Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 2
2__________ Hæstiréttur. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 Fimm dæmdir í „dekkjamálinu" Refsidómur undirréttar staðfestur, en skaða- bætur skulu greiddar í íslenzkum krónum Il/ESTIRÉXrUR hefur d»mt fimm menn í fangelsi í ,,dekkjamálinu“, sem svo hefur verið nefnt, fyrir að hafa á árunum 1976 til 1978 svikist um að afhenda Varnarliðinu hjólbarða, sem seldir voru á Keflavíkurflugvöll og reynt að hylma yfir svikin með því að falsa birgðabókhald. Fjórir mannanna voru starfsmenn varnarliðsins, en hinn fimmti hafði umboð fyrir hjólbarð- ana. Frá 1. október 1976 fram á árið 1978 seldi umboðsmaðurinn tæplega sjö þúsund hjólbarða, en sveikst um að afhenda um 1800 og folsuðu starfsmenn varnarliðsins birgðabókhaldið og skiptu hagnaði á milli sín. Verðmæti hjól- barðanna var áætlað liðlega 153 þúsund dalir, eða sem nemur rúmum 6,3 milljónum á gengi dagsins í dag. Umboðsmaðurinn var dæmdur í 14 mánaða fangelsi, en starfsmenn- irnir hlutu misþunga refsingu. Ginn var dæmdur í 14 mánaða fangelsi, annar í 10 mánaða fangelsi, sá þriðji í sex mánaða fangelsi, þar af 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi, og sá fjórði í 5 mánaða fangelsi, þar af 3 mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Mönnunum var gert að greiða dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skaðabætur í íslenzkum krónum með vöxtum, en ráðuneytið hafði uppi kröfu um greiðslu I dollurum. 1 undirrétti var mönnunum gert að greiða skaðabætur f dollurum. 1 dómi Hæstaréttar um þetta segir meðal annars: „Brot ákærðu leiddu til fjártjóns fyrir ríkissjóð Banda- ríkjanna, sem dómsmálaráðuneyti þess ríkis er í fyrirsvari fyrir, eins og greinir í héraðsdómi. Gjaldkerar hjá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli greiddu með tékkum f Banda- ríkjadölum, en ákærðu seldu þá jafnharðan í íslenzkum bönkum. Tjón þetta varð á íslandi, þar sem varnarliðið hefur lengi haft starf- semi. Staða þess að lögum er að sönnu með sérstökum hætti, en ekki verður þó talið að lagagrundvöllur sé til að telja það hafa sérstöðu í bótamálum á þann veg, að þvf verði í þessu máli dæmdar bætur f Bandaríkjadölum, sbr. 10. gr. við- bætis með samningnum. Ber sam- kvæmt þessu að dæma bætur í ís- lenzkum krónum, og verður miðað við gengi á þeim dögum, er greiðsl- ur voru inntar af hendi." Hins vegar var Continental Rubber og TBA Trading Kolding, fyrirtækjunum sem seldu vörurnar til Islands, dæmdar skaðabætur f erlendri mynt eftir kröfu þeirra. Um það sagði í dóminum: „Söluverð var tilgreint f erlendri mynt og þessir tjónþolar hefðu fengið kröfur um greiðslu kaupverðs varningsins dæmdar í erlendri mynt, ef slfkar kröfur hefðu verið gerðar í einka- málum.“ Dóminn kváðu upp Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson, Sigurgeir Jónsson og Þór Vilhjálmsson. Sig- urgeir skilaði sératkvæði um greiðslu skaðabóta og taldi sann- girnisatriði að greiösla færi fram í dollurum. Mönnunum var gert að greiða málskostnað til verjenda og saksóknarkostnað. Austur-þýsk þingmannanefnd stödd hér á landi: Endurgeldur heimsókn þingmanna frá 1981 HÉR á landi er nú stödd þingmanna- sendinefnd fri þjóðþingi Þýska al- þýðulýdveldisins, í boði Alþingis. Er