Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNl 1985 31 Aftökur í minnst 40 löndum í fyrra SAMTÖKIN Aranesty International tilkynntu í gær að þau hefðu fengið staðfestar upplýsingar um 1.513 aftökur í 40 löndum á síðasta ári. í tilkynningu frá samtökunum er lögð áherzla á að þessi tala sé alltof lág, þar sem margar ríkis- stjórnir haldi slíkri vitneskju leyndri, eða veiti ekki tæmandi upplýsingar. Samtökin fengu sannanir fyrir 661 aftöku i íran í fyrra, en telja að langtum fleiri aftökur hafi far- ið þar fram. I Kína voru staðfestar 292 af- tökur, en þær upplýsingar eru að- allega frá borgum, en ekki bæjum og sveitum. Samkvæmt upplýsingum Amn- esty voru hundruð manna teknir af lífi í írak, en engin staðfesting fékkst á þessum fréttum. í tilkynningu samtakanna segir að þeim hafi borizt fréttir um 2.068 dauðadóma í 55 löndum í fyrra. í Bandaríkjunum voru um 1.400 dauðadæmdir fangar í lok ársins og aftökum fer fjölgandi. Á árinu var 21 tekinn af lífi í Bandaríkjun- um. Hins vegar benda samtökin á að afnám dauðarefsingar sé þróun, sem haldi áfram í heiminum. Á árinu var dauðarefsing lögð niður í siðasta ástralska fylkinu, Vestur-Ástralíu. Síðan 175 hefur dauðarefsing verið lögð niður i a.m.k. einu landi á ári. I árslok 1984 höfðu 27 ríkis- stjórnir afnumið dauðarefsingu fyrir öll afbrot og 19 fyrir öll brot nema mjög alvarleg, t.d. vissa stríðsglæpi. Dauðarefsing er enn í gildi i 130 löndum, en í mörgum þeirra hafa engar aftökur farið fram um ára- bil. Allsherjarþing SÞ hefur tvisvar sinnum samþykkt ályktun um að æskilegt sé að dauðarefsing verði lögð niður. I Nígeríu hermdu fréttir að 110 fangar hefðu verið líflátnir 1984. Þar af höfðu a.m.k. 66 verið leiddir fyrir sérstaka dómstóla og ekki fengið að áfrýja. í Suður-Afríku voru a.m.k. 114 líflátnir. Allir nema þrir voru blökkumenn eða kynblendingar. Gæzlustörf Shítar úr stjórnarhernum í Líbanon við eftirlitsstörf í Sabra-flóttamannabúðunum í Beirút. Búðirnar féllu í hendur bardagasveita shíta um helgina eftir gífurlega hörð átök þeirra og skæruliða Frelsisfylk- ingar Palestínumanna (PLO). Nær 500 manns týndu lífi í bardögunum um búðirnar og um 2.000 særðust. Braut Bofors lög og seldi yopn til íran? Stokkhólmi, 5. júní. AP. 5. júní. S/GNSKA tollgæslan kannar nú hvort hugsanlegt sé, að sænsk vopn hafi með ólögmætum hætti verið seld til írans, sem á í styrjöld við írak. Hans Johnsson, yfirmaður Grænland: Útlendir peningamenn í rækjuútgerðinni? Kaupmannahöfn. 4. júní. Frá frétU- ritara Morgunblaðsins, NJ. Bruun. GRÆNLENZKA þingið hefur ákveðið að fá lögfræðing til að rann- saka, hvort peningamenn beiti fyrir sig leppum í útgerð grænlenzkra rækjutogara. Vitað er, að Grænlend- ingar verða að snúa sér til Danmerk- ur og annarra landa til þess að út- vega fé til hinna nýju stóru togara sinna. Er nú komin fram krafa um að fá vitneskju um, hversu um- fangsmikil þessi fjárútvegun er orð- in. Það er vinstri flokkurinn Inuit Ataqatigiit, sem hefur borið þessa kröfu fram á þeim forsendum, að ekki hafi — við veitingu leyfa til rækjuveiða — verið tekið nægilegt tillit til grænlenzkra rækjusjó- manna. Eins og er þá eru skráð 30 útgerðarfyrirtæki í Grænlandi, sem gera út skip, sem jafnframt eru skráð þar í landi. Flest þessara skipa stunda aðal- lega rækjuveiðar, sem eru arð- vænlegustu veiðarnar við Græn- land. Samkvæmt þeim reglum, sem um þessi fyrirtæki gilda, verða tveir þriðju af eigendum þeirra að vera heimilisfastir á Grænlandi og hafa fiskveiðar að aðalatvinnu. rannsóknardeildar tollgæslunnar í Stokkhólmi, sagði blaðamönnum að rannsóknin beindist að fyrir- tækinu Bofors, sem er umsvifa- mesti vopnaframleiðandi í Sví- þjóð. Sænsk lög banna vopnasölu til landa, sem eiga í styrjöld eða kunna að dragast inn í stríðs- rekstur. Johnsson vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um þær staðhæf- ingar í Dagens Nyheter í morgun, að Bofors hefði selt mikið af vopn- um og sprengiefni til írans og tveggja annarra ríkja við Persa- flóa. Samkvæmt frétt blaðsins hefur vopnasalan átt sér stað frá því stríð trana og íraka hófst árið 1978 og var ekkert lát á henni á meðan Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, reyndi að miðla málum í deilu ríkjanna. Dagens Nyheter hafði það eftir ónafngreindum heimildarmönn- um sínum innan tollgæslunnar, að ríkisstjórnin hefði veitt Bofors leyfi til að selja vopn til landa í Evrópu. Á sl. hausti hefðu tollyfir- völd hins vegar haft af því pata, að bílfarmur af sprengiefni, sem fara átti til Evrópuríkis, hefði ver- ið sendur til ríkis- við Persaflóa, sem er á bannlista sænskra stjórnvalda. í síðasta mánuði fullyrti fyrrum starfsmaður Bofors í Karlskoga, að fyrirtækið hefði selt sprengju- vörpur til Persaflóaríkjanna Bahrain og Dubai. Hann sagði, að vopnin hefðu fyrst verið flutt til Singapore til að slá ryki í augu sænskra stjórnvalda. Rannsókn þess máls er í gangi. Ekki hefur reynst unnt að bera upplýsingar tollgæslunnar i dag undir forráðamenn Bofors. Þeir hafa ekki verið viðlátnir þegar blaðamenn hafa haft samband við þá. Mats Hellström, utanríkis- viðskiptaráðherra Svíþjóðar, hef- ur hins vegar staðfest frétt toll- gæslunnar um að rannsókn standi yfir á viðskiptum Bofors við er- lend ríki. á fimmtudögum tíl kl “ HAGKAUP Reykjavík-Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.