Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 Fjáröflun vegna húsnæðismála: 1 % húsnæðisgjald á söluskattsstofn - 0,25 eignaskattsauki FRÁ OG MEÐ 1. júni næstkomandi á að leggja 1 % húsnæðisgjald á sölu- skattsstofn allra þeirra aðila sem lög um söluskatt taka til. Jafnframt á að leggja 0,25% eignarskattsauka á eignarskattsstofn manna umfram 1600 þúsund og jafnhátt gjald á lögaðila. Tekjur af þessum álögum eiga að renna til húsnæðismála. Þetta er megininntak í frumvarpi til laga um sérstaka fjáröflun vegna húsnæðismála á árunum 1985 og 1986 er fjórir þingmenn stjórnarflokkanna lögðu fram í gær. Áætlaðar tekjur eru 340 milljónir króna á yfirstandandi ári og 600 til 700 milijónir á því næsta. Samfara húsnæðisgjaldinu og eignarskattsaukanum, er lagt til að af tekjuafgangi ÁTVR renni 30 milljónir króna til húsnæðismála. í greinargerð með frumvarpinu, segja flutningsmenn, þeir Páll Péturson, Friðrik Sophusson, Halldór Blöndal og Þorsteinn Pálsson, að til að unnt sé að taka á brýnasta vanda húsbyggjenda og húskaupenda þá sé með frumvarp- inu gerð tillaga um sérstaka fjár- öflun til þeirra viðbótaráðstafana sem stjórnarflokkarnir hafa gert. { því sambandi er einkum um þrennt að ræða: „1. Ráðgjafarþjónusta hjá Hús- næðisstofnun ríkisins sem hef- ur það hlutverk að leiðbeina, aðstoða og lána þeim sem komnir eru í greiðsluerfið- leika. Útlán í tengslum við ráðgjafarþjónustuna eru áætl- uð um 200 millj.kr. 2. Greiðslujöfnun vegna fast- eignaveðlána einstaklinga sem talin er fela í sér um 100 millj.kr. minni endurgreiðslur lána til byggingarsjóða ríkis- ins í ár. 3. Aukin áhersla á lán til þeirra sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Tekin hefur verið ákvörðun um að hækka há- fliÞinci mark svonefndra G-lána þannig að það verði komið í 50% af nýbyggingarláni (F-láni) á 1. ársfjórðungi 1986. I þessu skyni er gert ráð fyrir 70 millj.kr. Þessi þrjú atriði hafa í för með sér 370 millj.kr. fjárvöntun. Til þess að mæta þessari fjárvöntun er lagt til að tekna verði aflað með eftirfarandi hætti: , millj.kr. 1. Húsnæðisgjald _________________ 250 2. Eignarskattsauki á einstaklinga . 20 3. Eignarskattsauki á félög ........ 70 4. Sérstök hækkun á áfengis- og tóbaksverði ............ 30 Samtals: 370 Áhersla er á það lögð að með þessari auknu fjáröflun verði í ár fyrst og fremst sinnt fjárþörf þeirra sem byggja sína fyrstu íbúð og gera fokhelt fyrir 1. október. Jafnframt verður flýtt af- greiðslu lána til þeirra sem keyptu sína fyrstu íbúð á fyrstu fjórum mánuðum ársins. í sambandi við þessa tekjuáætl- un er minnt á að ávallt er erfitt að gera slíkar áætlanir af nákvæmni. Ef eitthvað kann á að skorta að tekjurnar nægi í ár verður sá greiðsluvandi, sem af því hlýst, leystur með tilfærslu milli ára. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þessi gjaídtaka eigi sér einnig stað á næsta ári enda mörg verk- efni framundan í húsnæðismálum. Áætlaðar tekjur af gjaldtökunni á næsta ári eru 600—700 millj.kr. á verðlagi ársins 1985. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um ráðstöfun fjárins á því ári. Það verður ekki gert fyrr en að höfðu samráði við þá milliþinganefnd í húsnæðismálum sem stjórnar- flokkarnir hafa ákveðið að koma á fót eftir viðræður við stjórnarand- stöðuflokkana." ÚTLÁN BYGGINGARSJÓÐA RÍKISINS 1980—1985. Byggingarsjóöur ríkisins Byggíngarsjóöur verkamanna Samtais I hlutfalli f hlutfalli í hlutfalli af þjóðar- af þjóöar- af þjóðar- Millj kr. framleiðslu Millj. kr. framieiðslu Millj. kr framleiðslu 1980 ........ 216 1,6 17 0.1 233 1,7 1981 ........ 287 1,4 111 0,5 398 1,9 1982 ........ 393 1,3 240 0.8 633 2,0 1983 ........ 692 1,3 409 0,8 1 101 2,1 1984 ..... 1 552 2.3 409 0,6 1 961 2,9 1985" .... 