nefndin að endurgjalda heimsókn ís- lenskrar þingmannanefndar, sem sótti Austur-Þýskaland heim árið 1981. Að sögn Þorvalds Garðars Morgunblaöiö/Emilía Fánar íslands og Austur-Þýskalands blakta við hún á AusturveÍli í tilefni heimsóknar austur-þýsku þingmann- anna. Kristjánssonar, forseta Sameinaðs þings, er nefndin hingað komin til þess að efla samskipti ríkjanna á sviði viðskipta og menningar. Formaður austur-þýsku sendi- nefndarinnar er Gerald Götting, en hann er varaforseti þjóðþings Austur-Þýskalands. í för með hon- um eru kona hans og þrír þingmenn þjóðþingsins. Nefndin kom hingað þann 3. þessa mánaðar og hefur hún heimsótt Alþingi og átt viðræð- ur við forseta þingsins, skoðað orkuverið í Svartsengi, heimsótt Keflavík, Akureyri og fleira. í dag standa fyrir dyrum fundir nefndarinnar með Steingrfmi Her- mannssyni forsætisráðherra, Pétri Sigurgeirssyni, biskupnum yfir ís- landi, auk heimsókna í Árnastofn- un og Þjóðminjasafniö. Eftir há- degið fer nefndin til forseta íslands að Bessastöðum. Heimsókninni lýk- ur í kvöld með móttöku í austur- þýska sendiráðinu og halda nefnd- armenn áleiðis heim í bftið í fyrra- málið. 3 skákmenn og 2 úr stjórn til Kína ÍÞRÓTTARÁÐ Alþýðulýðveldisins Kfna hefur boðið Skáksambandi fslands að senda fimm menn í 3 vikna heimsókn til Kína í júlímánuði nk. Að sögn l>orsteins Þorsteinssonar forseta Skáksambandsins er búist við að sendir verði 3 skákmenn og 2 stjórnarmenn í Skáksambandinu. Hann sagði ekki endanlega ljóst hverjir færu. Skákmönnunum Karli Þorsteins, Sævari Bjarna- syni og Leifi Jósteinssyni hefði verið boðið að fara, og hugsanlegt er að stjórnarmennirnir Jón Rögnvaldsson og Guðbjartur Gunnarsson fari líka. Leifur er einnig stjórnarmaður í Skáksam- bandinu. Þorsteinn sagði að vali skák- manna í ferðina réði styrleiki þeirra og hvort þeir væru lausir á þeim tíma sem ferðin verður far- in. Það hefði takmarkaö mögu- leikana að margir sterkustu skák- mennirnir væru bundnir í mótum í júlí, en ferðin væri bundin við ákveðna daga. Skáksambandið þarf að kosta ferðir fimmmenn- inganna til Peking og kostar far- miðinn 50—70 þúsund krónur fyrir manninn. Þorsteinn sagði að ekki væri séð fyrir endann á þvf hvernig ferðin yrði fjármögnuð, en það kæmi að einhverju ieyti f hlut þeirra sem færu í ferðina að sjá um það. Stúdentar Menntaskólans í Reykjavík, 189 talsins, setja upp hvítu kollana, hið ytra tákn stúdentsins. 189 stúdentar braut- skráðir frá MR MENNTASKÓUNN í Reykjavík brautskráði 189 stúdenta í gær er skólanum var slitið í 139. skipti talið frá flutningi skólans til Reykjavíkur. Fór athöfnin fram í Háskólabíói og hófst með því að skólakórinn söng stúdentasöngva. Þá flutti rektor skólans, Guðni Guðmundsson, annál skólaársins, en veturinn markaðist að þessu sinni mjög af verkföllum kennara. Tíundaði Guðni húsnæðis- vandræði skólans en gerði um leið þær fréttir kunnar aö húsiö á Bókhlöðustig 7 hafi nú verið keypt fyrir skólann og verði tekið í notkun næsta vetur auk þess sem til standi að bæta einni hæð ofan á Casanova, kennsluhús skólans aftan við gamla Mennta- skólahúsið. Úr félagslífinu bar einna hæst sýningu Herranætur á leikritinu Náðarskotið. Tóku 40—50 nemendur þátt í upp- færslunni en sýningar voru á Broadway. Nám við skólann hóf 821 