt þéttbýli á fs-
landi? Saga þéttbýlis á íslandi á
nítjándu og tuttugustu öld er
merkileg. Sýnu furðulegra er þó
að rifja upp umræður um dreif-
býli og þéttbýli frá fyrri hluta
þessarar aldar. Hvorki fyrr né
síðar en á fimmta áratugnum
skrifaði maður nokkur, sem
þótti ekki vera neinn flysjungur
og síðar komst á þing, að það
lægi beinlínis í þjóðareðli íslend-
inga að búa í dreifbýli. Þess
háttar fullyrðingum er víst ekki
haldið fram lengur. Sennilega
blundar sveitalífið þó enn í með-
vitund margra íslendinga, eins
þeirra sem heima eiga á mölinni.
Rætur þess eru seigar.
Sé Landnám Ingólfs talið til
héraðaritanna sem mörg eru
gefin út þessi árin er hann hið
eina þeirra, að minnsta kosti
þeirra sem komið hafa fyrir
sjónir undirritaðs, sem leggur
rækt við þéttbýlissögu. Hin
byggjast að langmestu leyti á
minningum úr sveitinni.
Leiðrétting
I gagnrýni um gítarleikarann
Ernesto Bitetti, sem birtist í gær,
komst prentvillupúkinn upp með
að brengla heila setningu, svo
rækilega, að ekki er viðlit að fá
þar í nokkurn botn. Svona til að
bæta þar um, er rétt að umræddur
texti sé endurprentaður. „Þessi
einkennilega blanda óróa og íhug-
unar kom vel fram í fyrsta
verkinu, sem var frábærlega vel
leikið og mótað en allir kaflarnir
voru leiknir í einni runu, svo ekki
gafst tóm til að ætla hvað „kæmi
næst“, svipað því er öllum krásun-
um er rutt á borðið í einu.
Þessi kviki leikmáti átti vel við í
tilbrigðunum eftir Sor, sem Bitetti
lék glæsilega, eins og „virtuósi"
sæmdi.“
Jón Ásgeirsson