Morgunblaðið - 06.06.1985, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985
45
Fanney Guðmunds-
dóttir - Minning
Kædd 11. apríl 1906
Dáin 28. maí 1985
Nú þegar við systkinin kveðjum
Fanney ömmu okkar sem er okkur
sár söknuður viljum við þakka
henni fyrir allar þær ánægju-
stundir sem við áttum með henni.
Hún bar velferð okkar fyrir
brjósti og hafði ánægju af að vita
hvað við tækjum okkur fyrir
hendur og að framtíð okkar yrði
sem björtust.
Sem börn lá leið okkar mikið um
heimili ömmu og afa, þar sem
margir hlutir heilluðu og beðið
var með eftirvæntingu eftir góð-
gjörðunum sem við vissum að við
ættum von á og alltaf voru gefnar
með mikilli gleði.
Við höfðum sterkar tilfinningar
til hennar eins og allra sem maður
elskar heitt, en vitum að nú líður
henni vel þar sem stríði hennar
við langvinnan sjúkdóm sem dró
hana til dauða er lokið.
Ömmu okkar þökkum við allt og
megi Guð varðveita hana og eftir-
lifandi afa okkar sem ber sáran
söknuð í brjósti.
Fannar, Finnur, Auðbjörg.
Hinn 28. maí lést amma okkar,
Fanney Guðmundsdóttir, í Land-
spítalanum í Reykjavík.
Hún var fædd á Hornafirði 11.
apríl 1906. Foreldrar hennar voru
Guðbjörg Sigurðardóttir og Guð-
mundur Jónasson og var hún ein
níu systkina. Sjálf eignaðist hún
fimm börn og eru fjögur þeirra á
lífi, en einn sonur, Birgir, lést af
slysförum aðeins 22 ára að aldri.
Móðir okkar, Jóhanna, er elst
þeirra systkina en hin eru Rögn-
valdur, Ester og yngstur er Árni
Björn. Barnabörnin eru orðin
sextán og barnabarnabörnin
sautján.
Amma og afi, Finnur Bjarna-
son, bjuggu hin síðustu ár á Laug-
arnesvegi 81, hinu mesta mynd-
arheimili. Amma var mikil hann-
yrðakona og eru þær t.d. ófáar
myndirnar sem hún saumaði og
afi innrammaði og eiga margir
fallega muni eftir þau til minn-
ingar. Amma og afi hafa ætíð
fylgst vel með sínu fólki og verið
boðin og búin að rétta hjálpar-
hönd ef þurft hefur.
Amma var mjög félagslynd og
hafði gaman af að fara á manna-
mót, t.d. hafði hún mikla ánægju
af að taka í spil.
Við munum sakna þess að eiga
ckki fleiri ánægjulegar stundir á
Laugarnesveginum með ömmu og
afa en við munum ætíð minnast
þess hversu vel var tekið á móti
okkur þegar við komum þar.
Megi góður Guð styrkja afa og
styðja á þessari sorgarstundu.
Birna, Kristín, Óla Maja,
Sigga og Þröstur.
Kristjana Baldvins-
dóttir — Minning
Fædd 20. júlí 1912
Dáin 29. maí 1985
í dag verður til moldar borin frá
Fríkirkjunni í Reykjavík frænka
mín Kristjana Baldvinsdóttir.
Kristjana hefur allan sinn aldur
búið í Reykjavík en ólst upp að
Eiði á Seltjarnarnesi þar sem for-
eldrar hennar, Sigríður Sakaría
Kristjánsdóttir og Baldvin Júlíus
Sigurðsson, bjuggu ásamt börnum
sínum níu. Voru þau hjón bæði
myndarfólk og líknsöm og áttu
margir að þakka umhyggju þeirra
og góðsemi.
Baldvin andaðist árið 1921 en
Sigríður bjó enn um sinn af mikl-
um dugnaði með börnum sínum og
fluttist síðar til Reykjavíkur þar
sem hún lést árið 1950.
Árið 1933 giftist Kristjana
Karli Jónssyni frá Mörk, bílstjóra.
Lengst af bjuggu þau að Austur-
völlum við Nesveg. Hjónaband
þeirra og fjölskyldulíf var ham-
ingjusamt og farsælt. Hjónin voru
samhent og létu sér mjög annt um
velferð sinna nánustu. Heimilis-
bragurinn var myndariegur og
gott var þar að koma.
Kristjana og Karl eignuðust sex
vænleg börn, tvö þeirra létust á
besta aldri. Börn þeirra eru í ald-
ursröð: Haraldur bílstjóri, Grétar
húsasmiður, Baldur Már vélstjóri,
sem lést árið 1975, Sigríður ritari,
Margrét einkaritari, sem lést árið
1981, og Hreiðar skriftvélavirki.
Kristjana og Karl voru trygg-
lynd og það voru góðar stundir
þegar Kristjana frænka kom að
heimsækja fjölskyldu mína. Oft
kom hún á hjólinu sínu, jafnfrísk-
leg og gefandi, spurði frétta og
spjallaði í góðum tón. Hún hafði
sínar ákveðnu skoðanir en dæmdi
ekki og lét sér annt um alla jafnt.
Kristjana sýndi fjölskyldu minni
einstaka tryggð og vakti yfir vel-
ferð okkar.
