Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNl 1985 fltov$pititlrIafeU> Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö. Ný þingsköp Vinnubrögð Alþingis hafa sætt vaxandi gagnrýni á næstliðnum árum. Þingmenn hafa viðurkennt réttmæti þessarar gagnrýni í verki, m.a. með því að setja ný þingskap- arlög, þar sem starfsreglum þingsins er verulega breytt. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti sameinaðs þings, sem ásamt fleirum stóð fyrir þessum breytingum, komst svo að orði í þingræðu, að hér væri um að ræða „gagngerðar breytingar í veigamiklum at- riðum“ og „algjör nýmæli“. Minna þótti ekki gagn gera. Á þingi því, sem senn lýkur, og næstliðnum þingum, hafa þingmál gengið hægt fram, bæði í þingnefndum og þing- deildum, lungann úr þingtím- anum, en hrannast upp til af- greiðslu í skammtíma, rétt fyrir jól og rétt fyrir þing- lausnir að vori. Að þessu leyti var vinnulag þingsins ámæl- isvert. Hyggilegra hefði verið að dreifa málum betur á starfstíma þess. Fyrirspurnir til ráðherra, umræður utan dagskrár og til- lögur til þingsályktunar, sem fyrr á tíð vóru ekki miklar að fyrirferð í þingstörfum, hafa vaxið ótrúlega að tölunni til hin síðari þingin og þrengt að meginverkefni Alþingis, lög- gjafarstarfinu. Stundum virð- ist sem fyrirspurnir og um- ræður utan dagskrár séu svið- settar af einstökum þing- mönnum fyrir fjölmiðla, til að fá auglýsingu út í þjóðfélagið. Það kemur því úr hörðustu átt þegar þingmenn átelja fjöl- miðla sem farveg fyrir þessar „uppákomur". Það er ekki karlmannlegt að kenna spegl- inum um þegar mönnum líkar ekki eigið útlit. Ný þingskaparlög, sem efla stjórn þingsins og miða að skipulegri og markvissari vinnubrögðum, setja fyrir- spurnum, umræðum utan dag- skrár og meðferð þings- ályktunartillagna þrengri skorður. Raunar vóru engin ákvæði í eldri þingsköpum um umræður utan dagskrár. Hin nýju þingssköp kveða m.a. á um: • að forsetar þingsins hafi umsjón með starfi þingnefnda „svo sem nauðsynlegt kann að vera til þess að geta skipað málum niður á dagskrá þing- funda í hagkvæmari tímaröð", eins og forseti sameinaðs þings komst að orði. • þingnefndum er og gert að skipa afgreiðslu þingmála í tímaröð. • lagafrumvörp, sem útbýtt er sex mánuðum eftir þing- setningu, hafa ekki jafn greiða meðferðarleið og önnur. „Með þessu er stefnt að því,“ sagði þingforseti, „að lagafrumvörp komi svo tímanlega fyrir þing- ið að því gefist færi á að fjalla um þau með eðlilegum hætti." • umræða um fyrirspurn er bundin við fyrirspyrjanda og viðkomandi ráðherra og ræðu- tími styttur. • umræða utan dagskrár er í flestum tilfellum bundin við hálftíma og fundi í sameinuðu þingi. Öll þessi atriði og mörg fleiri, sem hin nýju þingsköp geyma, standa til bóta um starfsemi þingsins. í stöku at- riði mátti lengra ganga en gert var. Höfuðatriði er þó, að þingheimur gerði sér grein fyrir vanköntum í vinnulagi Alþingis og hefur nú í nýjum þingsköpum gert heiðarlega tilraun til úrbóta. Bjór — eða ekki bjór Heimild til bruggunar og sölu meðalsterks öls er nú til meðferðar í síðari þing- deild eftir samþykki í þeirri fyrri. Ekki er útséð um hvort þingmenn taka afstöðu til málsins eða koma sér hjá því sem jafnan áður. Rök eru til bæði með og móti