2 465 2,8 683 0,8 3 148 3,6 1) Áartlun Heimild Húsiuedisstofnun ríkisins Réttur til uppsagnarfreste: Vísað til ríkisstjórnar Fnnnvarp Guðmundar J. Guð- mundssonar (Abl.) um rétt verka- fólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla kom til lokaafgreiðslu í neðri deild Alþingis í gær. Fyrir lá tillaga frá meiri hluta félagsmála- nefndar þingdeildarinnar um að vísa því til ríkisstjórnarinnar. Sú tillaga var samþykkt, að viðhöfðu nafna kalli, með 18 atkvæðum gegn 16, 6 vóru fjarverandi. Með frávísuninni greiddu at- kvæði allir þingmenn stjórnar- flokkanna, utan tveir, sem greiddu mótatkvæði, með stjórnarand- stæðingum: Ellert B. Schram (S) og Ólafur Þ. Þórðarson (F). 24 neitað um fóstureyðingu ÚRSKURÐAR- og eftirlitsnefnd hefur fengið til meðferðar 138 erindi vegna ágreinings eða undanþágur um fóstur- eyðingar frá 1975. Á tímabilinu 1975 til 1985 var 24 umsóknum um fóstureyð- ingar neitað, þar af einni vegna þess að viðkomandi kona hafði áður gengist undir slíka aðgerð. Þessar upplýsingar komu fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Kristínu S. Kvaran, (BJ) síðastliðinn þriðjudag. Ágreiningsmál vegna fram- kvæmdar fóstureyðingar fyrir lok 12. viku, sem nefndin hefur fengið til meðferðar eru átta, frá árinu 1980. I flestum tilfellum eru félagslegar ástæður nefndar sem ástæða fyrir beiðni um fóstureyðingu. Forsætisráðherra: Þingmenn stjórnar- flokka tefja fyrir málum Forseti efri deildar gagnrýnir forsætis- ráðherra fyrir blaðaummæli um þingdeildina Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sté í ræðustól efri deildar AlþingLs í gær og fann að því að 43 mál væru enn til meðferðar í nefndum þingdeildarinnar, sum að vísu ný af nálinni en önnur eldri. Hann kvað „í mörgum tilfellum þingmenn stjórnarflokkanna hafa taflð fyrir málum hcldur en stjórnarandstæðinga". — Áður hafði Stefán Benediktsson (BJ), sem gegndi störfum þing- deildarforseta, gagnrýnt forsæt- isráðherra fyrir ummæli í Morg- unblaðinu í gær (fréttaviðtal bls. 2) um stórf í þingdeildinni. Þar sagði ráðherrann: nÉg vek athygli á því að efri deild Alþingis er ekki með neinn fund í dag, og lauk störfum mjög snemma í gær. Þó er fjöldinn allur af málum í nefndum hjá efri deild.“ Þessi ummæli taldi þingdeildarforseti ómakleg. Það er mjög óvenjulegt, ef ekki einsdæmi, að þingdeildarforseti gagnrýni forsætisráðherra með þessum hætti. Stefán Benediktsson, forseti þingdeildarinnar, sagði: „Þessu (þ.e. ummælum forsætisráðherra í Morgunblaðinu) vil ég andmæla. Ég tel að það hafi ekki staðið á afgreiðslu mála í þessari deild." Mál væru að vísu í nefndum hjá þingdeildinni, en mörg þeirra væru bæði seint fram komin og stór í sniðum og eðlilegt, ef störf eigi að vanda, að þau fái góða skoðun. Kióur Guðnason (A) tók sterk- lega undir gagnrýni forseta. Hann kvað stjórnarandstöðuþingmenn „ekki tefja eða þvælast fyrir af- greiðslu mála“. Úmmæli forsætis- ráherra í Morgunblaðinu („Eg hef sagt það og stend við það, að ég hef ekki viljað vera í neinum samningum um það við stjórn- arandstöðuna, hvaða mál verða afgreidd á þinginu") taldi Eiður ganga þvert á samstarfshætti og hefðir á síðustu vikum þings. Ragnar Arnalds (Abl.) kvað efri deild hafa starfað vel, nú sem áð- ur. Stjórnarandstæðingar hafi heldur ekki valdið því að mál dragist á langinn. Hinsvegar eru fjölmörg stjórnarmál síðbúin. Þau eru og einstök hrákasmíð. Og eng- in samstaða um þau í stjórnarlið- inu þegar þau eru loks fram kom- in. Þannig hefur ríkisstjórnin „ruslað hér ínn í þingið yfir 30 frumvörpum frá lokum páskaleyf- is“. Það sem að er „er forystuleysi og ráðleysi" forsætisráðherra og ríkisstjórnar. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði 43 mál enn til meðferðar hjá nefndum efri deild- ar Alþingis, samkvæmt skrá frá skrifstofu þingsins, dagsettri 4. júlí, þar af 18 hjá fjárhags- og viðskiptanefnd. Ráðherra nefndi sérstaklega frumvarp um atvinnuvegasjóði. Hann kvaðst hafa rætt um það mál við fulltrúa bænda og sagði orðrétt: „ég vil líka taka það fram að ég tek bara ekkert gott og gilt frá bændum að það megi ekkert breyta, ef allt stefnir í óefni. Kem- ur ekki til mála. Það er hvergi meiri þörf á breytingum heldur en þar...