Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNl 1985 43 Minning: Dagbjört Torfadóttir frá Efri-Tungu Fædd 27. september 1899 Dáin 28. maí 1985 Þeim fækkar nú óðum sem enn lifa af hinni svonefndu aldamóta- kynslóð. Um dreifðar byggðir þessa lands hafa þó fram til síðustu ára fundist heimili þar sem ráðið hafa ríkjum dyggir fulltrúar þessarar kynslóðar, þar sem enn hefir mátt finna þann andblæ menningar og reisnar, sem nauðsynleg var til að lyfta þeim Grettistökum er þurfti til þess að íslensk þjóð mætti lifa þá velferðartíma, er við nú þekkj- um. Eitt þessara heimila er að Efri-Tungu í Örlygshöfn en hús- móðirin þar um nær hálfrar aldar skeið hefir nú haldið til æðri heima. Dagbjört Guðrún Torfadóttir, en svo hét hún fullu nafni, var fædd í Kollsvík í Rauðasands- hreppi 27. september 1899, ellefta i röðinni af þrettán börnum hjón- anna Guðbjargar Ó. Guðbjarts- dóttur og Torfa Jónssonar, er bjuggu allan sinn búskap í Kolls- vík og Guðbjörg áfram með börn- um sínum eftir að Torfi drukknaði í Kollsvíkurlendingu 1904. Elsta dóttirin stóð þá á tvítugu, elsti sonurinn 12 ára en sá yngsti að- eins tveggja ára. Af systkinum Dagbjartar eru á lífi Lovísa er fluttist til Vestur- heims og dvelur á elliheimili, 94 ára að aldri, Vilborg, fyrrverandi húsfreyja að Lambavatni, Guð- mundur og Samúel, báðir lærðir járnsmiðir, nú öll búsett í Reykja- vík. Árið 1924 giftist Dagbjört æskuvini sínum og frænda, Krist- jáni Júlíusi Kristjánssyni frá Grundum í Kollsvík. Þau settu saman bú á Grundum og síðar á Mel í Kollsvík en fluttust 1939 að Efri-Tungu í Örlygshöfn og bjuggu þar upp frá því. Auk búskapar, sem í Útvíkum tengist jafnt sjósókn og bjargferð- um sem hefðbundnum.landbúnaði, stundaði Júlíus lengst af barna- fræðslu í sveit sinni. Hann lést úr hjartaáfalli árið 1970. Minning: Grímur N. Magnús- son, Skagaströnd Fæddur 23. júlí 1906 Dáinn 13. maí 1985 Elskulegur afi okkar, Grímur N. Magnússon, Héðinshöfða á Skaga- strönd, er dáinn. Okkur setti öll hljóð er við feng- um frétt þessa að norðan. Okkur systkinunum langar til að minn- ast afa okkar í fáeinum orðum sem þó gætu verið svo mörg. Við kynntumst afa frekar lítið fyrstu uppvaxtarár okkar því fjar- lægðin var alltaf svo mikil. Samt komu hann og amma þvert yfir landið til okkar, en ekki nógu oft og við komumst sjaldan til þeirra. En nú er við erum að verða full- orðin styttist vegalengdin okkar á milli og við gátum farið að hitta þau oftar eftir að við fluttum til Reykjavíkur 1981. Alltaf kynntumst við afa betur og betur og alltaf var það okkur til ánægju. Alltaf var hann jafn rólegur og yfirvegaður. Þó afi væri orðinn heilsuveill að mörgu leyti var hann samt alltaf hress í anda og gat gert að gamni sínu þó hann þreyttist fljótlega. Alltaf var hægt að dást að honum og alltaf litum við upp til hans með lotningu, annað var ekki hægt. Nú er við höfum meira vit og þroska til að hafa skilið allt það sem hann sagði og átti eftir að t Maöurinn minn og faöir okkar, GUDNI BRYNJÓLF8SON, Tjarnargötu 6, Ketlavík, verður jarösunglnn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 8. júní kl. 14.00. Þórhildur Ingibjörg Sölvadóttir og börn. t Kveöjuathöfn um móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, KRISTÍNU MARÍU ÞORKELSDÓTTUR, Strandaseli 1, veröur í nýju Fossvogskapeilunni, fimmtudaginn 6. júni kl. 13.30. Jarösungiö veröur í Egilsstaöakirkju laugardaginn 8. júní kl. 14.00. Jarösett veröur aö Hallormsstaö. