Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 Minning: Margrét Gissurar- dóttir Ijósmóðir Fædd 6. júlí 1904 Dáin 17. maí 1985 Margrét Gissurardóttir ljós- móðir, Miðstræti 4, Reykjavík, lézt hinn 17. maí sl. í Landspítalanum eftir skamma legu. Útför hennar fór fram frá Dómkirkjunni 24. maí í kyrrþey eftir ósk hinnar látnu. Margrét fæddist 6. júlí 1904 að Byggðarhorni í Sandvíkurhreppi í Flóa í Árnessýslu. Foreldrar hennar voru Gissur Gunnarsson bóndi í Byggðarhorni, og kona hans, Ingibjörg Sigurðardóttir frá Langholti í Hraungerðishreppi. Gissur (f. 1872), faðir Margrét- ar, var sonur Gunnars bónda í Byggðarhorni, Bjarnasonar, og konu hans, Margrétar Gissurar- dóttur, bónda í Byggðarhorni. Einn bróður átti Gissur, Gunnar, járnsmið að Vegamótum í Stokks- eyrarhreppi. Ingibjörg (f. 1876), móðir Mar- grétar, var dóttir Sigurðar, bónda í Langholti, Sigurðssonar, og konu hans, Margrétar Þorsteinsdóttur, bónda í Langholtsparti, Stefáns- sonar. Ingibjörg átti mörg systk- ini, m.a. Sigurð, ráðunaut og al- þingismann Árnesinga, fyrsta for- mann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík. Ingibjörg og Gissur gengu í hjónaband árið 1896 og hófu sama ár búskap í Byggðarhorni, þar sem Gissur stóð þá fyrir búi móður sinnar. Ráku þau hjón síðan bú- skap þar rúma fjóra áratugi eða til ársins 1938, þegar Geir, sonur þeirra, tók við jörðinni. Bjuggu þau í skjóli sonar síns eftir það þar til Gissur lézt árið 1941, en Ingibjörg lifði mann sinn til árs- ins 1959. Hún hafði þá verið búsett hjá börnum sínum í Reykjavík um skeið. Mikill ættbogi er kominn frá þeim Byggðarhornshjónum. Þau eignuðust sextán börn, níu syni og sjö dætur. Öll hafa þau komizt til fullorðinsára, nema einn sonur, sem lézt ungur í spönsku veikinni 1918. Margrét var sjöunda í röð- inni af börnum þeirra. Á undan' henni eru látin Sigurður, Gunnar, Margrét Ingibjörg og Jón. Eftir lifa Óskar, Ágúst, Vigdís, Stef- anía, Þórný, Helga, Ólafur, Bjarnheiður, Kjartan, Geir og Sig- urður. Samheldni og vinátta milli þessara gjörvilegu systkina á lífs- leiðinni hefur mér virzt vera sterkur þáttur í fari þeirra. Það gefur augaleið, að lífsbar- áttan hefur verið erfið hjá þeim Byggðarhornshjónum með svo mikla ómegð og eins og öll búskap- arskilyrði voru hjá bændafólki á landi hér um og upp úr síðustu aldamótum. Húsbóndinn fór á vertíðir í sjávarplássum til að draga björg í bú og húsfreyjan stóð fyrir búi á meðan með sinn fjölgandi barnaskara. Það hefur því ekki verið mulið undir börnin, látið nægja það sem til var og tek- ið til hendinni við bjargræðið und- ir eins og aldur leyfði. Fábreytt og fátækt þjóðfélag á uppvaxtarárum þeirra á fyrri hluta þessarar aldar bauð ekki þau tækifæri, sem nú eru fyrir hendi. Fornum dyggðum . hins gamla bændaþjóðfélags, sparsemi, nægjusemi og vinnu- semi var haldið í heiðri. Og slíkt hefur líka hert einstaklinginn í skóla lífsins og lagt undirstöðu að því sem síðar varð. Börn þeirra ByKKðarhornshjóna voru mann- vænlegt fólk em reynzt hafa nýtir og dugmiklir einstaklingar í lífi og starfi. Það kom í hlut þessa fólks og jafnaldra þeirra vítt um byggð- ir að leggja grundvöll þess sem síðar hefur orðið í landinu, afkom- endunum til velfarnaðar. Upp úr þeim jarðVegi, sem hér hefur lauslega verið drepið á, er Margrét Gissurardóttir frá Byggðarhorni sprottin. Þegar æskan var liðin hjá í hópi glaðra systkina, leitaði hún starfa utan heimilisins eftir því sem föng voru á, m.a. í Vestmannaeyjum um hrið. Hún var þó ávallt til heimilis • Byggðarhorni, þar til hún sneri sér að því að starfi sem hún fékkst lengstum við á