Morgunblaðið - 06.06.1985, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 06.06.1985, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 FRAMTÍÐ LANDBÚNAÐAR/ eftir Stefán Aöalsteinsson 4. grein Dæmi frá útlöndum í fyrri greinunum í þessum flokki var fjallað um vandamál landbúnaðar á íslandi og helstu vaxtarbúgreinar hans. Auk þess voru tekin nokkur dæmi um iðnað í smáum stíl úti um sveitir, sem gæti skapað arðbæra vinnu og treyst byggð. Hér á eftir verða tekin fáein dæmi af því, hvernig sveitafólk í öðrum löndum hefur aflað sér tekna á nýstárlegan hátt. Dýrar vörur úr sauðnautaþeli Það er lengi hægt að halda áfram að taka dæmi af því sem hugsanlegt er að gera. Enginn veit hvað borgar sig fyrr en það hefur' verið reynt. Þess vegna er ekki úr vegi að nefna nokkur dæmi um hluti, sem reyndir hafa verið er- lendis með athyglisverðum ár- angri. Indíánar í Norður-Ameríku hafa víða átt í erfiðleikum með atvinnu, sem gefur góðar tekjur í aðra hönd. Nýlega frétti ég af því að í Alaska væru Indíánar með tamin sauðnaut, sem þeir hefðu til ullarframleiðslu. Sauðnautaþelið er mjög verðmætt en Indíánar selja það ekki sem hráefni, heldur vinna þeir úr því vandaðar vörur, sem þeir selja á mjög háu verði til Japans. Kasmírull af geitum I Ástralíu og á Nýja-Sjálandi er farið að framleiða þel af geitum í verulegum mæli. Geitaþelið, sem gjarnan er nefnt Kasmírull eftir ullargeit með því nafni í Asíu, er mjög verðmætt. Fyrir það fást nú um það bil 3.000 kr. á hvert kg í Bretlandi. Skotar eru farnir að þróa geita- rækt hjá sér til framleiðslu á kasmírull. Þeir hafa safnað saman villtum geitum í þessu skyni, því að þær eru með meira þel heldur en ræktuð kyn af mjólkurgeitum. Þar mun vera um aðlögun að ræða vegna útigangsins á vetrum. Svo er að sjá, að geitastofninn hér á landi sé með tiltölulega mikið þe) og gæti því komið til greina að þróa hann nánar til þelfram- leiðslu. Geitarostar Norðmenn framleiða geitarosta í allmiklum mæli og fá tiltölulega gott verð fyrir þá á innlendum markaði. Skotar hafa hug á að sameina ostagerð úr geitamjólk og þel- framleiðslu, en þeir hafa auk þess góðan markað fyrir geitakjöt með- al innflytjenda frá Pakistan og fleiri löndum. Auk þess nota þeir geiturnar til að eyða illgresi úr beitilöndum sauðfjár og slá þann- ig margar flugur í einu höggi. Rafeinaiðnaður á bónda- býli á Hjaltlandi Það er með ýmsu móti hægt að skapa sér afkomu á föðurleifð sinni. Mér var sagt frá því nýlega, að bóndasonur á Hjaltlandi, sem hafði aflað sér góðrar menntunar í Skotlandi, hefði snúið heim til sín fyrir nokkru til að setjast þar að. Hann tók þó ekki til við búskap, heldur setti upp rafeindafyrirtæki á bænum, þar sem hann setur saman fullbúin tæki úr aðkeypt- um einingum og hefur gott upp úr því. Gabriel HÖGGDEYFAR Amerísk úrvalsvara Þú velur þá gerö sem hentar Viö eigum allar geröir ★ Venjulega ★ Styrkta ★ Extra styrkta ★ Stillanlega ★ Gasfyllta ★ Stýrisdempara Póstsendum HÁBERG HF. Skeifunni fa — Sími 8*47*88 _____—i—........ .■.-i’.