Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNl 1985 „Sé framtíð í ferða- þjónustunni ..." Rætt við Hauk Claessen um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn á Hólmavík. Hólmavík, 28. maí. Hér i Hólmavík hefur veitingar- ekstur ekki þótt árennileg atvinn- ugrein fram að þessu. Á undanförn- um ánim hefur gistiheimilið hér ver- ið rekið nánast frekar af nauðung en von um ábata enda skiljanlegt þar sem Hólmavík hefur fram að þessu ekki verið í þjóðbraut. Þeir sem hafa viljað leggja leið sína hingað hafa þurft að taka i sig rúmlega hundrað km krók frá hringveginum við Brú í Hrútafírði og síðan sömu leið til baka eins og gefur að skilja. Og þótt leiðin norður Strandir sé fögur þykir mörgum nóg um ferðalagið nema þeir eigi erindi. Það var því ekki frítt við að Hólmvíkingar hefðu nokkra sam- úð með aðkomurnanninum sem koma að sunnan til þess að taka við rekstri gistiheimilisins sl. haust. Enn var kominn Reykvík- ingur til þess að takast á við hið ómögulega. En ef til vill þurfti aðkomu- mann til þess að opna augu heima- manna fyrir því að aðstæður hafa breyst. Reyndar hefur bylting í samgöngumálum átt sér stað með opnun vegar um Steingrímsfjarð- arheiði. Nú er opin leið fyrir þá sem hafa hug á því að að heim- sækja Strandir að halda siðan áfram vestur í Djúp og um Vest- firði suður á Barðaströnd og í Dali. Og fyrir Vestfirðinga er þessi leið gífurleg samgöngubót þar sem vegurinn um Þorskafjarð- arheiði er að jafnaði lokaður langt fram eftir sumri. Það sannaðist líka i vetur þvi vöruflutningabílar úr Djúpi voru hér á ferð allt fram undir jól og næstum daglega þann tíma sem strandferðaskipin stöðv- uðust vegna verkfalla. Og nú i vor hefur verið jafn og stöðugur straumur bíla um heiðina og í gegnum Hólmavik f þeim mæli sem best hefur gerst hér á sumr- um. Glöggskyggnir menn hljóta því að sjá, að eigi að takast að laða ferðamenn að þessari fögru og nýstárlegu leið þarf að vera lág- marks aðstaða fyrir þá með hæfi- legum áföngum til þess að þeir treysti sér á nýjar slóðir. Hólma- vík er einmitt hæfilegur áfangi fyrir ferðamenn sem fara á milli Djúps og Hrútafjarðar. Það hlýtur hinn nýi hótelstjóri okkar að hafa séð er hann kom hingað i haust. Enda hefur engum dulist að hann hefur verið önnum kafinn í allan vetur við að undirbúa komu ferða- manna nú í sumar. Umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á gistiheimilinu og einnig hefur hann tekið hús á leigu og innrétt- að þar gistiherbergi til þess að hægt væri að taka á móti sem flestum gestum. Fréttaritari Mbl. lagði leið sína niður á gistiheimilið einn daginn til þess að forvitnast svolítið um, hvað þar væri að gerast. Hann hitti fyrir hótelstjórann, Hauk Classen, þar sem hann var að drekka kaffi i setustofunni, dálítið mæddur eftir erfiða nótt. Hann var fyrst spurður að því, hvort eitthvað væri farið að bera á gestakomum til hans. „Ja, það gistu nú hérna í nótt 48 manns, hrakningsfólk sem varð að snúa við á Steingrímsfjarðarheiði í þessu foraðsveðri sem gekk yfir. Það var að tínast hingað alveg frá því um kvöldmatarleytið og fram til klukkan fjögur í nótt. Þá komu þeir síðustu sem hjálparsveitin bjargaði niður af heiðinni." — Var hægt að koma öllu þessu fólki fyrir? „Það var hægt já, af því að ég hef verið að innrétta gistiherbergi í íbúðarhúsi sem ég tók á leigu nú í vor. En auðvitað varð nú hluti af þessu fólki að láta sér lynda svefnpokapláss." — Hvað hefurðu gistirými fyrir marga? „Sem stendur hef ég rúm handa 24 í tveggja manna herbergjum. En ég stefni að því að þurfa ekki að úthýsa neinum í sumar. Ég hef gert ráðstafanir til þess að geta boðið upp á svefnpokapláss fyrir alla þá sem ég hef ekki rými fyrir í herbergjum." „Hefurðu verið að breyta miklu hér á gistiheimilinu?