“ Ráðherra rakti síðan óafgreidd mál hjá öðrum nefndum þing- deildarinnar. Ég áfellist ekki stjórnarandstæðinga, alls ekki, sagði hann efnislega. Ég „ætti raunar að þakka þeim fyrir góða samvinnu í þinginu. En ég verð að segja það eins og er, þáð á við bæði um minn flokk og samstarfsflokk, að það kemur mér dálítið undar- lega fyrir sjónir, þegar búið er að ræða mál ... þar fram og aftur á þingflokksfundum í allan vetur og maður heldur að það sé orðið sam- komulag um það og svo þegar kemur til nefndar þá stendur oft ekki sízt á okkar mönnum." „Ég endurtek," sagði forsætis- ráðherra, „að mér þykja það ekki rétt vinnubrögð þegar mál sitja vikum og mánuðum saman i nefndum — það á að taka þau strax þar til meðferðar." Davíð Aðalsteinsson (F) sagði forsætisráðherra fyrst og fremst beina spjótum að stjórnarliðum. Hann kvaðst hafa forsjá í tveimur nefndum. í fyrsta lagi heilbrigðis- nefnd. Þar væru fjögur mál óaf- greidd, þó ekkert stjórnarfrum- varp. í annan stað félagsmála- nefnd. Þar væri heldur ekkert stjórnarfrumvarp óafgreitt, að- eins þingmannafrumvörp. Eiður Guðnason (A) sagði lista ráðherra yfir óafgreidd mál gaml- an eða ekki rétt lesið úr honum. Athyglisvert væri að forsætis- ráðherra hefði ekki um neitt við stjórnarandstöðu að sakast. Það væru stjórnarliðar sem sætu á sakabekk hans. Kolbrún Jónsdóttir (BJ) fagnaði komu forsætisráðherra í þann hóp sem gagnrýndi vinnubrögð stjórn- arliða. Egill Jónsson (S) sagði samgöngunefnd hafa haldið 28 fundi. Þar hafa öll mál, sem nefndinni hafa borizt, verið af- greidd. í landbúnaðarnefnd væru aðeins fjögur mál óafgreidd, þar af tvö fullunnin, sem verði af- greidd næsta morgun. Eitt mál sé samkomulag um að afgreiða ekki. Síðasta málið bíði meðferðar i samráði við flutningsmann. Eyjólfur Konráð Jót sson (S) kvað óafgreidd 8 af 39 málum í fjár- hags- og viðskiptanefnd. Forsæt- isráðherra kunni manna bezt skil á því, hversvegna flest þeirra hafi dregizt. Helgi Seljan (Abl.) sagði for- menn þingnefnda hafa haft góða samvinnu við stjórnarand- stöðuþingmenn. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra lagði enn áherzlu á nauðsyn þess að þingnefndir skil- uðu málum af sér til afgreiðslu i þingdeildum. Heildaryfirlit um innlendar og erlendar lántökur 1985 (millj. kr.) span- skírteina Verdbréfa- kaup bankanna Lífeyris- sjódir Önnur innlend fjároflun Erlend lán Heildar- lámökur I Opinberir aðilar Ríkissjóður, A-hluti............... Ríkissjóður, B-hluti .............. Fyrirtæki með eignaraðild rfkissjóðs Sveitarfélög ...................... II Húsbyggúigarsjóðir Byggingarsjódur rfkisins .......... By8g*n8arsjöður verkamanna ........ III Lánastofhanir Framkvarmdasjóður............. Iðnþróunarsjóður............. Stofnlánadeild landbúnaðarins Útflutningslánasjóður ... IV Atvinnuryrirt*ki......... ösundurliðað ................ HeildarfJArþArf (1—IV) ...... 380 200 180 200 200 1 045 700 345 180 150 3 781 926 1 114 1 415 326 553 553 1 262 1 092 50 I 600 1 600 4 561 1 526 1 294 1 415 326 1 786 1 441 345 1 642 1 442 50 30 120 1 600 1 600 Heimild: Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Lán hins opinbera hækka um 127 m.kr. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu, þá hefur meirihluti fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar skilað breytingartillögum við frumvarp til lánsfjárlaga. Þar er lagt til að heildarlántökur hækki um 127 milljónir króna og verði 9.589 milljónir króna. f efri deild var gert ráð fyrir að lántökur yrðu 9.462 milljónir króna. Taflan hér að ofan sýnir hvernig lánin skiptast í erlend og innlend lán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.