þessari heimild. Andstæðingar bjórs stað- hæfa að hann verði aðeins viðbót við aðra áfengisneyzlu og þann vanda, margs konar, sem vínnautn er samfara og enginn getur lokað augum fyrir. Stuðningsmenn bjórfrum- varpsins telja bjórinn þegar til staðar í landinu, bæði lög- lega og ólöglega inn fluttan, efni til bjórgerðar selt í verzl- unum og bjórlíki í veitinga- húsum. Þeir telja eðlilegt að þessi veikasta tegund áfengis fáist keypt í verzlunum ÁTVR, sem falbjóða flestar aðrar teg- undir áfengis, og lúti sömu sölureglum og sterkari drykk- ir. Morgunblaðið hefur talið eðlilegt að þjóðaratkvæði verði viðhaft um heimild sem þessa, m.a. í ljósi hefðar um almennar atkvæðagreiðslur um áfengismál. Neðri deild al- þingis hafnaði þessari leið á afgerandi hátt. Úr því sem komið er verður því að telja eðlilegt að þingmenn taki af- stöðu til þessa frumvarps í at- kvæðagreiðslu, felli það eða samþykki, eftir því sem sann- færing þeirra stendur til. Þingmenn eru ekki kjörnir til þess að hliðra sér hjá því að taka afstöðu í málum, sem skiptar skoðanir eru um. ísafjörður: Fyrsta skóflustunga að nýju tónlistarhúsi Isafirói, 4. júni. ^ RAGNAR H. Ragnars, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans og heidurs- borgari ísafjarðar, tók í kvöld fyrstu skóflustunguna að byggingu tónlistar- skólahúss á ísafirði. Þar með er að byrja að rætast áratugadraumur fjölda tónelskra manna hér vestra og víðar kennslu og starfs við tónmennt. Þó að einn stærsti og þekktasi tónlistarskóli landsins hafi verið starfandi á ísafirði síðan 1947, hefur hann aldrei haft yfir öðru húsnæði að ráða en heimili skóla- stjórahjónanna Ragnars H. Ragn- ar og Sigríðar Jónsdóttur Ragnar og einstök herbergi víðsvegar um bæinn. Ragnar H. Ragnar lét af skóla- stjórastörfum vorið 1984, en tveim árum áður, eða vorið 1982, skoraði hann á ísfirskar konur að koma byggingarmálum skólans i höfn. um land, um sérhannað skólahús til Um sumarið komu svo 10 konur saman og ákváðu að vinna að stofnun samtaka áhugamanna til styrktar Tónlistarfélagi ísa- fjarðar að byggingu skólahúss. 21. nóvember um haustið var stofnaður styrktarsjóður vegna byggingarinnar. Geirþrúður Charlesdóttir hefur verið formað- ur styrktarsjóðsins frá upphafi. í ræðu, sem hún flutti í kvöld, gat hún um ýmsar fjáröflunarleiðir, sem farnar hafa verið, en margar þeirra hafa lífgað upp á bæjarlíf- Högni Þórðarson formaður Tónlistarfélags ísafjarðar tekur við söfnunarfénu úr hendi Geirþrúðar Charlesdóttur formanns styrktarfélagsins. ið, s.s. kabarettsýningar, torgsölur o.fl., auk þess sem leitað hefur verið til brottfluttra ísfirðinga með stuðning. Fjöldi einstaklinga og félaga hefur lagt málefninu lið, enda hefur tónmennt verið snar þáttur í menningarlifi bæjarins í áratugi. Um leið og hún afhenti Högna Þórðarsyni, formanni Tónlistarfélags ísafjarðar, tæpar 2 milljónir króna, gat hún þess, að áfram yrði haldið að afla fjár, þar til húsið væri fullbyggt. Högni Þórðarson ræddi um stöðu bygg- ingarmála en samið var við teikn- istofuna Óðinstorgi í Reykjavík um hönnun hússins og var sú vinna í höndum Vilhjálms Hjálm- arssonar arkitekts. Húsið verður 773 fm á tveim hæðum og mun rísa á Torfnesi milli nýja sjúkra- hússins og Menntaskólans. