Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 17 Náttúruvemdarfélag Sudvesturlands: Náttúruskoðunar- og sögu- IMEMOREX ferð um Garðabæ NVSV fer náttúruskoðunar- og sögu- ferð laugardaginn 8. júní um Garða- bs. Frá Garðaskóla verður farið kl. 14.15. Hsgt er að fara í bílinn við Norræna húsið kl. 13.30, Náttúru- gripasafnið, Hverfisgötu 116 kl. 13.45 og Náttúrufræðistofu Kópa- vogs, Digranesvegi 12 kl. 14.00. Leiðsögumenn verða Jón Jónsson jarðfræðingur, Áslaug Aradóttir líffræðingur og sögu- og örnefna- fróðir menn. Við Garðaskóla lýkur ferðinni kl. 18.00 síðan ekið að Norræna húsinu með viðkomu á sömu stöð- um og í upphafi ferðarinnar. Far- gjald kr. 200 en 300 fyrir þá sem koma í bílinn á leiðinni að Garða- skóla. Frítt fyrir börn í fylgd full- orðinna. Allir velkomnir. Frá Garðaskóla verður ekið að Hraunholtslæk. Farin verður stutt gönguferð út í hraunið. Það- an um Vífilsstaði meðfram Víf- ilsstaðavatni og upp á Kjóavelli. Þar snúið við og haldið inn með Vífilsstaðahlíðinni og Hjöllunum. Gengin verður örstutt leið að Vatnsendaborg. Síðan farið til baka, Gjárétt skoðuð. Ekið verður meðfram Urriðakotsvatni og út á Garðaholt um Selskarð að Skóg- tjörn, framhjá Hausastöðum að Garðakirkju og hún skoðuð. Þaðan yfir í Arnarnesvog um Arnarnes eftir Bæjarbraut og að Garða- skóla. Jarðsaga, lífriki, mannvistar- minjar og saga þess svæðis sem Garðabær nær yfir er fyrir margra hluta sakir merkileg og áhugavert að kynnast nánar. Búr- fellið, eldstöð með eldtröðinni Búrfellsgjá, á sér fáa líka í heim- inum. Hraunstraumurinn úr Búr- fellinu hefur náð til sjávar við Arnarnesvog og myndar þar nátt- úrufyrirbrigði eins og Eskines. Áhugaverð vötn og tjarnir eru á svæðinu s.s. Urriðakotsvatn sem er einstaklega lífríkt vatn, Víf- ilsstaðavatn, en í því er silungur, Grunnuvötn, Lambhústjörn og Skógtjörn með miklu fuglalífi og loks má nefna Garðatjörn sem nú er horfin í sjóinn, en „bakkar" hennar koma upp á stórstraums- fjöru. Mýrar finnast enn á svæð- inu og Heiðarflákinn ofan Víf- ilsstaðahlíðar og Sandhlíðar. Skemmtilegir gróðurbollar eru í hrauninu. Fjörusvæði er fjöl- breytt bótt lítið sé, þar finnst t.d. marhálmur. Fuglalíf er fjölskrúð- ugt. Margvíslegar mannvistarminj- ar eru enn sjáanlegar s.s. mógraf- ir, réttir, fjárhellar, seljarústir og gamlir vegaslóðar. Einnig minjar eftir fyrirhugaða járnbraut- arlagningu. Allar þessar minjar gefa sögu svæðisins aukið gildi og tengja okkur fortíðinni sterkari böndum. Safnað hefur verið ör- nefnum á svæðinu en þörf er á að færa þau inn á kort ásamt stað- setningu mannvistarminja svo þetta falli ekki í gleymsku. Nátt- úruminjaskrá svæðisins þarf að endurskoða árlega. Garðabær hef- ur öll skilyrði til að geta orðið mjög hlýlegur bær með náttúru- legu ívafi ef rétt er að staðið. Við munum renna um hlaðið hjá tveim fyrirtækjum/stofnunum þar sem umgengni er til fyrir- myndar. (Frá NV8V) Diskettur - Tölvusegulbönd Þeir sem gera kröfur um hámarksöryggi gagna nota einungis MEMOREX. Fyrirliggjandi fyrir flestar gerðir tölva. Allar MEMOREX diskettur og tölvusegulbönd eru gæðaprófuð frá verksmiðju. Biðjið um MEMOREX á næsta smásölustað. MEMOREX er hágæða vara á góðu verði. Heildsaia, smásala Umboðsmenn óskast víða um land. Hafið samband við sölumenn í síma 27333. acohf Laugavegi 168, S 27333. Æ Morgunblaðið/Árni Jóhanna Vilbergsdóttir var í nfunda bekk grunnskólans í vetur, vinnur nú við byggingavinnu. Mikið byggt í Stykkishólmi Stykkishólmi, 23. maí. Byggingarframkvæmdir hafa ver- ið þó nokkrar í vetur. Haldið hefir verið áfram með verkefni sem byrj- að hefir verið á og nú undir vorið hafa grunnar verið teknir að íbúð- arhúsum. Sæborg hf. hefir í byggingu veglegt stálgrindarhús þar sem fyrirhugað er að saltfiskverkun fari fram. Er þetta hús á nýju at- hafnasvæði rétt utan við bæinn, þar sem Hamraendar eru kallaðir. Þetta hús er nú fullklárað að utan og er hugmyndin að ljúka vinnu þar nú um mánaðamót. Trésmiðj- an Ösp hf. gerði tilboð í að reisa húsið og hefir unnið að því um mánaðarskeið. Þá er Rarik að byggja skrif- stofuhúsnæði, sem er viðbygging við birgðastöð sem byggð var fyrir nokkru úti á Hamraendum. Er verið að slá upp fyrir þessari byggingu nú. Þarna sameina raf- veiturnar alla starfsemi og verður það miklu hagstæðara gagnvart öllum rekstri. Það vekur eftirtekt að kvenþjóð- in er alveg eins fær í byggingar- starfi og karlmenn. Konur hafa unnið t.d. í Ösp í vetur og gengið vel. Einnig má finna stúlkur í úti- byggingarvinnu. Trésmiðjan Ösp hefir sérhæft sig undanfarið í byggingu einingahúsa og hafa margir hug á þessum húsum og þau hafa risið hér eitt af öðru og þykja góð. Og verð sambærilegt við aðra. Árni Þú ættir að kaupa kjarabréf • Þú færð hámarksávöxtun en tekur lágmarks áhættu. • Þú getur innleyst kjarábréfin hjá Verðbréfasjóðnum með nokkurra daga fyrirvara. • Þú lætur sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum vinna fyrir þig. • Þú sparar tíma og fyrirhöfn. • Þú veist alltaf hvert verðgildi kjarabréfanna er, vegna daglegrar gengisskráningar þeirra. • Nafnverð kjarabréfanna er kr. 5 000 og 50.000. Þannig geta allir verið með. • Kjarabréfin eru handhafabréf. ÞÚ FÆRÐ KJARABRÉFIN í PÓSTHÚSUM Á Akureyri, Akranesi, Borgarnesi, Egilsstöðum, Garðabæ, Hafnarfirði, Húsavík, Hvolsvelli, ísafirði, Keflavík, Kópavogi, Selfossi, Mosfellssveit, Vestmannaeyjum og í pósthúsum í Reykjavík. VERÐBREFA SJÖÐURINN HF Hafnarstræti 7 101 Reykjavik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.