Hin seinni ár reyndi mjög á
frænku okkar en hún lét hvorki
sorg né erfiðleika buga sig. Karl
dó árið 1978 og þá hafði Kristjana
misst eiginmann og tvö börn með
fárra ára millibili. Kristjana fékk
styrk, fann sér ný hugðarefni og
hélt reisn sinni og virðingu.
Ég og fjölskylda mín eigum
margt að þakka Kristjönu og fjöl-
skyldu hennar fyrir ræktarsemi
og velvild sem þau hafa sýnt
okkur.
í augum mínum var Kristjana
tengiliður við líf margra úr fjöl-
skyldunni sem nú eru horfnir og
virðist sem ákveðnu tímabili sé nú
lokið.
Það er sárt að sjá á bak elsku-
legri frænku. Við kveðjum hana
með þökk. Blessuð sé minning
hennar.
WMMBl
Frá ráðstefnu sjúkraliðafélags íslands.
Morgunbladid/Júlíu8
Sjúkraliðafélag íslands:
Ráðstefna um menntun sjúkra
liða, starfssvið og stöðu
LAUGARDAGINN 18. maí síðastlið-
inn var haldin ráðstefna á vegum
Sjúkraliðafélags íslands, þar sem
fjallað var um menntun sjúkraliða,
starfssvið þeirra og stöðu í heilbrigð-
iskerfinu. Ráðstefnuna sóttu liðlega
200 manns víðsvegar af landinu. Er-
indi fluttu, Margrét S. Einarsdóttir,
formaður SLFI, Páll Sigurðsson,
ráðuneytisstjóri, Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, augnlæknir, Kristbjörg
Þórðardóttir, skólastjóri Sjúkraliða-
skóla íslands, Gauti Arnþórsson,
yfirlæknir Fjórðungssjúkrahúss
Akureyrar, Elsa Dýrfjörð, sjúkraliði,
Reykjavík, Þór Halldórsson, yfir-
læknir öldrunarlækningadeildar
Landspítalans, Guðrún Karlsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, Lúðvfk Ólafs-
son, heilsugæslulæknir, Guðfinna
Thorlacius, hjúkrunarkennari, Jó-
bannes Pálmason, framkvæmda-
stjóri, Borgarspítalans, og Þorbjörg
Ingvadóttir, sjúkraliði, Akureyri.
Á ráðstefnunni kom fram, að
full ástæða er til að taka til endur-
skoðunar menntun og starfsrétt-
indi sjúkraliða. í dag eru sjúkra-
liðar útskrifaðir frá 3 stöðum á
landinu: Sjúkraliðaskóla íslands,
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
og Verkmenntaskólanum, Akur-
eyri. Tæplega 20 ár eru liðin frá
útskrift fyrstu sjúkraliðanna hér
á landi, og á þeim árum hafa orðið
allverulegar breytingar á mennt-
un stéttarinnar hvað varðar leng-
ingu námstíma og viðbótarnáms-
efni. Sjúkraliðar telja að staða
þeirra í heilbrigðiskerfinu sé eng-
an veginn í samræmi við menntun
þeirra og störf. Menntun sjúkra-
liða er miðuð við að þeir séu færir
um að veita sjúkum hjálp og að-
stoða við hjúkrun. Með lögum um
sjúkraliða frá því í maí 1984 hafa
sjúkraliðar fengið viðurkenningu
á störfum sínum sem þeim ber,
þ.e. löggildingu á starfsheiti og
starfsréttindum. Þrátt fyrir leng-
ingu námsins á síðustu árum er
staðreyndin sú að sjúkraliðar
standa i blindgötu, nám þeirra
hefur ekki verið metið sem skyldi
og tækifæri til framhaldsmennt-
Hohi. 2. jóní.
JAFNVEL í sveit er nauðsynlegt
að hafa reiðskóla fyrir börn og
unglinga. Mörg undanfarin ár hef-
ur hestamannafélagið Sindri í
Mýrdal og undir Eyjafjöllum verið
með reiðskóla á vorin fyrir börnin
í sveitinni og í Vik í Mýrdal. Hafa
unar hafa ekki verið til staðar. Á
ráðstefnunni kom fram, að eðli-
legt verður að teljast að opna leið-
ir til aukinnar menntunar fyrir
það fólk sem fer inn á sjúkraliða-
braut þannig að það eigi kost á
framhaldsnámi eða frekari sér-
hæfingu. Sjúkraliðar hafa grunn-
menntun til hjúkrunar, viðbót-
armenntun þeirra myndi leiða til
þess að unnt yrði að nýta þennan
starfskraft mun meira en nú er.
þessi námskeið verið vel sótt og
notið mikilla vinsælda. Hér var að
ljúka námskeiði í Skálakoti með
yfir 30 þátttakendum með reið-
skólakennurunum Guðmundi J.
Viðarssyni og Jóhönnu S. Þór-
hallsdóttur.
Fréttaritari
Reiðskóli í sveit
BRÁÐSNJALLT
ef betur er að gáð !
Purrkofnarnir frá Ofna-
smiðjunni eru ekki aðeins
fallegir - heldur nýtast þeir
jafnframt sem:
★ venjulegir ofnar
★ Handklæðaslár
★ Tauþurrkarar
Purrkofnarnir fást í ýmsum
stærðum og henta því í eldhús,
þvotta- og baðherþergi.
Leitlð nánari upplýsinga ...
m.OFNASMIUAN
Háteigsvegi 7, s 21220, 105 Revkjavik
Sigrún Gunnarsdóttir.