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 21 milljón króna. Fyrsti áfangi, þ.e. sökklar, grunnplata og jöfnun lóðar, var boðinn út í vetur. Var tekið tilboði lægstbjóðenda Bygg- ingarfélagsins Forms sf. á ísafirði upp á 1,8 milljónir. 1 núverandi fræðslulögum eru engin ákvæði um fjárframlög ríkis eða bæjarfélaga til byggingar tónlistarskóla, þannig að öll fjár- mögnun verður að koma í formi frjálsra framlaga. Að lokum sagði Högni: Þrátt fyrir óvissu verðum við að vera bjartsýn og berjast áfram. Með öflugum stuðningi fólksins má lyfta Grettistaki. Framtíð þessa skóla veltur á því, Hjartaskurðlækningar hérlendis: Samið við Háskólasjúkra Uppsölum um þjálfun stai SAMNINGAR hafa verið gerðir við Háskólasjúkrahúsið í llppsölum í Svíþjóð um að það annist þjálfun starfsfólks, sem starfa mun við hjartaskurðlækn- ingar hér. Ákveðið hefur verið að þær hefjist í Landspítalanum á fyrri hluta næsta árs. Þetta kom fram á blaðamannafundi, sem Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra boðaði til í gær. Þegar hafa verið ráðnir til starfa tveir íslenskir læknar, sem starfað hafa við hjartaskurðlækningar erlendis. Stöður hjúkrunarfólks hafa verið auglýstar og mun þjálfun þess befjast strax að loknum sumarleyfum í haust. Aætlað er að flestir hafi lokið þjálfun snemma á næsta ári. Að sögn ráðherra eru samning- arnir mjög hagstæðir. Sjúkrahús- ið veitir þjálfunina án endur- gjalds, auk þess sem a.m.k. sumt af fólkinu verður þar á launum meðan á henni stendur. íslensk heilbrigðisyfirvöld munu því að- eins þurfa að greiða laun þess að hluta, auk ferðakostnaðar. Á fundinum kom fram að hug- myndin um að hefja hjartaskurð- lækningar hér á landi mun fyrst hafa komið fram í grein sem Hjalti Þórarinsson prófessor skrifaði í Læknablaðið árið 1968. Síðan hefur nær samfellt verið unnið að undirbúningi þess að svo geti orðið. í framhaldi af starfi nefndar, sem Matthías Bjarnason skipaði árið 1983, ákvað hann { samráði við stjórnarnefnd ríkis- spítalanna, að þessar aðgerðir skyldu hefjast í Landspítalanum árið 1986. Var þegar farið að leita eftir samningum við erlend sjúkrahús um þjálfun starfsfólks, sem nú hafa náðst, eins og áður sagði. Einnig hefur verið aflað til- boða í meirihluta tækjabúnaðar Frá blaðamannafundi heilbrigðisráðherra. Matthías Bjarnason heilbrigðis- ráðherra og Davíð Á. Gunnarsson aðstoðarmaður ráðherra. Frumvarp dl nýrra framl Breytinj - segir í umsögn Verz VERZLUNARRÁð íslands leggst gegn samþykkt frumvarps landbún- aðarráðherra til laga um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á bú- vörum og telur að það hafi í för með sér breytingar til hins verra miðað við gildandi lög. Það sem skiptir þó mestu um andstöðu ráðsins er áætl- unarbúskapurinn, er frumvarpið býður heim. Varanleg lausn fæst ekki, að mati ráðsins, nema að fram- leiðsla búvara lúti svipuðum lögmál- um og önnur framleiðsla í landinu. í áliti Verzlunarráðs, sem sent var landbúnaðarnefnd neðri deild- ar, er lagt til að afgreiðslu frum- varpsins verði frestað til næsta þings, þar sem ekki hefur farið fram fræðileg úttekt á afleiðing- um mismunandi leiða til lausnar vandamálum, er frumvarpinu er ætlað að leysa, né afleiðingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.