blómaskeiði ævinn- ar. Margrét stundaði ljósmóður- nám i Reykjavík og lauk prófi frá Ljósmæðraskóla íslands 30. sept- ember 1935. Var hún skipuð ljós- móðir í Sandvíkurhreppi 1. óktó- ber sama ár og fluttist þá skömmu síðar ásamt dóttur sinni ungri frá Byggðarhorni að Selfossi, sem á þeim tíma var að byrja að verða þorp með vaxandi umsvifum. Einnig gegndi hún ljósmóður- störfum i Hraungerðishreppi árin 1935—45 og Villingaholtshreppi 1939—41, og loks í Selfossumdæmi 1948—49, er hún fluttist til Reykjavíkur. Jafnframt þessum störfum vann hún á saumastofu Kaupfélags Árnesinga lengstan þann tíma sem hún bjó á Selfossi. Ferðir ljósmóður voru enn nokkrum annmörkum háðar á flatlendi Árnessýslu milli Ölfusár og Þjórsár, einkum fyrri hluta þessa tíma. Ekki varð alltaf kom- izt á milli staða með góðu móti, þegar nota varð hesta til ferða eða fáþreyttan farskot á frumstæðum vegum. Allt mun þetta þó hafa blessazt hjá Margréti og hún rækt starf sitt með farsælum hætti. Líknandi hendur ljósunnar hafa verið kærkomnar sængurkonunni í hinum sunnlenzku sveitum. Þar bjó framar öðru virðing fyrir lífi hins nýja einstaklings. Þáttur slíkra kvenna í íslenzkri menning- arsögu er vissulega stór, þótt ekki sé hann fyrirferðarmikill á sögu- spjöldum, fremur en annarra „þegna þagnarinnar", sem skáldið úr Kötlum orti svo vel um í al- kunnu kvæði. Margrét fluttist til Reykjavíkur árið 1949, svo sem fyrr sagði, og var starfandi ljósmóðir þar, en fékkst auk þess við ýmis önnur störf, m.a. saumaskap, sem lét henni einkar vel. Hún vann Ijós- móður- og hjúkrunarstörf á Sól- vangi í Hafnarfirði um árabil, síð- an hjúkrunarstörf á Hrafnistu (DAS) í Reykjavík árin 1959—177, og á þeim árum gegndi hún einnig ljósmóðurstörfum í Garða- og Bessastaðahreppsumdæmum. Þegar Margrét fluttist til Reykjavíkur hafði hún stofnað heimili með Þórði Guðmundssyni, trésmið frá Högnastöðum í Hrunamannahreppi. Þau gengu í hjónaband 27. júní 1952. Iængst- um hafa þau átt heimili að Mið- stræti 4. Þangað hafa ættingjar og vinir lagt leið sína um langa hríð og notið þar hlýju og sérstakrar gestrisni þessara ágætu hjóna. Þau hafa verið samhent í lífi og starfi, þar sem rausn og mynd- arskapur hafa setið í fyrirrúmi. Þótt vettvangur ævistarfs þeirra hafi lengi verið í höfuðstaðnum, hafa þau ávalk rækt tengslin við átthagana austanfjalls, leitað á slóð vína og ættmenna 1 Árnes- þingi, þegár tækifæri hafa gefizt, og tekið virkan þátt í starfi Árnes- ingafélagsins í Reykjavík. Dóttir Margrétar og Theodórs Jónssonar frá Holtsmúla í Land- sveit, síðar skipstjóra í Boston í Bandaríkjunum (1898—1974), er Elsa, fóstra í Reykjavík, sem gift er þeim er þetta ritar. Við, sem áttum Margréti Giss- urardóttur að, þökkum henni af hlýjum hug samfylgdina og það gera ekki sízt barnabörnin, sem nutu einlægt ríkrar umhyggju hennar og elskusemi. Við fráfall hennar leitar samúðarhugur til Þórðar, sem lifir konu sína nær áttræður að aldri. Minning hennar mun Iifa skír í hugum okkar allra. Einar Laxness „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skil- ur við vin þinn, því það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið best af slétt- unni.