Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 6. JÚNl 1985 19 Menn vilja vera sjálfbjarga hér Rætt við Sigurð Þórólfsson bónda f Innri-Fagradal Landbúnaður er höfúðatvinnuveg- ur manna í Dalasýslu. Um sextíu prósent sýslubúa stunda búskap en hafa að jafnaði fremur lítil bú. Frammámenn í sýslunni hafa áhyggjur af því að hin nýju lög um Framleiðsluráð, sem nú eru í deigl- unni, kunni að hafa þau áhrif að samdráttur verði í landbúnaði og valdi því að afkoma manna í sýslu- nni versni. Sigurður Þórólfsson bóndi í Innri-Fagradal fæddist þar 1932 og tók við búskap af föður sínum Þórólfi Guðjónssyni, sem flutti þangað frá Sunndal í Bjarnarfirði 1924 ásamt þremur bræðrum sín- um og tveimur systrum. Fólk þetta settist flest að þarna í ná- grenninu. Sigurður lauk lands- prófi á Laugarvatni og búfræði- prófi frá Hólum og var um tíma við nám í Svíþjóð. Eiginkona hans er Erla Karlsdóttir frá Kollsá í Hrútafirði. Þau eiga fjóra syni. Sigurður er oddviti Saurbæjar- hrepps, formaður Búnaðarsam- bands Dalamanna og hefur verið fulltrúi sinnar sýslu á Stétta- sambandsfundum bænda. Blaðamaður Morgunblaðsins spjallaði nýlega við Sigurð að heimili hans að Innri-Fagradal um horfur í atvinnumálum í Dala- sýslu. Þá lagði Sigurður áherslu á nauðsyn þess að Dalamenn fengju aukinn rétt í hefðbundnum bú- greinum þar sem þeir væru illa undir það búnir að taka við ný- búgreinum. Aðstaða til nýjunga í búskap erfíð Það er stefnan í sambandi við refarækt að hún fari fram þar sem fiskúrgangur er fáanlegur. Því er ekki til að dreifa í Dalasýslu, en hins vegar eru þar selahlunnindi. Sigurður telur þó hugsanlegt að stunda refarækt í suðurhluta sýslunnar og aka þá fóðri frá fóð- urstöð í Borgarnesi ef fóðurstöðin í Búðardal annar ekki starfsem- inni. Hins vegar kæmi vel til greina að stunda fiskeldi. Vísir að því er kominn í Saurbænum. Þar eru menn með hafbeit við ósana þar sem Hvolsá og Staðarhálsá falla í Gilsfjörðinn. Sigurður benti einnig á að talsvert væri af heitu vatni í héraðinu og möguleikar á að auka það með borunum. Að sögn Sigurðar hefur orðið nokkur samdráttur í hefðbundn- um búgreinum í Dalasýslu eins og annars staðar. Þar hefur fækkað litlum búum og mjólkurfram- leiðslan færst á færri hendur í stærri búum. Nú hafa menn marg- ar kýr en kindur með sér til gam- ans. Kýr í sýslunni eru 556 en Sigurður Þórólfsson bóndi í Innri- Fagradal. sauðfé 34.300. Sýslan hefur 1,57 af landsbúmarki. íbúar í Dalasýslu eru 1.073. Bændur eru 150. Talsverður hópur þeirra er ungt fólk. Húsakostur á jörðum er allgóður yfirleitt. Mikið var byggt í sýslunni 1973—74 en minna allra síðustu ár. Menn reyna að vera sjálfbjarga Sigurður sagði að menn væru allfljótir til að kaupa vélar þar í sýslu og þætti sumum fjárfesting í vélum fullmikil í landbúnaðinum. Menn væru yfirleitt sjálfbjarga um viðhald á vélum og öðru, vildu vera sjálfbjarga á sem flestum sviðum. Nágrannar hjálpuðu einn- ig hverjir öðrum og dygði það ekki kæmu Búvélaverkstæðið í Búðar- dal og Fóðuriðjan til skjalanna, þar væru fastir viðgerðarmenn allan ársins hring. 1 Fóðuriðjunni eru framleiddir graskögglar — þrettán hundruð tonn var fram- leiðslan í fyrra, mest af þvi er selt í Dölunum en eitthvað til Reykja- víkur. Hlunnindi Hlunnindi eins og dúnn eru talsvert búsílag hjá þeim bændum sem eiga eyjar á Breiðafirði. Kíló- ið af dúni er núna á um 12.000 krónur að sögn Sigurðar. Hann kvað selveiði áður hafa gefið tölu- vert í aðra hönd en síðan Brigitte Bardot hafi farið að skipta sér af þeim málum sé skinnasalan fyrir bí, alveg dottin niður. Sigurður sagði að Hringormanefndin hafi bætt úr skák um tíma en þær