Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 Birmingham: 45 manns lesa íslenzku til háskólaprófs Rætt vid Anthony Faulkes, sem er doktor í íslenzku og kennir við háskólann í Birmingham Birmingham, iðnaðarborgin í hjarta Knglands, er ckki mikið heim- sótt af Islendingum. Áhugi ferða- mannsins beinist frekar að stórborg- inni London eða enskri sveitasælu. Birmingham er næst stærsta borg Knglands með tæpar tvær milljónir íbúa. Mannlíf er þar margbrotið og menning blómleg. Mikið er um tón- leika, leiksýningar og alls kyns ráð- stefnur. Kn hvern skyldi gruna að menn legðu stund á íslenskunám þar? Við Háskólann í Birmingham eru nú 45 manns að lesa íslensku til háskólaprófs. Til að forvitnast um þetta hélt undirrituð á fund Anthony Faulkes, doktors í ís- lensku og helsta forvígismanns ís- lenskukennslu í Háskólanum í Birmingham. Við ræddum saman á íslensku. — Hversu lengi hefur verið kennd íslenska við Háskólann í Birmingham? „í tólf ár. Islenskan er kennd sem aukagrein í hugvísindadeild. Það er hægt að taka hana með flest öllum greinum innan deildar- innar." — Af hverju velur fólk ís- lensku? „íslenskan tengist fornensku eða engilsaxnesku. Nemendur læra forníslensku og þeir læra að lesa, ekki tala. Við lesum fslend- ingasögurnar, eddukvæði og dróttkvæði." — Eru nemendur áhugasamir? „Já, já, fyrsta árið er erfitt, en þegar þeir fara að lesa sögurnar verður þetta skemmtilegt." — Þú lærðir á fslandi... „Já, ég var eitt ár við Háskóla fslands, 1960, en lærði ekki að tala íslensku fyrr en ég fór í sveit. Við hjónin dvöldum nokkrar vikur á Sámsstöðum í Fljótshlíð og síðan "22sssy UOPELKAD Dr. Anthony Faulkes á bæ undir Eyjafjöllum. Eg lærði mest á því að tala við börnin." — Hefurðu farið til íslands síð- an? „Já, ég fer alltaf annað hvert ár, með alla fjölskylduna. Við höfum ferðast á jeppa um hálendið. Ég held ég hafi ferðast meira um ís- land en margir íslendingar." — Hvernig beindist athygli þín að fslandi og fslendingum? „Ég var við nám í Oxford og mér fannst aldrei gaman að lesa nú- tímabókmenntir. Ég las heldur fornbókmenntir á ensku. Svo kom að því að ég átti að velja annað mál og af löngum lista valdi ég íslensku. Þetta var hálfgerð til- viljun. Þegar þú ert svo einu sinni byrjaður að lesa íslendingasög- urnar er ekki hægt að hætta." — Heldur þú að almennur áhugi á fslandi sé að aukast? „Já, það held ég, það eru fleiri sem vita eitthvað um fsland núna. Það eru ekki eins margir, sem spyrja hvort fslendingar búi í snjóhúsum og séu eskimóar. Vík- ingasýningin hér um árið vakti at- hygli, margar bækur hafa verið skrifaðar og þýðingar eru að aukast. Áhugi á samanburðarbók- menntum hefur einnig beint at- hyglinni að íslenskum bókmennt- um.“ Anthony Faulkes var fyrstur Englendinga til að verja doktors- ritgerð á fslandi og j>essi viðkunn- anlegi, veðurbarni Islandsvinur á þakklæti skilið fyrir að útbreiða áhuga á fslandi og íslenskri tungu. Þó að íslenska sé kennd við aðra breska háskóla, er það yfirleitt á stuttum námskeiðum en ekki sem þriggja ára nám og hvergi eru jafn margir nemendur í íslensku eins og í háskólanum í Birmingham. Allt er þetta fyrir áhrif hans. En starfið heldur áfram. Anthony Faulkes vinnur nú að enskri þýð- ingu á Snorra-Eddu samfara kennslunni og nokkrir áhugasam- ir nemendur hans hyggja á ís- landsferð í sumar. Ingunn Olafsdóttir Stykkishólmur: Flutt í nýtt skóla- hús í haust Stvkkisholmi, 23. maí. GRUNNSKÓLANUM í Stykkis- hólmi var slitið við hátíðlega athöfn í Fclagsheimilinu í Stykkishólmi 14. þessa mánaðar. Athöfnin hófst með leik Lúðrasveitar Stykkishólms. Margir foreldrar voru mættir með börnum sínum. Skólastjórinn, Lúðvíg Hall- dórsson, gerði eins og undanfarin ár grein fyrir störfum skólans og árangri. 16 kennarar voru við skólann og gekk allt skólastarf vel í vetur þrátt fyrir töfina í haust. í 11. deildum skólans voru um 270 nemendur. Framhaldsdeild var í skólanum. Fram kom að skólinn fær væntanlega í haust, ef ekkert sérstakt kemur fyrir, nýtt skóla- húsnæði og er það fagnaöarefni eftir þröngan kost áður. Gunnar Svanlaugsson yfirkennari tók einnig til máls og gerði grein fyrir gangi þeirra deilda er hann sér um. Einhver kennaraskipti verða í haust og hafa stöður við skólann verið auglýstar. Félagsstarf í skólanum var með líku sniði og áður, árshátíðir bæði gagnfræða- og barnaskólans í lok- in og þess má og geta að farnar voru undir stjórn kennara kynnis- ferðir og leikhúsferðir til höfuð- borgarinnar. Loks skal þess getið að barna- stúkan Björk starfaði vel í vetur eins og undanfarin ár og var í tengslum við skólann og studdu þau hvort annað. Kennaralið skól- ans stóð vel að barnastúkunni og hjálpaði til með fundi. Árni Gamla og nýja skólahúsið i Mtykkishólmi. MorKunblaðið/Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.