Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 37 „Innrás 7. áratugarins“: landssamband íslenskra mál- freyja. Alls eru starfandi 18 deildir innan samtakanna hér á landi, auk þess sem ein deild starfar meðal íslenskra kvenna í Lúx- emborg. Fyrsta deildin hérlendis var stofnuð meðal íslenskra og bandarískra kvenna á Keflavík- urflugvelli fyrir 12 árum. Fyrsta alíslenska deildin var síðan stofnuð í Keflavík árið 1975. Síð- an dafnaði starfsemin ört og nú eru deildirnar 18 eins og áður sagði og starfandi málfreyjur 450. Landssamband málfreyja verður eins og áður sagði stofnað á landsþinginu, en starfstími þess hefst formlega 1. ágúst nk. Þingið mun kjósa sína fyrstu landsstjórn og samþykkja lög og reglur landssambandsins. (ílr rrétutilkj'nningii) INNLENT Bítlatíminn rifjaður upp í Reykjavík og á Akureyri Háskólinn: Jerold Marsden með fyrirlestur Á FIMMTUDAGINN mun prófessor Jerold Marsden fri Kalíforníuhá- skóla í Berkeley halda fyrirlestur um stærðfræói í Háskóla fslands. Marsden er með þekktari núlifandi stærðfræðingum. Fyrirlestur hans nefnist á ensku „Nonlinear stability and boundary value problems'*. í fréttatilkynningu frá fslenska stærðfræðafélaginu segir að Marsden sé Kanadamaður, en pró- fessor við Berkeley-háskóla og yf- irmaður rannsóknarhóps í öllu Kaliforníuháskólakerfinu og rannsóknarstofnana þess í ólínu- legri hreyfifræði. Hann fæst við tvíkvíslunarfræði, stærðfræðilega aflfræði, þyngdaraflfræði, Hamil- ton-hreyfikerfi, stöðugleika ólinu- legra diffurjafna, samrunafræði o.n. Fyrirlesturinn verður í bygg- ingu verkfræðideildar, stofu 157, og hefst kl. 16.00. að söngvarinn Dave Dee hefur snúið sér að öðru og er ekki lengur í hljómsveitinni. Meðal laga Tremeloes frá þess- um tíma má nefna Twist and Shout, Someone, Do You Love Me? og enn síðar Silence Is Golden. Hljómsveitin Searchers gerði mörg lög vinsæl hér, til dæmis Needles and Pins, Don’t Throw Your Love Away, Goodbye My Love, What Have They Done to the Rain? og Love Potion Number 9. Meðal laga, sem Dave Dee og félagar gerðu vinsæl, má nefna Hold Tight, Xanadu, Fresh Ear og Mr. President. Tremeloes leika í Broadway og i Sjallanum á Akureyri helgina 14.—17. júni, helgina þar á eftir verða Bootleg Beatles í Sjallanum og Broadway, síðustu helgina í júní verða Dozy, Beaky, Mick & Tich hér á landi og síðan koma Searchers og leika i Broadway og á Akureyri dagana 5.-7. júlí. Að- göngumiðaverð á skemmtanirnar verður kr. 450. Scout-jeppa stolíð AÐFARANÖTT sunnudagsins var bif- reiAinni R-39592, sem er Scout-jeppi árgerð 1974, stolið frá Skemmuvegi 44 í Kópavogi. Jeppinn er Ijósbrúnn að lit með sanseruðu lakki, svarta rönd í síls- um upp á hliðar. Þeir sem kunna að vita um bifreiðina R-39592 eru vinsam- lega beðnir að láta lögregluna í Kópa- vogi vita. Regnboginn frumsýnir „Vogun vinnur ... “ BANDARÍSKA kvikmyndin „Longshot", sem á íslensku hefur hlotið heitið „Vogun vinnur verður frumsýnd í Regnboganum í dag. Myndin fjallar um samband fjögurra ungmenna — ferðalög þeirra og ævintýri. Auk þess er þátttöku þeirra fjórmenninga í íþróttakeppni nokkurri gerð ít- arleg skil. Leikstjóri myndarinnar er E.W. Swackhamer. Með aðalhlut- verk fara þau Linda Manz, söngv- arinn Leif Garett, Ralph Seymor og Zoe Chauveau. FJÓRAR breskar hljómsveitir, þar af þrjár, sem vinsælar urðu víða um heim á sjöunda áratugnum — bítla- tímanum svokallaða — eru væntan- legar til íslands á næstu vikum til að leika í Reykjavík og á Akureyri. Þetta eru hljómsveitirnar Tremel- oes, Searchers og Dozy, Beaky, Mick & Tich. Fjórða hljómsveitin er „The Bootleg Beatles", harla ná- kvæm eftirlíking af frægustu hljóm- sveit allra tíma, þeirri sem tímabilið er nefnt eftir, The Beatles. Gervibítl- arnir hófu störf þegar þeir komu fram í gervi hinna einu sönnu Bítla í söngleiknum „Beatlemania" í Lond- on, en undanfarin tvö ár hafa þeir ferðast víða um heim og leikið Bítla- tónlLst. Tvær þessara hljómsveita, Tremeloes og Searchers, komu hingað til lands um miðjan sjöunda áratuginn og vöktu mikla hrifningu unglinga þess tíma. Hljómsveitirnar eru