Morgunblaðið - 06.06.1985, Síða 31

Morgunblaðið - 06.06.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNl 1985 31 Aftökur í minnst 40 löndum í fyrra SAMTÖKIN Aranesty International tilkynntu í gær að þau hefðu fengið staðfestar upplýsingar um 1.513 aftökur í 40 löndum á síðasta ári. í tilkynningu frá samtökunum er lögð áherzla á að þessi tala sé alltof lág, þar sem margar ríkis- stjórnir haldi slíkri vitneskju leyndri, eða veiti ekki tæmandi upplýsingar. Samtökin fengu sannanir fyrir 661 aftöku i íran í fyrra, en telja að langtum fleiri aftökur hafi far- ið þar fram. I Kína voru staðfestar 292 af- tökur, en þær upplýsingar eru að- allega frá borgum, en ekki bæjum og sveitum. Samkvæmt upplýsingum Amn- esty voru hundruð manna teknir af lífi í írak, en engin staðfesting fékkst á þessum fréttum. í tilkynningu samtakanna segir að þeim hafi borizt fréttir um 2.068 dauðadóma í 55 löndum í fyrra. í Bandaríkjunum voru um 1.400 dauðadæmdir fangar í lok ársins og aftökum fer fjölgandi. Á árinu var 21 tekinn af lífi í Bandaríkjun- um. Hins vegar benda samtökin á að afnám dauðarefsingar sé þróun, sem haldi áfram í heiminum. Á árinu var dauðarefsing lögð niður í siðasta ástralska fylkinu, Vestur-Ástralíu. Síðan 175 hefur dauðarefsing verið lögð niður i a.m.k. einu landi á ári. I árslok 1984 höfðu 27 ríkis- stjórnir afnumið dauðarefsingu fyrir öll afbrot og 19 fyrir öll brot nema mjög alvarleg, t.d. vissa stríðsglæpi. Dauðarefsing er enn í gildi i 130 löndum, en í mörgum þeirra hafa engar aftökur farið fram um ára- bil. Allsherjarþing SÞ hefur tvisvar sinnum samþykkt ályktun um að æskilegt sé að dauðarefsing verði lögð niður. I Nígeríu hermdu fréttir að 110 fangar hefðu verið líflátnir 1984. Þar af höfðu a.m.k. 66 verið leiddir fyrir sérstaka dómstóla og ekki fengið að áfrýja. í Suður-Afríku voru a.m.k. 114 líflátnir. Allir nema þrir voru blökkumenn eða kynblendingar. Gæzlustörf Shítar úr stjórnarhernum í Líbanon við eftirlitsstörf í Sabra-flóttamannabúðunum í Beirút. Búðirnar féllu í hendur bardagasveita shíta um helgina eftir gífurlega hörð átök þeirra og skæruliða Frelsisfylk- ingar Palestínumanna (PLO). Nær 500 manns týndu lífi í bardögunum um búðirnar og um 2.000 særðust. Braut Bofors lög og seldi yopn til íran? Stokkhólmi, 5. júní. AP. 5. júní. S/GNSKA tollgæslan kannar nú hvort hugsanlegt sé, að sænsk vopn hafi með ólögmætum hætti verið seld til írans, sem á í styrjöld við írak. Hans Johnsson, yfirmaður Grænland: Útlendir peningamenn í rækjuútgerðinni? Kaupmannahöfn. 4. júní. Frá frétU- ritara Morgunblaðsins, NJ. Bruun. GRÆNLENZKA þingið hefur ákveðið að fá lögfræðing til að rann- saka, hvort peningamenn beiti fyrir sig leppum í útgerð grænlenzkra rækjutogara. Vitað er, að Grænlend- ingar verða að snúa sér til Danmerk- ur og annarra landa til þess að út- vega fé til hinna nýju stóru togara sinna. Er nú komin fram krafa um að fá vitneskju um, hversu um- fangsmikil þessi fjárútvegun er orð- in. Það er vinstri flokkurinn Inuit Ataqatigiit, sem hefur borið þessa kröfu fram á þeim forsendum, að ekki hafi — við veitingu leyfa til rækjuveiða — verið tekið nægilegt tillit til grænlenzkra rækjusjó- manna. Eins og er þá eru skráð 30 útgerðarfyrirtæki í Grænlandi, sem gera út skip, sem jafnframt eru skráð þar í landi. Flest þessara skipa stunda aðal- lega rækjuveiðar, sem eru arð- vænlegustu veiðarnar við Græn- land. Samkvæmt þeim reglum, sem um þessi fyrirtæki gilda, verða tveir þriðju af eigendum þeirra að vera heimilisfastir á Grænlandi og hafa fiskveiðar að aðalatvinnu. rannsóknardeildar tollgæslunnar í Stokkhólmi, sagði blaðamönnum að rannsóknin beindist að fyrir- tækinu Bofors, sem er umsvifa- mesti vopnaframleiðandi í Sví- þjóð. Sænsk lög banna vopnasölu til landa, sem eiga í styrjöld eða kunna að dragast inn í stríðs- rekstur. Johnsson vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um þær staðhæf- ingar í Dagens Nyheter í morgun, að Bofors hefði selt mikið af vopn- um og sprengiefni til írans og tveggja annarra ríkja við Persa- flóa. Samkvæmt frétt blaðsins hefur vopnasalan átt sér stað frá því stríð trana og íraka hófst árið 1978 og var ekkert lát á henni á meðan Olof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, reyndi að miðla málum í deilu ríkjanna. Dagens Nyheter hafði það eftir ónafngreindum heimildarmönn- um sínum innan tollgæslunnar, að ríkisstjórnin hefði veitt Bofors leyfi til að selja vopn til landa í Evrópu. Á sl. hausti hefðu tollyfir- völd hins vegar haft af því pata, að bílfarmur af sprengiefni, sem fara átti til Evrópuríkis, hefði ver- ið sendur til ríkis- við Persaflóa, sem er á bannlista sænskra stjórnvalda. í síðasta mánuði fullyrti fyrrum starfsmaður Bofors í Karlskoga, að fyrirtækið hefði selt sprengju- vörpur til Persaflóaríkjanna Bahrain og Dubai. Hann sagði, að vopnin hefðu fyrst verið flutt til Singapore til að slá ryki í augu sænskra stjórnvalda. Rannsókn þess máls er í gangi. Ekki hefur reynst unnt að bera upplýsingar tollgæslunnar i dag undir forráðamenn Bofors. Þeir hafa ekki verið viðlátnir þegar blaðamenn hafa haft samband við þá. Mats Hellström, utanríkis- viðskiptaráðherra Svíþjóðar, hef- ur hins vegar staðfest frétt toll- gæslunnar um að rannsókn standi yfir á viðskiptum Bofors við er- lend ríki. á fimmtudögum tíl kl “ HAGKAUP Reykjavík-Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.