-a'-rföA.:, ... U, -.2.. Geitamjólk í sælgæti með viskíbragði Besta dæmið sem ég hef heyrt nýverið um sjálfsbjargarviðleitni er frá skoskum bónda. Hann er með um 50 mjólkurgeitur. Hann vinnur mjólkina úr þeim heima fyrir í sérstakt sælgæti, sem hann bragðbætir með keim af mismun- andi viskítegundum. Sælgætinu pakkar hann síðan í fallegar um- búðir og hefur ágætar tekjur af öllu saman. Hugvit í sköpun — natni í framkvæmd Þau atriði, sem ég hef drepið hér á, má ekki líta á sem tillögur um neina allsherjarlausn á þeim vandamálum sem landbúnaðurinn á við að etja í dag. Það er hins vegar von min, að þau geti orðið hvati að umræðu um málin, og við það væri mikið fengið. Ég vil ennfremur ítreka það, að þeir atvinnumöguleikar, sem kynni að vera að finna á þeim sviðum, sem ég hef gert að um- talsefni, eiga ekki að koma í stað- inn fyrir áform um verksmiðju- iðnað í hefðbundnu formi eða þá stóriðju, sem á rétt á sér til að nýta orkuna, sem landið býr yfir. Tilgangurinn með þessu spjalli minu er fyrst og fremst sá að benda á hluti, sem má leita að til að fylla í stakar eyður í atvinnulíf- inu í sveitum og öðru dreifbýli. Þar verður vandinn ekki leystur með hefðbundnum verksmiðjuiðn- aði eða stóriðju, heldur með ýms- um smáiðnaði sem krefst lítillar fjárfestingar, því meira hugvits í sköpun og natni í framkvæmd. Til þess að hægt verði að ná ár- angri í uppbyggingu slíkra starfa, þarf tvennt að koma til, sem ekki er við að styðjast nú. Samtök um hönnun og markaðsöflun Annars vegar þarf að koma á fót samtökum sem geta sinnt litl- um fyrirtækjum, sem hafa áhuga á að stofna til framleiðslu í litlum mæli á verðmætum varningi. Þjónusta samtakanna við litlu fyrirtækin yrði að hluta til fólgin í aðstoð við val á framleiðsluvörum og hönnun þeirra miðað við til- tæka markaði, en auk þess myndu samtökin sjá um markaðsöflun fyrir vöruna að einhverju eða öllu leyti. Ágæt dæmi um slíka sam- vinnu eru þegar fyrir hendi, þar sem er ullariðnaðurinn. Þar sinna stór fyrirtæki markaðsöflun og sölu fyrir smáfyrirtæki, sem dreifð eru út um allt land. Hitt atriði, sem þarf að komast í höfn, er skipulagning á lánum og annarri fyrirgreiðslu við stofnun slíkra starfa. Þar ætti að taka þannig á málum, að um beinharð- an „bisness" væri að ræða og öll lán yrðu veitt með þeim skilningi, að þau gæfu sömu ávöxtun og ann- að lánsfé. Við stofnun nýrra starfa, sem ekki væri reynsla fyrir, ætti hins vegar að vera til- tækt áhættufjármagn frá ríkinu, sem greitt yrði til baka, ef rekstur gengi vel, en yrði afskrifað ef til- raunin með nýju störfin reyndist óarðbær að liðnum ákveðnum reynslutíma. Höfuadur er deildarstjóri rið Ranasóknarstofnun landbúnaðar- ins. „Ævintýrasteinninn“ frumsýndur f dag „Ævintýrasteinninn“ nefnist kvikmynd, sem frumsýnd verður f Nýja bíói í dag. Kvikmyndin, sem i frummálinu nefnist „Romancing the Stone“, er ævintýramynd í anda „gullaldarkvikmynda Hollywood“, segir í fréttatilkynningu fri kvik- myndahúsinu. Leikstjóri myndarinnar, sem að stórum hluta gerist í Suður- Ameríku, er Robert Zemeckis. Framleiðandi og aðalleikari Ævintýrasteinsins er Michael Douglas — sá hinn sami og átti heiðurinn af The China Syndrome (Kjarnleiðsla til Kína) og óskars- verðlaunamyndinni One Flew Over the Cuckoo’s Nest (Gauks- hreiðrið). Með önnur aðalhlutverk í myndinni fara þau Kathleen Turner og Danny DeVito. Nú er sumar á Fatalagernum Grandagarði 3 Það hefur aldrei verið meira úrval af sumarvörum á ótrúlega lágu verði Dæmi um vorö: Jogginggallar meö nælontopp á kr. 1290 T-bolir á kr. 180 Sumarpeysur á kr. 790 Herrapeysur á kr. 350 Barnajogginggallar á kr. 490 Dömuúlpur á kr. 1090 og margt, margt fleira Fólk sem feröast erlendis veit hvaö fötin kosta. Því ekki aö bera saman veröið hjá okkur? Opiö mánudaga og föstudaga frá kl. 10—19, laugardaga frá kl. 10—16 **0tmÞiaMÞ Áskriftarsíminn er 83033
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.