Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 Stuttfréttir Grænland: Ekki fleiri rækjutogarar (■rænlandi, 5. júní. Frá NiLs J. Bniun, TrétUriUra MorgunblaAsins. GRÆNLENSK stjórnvöld hafa ákveðið, að ekki verði gefið leyfi til smíði á fleiri af hinum stóru raekjutogurum, sem sjóða aflann um borð. Togararnir, sem fyrir eru af þessari gerð, eru 20 talsins, og telja stjórnvöld það nóg. Mikill hluti þeirra rækjutogara, sem eru í einkaeign, hefur þegar aflað upp í leyfilegan kvóta. Verða þessir togarar nú að snúa sér að öðrum veiðum til að hafa eitthvað fyrir stafni. Víetnamar gera sprengjuárásir Peking, 5. júní. AP. VÍETNAMSKIR herflokkar hafa ítrekað gert sprengjuárásir yfir kínversku landamærin að undanförnu, auk þess að fara inn á kínverskt yfirráðasvæði, en kínverskir landamæraverðir hafa svarað árásum Víetnamanna og rekið þá til síns heima, að því er stórnvöld lýstu yfir í dag. Talsmaður utanríkisráðuneytisins, Ma Yuzhen, greindi frá því á vikulegum fundi með fréttamönnum, að í Laoshan i Yunnan-héraði hefðu átökin harðnað að mun á föstudag, en á þeim slóðum hefur oft komið til harðra vopnaviðskipta miili Kínverja og Víetnama á undanförnum sex árum. „Vonbrigði“ með atvinnuleysi N'rnberg, Veritur Kskalandi, 5. júní. AP. FJÖLDI atvinnulausra í Vestur-Þýska- landi minnkaði niður í 2.193.000 manns í maímánuði, en var 2.304.000 í mánuðin- um þar á undan. Var atvinnuleysi sam- kvæmt fyrrnefndum tölum 8,8% í maí, en var 9,3% í apríl, að sögn vinnumála- skrifstofu ríkisins. En yfirmaður vinnumálaskrifstofunn- ar, Heinrich Franke, kvað það „von- brigði", að maítölurnar hefðu ekki verið lægri en raun bar vitni; þær hefðu t.d. verið hærri en í maí 1984, er atvinnuleys- ið var 8,6%. Atök lögreglu og verkamanna ParÍN, 5. júní. AP. HEIFTARLEG átök brutust út í dag, þegar u.þ.b. 200 verkamenn reyndu að ná á sitt vald sænsku SKF-kúluleguverk- smiðjunni í Ivry, útborg Parísar, en með því vildu þeir mótmæla lokun verksmiðj- unnar fyrir tveimur árum. Tveir verkamannanna hlutu meiðsli, er lögreglan ruddi verksmiðjuhúsin. 28 lögreglumenn urðu fyrir meiðslum og sjö þeirra þurfti að leggja inn á sjúkrahús. Kynnum 1 (lag I Mjóddinni: Eplarúllur með Mjúkís og Svikinn héra Einstakt Ijúfmeti Kynningarverð í Áusturstræti MAR sjólax ogReyksfldarpasta í Starmýri: Svikinn héra. Mjúkís 1 Itr. 89 Súkkulaði Vanillu Jarðarberja TILBOÐ Nýtt á íslandi! Bamavagninn með miklu möguleikana. Bamavagn og kerra í einu. Leiðbeinandi á staðnum Niðursagaðir lambaframpartar 159 Lambakjöt í 1/1 skrokkum niðursagað AÐEINS .00 pr. kg. Fvrir sumarið ^ HUMMEL TRIMMGALLAR: Verð frá kr. Los Angeles glansgallar 1.685.00 Osaka S' 28-48 1.985.00 USA Sport glansgallar 1.495.00 Montora 1.538.00 og Lucena frá 4-14 1.185.00 Hótelverkfallið í New York: Hótelstjórar búa um rúmin New York, 5. júní. AP. RÖSKUN hefur orðið á hótelþjónustu vegna verkfalls hótelstarfsmanna í New York, sem krefjast mikilla launahækkana. Vcrkfallið hófst sl. laugardag og sér ekki fyrir endann á því, en hótelin hafa brugðist við með því að ráða til bráðabirgða í störf hinna stríðandi starfsmanna. A Waldorf-Astoria-hótelinu eru að störfum aðeins 344 fastráðnir starfsmenn af um 2.000. Hafa tæplega 300 stjórnendur eða menn í ábyrgðarstöðum í öðrum Hilt- on-hótelum í Bandaríkjunum ver- ið kvaddir til, jafnvel alla leið frá Hawaii. Af þessum sökum má nú sjá jafnvel aðstoðarhótelstjóra við töskuburð, að tæma öskubakka, búa um rúm og þjálfa hundruð manna, sem ráðnir hafa verið til bráðabirgða vegna verkfallsins. Áður en til verkfalls kom hamstraði hótelið matvæli til a.m.k. tveggja vikna. Gerðar hafa verið ýmsar ráðstafanir aðrar til að þægindi gestanna séu sem mest, en nóttin kostar allt frá 130 dollara upp í 2.000 dollara. Fengn- ir voru 15 nemendur matsveina- skóla til aðstoðar í eldhúsi. Starfsemin hefur gengið mikið til snurðulaust í hótelinu, en til að allt smelli saman ræða kokkar og aðrir starfsmenn saman með talstöðvum til að nýta sem bezt þann mannskap, sem til staðar er. Nýliðarnir eiga stundum erfitt með að komast leiðar sinnar i hótelinu og er algengt að gera þurfi út leitarflokka til að finna þá á göngum hótelsins, sem minna í ýmsu á völundarhús. 3Íð tU kl. 20 í Mjóddinni tíl kl. 18 í Starmýn______ Austurstræti. ATH. Lokað á Laugardögum í sumar. AUSTURSTRÆTI 17- STARMYRI 2 MJODDINNI Gustar um prínsessuna Þessi mynd var tekin nýlega, þegar Díana, prinsessa af Wales, heimsótti konunglegu heyrnleysingjastofnunina í Bath í Suður- Englandi. Og það er óhætt að segja, að það gusti um prinsessuna, þar sem hún gefur sig að staðarfólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.