að mestu leyti eins skipaðar nú og þær voru fyrir tuttugu árum en sú breyting hefur helst orðið á þeirri þriðju, Fyrsta landsþing málfreyja Reynir kominn til Beruness REYNIR Pétur Ingvarsson, vistmað- ur á Sólheimum í Grímsnesi, heldur ótrauður áfram göngu sinni hringinn í kringum landið, sem hann lagði upp í laugardaginn 25. maí sl. f gærmorg- un var Reynir kominn til Djúpavogs. Hugðist hann ganga út á Berunes, milli Berufjarðar og Breiðdalsvíkur, og gista þar um nóttina, að sögn Halldórs Kr. Júlíussonar, forstöðu- manns Sólheima. Gangan er sem kunnugt er farin í fjáröflunarskyni til byggingar húss fyrir vistmenn á Sólheimum. Sagði Halldór að Reynir bæri sig vel en hefði þó kvartað lítillega undan leiðinlegu veðri undanfarna daga og slærnum vegum þar eystra. í morgun hélt Reynir áleið- Sjómannadagurinn á Fáskrúðsfirði: MÁLFREYJUR á íslandi halda sitt fyrsta landsþing dagana 7.—9. þ.m. á Hótel Loftleiðum í Reykja- vík og hefst það með opnunarhátíð kl. 20.30, fóstudaginn 7. júní. Jafn- framt munu málfreyjur stofna Þjóðleikhúsið: Hlutu viður- kenningar úr Listdanssjóði V ETRARSTARFI Listdansskóla Þjóðleikhússins lauk fyrir nokkru með árlegri nemendasýningu skól- ans að viðstöddu fjölmenni. f lok sýningarinnar voru veittar viður- kenningar frá skólanum og úr List- danssjóði Þjóðleikhússins. Listdansskólinn veitti í fyrsta skipti viðurkenningu „fyrir góða ástundun og framfarir í náminu" og hlaut hana Helena Jónsdóttir nemandi í 3. flokki. Viðurkenn- ingar úr Listdanssjóði Þjóðleik- hússins hlutu að þessu sinni Eva Hallbeck nemandi í skólanum og hópur dansara úr íslenska dans- flokknum, sem hyggst fara og sýna á Ung Nordisk Kunstfestival, sem haldið verður í Stokkhólmi nú í ágúst. Reynir Pétur Ingvarsson á leið sinni hringinn í kringum landið. is í átt að Breiðdalsheiði og stefnir hann að þvi að ná til Egilsstaða á laugardag. Þá verður helmingur hinnar 1.417 km löngu leiðar að baki, eftir hálfs mánaðar göngu. 13 konur gerðar að heiðurs- félögum í slysavarnadeildinni ráskniðanrði, 4. júnl. Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur hér að venju. Hátíðin hófst með skemmtisiglingu beggja skuttogara bæjarins, Hoffells og Ljósafells. Var margt manna með báðum skipunum, þrátt fyrir rok og rigningu. En þegar líða fór að hádegi batnaði veðrið þannig að útihátíðarhöld fóru fram með eðli- legum hætti. Klukkan 11 hófst guðsþjón- usta í Fáskrúðsfjarðarkirkju, þar sem sóknarpresturinn séra Þorleifur K. Kristmundsson messaði. í upphafi messu voru þrettán konur heiðraðar og gerð- ar að heiðursfélögum í slysa- varnadeildinni Hafdísi í tilefni 50 ára afmælis deildarinnar. Formaður deildarinnar, Margrét Andrésdóttir, afhenti árituð heiðursskjöl þessu til staðfest- ingar. Að því loknu afhenti sókn- arpresturinn heiðurspening sjó- mannadagsins og við honum tók Jón Finnbogason, aldraður sjó- maður hér á staðnum. Síðar var Kristínu Þórarinsdóttur afhent- ur annar heiðurspeningur sem fyrirhugað var að afhenda eig- inmanni hennar, Jóhanni Jóns- syni, en hann er nýlega látinn. Að lokinni messu lagði Sigrún Sigurðardóttir blómskrýtt ank- eri að minnismerki um drukkn- aða sjómenn. Kirkjukórinn söng og afhjúpaður var skjöldur. Eft- ir hádegið fór fram kappróður, þar sem sex karlasveitir og fjór- ar kvennasveitir tóku þátt í. Sveit Kára Jónssonar sigraði í 9. sinn í róðrinum en sveit Ung- mennafélagsins Leiknis sigraði í kvennaflokki. Um kvöldið var síðan stiginn dans í félagsheim- ilinu og var þar mikið fjölmenni samankomið. — Albert Morgunblaðið/Albert Kemp Sóknarpresturinn, séra Þorleifur K. Kristmundsson, ahendir Jóni Finn- bogasyni heiðurspening sjómannadagsins. MorgunbladiÖ/Helena Stefánadóttir Frá útihátíðarhöldunum við höfnina. Morgunblaftið/Albert Kemp Margrét Andrésdóttir, formaður slysavarnadeildarinnar Hafdísar, les upp nöfn 13 kvenna sem gerðar voru að heiðursfélögum deildarinnar í kirkjunni á sjómannadaginn. Konurnar eða fulltrúar þeirra standa við altarið og tóku siðan við árituðum heiðursskjölum úr hendi Margrétar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.