nem- andi þennan vetur, 793 tóku próf og árspróf stóðust rúmlega 80% athugasemdalaust. Kennarar við skólann voru 64 talsins. Stúdents- próf þreyttu 189 og stóðust allir. Næst voru stúdentum afhent skírteini þeirra og þeir beðnir að setja upp hið ytra tákn stúdents- ins, hvítu kollana, og voru þeim nemendum sem þóttu skara framúr í námi og félagsstörfum veitt verðlaun. Rektor talaði þá næst til nýstúdenta, brýndi fyrir þeim iðjusemi, heiðarleika og dugnað og þakkaði samfylgdina. Afmælisstúdentar héldu ræður og gáfu skólanum gjafir og var skólanum sfðan slitið. „Þetta var argasta puö en alltaf skemmtilegt" „FYRIRHÖFNIN við námið var ekkert alltof mikil nema í prófunum sjálfum. Ég hef mörg önnur áhugamál og læt skólann alls ekki sitja 1 fyrirrúmi,“ sagði dúx skólans, Þorlákur Jónsson, er blaðamaður náði af honum tali á leið út á háskólalóð þar sem stúdentaárgangurinn er jafnan myndaður að lokinni útskrift. Með það var Þorlákur rokinn, en hann hlaut 9,37 í aðaleinkunn og voru veitt verðlaun fyrir hæstu einkunn auk bókaverðlauna í einstökum greinum. Hulda Dóra Styrmisdóttir varð semi-dúx, með 9,32 í aðaleinkunn en Tómas Guðbjartsson þriðji hæstur með 9,22 í aðaleinkunn. Blaðamaður hitti þau að máli og spurði fyrst hver væri galdurinn á bak við siíkan ágætisárangur. „Ég reyndi aðallega að fylgjast vel með í tímum því það er von- laust að lesa upp á vorin ef maður hefur ekki fylgst með í tírnum," sagði Hulda Dóra. Tómas sagðist hafa skipulagt tíma sinn vel og undirbúið sig jafnt og þétt. „Þetta var mikil vinna þar sem ég var í ár inspector eða formaður nem- endafélagsins, formannsstarfið var númer eitt og skólinn númer tvö.“ Aðspurð um hvað væri eftir- minnilegast frá menntaskólaár- unum sögðu þau bæði að gaman hefði verið í skólanum alla fjóra veturna. „Einna eftirminnilegast er ferðalag sem ég fór í með góð- um hópi eftir að við lukum próf- um í fjórða bekk,“ sagði Hulda Dóra. „Þetta var argasta puð, en alltaf skemmtilegt," sagði Tómas. „Það að gegna starfi inspectors, fá að starfa í félagslífi og kynnast fólki, hefur verið viðburðaríkt og ánægjulegt." Að lokum voru þau spurð um framtíðina: „Ég fékk styrk til náms við háskóla í Bandaríkjun- um, Brandeis-háskólann, sem er rétt fyrir utan Boston, en MR er í sérstökum tengslum við þennan skóla. Ég held þangað í haust og verð í almennu námi fyrsta árið, en það er einmitt það besta aö ég þarf ekki að ákveða strax hvað ég ætla aö gera,“ sagði Hulda Dóra. „Ég ætla í læknisfræöi en það ákvað ég fyrir víst fyrir tveim ár- um síðan og valdi þá á milli verk- fræði og læknisfræði. Ég hef mik- inn áhuga á líffræði, eðiisfræði og efnafræði, þetta eru mfn uppá- haldsfög og það sem mér finnst mest spennandi," sagði Tómas. Hulda Dóra hlaut verðlaun fyrir næsthæstu einkunn og fjölda bókaverðlauna fyrir ein- stakar greinar og Tómas fékk líffræðiverðlaun, verðlaun fyrir ágætiseinkunn, viðurkenningu fyrir störf sín sem inspector og verðlaun fyrir einstakar greinar. BHr v æBM Morgunblaðiö/Júlíus Þorlákur Jónsson, dúx skólans, tekur við prófskírteini sínu úr hendi rektors, Guðna Guðmundssonar. Tómas Guðbjartsson, þriðji hæstur, og Hulda Dóra Styrmisdóttir, sem varð önnur, létu vel af verunni í MR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.