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Kveöjuathöfn um móöurbróöur okkar, GUDMUND GUDMUNDSSON, áöur bónda aö Kambi í Holtum, Giljalandi 30, Reykjavfk, veröur í Fossvogskirkju laugardaginn 8. júní kl. 10.30. Jarösett veröur i Haukadal kl. 14.30 sama dag. Þórgunnur Þorgrímsdóttir, Guömundur Óskarsson. t Útför bróöur okkar, LEIFSINGA GUÐMUNDSSONAR hárskera frá Núpi, fer fram laugardaginn 8. júní fró Breiöabólstaöarkirkju í Fljótshlíð kl. 14.00 síödegis. Fríöur Guömundsdóttir, Pátur Guömundsson. segja okkur, er hann svo skyndi- lega kallaður á brott frá okkur sem hér lifum eftir. Aldrei fengum við nógan tíma til að geta rætt allt það sem okkur langaði til að vita, og til að hlusta á afa segja frá öllu sem fyrir augu bar: fjöll, holt og hæðir. Alltaf vissi hann um öll kennileiti hvar sem var. Fróðari manni höfum við aldrei kynnst. Það segir mamma líka um hann. Við höfum ætíð vilj- að upplifa hennar æsku. Það er alltaf svo gaman er við setjumst niður og eftir á elskum við ömmu og afa alltaf meira og meira. Og nú eigum við bara minn- ingarnar eftir sem við geymum ætíð vel og vendilega og ömmu sem ætíð er alltaf elskandi amma. Með þessum fáeinu orðum biðj- um við algóðan Guð að varðveita og liðsinna afa þar sem hann er nú. Góður Guð styrki þig elsku amma í þinni djúpu og þöglu sorg. Einnig sendum við öllum ættingj- um okkar dýpstu samúðarkveðjur. ívan, Bjössi, Villi, Bói, Maggý og Katla. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLl skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Þeim Dagbjörtu og Júlíusi varð fimm barna auðið: Kristján, lengst sjómaður á Patreksfirði, nú iðnverkamaður í Hveragerði, kvæntur Önnu Einarsdóttur frá Sellátranesi; Friðgeir, trésmíða- meistari í Hveragerði, kvæntur Jórunni Gottskálksdóttur frá Hvoli í Ölfusi; Marinó, ýtustjóri, er alla tíð bjó í foreldrahúsum. Hann lést af slysförum árið 1980 og var öllum harmdauði er til þekktu enda atgervismaður; Hall- dór, sjómaður á Patreksfirði, er alla tíð starfaði að búi foreldra sinna uns yngsta barnið, Ásgerður Emma, sem lærð er ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, tók við bús- forráðum ásamt sambýlismanni sínum, Hallgrími Aðalsteinssyni frá Húsavík. Barnabörn þeirra Efri-Tungu-hjóna eru nú 9 og barnabarnabörnin 12. Voru þau öll ömmu og langömmu mjög kær- komin enda dvöldu ömmubörnin a.m.k. þau eldri oft langdvölum í Efri-Tungu í uppvextinum. Síðustu árin bjó Dagbjört með Halldóri syni sínum á Patreks- firði. Hún hafði síðasta árið átt við vanheilsu að stríða en varð- veitti þó sína miklu lífsgleði enda þótt halla tæki undan fæti. Er ég hitti hana síðast sl. haust á heim- ili sonar hennar í Hveragerði rifj- aði hún upp margar gamansögur úr sveitinni í tengslum við ljós- myndir frá löngu liðnum tíma um leið og hún aðstoðaði mig við að