Morgunblaðið - 06.06.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.06.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNl 1985 25 Opið bréf til þingmanna eftir Sigurð Garðarsson Vogmn, 29. maí. Kæri þingmaður. Ég veit að þú hefur óskaplega mikið að gera þessa dagana. Þú ert að hugsa um bjórinn og út- varpið og svo að leysa vanda hús- byggjenda, en ættir að vera kom- inn í sumarfrí. Þetta með söluskattinn er alveg tilvalið, eitt lítið prósent í viðbót er ekkert mál og þú hlýtur að finna einhvern flöt á stóreigna- skattinum út á þennan spýtukofa sem ég er nýbúinn að byggja. Ég á líka hlut í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki og það mun- ar engu þó þú bætir nokkrum krónum við út á það, þeir hjá Þjóðhagsstofnun hljóta að geta fundið einhver stóreignaskatt- skyld verðmæti þar, ef þeir gá vel. Mitt mál er svo lítilfjörlegt í samanburði við fyrrnefnd atriði, að ég veit ekki, hvort þú hefur tíma til að sinna því. Þannig er að við félagarnir í „grátkórnum" erum stöðugt að týna tölunni og nú er svo komið að þetta er varla meira en tylft eftir. Og okkur fer fækkandi. Við höfum reyndar ekkert grátið opinberlega núna í langan tíma enda bara gert grín að okkur ef við troðum upp. Við höfum samt sem áður grátið fyrir þig á einkafundum undan- farið, og þú tekið því vel að okkur virðist. Þess vegna héldum við að þér stæði ekki á sama um okkur. Hvað um það, mig langaði til að minnast á nokkur af þeim atriðum sem valda þessari fækkun í hópn- um ef vera mætti að þú vissir ekki af þeim. Einn þáttur í starfsemi okkar er innflutningur ýmissa gjaldmiðla. Þeir helstu eru dollarar og pund. Af einhverri ástæðu sem við eig- um bágt með að sætta okkur við erum við skyldaðir til að selja þessa innfluttu vöru á fyrirfram föstu verði til Seðlabankans. Þetta er eins og að skylda alla bflainn- flytjendur til að selja þá til Inn- kaupastofnunar ríkisins á föstu krónuverði, eða að skikka náms- menn sem læra erlendis til að skila prófskírteinum sínum til há- skólans og fá í staðinn kaup- greiðslur í samræmi við launa- töflu ASÍ. Eins og þú sérð þegar við berum þessi atriði saman eru þau öll fáranleg. Eða hvað finnst þér? f beinu framhaldi af ofan- greindu er eðlilegt að víkja að arð- seminni. Auðvitað er krónan arð- samasti gjaldmiðiliinn. Það er eðlilegt í ekki nema 10 til 30 pró- sent verðbólgu. Þeir sem eiga krónur, bílasölu, innflutt hugvit eða hvað annað en fiskbirgðir og búnað til veiða og vinnslu á fiski verða náttúrlega að fá arð af eign- um sínum og striti. Við skussarnir sem safnað höfðum skuldum og skreið undanfarin ár höfum auð- vitað ekkert við hann að gera, okkur er trúandi til að eyða hon- um í einhverja bölvaða vitleysu eins og viðhald fiskiskipa eða vinnslustöðva. Sumum væri jafn- vel trúandi til að borga niður skuldirnar. Nei, eftir því sem ég hugsa meira um það sé ég að við þurfum engan arð. Ég ætlaði að fara að biðja þig að kíkja á þessi arðsemismá) okkar, en við skulum sleppa því. Bankarnir, heildsal- amir og húsbyggjendur ásamt öll- um hinum verða að fá sitt. f versta falli borðum við félagarnir skreið- ina til að halda lífi og þeir fá skuldirnar í hausinn, sem hafa verið svo vitlausir að lána okkur. Þriðja málið sem ég vildi minn- ast á er vinnuaflið. Þessi atvinnu- tækifæri sem nú bjóðast eru hreint frábær. Þeir segja að á Keflavíkurflugvelli