“ (Spámaðurinn) Þegar ég nú rita smá kveðju um Margréti vinkonu mína finnst mér þessi orð fá nýja merkingu í huga mér. Sannur vinur minn var hún í gleði og sorg. Ég varð fyrir því láni á fyrsta árinu sem ég dvaldi í Reykjavík, að verða heimagangur, eins og það er kallað, hjá Þórði og Margréti, þeim úrvals hjónum. Marga ánægjustundina erum við hjónin búin að eiga með þeim í rúm 30 ár. Við Margrét vorum báðar Árnes- ingar, og fyrstu kynni urðu þar, þegar hún tók á móti fyrsta barni Guðrúnar, systur minnar, heima á Litlu-Reykjum í Hraungerðis- hreppi. Margrét starfaði þá sem Ijósmóðir í héraðinu. Það hittist þannig á að rafmagnslaust varð, þegar barnið var að fæðast, kl. 9 um morgun á þrettándanum. Það voru kveikt kertaljós og raðað í skál sem mamma átti, þannig að Ijósin voru þrettán sem i skálina komust. Þessi ljós lýstu Margréti við störf hennar, allt gekk vel einsog ætíð hjá henni, hún kvart- aði ekki þó aðstæður væru engan veginn viðunandi, heldur tók þessu með jafnaðargeði. Mig minnir að hún hafi gist einar þrjár nætur á eftir til að hugsa um sængurkonuna. Og svo spilaði hún við pabba á kvöldin og glatt var þá á hjalla í litlum bæ. Hún var kölluð Magga ljósa fyrir aust- an, það fannst mér alltaf eiga vel við, því sannarlega kveikti hún ljós á hverjum bæ þar sem ný mannvera leit dagsins ljós undir öruggri handleiðslu hennar. Aldrei sá ég hana skipta skapi en hún var samt mjög ákveðin kona, og lífskraftur hennar og vinnugleði óþrjótandi. Alltaf fannst mér hún jafn ung, þó ég vissi að árin væru orðin mörg, og hún ætti við mikla vanheilsu að stríða, hin síðustu ár. Þó lét hún aldrei bugast. Þau hjónin voru sérstaklega hamingjusöm og samhent alla sína sambúð. Margrét átti eina dóttur áður, EIsu Theodórsdóttur. Hún giftist ung Lúðvík Hjaltasyni og eignuðust þau tvo syni, Hjalta og Theodór. Elsa missti eigin- mann sinn eftir 2 ára sambúð. Það var mikil sorg í Miðstræti 4 þá. En ekkjan unga stóð ekki ein heldur var hún studd af sinni ástkæru móður og hennar ágæta manni, Þórði Guðmundssyni. Þau fluttu strax til hennar úr sinni íbúð og tveimur árum seinna þegar neðri hæð hússins var til sölu, keyptu Þórður og Margrét þá íbúðina. Og síðan hefur heimili þeirra verið þar. Elsa bjó með sonum sínum á efri hæðinni sem hún átti með manni sínum. Hún fór síðan að vinna úti en afi og amma, á neðri hæðinni, tóku við uppeldi drengj- anna að miklu leyti. Þegar Elsa giftist seinni manni sínum, Einari Laxness, fluttu þau og börnin i sitt eigið hús. Síðar fluttist Hjalti, sonur Elsu, aftur til afa og ömmu, og hafði heimiii hjá þeim á náms- árum sinum. Sannarlega fengu drengirnir að njóta hinna góðu mannkosta afa síns og ömmu, og er veganesti þeírra gott til komandi ára. Endá eru þeir báðir hinir ágætustu menn, vel menntaðir og hafa nú þegar komist vel áfram í lífinu, Hjalti bútæknifræðingur og Theo- dór endurskoðandi og vinnur hann hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir eru báðir kvongaðir ágætum kon- um, Hjalti á þrjár dætur en Theo- dór fjórar. Elsa og Einar eiga saman fjögur mannvænleg börn. Nú er eins og dregið hafi fyrir sól á hlýja og fallega heimilinu í Miðstræti 4, og Þórður vinur minn er farinn að heilsu, en hetjulund á hann enn óbugaða, og tekur hinu óumflýjanlega með rósemi og æðruleysi. Hann á fagrar minn- ingar sem aldrei verða frá honum teknar. Ég vona að heilsa þín styrkist og að ég eigi eftir að njóta vináttu þinnar enn um stund. Ég vitna að lokum í orð Spá- mannsins: „Fyrir þetta blessa ég ykkur: Þið gáfuð mikið og vissuð ekki til, að þið gæfuð neitt.