Morgunblaðið - 06.06.1985, Síða 17

Morgunblaðið - 06.06.1985, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 17 Náttúruvemdarfélag Sudvesturlands: Náttúruskoðunar- og sögu- IMEMOREX ferð um Garðabæ NVSV fer náttúruskoðunar- og sögu- ferð laugardaginn 8. júní um Garða- bs. Frá Garðaskóla verður farið kl. 14.15. Hsgt er að fara í bílinn við Norræna húsið kl. 13.30, Náttúru- gripasafnið, Hverfisgötu 116 kl. 13.45 og Náttúrufræðistofu Kópa- vogs, Digranesvegi 12 kl. 14.00. Leiðsögumenn verða Jón Jónsson jarðfræðingur, Áslaug Aradóttir líffræðingur og sögu- og örnefna- fróðir menn. Við Garðaskóla lýkur ferðinni kl. 18.00 síðan ekið að Norræna húsinu með viðkomu á sömu stöð- um og í upphafi ferðarinnar. Far- gjald kr. 200 en 300 fyrir þá sem koma í bílinn á leiðinni að Garða- skóla. Frítt fyrir börn í fylgd full- orðinna. Allir velkomnir. Frá Garðaskóla verður ekið að Hraunholtslæk. Farin verður stutt gönguferð út í hraunið. Það- an um Vífilsstaði meðfram Víf- ilsstaðavatni og upp á Kjóavelli. Þar snúið við og haldið inn með Vífilsstaðahlíðinni og Hjöllunum. Gengin verður örstutt leið að Vatnsendaborg. Síðan farið til baka, Gjárétt skoðuð. Ekið verður meðfram Urriðakotsvatni og út á Garðaholt um Selskarð að Skóg- tjörn, framhjá Hausastöðum að Garðakirkju og hún skoðuð. Þaðan yfir í Arnarnesvog um Arnarnes eftir Bæjarbraut og að Garða- skóla. Jarðsaga, lífriki, mannvistar- minjar og saga þess svæðis sem Garðabær nær yfir er fyrir margra hluta sakir merkileg og áhugavert að kynnast nánar. Búr- fellið, eldstöð með eldtröðinni Búrfellsgjá, á sér fáa líka í heim- inum. Hraunstraumurinn úr Búr- fellinu hefur náð til sjávar við Arnarnesvog og myndar þar nátt- úrufyrirbrigði eins og Eskines. Áhugaverð vötn og tjarnir eru á svæðinu s.s. Urriðakotsvatn sem er einstaklega lífríkt vatn, Víf- ilsstaðavatn, en í því er silungur, Grunnuvötn, Lambhústjörn og Skógtjörn með miklu fuglalífi og loks má nefna Garðatjörn sem nú er horfin í sjóinn, en „bakkar" hennar koma upp á stórstraums- fjöru. Mýrar finnast enn á svæð- inu og Heiðarflákinn ofan Víf- ilsstaðahlíðar og Sandhlíðar. Skemmtilegir gróðurbollar eru í hrauninu. Fjörusvæði er fjöl- breytt bótt lítið sé, þar finnst t.d. marhálmur. Fuglalíf er fjölskrúð- ugt. Margvíslegar mannvistarminj- ar eru enn sjáanlegar s.s. mógraf- ir, réttir, fjárhellar, seljarústir og gamlir vegaslóðar. Einnig minjar eftir fyrirhugaða járnbraut- arlagningu. Allar þessar minjar gefa sögu svæðisins aukið gildi og tengja okkur fortíðinni sterkari böndum. Safnað hefur verið ör- nefnum á svæðinu en þörf er á að færa þau inn á kort ásamt stað- setningu mannvistarminja svo þetta falli ekki í gleymsku. Nátt- úruminjaskrá svæðisins þarf að endurskoða árlega. Garðabær hef- ur öll skilyrði til að geta orðið mjög hlýlegur bær með náttúru- legu ívafi ef rétt er að staðið. Við munum renna um hlaðið hjá tveim fyrirtækjum/stofnunum þar sem umgengni er til fyrir- myndar. (Frá NV8V) Diskettur - Tölvusegulbönd Þeir sem gera kröfur um hámarksöryggi gagna nota einungis MEMOREX. Fyrirliggjandi fyrir flestar gerðir tölva. Allar MEMOREX diskettur og tölvusegulbönd eru gæðaprófuð frá verksmiðju. Biðjið um MEMOREX á næsta smásölustað. MEMOREX er hágæða vara á góðu verði. Heildsaia, smásala Umboðsmenn óskast víða um land. Hafið samband við sölumenn í síma 27333. acohf Laugavegi 168, S 27333. Æ Morgunblaðið/Árni Jóhanna Vilbergsdóttir var í nfunda bekk grunnskólans í vetur, vinnur nú við byggingavinnu. Mikið byggt í Stykkishólmi Stykkishólmi, 23. maí. Byggingarframkvæmdir hafa ver- ið þó nokkrar í vetur. Haldið hefir verið áfram með verkefni sem byrj- að hefir verið á og nú undir vorið hafa grunnar verið teknir að íbúð- arhúsum. Sæborg hf. hefir í byggingu veglegt stálgrindarhús þar sem fyrirhugað er að saltfiskverkun fari fram. Er þetta hús á nýju at- hafnasvæði rétt utan við bæinn, þar sem Hamraendar eru kallaðir. Þetta hús er nú fullklárað að utan og er hugmyndin að ljúka vinnu þar nú um mánaðamót. Trésmiðj- an Ösp hf. gerði tilboð í að reisa húsið og hefir unnið að því um mánaðarskeið. Þá er Rarik að byggja skrif- stofuhúsnæði, sem er viðbygging við birgðastöð sem byggð var fyrir nokkru úti á Hamraendum. Er verið að slá upp fyrir þessari byggingu nú. Þarna sameina raf- veiturnar alla starfsemi og verður það miklu hagstæðara gagnvart öllum rekstri. Það vekur eftirtekt að kvenþjóð- in er alveg eins fær í byggingar- starfi og karlmenn. Konur hafa unnið t.d. í Ösp í vetur og gengið vel. Einnig má finna stúlkur í úti- byggingarvinnu. Trésmiðjan Ösp hefir sérhæft sig undanfarið í byggingu einingahúsa og hafa margir hug á þessum húsum og þau hafa risið hér eitt af öðru og þykja góð. Og verð sambærilegt við aðra. Árni Þú ættir að kaupa kjarabréf • Þú færð hámarksávöxtun en tekur lágmarks áhættu. • Þú getur innleyst kjarábréfin hjá Verðbréfasjóðnum með nokkurra daga fyrirvara. • Þú lætur sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum vinna fyrir þig. • Þú sparar tíma og fyrirhöfn. • Þú veist alltaf hvert verðgildi kjarabréfanna er, vegna daglegrar gengisskráningar þeirra. • Nafnverð kjarabréfanna er kr. 5 000 og 50.000. Þannig geta allir verið með. • Kjarabréfin eru handhafabréf. ÞÚ FÆRÐ KJARABRÉFIN í PÓSTHÚSUM Á Akureyri, Akranesi, Borgarnesi, Egilsstöðum, Garðabæ, Hafnarfirði, Húsavík, Hvolsvelli, ísafirði, Keflavík, Kópavogi, Selfossi, Mosfellssveit, Vestmannaeyjum og í pósthúsum í Reykjavík. VERÐBREFA SJÖÐURINN HF Hafnarstræti 7 101 Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.