bera kennsl á liðna sveitunga. Dagbjört frænka mín hefir á ýmsa lund tengst mér og fjöl- ai minni á lífsleiðinni. Hún st í Breiðavík hjá móður minni er ég fæddist. Fyrsta dvöl mín í sveit eftir að örlögin höfðu svo um búið, að ég var orðinn þorpsbúi á Patreksfirði, var hjá Dagbjörtu og Júlíusi á meðan þau enn bjuggu á föðurleifð Júlíusar að Grundum. Þá áttu börn okkar hjóna því láni að fagna að dvelja hjá þeim að sumarlagi í Efri-Tungu. Heim- ili þeirra var eftirsóttur dvalar- staður fyrir börn enda voru þau hjón bæði framúrskarandi lagnir og umhyggjusamir uppalendur. Þar ríkti sífelld glaðværð og þátt- taka allra í störfum bæði úti og inni var aðeins eðlilegur gangur þar sem hver og einn lagði sitt af mörkum. Eftir eina sumardvölina sagði sonur minn: „Ég held að Dæja frænka þurfi ekkert að sofa. Hún var alltaf á fótum þegar við fórum að sofa og löngu komin á fætur þegar við vöknuðum." Vissulega var vinnudagur oft langur hjá frænku minni því áhuginn beindist að mörgu öðru en beinum bústörfum. Hún hafði mikið yndi af allri ræktun og er komið var síðsumars í heimsókn sótti hún jafnan hraukaða skál af stórum jarðarberjum í reit sinn í skjóli í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Síðar eignaðist hún gróðurhús þar sem hún ræktaði skrautblóm. Börn hennar hafa tjáð mér að hinn síðasta dag hafi hugur henn- ar snúist um hverju skyldi sáð til að vaxa mót hækkandi sól kom- andi sumars. Hún yrkir nú sinn garð þar sem sumar og sól ríkir. Megi minningin um góða konu verma hugi ástvina hennar. Gunnar B. Guðmundsson + Hugheilar þakkir færum viö þeim sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, ÞURÍDAR ÁRNADÓTTUR frá Huröarbaki. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarllös á Ljósheimum, hjúkrunardeild aldraðra, Setfossi. Börn hinnar látnu og aörir vandamenn. t Öllum þeim er sýndu mór samúö viö andlát og útför móöur minnar, SIGURLÍNAR SIGURDARDÓTTUR, Hnausum, færi ég innilegustu þakkir. Elnnig starfsfólki Grundar fyrir vináttu viö hina látnu og prýöilega hjúkrun. Kærar þakkir til þeirra er heim- sóttu hana á elliheimiliö. Vilhjálmur Eyjólfsson. + Innilegar þakkir fyrlr auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför okkar ástkæra bróöur og mágs, EIRÍKS H. JÓNSSONAR frá Hnffsdal, Hrafnistu, Hafnarfíröi. Guörún Jónsdóttir, Margrát Jónsdóttir, Kristján Jónsson, Magnú* Sigurösson, Skúli Jónasson Guömundur Jónasson, Ingibjörg Bjarnadóttir, Guörföur Magnúsdóttir. - + Innilegar þakkarkveöjur sendum viö öllum þeim er sýndu okkur vináttu og veittu ómetanlega hjálp viö andlát og útför JÓHANESSAR MAGNÚSSONAR (Nóa) deildarstjóra, Neshaga 4. Þakkkir færum við þeim er heiöruöu minningu hins látna meö minningargjöfum, blómum og krönsum. Ingveldur H.B. HUbertsdóttir, HUbert Nói Jóhanesson, Guörún Erlingsdóttir, Sigrún Jóhanesdóttir, Kristfn Siguröardóttir, Gunnar V. Jónsson, barnabörn og systkiní. Lokað Verslun Einars Þorgilssonar og skrifstofur Einars Þorgils- sonar& Co. hf., Strandgötu 49, Hafnarfiröi, veröa lokaöar eftir hádegi í dag vegna jaröarfarar RAGNHEIÐAR EINARSDÓTTUR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.