“ Ljóssins faðir blessi Margréti Gissurardóttur og styrki eftirlif- andi eiginmann hennar og ætt- ingja alla um ókomin ár. Stefanía Kagnheiður Pálsdóttir flOil í 2. FLOKKI 1985—1986 Vinningur til íbúðarkaupa, kr. 500.000 40300 Vinningar til bílakaupa, kr. 100.000 4763 25801 46677 66519 14961 26569 55816 79616 Utanlandsferðir eftir vali, kr. 40.000 1700 8981 29471 42953 65510 3306 9556 29814 44652 65815 3351 10712 30049 48014 65881 3872 12688 33352 52385 67355 5578 14128 33365 54145 71460 6688 17703 33891 59792 73372 7454 21711 34482 61674 74047 7594 22744 35010 63040 74225 B364 23881 36921 63064 75662 8432 25096 38861 63759 77067 8524 27356 40191 64200 78321 8579 28893 42597 65130 79506 Húsbúnaður eftir vali, kr. 10.000 1664 17352 27310 44037 60314 2026 18907 27940 44688 60504 2257 19071 28377 44788 61031 2529 19152 29548 4494B 61607 3110 19400 30027 45145 61835 3676 19801 30979 45206 63575 4833 19848 30993 45405 64050 4849 20512 31120 46295 65281 5679 21144 34310 47293 65452 6903 21911 34915 48047 67576 7241 22317 36262 48737 68257 7742 22983 36357 49163 68571 8231 23939 37743 49796 70696 8328 24213 37809 49901 72899 11295 24306 38251 50863 73322 12241 25271 38879 51743 73338 12319 25404 39632 51928 76231 14007 25604 39800 54072 76721 14882 25759 40052 54718 76976 14909 26666 41234 55551 76986 16788 26960 42787 57706 77220 16824 27263 43325 60005 78203 Húsbúnaöur eftir vali, kr. 3.000 548 7279 14459 22274 30989 39243 47544 56962 65819 72756 896 7541 14528 22307 31148- 39581 47654 57204 65938 73049 1203 7642 14638 22574 31449 40192 47821 58111 66135 73173 1354 8107 14789 22711 31864 40394 47949 58127 66210 73362 1550 8265 14992 22969 31901 40637 47965 58215 66447 73429 1618 8586 15014 23034 31957 40940 48640 58277 66468 74388 1650 8915 15252 23126 32057 41407 49183 58404 66507 74552 1670 9075 15595 23198 32287 41534 49426 58714 66594 74806 1787 9160 15725 23302 32588 41683 49682 58908 66645 75520 2022 9298 15730 23377 32604 41874 49936 59110 66784 75535 2043 9411 15797 23648 32768 41958 50072 59205 66791 75634 2056 9499 15803 23800 32963 42021 50128 59331 67263 75830 2060 9571 16253 23955 33003 42050 50162 59554 67541 75943 2249 9672 16549 24506 33137 42383 50506 59899 67604 76339 2415 9682 16695 24592 33328 42550 50674 59928 67755 76962 2426 9704 17185 24700 33377 42590 50827 60549 68167 76990 2449 9750 17315 24847 33484 42739 50961 60556 68192 77055 2473 10255 17568 24850 33520 42782 51059 60624 68355 77162 2531 10284 17688 25344 33576 42939 51086 60752 68810 77284 3023 10345 17871 25449 33630 43085 51272 60928 68888 77527 3251 10542 17989 25510 33983 43162 51511 61368 69006 77732 3354 10741 18089 25520 34283 43472 51765 61898 69067 77908 3495 11114 18509 25940 34492 43611 51985 62099 69175 78004 3572 11123 18657 26155 34505 43782 52029 62101 69240 78156 3615 11303 18748 26194 34752 43800 52703 62288 69446 78319 3668 11488 18767 26362 34800 43811 53039 62291 69577 78437 3705 11555 19254 26452 34812 43983 53384 62292 69581 78539 5105 11941 19305 26584 34818 44052 53500 62462 69640 78736 5188 11974 19367 27354 34846 44141 53640 62509 69687 78758 5591 12007 19377 27498 35753 44178 53697 62536 69981 78874 5634 12012 19975 27944 36581 44219 54342 62848 70061 78924 5684 12090 20104 28794 36823 44660 54543 63116 70541 79034 5696 12598 20216 28894 36830 44740 55194 63332 70666 79741 6095 12928 20290 28969 37108 44830 55330 63763 71246 79881 6466 131 78 20302 29346 37813 45034 55370 64142 71258 6488 13214 20313 29493 37927 45684 55399 64205 72079 658« 13593 21.041. 2«766 37937 46246 55441 64554 72121 6596 1369« 21186 29805 37940 46290 56237 64694 72198 6819 14105 2125*1 30023 38487 46330 56287 6471 1 72470 6905 1-4122 21505 30185 JB617 46463 56351 64969 72564 71071 14165 21525 30212 39026 46829 56696 65546 72688 71*9- 14195 21833 305?»* 39196 46953 56713 656« 7 72712 2185 14264 22.154 30532' 39205 47508 56864 65764 ,7271 4 Afgreiösla húsbunaöarvinninga helsl 15. hvers mánaöar og stendur til manaóamóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.