séu ráðnir 2 til 3 í hvert laust starf. Að komast að hjá banka eða ríki og bæ er gull- trygging. Kaupið er reyndar lítið, en samanborið við vinnuframlag er þetta fínt. Toppurinn er svo að komast á atvinnuleysisskrá. Hugsaðu þér. Sama kaup og í fisk- inum fyrir ekki neitt. Við í grátkórnum héldum alltaf að gera þyrfti meira en mæta á vinnustað til að fá kaup. Við höf- um verið að mæla bæði tímann sem fólkið er við vinnu, og líka magn afurða, sem það skilar á þessum mælda tíma, og síðan borgað því bónus í samræmi við það. Þetta er ekkert annað en fyrirhöfn, bæði hjá okkur og fólk- inu. Við erum núna búnir að skoða tuttugu ára tímabil þar sem starfsfólkið okkar hefur bætt nýt- ingu og verðmæti afurðanna um mörg hundruð prósent. Og af ein- hverjum óskiljanlegum ástæðum eru hvorki við né starfsfólk okkar betur sett í dag en fyrir tuttugu Sigurður Garðarsson árum. Við getum vel samþykkt kveðskapinn hans Bubba Morth- ens í fsbjarnarblúsinum hans. „A skrifstofuniii arArcninpnn situr og hler þrí línuritid sýnir nA afkostin eru meiri í dag en i gær þúsund þorskar í færibandi þokast nær.“ „Fiskvinnslugrýlan" sem krökk- um á skólaaldri er hótað með, ef þau eru löt við lærdóminn, er raunveruleg. Áhyggjur mínar eru meðal annars vegna hennar. Ef þú vildir nú vera svo vænn að hugleiða þetta augnablik. Al- mennt halda nefnilega félagar mínir, að þessi vandamál eigi ræt- „Ef þú vildir nú vera svo vænn og hugleiða þetta augnablik. Al- mennt halda nefnilega félagar mínir að þessi vandamál eigi rætur sín- ar aö rekja til aðgeröa starfsbræðra þinna þarna á Alþingi og ef svo er ekki, þá þætti mér miður, ef þið væruð hafðir fyrir rangri sök.“ ur sínar að rekja til aðgerða starfsbræðra þinna þama á Al- þingi, og ef svo er ekki þætti mér miður ef þið væruð hafðir fyrir rangri sök. Ég hef tekið eftir einu sem kom út úr einhverri skoðanakönnun um daginn. Fólk heldur, að við lif- um að meginhluta á sjávarútvegi. Þú og ég vitum að þessi sjávarút- vegur skiptir engu máli. Það eru erlendu lánin og skattarnir sem skipta máli. Og innflutningurinn. Ekki megum við gleyma honum. Ég skil reyndar ekkert í þessari niðurstöðu því við þekkjum báðir marga, sérstaklega úr Reykjavík, sem einmitt hafa lifibrauð af lán- unum, sköttunum og innflutn- ingnum. Fólk á að vita betur. Þeir hafa líklega ekki spurt rétt fólk. Jæja, nú er mál að linni. Þú þarft að nota alla þína orku í að berjast við framsókn, íhaldið, kratana, kommana, kvensurnar og bandalagsstrákana þarna í saln- um við Austurvöll. Þetta eru nú meiri þverhausarnir að sjá ekki hvílík þjóðarnauðsyn er að fá bjórinn og frjálst útvarp. Ég sam- þykki eins og fyrr segir þessa lausn á málefnum húsbyggjenda. Við lifum nú einu sinni á sköttum. Þú getur líka bent þeim á að taka bara erlent lán, ef skattarnir duga ekki. Að lokum langar mig að þakka þér fyrir athyglina og fyrir að vera góður hlustandi þegar við í grátkórnum höfum sungið fyrir þig. Skilaðu kveðju. Þinn einlægur Siggi Garðars P.S. Eins og þú veist, þá er byrjað að draga dilkana i sláturhúsið hérna suður með sjó. Hver veit nema ég verði næsta fórnarlamb í sláturtíð uppboðshaldaranna. Ég mun reyndar berjast hart fyrir sæti mínu í kórnum og veit að ég á hauk i horni þar sem þú ert. Höfuadur er framkvæmdastjóri bjí Vogum bf. í Vogum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.