Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNl 1985 27 Styrktarfélag aldr- aðra á Suðurnesjum fær höfðinglega gjöf Keflavík, 4. júní. NÝLEGA færdi Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Grundar Styrktarfélagi aldraðra á Suðurnesjum 50.000 krónur að gjöf, til minningar um séra Pál Þórðarson sóknarprest í Njarðvík. Peningarnir runnu í minningarspjaldasjóð sem styðja á byggingu langlegudeildar við Sjúkrahúsið í Keflavík, en langlegu- deildin er félaginu mikið hjartans mál og að hún verði tekin í notkun sem fyrst. Gísli Sigurbjörnsson var aðal- hvatamaðurinn að stofnun Styrkt- arfélags aldraðra á Suðurnesjum og hefur hann veitt félaginu ómælda aðstoð á liðnum árum með gjöfum og velvild. Einnig hef- ur hann boðið öldruðum til viku- dvalar í Hveragerði undanfarin sjö ár. Starfsemi félagsins er mjög viðamikil en hún byggir á sam- starfi fólks úr öllum sveitarfélög- unum á Suðurnesjum. Venjulega vinna 70—80 manns mikið starf fyrir félagið og er það allt unnið endurgjaldslaust. Að sögn Guð- rúnar Sigurbergsdóttur formanns SFAS fór vetrarstarfið fram með hefðbundnum hætti. Viðamikil dagskrá stóð öldruðum á Suður- nesjum til boða. Þeir gátu föndr- að, spilað á spil og bingó, bækur voru lánaðar út með milligöngu félagsins, leirvinna, bókband, sund, leikfimi, hárgreiðsla og fótsnyrting voru á dagskrá vetrar- ins. Einnig voru haldin reglulega opin hús með veitingum, skemmti- atriðum og dansi. í janúar var farin ferð til Kan- aríeyja og tóku 30 manns þátt í henni en þetta var í fyrsta sinn sem farið er á þessum árstíma. Var þessi vetrarferð tilraun gerð Gísli Sigurbjörnsson að ósk eldri borgaranna og tókst hún mjög vel. Undanfarin átta ár hafa verið farnar utanlandsferðir á vorin. Sumarstarfið hófst með leikhúsferð í maí. í júní verður farið að Flúðum og dvalið þar í viku, í júlí er dagsferð austur fyrir fjall og í ágúst verður svo dvalið að Þelamörk í Eyjafirði í 9 daga. Á hverju hausti hafa Rótarí- klúbbur Keflavíkur og Sparisjóð- urinn í Keflavík boðið öldruðum í hálfsdagsferð og hefur hún ætíð tekist mjög vel. Guðrún formaður félagsins vildi flytja öllu því fólki sem starfað hefur á vegum félagsins miklar þakkir fyrir og einnig þeim ein- staklingum, félagasamtökum og stofnunum sem stutt hafa Styrkt- arfélag aldraðra á Suðurnesjum fjárhagslega. Án þeirra hjálpar hefði félagið lítið getað starfað. EFI Þorbjörn Árnason (tv.) tekur vid framkvæmdastjórastöóu Loóskinns af Jóni Ásbergssyni. Sauðárkrókur: Nýr framkvæmda- stjóri hjá Loðskinni Sauðárkróki, 2. júní. NÍI UM mánaóamótin uróu fram- kvæmdastjóraskipti hjá Sútunar- verksmiójunni Loóskinn á Sauóár- króki. Þá lét Jón Ásbergsson af störfum, en vió tók Þorbjörn Árna- son lögfræóingur. Jón hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins sl. 10 ár og sýnt í störfum sínum mikla hæfni og dugnað. Á þessu tímabili hefur Loðskinn orðið einn stærsti atvinnuveitandi á Sauðárkróki. Þar starfa nú rúmlega 40 manns. Jón hefur tekiö mikinr þátt í féiagsmálum, m.a. setið í bæjar- stjórn. Hann átti drjúgan þátt í stofnun Fjölbrautaskólans hér, og var formaður skólanefndar þegar skólinn tók til starfa. Jón flyst nú til Reykjavíkur og tekur þar við starfi framkvæmda- stjóra Hagkaups. Sauðkrækingar sjá á bak traustum og vinsælum atgervismanni. Þeir óska honum, konu hans, Maríu Dagsdóttur, og sonum þeirra alls velfarnaðar í framtíðinni, um leið og þeir bjóða nýjan framkvæmdastjóra velkom- inn til starfa. Kári Landsmálafélagiö Vöröur Stjórnmálaástandiö í þinglok Landsmálafélagiö Vörö- ur heldur fund um stjórn- málaástandið í þinglok fimmtudaginn 6. júní nk. kl. 20.30 í Sjálfstæöis- húsinu Valhöll viö Háa- leitisbraut. Framsögumenn veröa: Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálfstæðisflokksins Friörik Sófusson, varaformaöur Sjálfstæöis- flokksins. Stjórnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.