“ „Já, blessaður vertu, þetta er allt gjörbreytt. Ég hef verið að taka húsið allt í gegn í vetur og þetta er ekkert líkt því sem það var. Ég stækkaði matsalinn svo nú get ég með góðu móti tekið á móti 40 manna hópi í mat. Ég samein- aði herbergi og opnaði þannig nokkurs konar setustofu sem gest- ir geta látið fara vel um sig i ef þeir vilja horfa á sjónvarp. Nú og svo hef ég gjörbreytt eldhúsinu og búið það nýjum tækjum." — Ertu þá sæmilega í stakk bú- inn til að taka á móti ferðamönn- um í sumar? „Já, það er nú það sem ég hef verið að búa mig undir. Ég tel að þessi staður búi yfir miklum möguleikum í ferðamálum ef rétt er á haldið. Hingað koma aldrei ferðamenn nema einhver aðstaða sé til þess að taka á móti þeim og hana ætla ég að veita nú í sumar. Ég hef búið eldhúsið hér t.d. nýj- um og nútímalegum tækjum og ætla að geta boðið upp á alhliða matseðil allan daginn með litlum fyrirvara. Og þá á ég við að engin þurfi að bíða lengur en 15 mínútur eftir að maturinn verði borinn á borð. Nú svo hef ég endurnýjað allan rúmfatnað og lagfært her- bergin þannig að ég á ekki að þurfa að skammast mín neitt fyrir að bjóða gistingu hérna. Auðvitað verður ekki öllu hrint í fram- kvæmd á einu vori en þetta er mikil breyting frá því sem var.“ — En ertu ekkert hræddur um að þetta sé happdrætti sem geti brugðið til beggja vona? „Það er nú helsti gallinn við hreppsfélagið hérna að það eygir ekki möguleikana sem eru í mót- töku ferðamanna. Ég held að ferðamannabransinn sé rakinn hér. Margir hafa áttað sig á teng- ingunni við Djúpið og Hólmavík er hæfilegur áfangi fyrir þá sem eru að fara þaðan á leið suður. Og í sumar ætlar Vesturleið að vera Morgunbladið/Flóki Haukur Claessen var áður bryti á Jökulfellinu, en sér nú framtíð í því að þjóna ferðamönnum á Hólmavík. með ferðir frá Patreksfirði um Isafjörð og hafa endastöð á Hólmavík. Það verður í tengslum við ferðir héðan fyrir þá sem vilja taka rútuna suður eða fara til móts við Norðurleið. Nú svo er líka möguleiki á þvi að halda héð- an norður í Árneshrepp með Guð- mundi Jónassyni. Eða taka flugið með áætlun Arnarflugs frá Þrenns konar útgerð á Hólmavík; strákar að dorga við bryggju, trillukarl og floti rækjubáta. Hólmavík við Steingrímsfjörð. Gjögri. Hér eru allir möguleikar opnir.“ — Er þá farið að gera pantanir hjá þér í sumar? „Já, það er töluvert um það. Ný- lega var verið að panta hér gist- ingu fyrir 45 manna hóp kvenna úr Þingeyjarsýslu. Og það hefur verið mikið um fyrirspurnir. Ann- ars er þetta svo ný staða, að það er varla að fólk sé farið að átta sig á því hverjir möguleikarnir eru.“ — Þú virðist nokkuð bjartsýnn á framtíðina. „Já, ég er það. Ég held að þetta eigi framtíð fyrir sér og hef lagt allt undir. Þetta hefur gengið þol- anlega í vetur og það þakka ég heiðinni og auðvitað veðurfarinu sem hefur verið með eindæmum gott i vetur. Og á reynslu vetrar- ins byggi ég bjartsýni mína. Ég er ákveðinn í að láta þetta ganga. M.a.s. er ég með vísi að bílaleigu hérna. Ég leigi út einn bíl en hef möguleika á að bæta við.“ — Hvernig finnst þér heima- menn hafa tekið þessu rölti þínu? „Bara vel verð ég að segja. Að visu virðist hreppsnefndin ekki vera almennilega vöknuð, en ég hef fengið fyrirgreiðslu hér í Bún- aðarbankanum. Nú og í vetur hafa heimamenn skipt við mig. Ég hef séð um mat fyrir þá á árshátíðum og meiri háttar mannfögnuðum. Það er jafnvel farið að bera á þvi að þeir komi hingað til þess að fá sér að borða við og við. Það kann eitthvað að aukast ef ég fæ vin- veitingaleyfi eins og ég hef sótt um. En ég var líka með mynd- bandaleigu hér í vetur og ég gæti trúað að myndbandseign hafi þre- faldast á þeim tíma sem ég hef starfrækt leiguna. Og þú sérð að ég er með allar klær úti, því ég hef útibú frá henni á Drangsnesi, Borðeyri, Hvammstanga og Blönduósi. Og allt rennur þetta f reksturinn á gistiheimilinu. Ég skal segja þér, að ég hef heyrt það á öllum Vestfirðingum sem hafa komið hér að þeir muni ekki fara aðra leið en þessa framvegis. Þorskafjarðarheiðin er ef til vill 10 km styttri en það hefur ekkert að segja í þessu sambandi. Nú er Hólmavík loksins komin í þjóð- braut.“ Og með það fór Haukur að sýna fréttaritara hvernig hann hefði undirbúið sig fyrir sumarið. Það er undarlegt hvernig einstakl- ingar geta oft séð tækifæri á stöð- um sem virðast við fyrstu sýn vera að staðna og missa vaxtarþrótt sinn. Vonandi verður Hauki að ósk sinni að gera Hólmavík að fýsi- legum áfangastað fyrir ferðalanga á leið sinni um landið. Og vonandi eiga margir eftir að njóta veður- blíðunnar og kyrrðarinnar hér á Ströndum í sumar við spegiltæran og lygnan Steingrímsfjörðinn, sem oft er líkari stöðuvatni en út- sjó. — FK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.