veið- ar færu nú minnkandi. Hann sagði sel lítinn sem engan, á innstu eyj- unum á Breiðafirði a.m.k. Ný atvinnutækifæri Sigurður lagði áherslu á að til að halda fólki í sýslunni þyrfti að fá nýjar atvinnugreinar. Settar hefðu verið á stofn atvinnu- málanefndir og fyrir þeirra at- beina var reynt að koma á fót ýmsum nýjum atvinnugreinum í Búðardal, t.d saumastofu og verk- smiðju til að framleiða úr dalaleir en þetta hefur ekki gengið sem skyldi. Einnig var sett á stofn saumastofa um 1980 á Efri- Brunná. Þar hafa aðallega verið prjónaðar peysur. Þar vinna nú sex konur. Sú starfsemi er á upp- leið að sögn Sigurðar og fram- leiðslan seld bæði 4 Evrópu- og Bandaríkjamarkað. nVið þyrftum meira af einhverjum slíkum smá- iðnaði,“ sagði Sigurður að lokum. TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR LJÓSMj BENEDIKT JONSSON Sigurður og Edda fyrir utan hús sitt í Innri-FagradaL Himalayafararnir: Snaevar GnðmnndMon, Helgi Benediktaaon, Jóhannes Örn Helgason og Anna Maria Jóhannesdóttir. íslenskir fjallgöngumenn til Himalaya í fyrsta sinn Á næstunni munu tveir íslenskir fjallgöngumenn, Helgi Benedikts- son og Snævar Guðmundsson, halda til Pakistans, þar sem þeir verða meðal þítttakenda i miklum alþjóð- legum fjallgönguleiðangri, sem nefn- ist „Rakaposhi— Nanga Parbat Expedition". Það var hinn kunni fjallagarpur Doug Scott, sem hér var staddur fyrir skömmu, sem bauð þeim fé- lögum þátttöku í leiðangrinum, en Scott er einn af skipuleggjendum hans. Leiðangursmenn munu alls dvelja tvo og hálfan mánuð i Him- alayafjöllum og klífa sífellt hærri fjöll, til að aðlaga sig þunna loft- inu. Lokatakmarkið er að klífa fjallið Nanga Parbat, sem er 9. hæsta fjall jarðar, 8.125 m.y.s. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslendingar leggja til atlögu við tinda Himalayafjallanna. Þeir Helgi og Snævar, sem báðir eru meðal reyndustu fjallgöngumanna á Islandi, sögðu að þetta væri ein- stakt tækifæri sem ekki væri unnt að sleppa. Þessi leiðangur væri mjög vel skipulagður og meðal þátttakenda væru margir bestu fjallamenn heims. Þeir munu því öðlast dýrmæta reynslu, sem kom- ið geti íslenskum fjallamönnum að miklu gagni í framtíðinni. Þetta væri hinsvegar dýrt ævintýri og því verði þeir að leita eftir fjár- stuðningi frá fyrirtækjum og ein- staklingum til að gera þetta mögulegt. Með þeim félögum í ferðinni verða eiginkona Helga, Anna María Jóhannesdóttir, og sonur þeirra, Jóhannes Örn, 9 ára. Munu þau mæðgin dvelja í aðalbúðum leiðangursins í 4.500 metra hæð meðan Helgi og Snævar klífa hæstu tindana. Italskt hgarta fyrir þiq „Paradís* fyrir alla fjölskylduna KOSTIRNIR Ódýrt leiguflug beint á staöinn á 4—5 klst. Eigin skrifstofa Útsýnar með íslensku staris- fólki. Þaulreyndir fararstjórar Útsýnar veita farþeg- um aöstoö og öryggi. Frí-klúbbsfararstjóri er í senn leíöbeínandi og skemmtanastjóri, sem aóstoöar alla viö aö finna þaö sem þeim hentar. Barnafrí-klúbburinn meö sérstaka barna- dagskrá og gæslu sérmenntaörar fóstru (Lign- ano — Bibione). Hiröa og ræsting íbúöa — íslenskar hirömeyj- ar (Lignano — Bibione). Móttöku- og kynnisfundur meö starfsfólki Út- sýnar og Fri-klúbbsins og ókeypis veitingum fyrsta dvalardaginn. Fjölbreyttar kynnisferóir meö sériróöum far- arstjóra Útsýnar til fagurra og frægra borga og sögustaöa. iþróttaiökun, keppnir, leikir, veislur og alls kyns skemmtanir undir leiösögn Frí-klúbbsfar- arstjórans. W Afsláttur á fjölmörgum veitinga- og skemmti- ■ stööum erlendis, íþróttaaöstööu og i verslun- Feröaskrifstofan ÚTSÝN KLUBBURINN AUSTURSTRÆTI 17 SÍMAR 26611 OG 23510
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.