Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JtJNÍ 1986 t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUOJÓN B. JÓNSSON, Laugavegi 67a, Raykjavik, lést þann 4. júní i Landspítalanum. Jaröarförin auglýst síöar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir mín, fósturmóöir, amma og langamma, GUOBJÖRG HELGA KRISTJÁNSDÓTTIR, síöaat til heimilis é Droplaugarstööum, áöur aö Austurbrún 6, sem lést í Borgarspitalanum 26. maí sl. veröur jarösungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 7. júní kl. 13.30. Jóntna Jakobsdóttir, Páll Helgason, María Snorradóttir, Þorsteinn Theodórason, barnabörn og barnabarnabörn. t VALDIMAR JÓNSSON, bóndi, Álfhólum, Vestur-Landeyjum, sem lést 31. maí, verður jarösunginn frá Akureyjarkirkju laugar- daginn 8. júní kl. 14.00. Bílferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 11.30. Hrefna Þorvaldsdóttir, Sigríöur Valdimarsdóttir, Valdís Bára Valdimarsdóttir, Rósa Valdimarsdóttir, Ómar Jóhannsaon, Þorvaldur örn Árnason, Auður Haraldsdóttir. HAGSTÆTT VERj! Vidskiptavinir Heklu! Vid bendum á hagstætt verð á kveikjuhlutum. Komið og gerið góð kaup. Kerti: Platínur: Kveikjulok: Golf .. . .44 kr 80 kr 150kr Jetta . ..44- 80- 150- Passat ..44- 80- 150- Colt .. ..44- 80- 150- Lancer ..44- 80- 150- Galant ..44- 80- 150- VIÐURKENND VARA MEÐ ÁBYRGÐ SAMA VERÐ UM LAND A PANGEROVER IHHEKLAHF ^J-augavegi 170-172 Si'mi 21240 Minning: Birna Þorsteins- dóttir Akureyri Fædd 23. janúar 1914 Dáin 29. ntaí 1985 „Ekki var hún há í loftinu, en það sópaði af henni og ekki fóru margir í skóna hennar." Þessi orð eiga vel við ömmu mína, Birnu H. Þorsteinsdóttur, sem í dag er bor- in til hvílu í hinsta sinn. Amma fæddist á Akureyri og ólst þar upp í hópi margra systkina. Eins og oft var á þessum árum var frekar þröngt í búi og margan munninn að mata. Amma yfirgaf því föður- húsin um leið og hún hafði aldur til og hélt ótrauð suður í höfuð- borgina í atvinnuleit. Mörg störfin tók hún sér fyrir hendur og gekk hún að þeim öllum með miklum krafti og.atorku. A þessum fyrstu árum sínum að heiman eignaðist hún tvær mynd- ardætur. Þar sem amma var mjög sjálfstæð kona var hún ekkert að binda sig í hjónabandi, sem hefði ekki veitt henni þá lífsfyllingu er hún þráði. Kaus hún að halda á brattann ein síns liðs. Nokkrum árum seinna varð hún fyrir því láni að ungur maður, Jónas Jóns- son, ættaður úr Haukadal í Dala- sýslu, var í fæði á matsölustað þar sem hún vann. Felldu þau Jónas, sem ég kallaði afa, hugi saman og gengu í hjónaband stuttu síðar. Afi gekk þeim systrum í föðurstað og reyndist þeim hinn besti faðir. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau á höfuðborgarsvæðinu en fluttust þaðan til Keflavíkur. Bjuggu þau þar til dauðadags. Ekki höfðu þau lengi notið lífs- ins saman er afi tók þann skæða sjúkdóm sem dregur mörg okkar til dauða. Ég var ekki há í loftinu þegar hann dó, en samt skynjaði ég það að ömmu var mikið brugð- ið. Þau höfðu þá nýlega flust í sitt eigið húsnæði og horfðu nú björt- um augum fram á veginn. Var því ekki nema von að ömmu féllust hendur. Það sem skyggði helst á var að kraftar hennar voru að þrotum komnir. Amma hafði aldr- ei kunnað sér hóf og enn síður að gefa eftir eða slaka á þó eitthvað bjátaði á. Það kom líka að því að erfiðið heimtaði sín laun og eitt og annað fór að gefa sig í slitnum líkama, sem að lokum dró hana til dauða. Þetta fann amma síðustu árin og óttaðist hún það mikið að verða ósjálfbjarga og öðrum háð. Hún átti þá ósk heitasta að fá að vinna fram á síðasta dag og skilja þannig við heiminn. Amma syrgði afa mikið. Það var ekki fyrr en seinustu árin, að hún hafði öðlast sálarró. Amma var mjög sjálfstæð kona og bar ekki tilfinningar sínar utan á sér. Mörgum hefur ef til vill þótt hún fráhrindandi fyrir bragðið, en traust var hún sínum. Hún eign- aðist fáa vini en góða, sem reynd- ust henni vel, bæði í stríðu og blíðu. Gestrisin var hún úr hófi fram og með afbrigðum góður kokkur. Það fór enginn svangur frá hennar húsum. Minnist ég margra góðra stunda sem við átt- um við matarborðið heima á Greniteig allt svo myndarlegt og hlýlegt. Að lokum langar mig að þakka elsku ömmu minni allar ánægju- stundirnar sem við áttum saman. Megi góður guð gefa henni frið og leiða hana að hlið afa eins og hún þráði svo mjög. Þó við hefðum öll viljað njóta hennar lengur þá gleöjumst við með henni yfir því að fá ósk sína uppfyllta. Halldóra Birna Eggertsdóttir Ragnheiöur Einars- dóttir — Kveðja í dag verður móðursystir mín, Ragnheiður Einarsdóttir, kvödd frá Hafnarfjarðarkirkju en hún andaðist 30. maí sl. Ragnheiður fæddist í Óseyri við Hafnarfjörð 22. júní 1900 en for- eldrar hennar, Geirlaug Sigurð- ardóttir og Einar Þorgilsson, út- gerðarmaður, höfðu þá nýverið flust frá Hlíð í Garðahverfi með útgerðar- og verslunarstarfsemi sína. Árið 1910 fluttust þau með börnin sín níu inn til Hafnarfjarð- ar þar sem heimili þeirra varð upp frá því. Fljótt komu í ljós hjá Ragnheiði miklir námshæfileikar. Hún stundaði nám í Flensborgarskóla og síðar Verzlunarskóla íslands. Að loknu námi dvaldist hún um tíu ára skeið i Danmörku og starf- aði þar m.a. hjá vátryggingafélag- inu Hafnia. Þegar heim var snúið var hjóna- handið og fjölskyldustörfin á * - '* < ftrtrt • /i ! -I Meðan vini mínum Sigurði Magnússyni entist aldur hafði hann á höndum skrifstofustörf fyrirtækja Einars Þorgilssonar, enda með afbrigðum fær starfs- maður á því sviði. Fjölskylda þeirra Ragnheiðar og Sigurðar stækkaöi óðum. Börn þeirra sem upp komust urðu fimm en eitt misstu þau nýfætt. Það var oft glatt á hjalla á Brekkugötu 16 þegar þangað var komið. Umræður og skoðanaskipti með heimilisföðurinn sem stjórn- anda, sem hafði mikla ánægju af uppfræðslu barna sinna, og árang- urinn lét ekki á sér standa. Móttökur húsmóðurinnar voru með einstökum hætti. Hún leit ekki aðeins eftir hjörðinni sinni, heldur og öðrum þeim sem hún vissi að voru einhvers þurfi. Ragnheiður var einstök kona. Þegar aldurinn færðist yfir hana og hún þurfti að líða líkam- legar þjáningar skyldi ekki á það minnst. Sama æðruleysið og umhugsun- in fyrir öðrum sat í fyrirrúmi, því eitt var þó víst, að hún hlyti sína náð og miskunn í fyllingu tímans. Frænka mín, Ragnheiður, hefur nú fengið hvíld, hvíld sem hún sjálfsagt hefur þráð og átti svo sannarlega skilið. Fjölskylda hennar kveður hana með þakklæti og við sendum börn- unum og fjölskyldum þeirra kveðjur okkar og vitum að almátt- ugur Guð blessar þeim minningu um góða móður. Matthías Á. Mathiesen Troðfull Karlskirkja á tónleikum kórs Langholtskirkju Bruna ÖRYGGI BYRK. Siðumúla 37, Reykjavík Slippfélagið, Mýrargötu 2, ReyKjavík. Dröfn, Strandgötu 75, Hafnarfirði. Hiti sf,, Draupnisgötu 2, Akureyri. JÁ Byggingavórur, Baldursgötu 14, Keflavík. Frá UuAUhku (iuAmundsdóUur f Vfn. KARLSKIRKJA í Vín í Austurríki var troðfull sunnudagskvöldið 2. júní síðastliðinn þegar kór Lang- holtskirkju hélt þar tónleika. Mertal tónleikagesta voru fjölmargir ís- landsvinir í Austurríki, þekktir lista- menn úr háborg tónlistarinnar og síðast en ekki síst íslenskir ferða- menn, þar á meðal Gylfi Þ. Gíslason og frú og Halldóra Eldjárn fyrrver- andi forsetafrú. Kórinn fékk sannarlega góðan byr í upphafi tónleikaferðar sinn- ar. Áheyrendur heilluðust mjög af söng kórsins og einn gestanna sagði að stórkostlegur hljómburð- ur Karlskirkjunnar hefði undir- strikað sérstæðan hljómagang í „Requiem" eftir Jón Leifs. Tón- leikar kórsins eru liður í „Wiener- festwochen", sem standa frá miðj- um maí til júníloka. Á tónleikunum flutti kórinn fjölda tvísöngslaga og frumflutt var verk eftir íslandsvininn Hel- mut Neumann sem heitir „Marienode" eða óður til Maríu. Þessar góðu undirtektir á hljómleikunum eru dýrmætt vega- nesti fyrir kórinn en næst syngur hann í klausturkirkjunni í Krems.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.